Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Fyrir svefninn.
22.1.2009 | 20:29
Sumir hafa verið að spyrja mig um mynd af Millu minni hér kemur
hún þessi elska, það er ekkert skrítið að stelpurnar séu fallegar.
Svo verð ég nú að setja þessa inn þó gömul sé, þetta er Ingimar
minn kæri verðandi tengdasonur. Hann heldur á litla ljósinu mínu
og ljósálfinum mínum og hann er besti pabbi í heimi.
Mátti til með að setja þessa inn, Milla mín fixaði þessa mynd úr
tveim myndum. Milla er nefnilega myndasnillingurinn hér.
þetta eru tvíburarnir mínir sem búa að Laugum.
Svo eru það myndirnar sem hanga yfir buffetinu mínu, ég elska
Þessar myndir eins og allt sem þær hafa gefið mér þessar
stelpur mínar. Milla málaði þessar myndir og þarna eru þær
held ég bara að þorna. Hún er snillingur að mála.
Ég á nú fleiri barnabörn en ætla að nálgast myndir af þeim á morgun.
Smá heilræði.
Hvað svo sem við erum að reyna að losa um í lífi okkar,er það ekki
annað en einkenni, ytri áhrif. Að reyna að afmá einkennin án þess
að grafast fyrir um rætur þeirra, er gagnslaust. Um leið og við
slökum á viljastyrk okkar eða sjálfsaga skjóta einkennin upp aftur.
Hér kemur eitt ljóð eftir hann Bjarna M. Gíslason.
Íslenska stúlkan.
Ég nötra, er þú nálgast mig svo skjótt
í návist minni ekkert þarftu að fela.
Þeim, sem finnst þeir fremji eitthvað ljótt,
þeir færa enga gjöf, en bara stela,
Ó, þú manst hvernig það skeði fyrst,--
hin þýða hönd var himnasendur fengur.
Þú vissir tæpast, hvort þig hefði kysst
hinn káti andblær eða saklaus drengur.
Ó, manstu ekki hina ljúfu lind,
sem lög sín æfði sunnan undir granda?
Í hennar spegli ég horfði á þína mynd
svo hrærður, að ég þorði varla að anda.
Við vorum bæði eins og grasið grænt,
sem grær og angar eftir frostsins bruna.
Á svona stund var engum ástum rænt;
í okkar nekt var sólgjöf vorsins funa.
Ég gaf þér allt og gef þér enn í dag,
er geislar vorsins brenna á þínum vörum.
En syng nú vina, okkar ástarlag
í öðrum tón en hans, sem er á förum
þann söng ég heyri gegnum glaum og ys
og glitra sé þín bros, þín tár á hvarmi,--
þau verma og lýsa, verða ávallt blys,
sem veg minn bjarma jafnt í gleði og harmi.
Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Sagan endurtekur sig.
22.1.2009 | 07:48
Táragasi beitt á austurvelli.
Táragasi var skotið á mótmælendur á Austurvelli nú um klukkan
hálf eitt en það mun vera í fyrsta skipti frá árinu 1949 sem slíku
gasi er beitt hér á landi. Hvítan reyk lagði yfir Austurvöll þegar
gashylkjunum var skotið flúðu mótmælendur af svæðinu en
lögreglumenn voru allir búnir gasgrímum.
Er þetta gerðist 1949 þá voru mótmælendur að mótmæla
inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið.
Það var gert með svipuðum hætti, miklar óeirðir, grjóti kastað
rúður brotnar og að lokum kom til bardaga á milli lögreglu og
borgara.
Gerði lögreglan og varalið hennar að síðustu árás á mannfjöldann
og dreifði honum með kylfum og táragasi.
Allir lögreglumenn voru með gasgrímur.
Margir borgarar særðust og nokkrir lögreglumenn er ryskingar
brutust út við þessar aðgerðir lögreglu.
Gaman að segja frá þessu því, að notað var sama efni til
útbýsnar og nú er gert það er, egg, grjót og moldarkögglum,
en nú er það skyrið í staðin fyrir moldarkögglana og meira að
segja höfðu þó nokkrir jeppa niðri á Austurvelli með
gjallarhornum á.
En það sem er skemmtilegast að segja frá er hvað blöðin
höfðu að segja um málið.
Morgunblaðið segir í fimm dálka fyrirsögn á forsíðu:
,,Ofbeldishótanir kommúnista í framkvæmd. Trylltur skríll
ræðst á Alþingi. Grjótkast kommúnistans veldur
limlestingum. Spellvirkjum dreift með táragasi."
Alþýðublaðið sagði: ,,Óður kommúnistaskríll réðist með
grjótkasti á Alþingishúsið. Rúður voru brotnar og
glerbrotum rigndi yfir alþingismenn inni í þingsalnum.
Tíminn segir: ,,Kommúnistar efndu til mikilla óspekta
fyrir framan Alþingishúsið í gær. Lögreglan varð að beita
kylfum og táragasi. Nokkrir lögreglumenn særðust og
allmargir borgarar.
Hins vegar var fyrirsögn Þjóðviljans á þessa leið:
,,Landráðin framin í skjóli ofbeldis og villimannlegra
árása á friðsama alþýðu. 8-10 þúsund Reykvíkinga
mótmæla fyrir framan Alþingishúsið og kröfðust
þjóðaratkvæðis. Svör ríkisstjórnarinnar voru gas-
árásir og kylfuárásir lögreglu og vitstola hvítliðaskríls."
Langloka eina ferðina en, bara varð að segja frá þessu.
það er svo skemmtilegt að bera saman atburði sem
gerast í voru landi. Það eru 60 tíu ár síðan þetta gerðist.
Gaman að geta þess í leiðinni að það eru rétt 60 ár síðan
Þjóðleikhúsið var vígt.
Eigið nú góðan dag í dag.
Milla
Táragasi beitt á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Fyrir svefninn.
21.1.2009 | 20:33
Þessa mynd tók Gísli minn frá okkar húsi yfir Skjálfandann og
yfir í yndislegu Kinnafjöllin.
Ég ætla nú bara að láta hana vera inni þessa mynd, mun koma
með hana betri seinna, en þetta er mynd af mér og langömmu
minni tekin er ég fermdist, það eru nú ekki allir sem eiga svona
gullmola. varð að herma eftir Rósinni minni hún setti inn mynd
af sinni langömmu.
Hún Jóhanna Olgeirsson frá Ísafirði er í raun ekki alvöru langamma
mín, en þegar amma og hennar systkini misstu mömmu sína 1905
þá tók hún Jóhanna ömmu og systur hennar Sofíu að sér og fluttist
til Reykjavíkur. Nú þær systur giftust og eignuðust börn og var
Guðrún Ágústína amma mín, hún dó er ég var 2 ára og þá var
eiginlega Soffía frænka eins og amma mín, man hvað mér fannst
hún falleg kona og hún var það og amma líka.
Þarf að láta skanna þessar gömlu myndir inn það er svo gaman að
þeim og kannski hafa aðrir gaman að sjá þær líka,
Allavega tískuna, munið þið tískuna eftir stríð hún var æði.
*********************
Er ekki bara ágætt að koma með ljóð sem heitir:
Í skugga stríðsins
Á vályndum voðatímum
von mín leitar til þín,
sem að greymennum gerðir þá ekki,
er glímdu við örlög sín.
Þú lést ekki heift og hatur
og hrapæði villa þig,
en þeystir í hörmun og þrautum
um þúsund kiðlinga stig.
Við hófdyn þess herjandi ótta,
sem hamríður skáldanna þrá,
svo jafnvel þeim flugvissu fatast
við fnykinn af blóðugum ná,
ég minntist mansöngva þinna
við myrkursins ládauða ós,
hvernig þín sál í söngvum
seildist í himinsins ljós.
Þótt öld eftir öld þér bæri
örbirgð í hverja sveit,
þitt andsvar við æviþrautum
varð aldrei nein dauðaleit.
þín lífsþrá í stefum og stökum
stældist af fornri dáð,
þú kvaðst á við kölska sjálfan
og Krist baðstu í ljóði og náð.
Þú bauðst ekki bölsýnir einar,
er barnið rétti þér hönd,
því jafnvel af bliknuðum blöðum
sló bjarma á þess framtíðarlönd,
það dreymdi enga hillinga drauma
um dýrð hins glitrandi prjáls.
Í stefhlóðum gamalla glóða
fólst galdur hins frelsandi máls
Svo veit ég þá, hvað því veldur,
þegar vágestur dauðans hér
með ógnandi svartnættissýnum
sækir sem svartast að mér,
að gegnum hamfarir heljar,
sem hlakkar nú ofurrík,
heyri ég hjartaslög lífsins,
þinn hásöng í öreigans flík.
Bjarni M. Gíslason
Úr bókinni: Af fjarri strönd. 1971.
Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Eru þeir að láta undan?
21.1.2009 | 16:35
Það getur nú ekki verið um neitt annað að ræða en slíta
þingi og efna til kosninga, allavega verður eitthvað að gerast.
Ég skammast mín nú ekki fyrir að vera Íslendingur, en ég
skammast mín fyrir að hafa tekið þátt í því að kjósa þetta yfir
okkur í áraraðir hef ég verið alveg blind og trúað þessum
fagurgúlum, ekki vantar nú slepjuna fyrir hverjar kosningar.
Eftir síðustu kosningar beið ég nokkuð lengi eftir að þeir
þessir bláu, sko mínir menn mundu standa við loforðin,
en nei það kom aldrei og fékk ég bara viðurstyggð á þessum
lygum og undanfærslum endalaust.
Mun aldrei kjósa þá aftur.
Það verður eitthvað að gerast strax, annars fer allt á verri
veg heldur en þegar er orðið og er það nú orðið slæmt.
Fundað með flokksformönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Reiði og afleyðingar hennar.
21.1.2009 | 09:21
Fyrir margt löngu tók ég þá ákvörðun að blogg eiginlega
sama og ekki neitt um vandamálið í landinu, en stundum
getur maður eigi orða bundist.
Fólk er reitt það er skyljanlegt allt sem er að gerast hefur
áhrif á líf okkar mismikið reyndar.
Margir, of margir eru að missa heimili sín, vinnu og um leið
og við getum ekki verið sjálfum okkur nóg, þurfum að leita
annað eins og einhverjir betlarar þá hverfur sjálfsálitið.
þeir sem aldrei hafa þurft að missa það vita ekki að það er
fjandanum verra.
Það er nefnilega þannig að margir bæir út á landi hafa mist
allt vegna kreppu sem hafa gengið yfir, sem engin man eftir
og hafði það áhrif á alla þá sem þjónuðu þeim fyrirtækjum sem
lenntu undir hverju sinni.
Get ég nefnt dæmi um eins og slippi og smiðjur út um allt land
sem fóru á hausinn að því að útgerðar menn fóru að fara með
bátana í slipp, var það ekki til Pólands, það var víst ódýrara.
Nú eftir stóð eiginlega bara slippurinn í Reykjavik og á Akureyri
en held nú að hann hafi riðlað á völtum fótum, Oftast.
Nenni ekki að fara að tala um aðgerðirnar sem ríkið hefði getað
gert til að aftra þessum hörmungum.
Við sem erum eldri og höfum lennt í niðursveiflum erum betur
í stakk búin til að takast á við kreppuna heldur en unga fólkið
sem ekki veit hvað þetta er í raun.
Já en sjáið til það virðast vera fólk á öllum aldri sem er reitt,
fólk verður að setjast niður og spyrja sig: ,,hvað fæ ég út úr
því að vera endalaust reiður?"
Það er í lagi að verða reiður, en það er ekki í lagi að láta
reiðina ráða yfir lífi manns.
Það þarf að læra að sleppa reiðinni. Sjáið til engin maður og
ekkert heimili þolir reiðina til lengdar.
Þekki nefnilega dæmi um þar sem reiðin sundraði heimili
hann missti allt konu börn og kærleikann og hefur aldrei
fundið frið.
Hvað með börnin ykkar?
Eru þau ekkert hrædd svona innst inni?
Lærið að elska sjálfan ykkur til að geta gefið af ykkur á réttan hátt
hvort sem það eru mótmæli eða að tala við fjölskylduna um
allt og ekkert.
Eigið góðan dag í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fyrir svefninn.
20.1.2009 | 21:43
Maður á víst að segja eitthvað af viti, en stundum langar
manni til að bulla bara.
Þegar ég vaknaði í dag, var afar þreytt eftir morguninn
ekki að ég hafi verið að gera eitthvað sem er erfitt, sko
eða þannigfór í þjálfun sem var alveg ný fyrir mér
líst bara ágætlega á þetta prógramm og vona að það virki
eitthvað ásamt þessum lyfjum sem eiga að virka á
taugaendana.
Já er ég vaknaði fór ég smá í tölvuna síðan fram að fá mér
safa í glas og settist niður og horfði agndofa á lætin við
Austurvöll, ætla ekki mikið að ræða þau, en gat ekki annað
en reiðst er ég sá framgöngu lögvaldsins við borgarana.
Síðan byrjaði þessi fræga útsending frá Ameríku og allt í lagi
með þa, en drottinn minn dýri hvaða sýndarmennska er
þetta eiginlega og hvað kosta þessi ósköp?
Vegna þess að ég sat þarna og var að jafna mig eftir svefninn
þá horfði ég og það í forundran ég sá ekki eina konu flott klædda
og mér er alveg sama þó að það hafi verið kalt, það er hægt
að vera flottur. hélt þær hefðu stílista þessar konur.
Jæja ætla ekki að röfla meir um það.
Nú ætla ég að koma með smá visku úr biblíunni minni sem
heitir Hjálpaðu sjálfri þér eftir Louise L. Hay.
Þessi viska á vel við núna.
Mér líður vel þegar ég sýni kærleika, hann er
útrás fyrir minn innri fögnuð. Ég elska sjálfan mig;
þess vegna sýni ég líkama mínum ást og umhyggju.
Ég neyti holls og nærandi matar og drykkjar, ég
snyrti og klæði líkama minn með alúð og
líkaminn bregst við með kærleika, heilbrygði og orku.
Ég elska sjálfan mig; þess vegna bý ég mér
notalegt heimili sem fullnægir öllum þörfum mínum
og er aðlaðandi.
Ég fylli stofurnar með útgeislun kærleika svo allir sem
þangað koma, líka ég sjálfur, verði varir við þennan
kærleika og nærist af honum.
Ég elska sjálfan mig; þess vegna er starf mitt ánægjulegt
og skapandi hæfileikar mínir fá að njóta sín; Ég vinn með
fólki og fyrir fólk sem ég elska og elskar mig og ég hef góð
laun.
Ég elska sjálfan mig; þess vegna er ég elskuríkur í hugsun
og framkomu við allar manneskjur því að ég veit að allt það
sem ég veiti öðrum fæ ég aftur hundraðfalt.
Í veröld minni laða ég aðeins að mér ástríkt fólk, vegna
þess að það er spegilmynd af sjálfum mér.
Ég elska sjálfan mig; þess vegna fyrirgef ég og sleppi
gersamlega tökum á fortíðinni og liðinni reynslu,
og ég er frjáls.
Ég elska sjálfan mig; þess vegna lifi ég algerlega fyrir
líðandi stund, nýt hvers góðs andartaks í vissu þess að
framtíð mín er björt, gleðirík og örugg,
Því ég er barn alheimsins og alheimurinn ber ástríka
umhyggju fyrir mér, nú og um alla framtíð.
Í minni veröld er allt af hinu góða.
Góða nótt kæru vinir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Að skella skuldinni á aðra.
20.1.2009 | 07:36
Ámælgi og brigsl eru örugg leið til að viðhalda vandamáli.
Með því að ámæla öðrum eru við að svipta okkur valdi.
skilningur gerir okkur mögulegt að sjá víðsýni í málinu
og taka stjórn framtíðar okkar í eigin hendur.
Við getum eigi breytt fortíðinni og framtíðin er á okkar valdi
það er, hvernig við hugsum hana.
Það er mikilvægt fyrir frelsi okkar að skilja að foreldrar okkar
voru að gera sitt besta hverju sinni af skilningi, meðvitund
og vitneskju sem þeir höfðu yfir að ráða.
Í hvert skipti sem við skellum skuldinni yfir á aðra erum við
að afsala okkur ábyrgðinni á sjálfum okkur.
gerum okkur að þetta fólk hafi komið illa fram við okkur,
Það er að segja að okkar mati, en það var alveg eins hrætt og
óttaslegið og við erum sjálf. Hjálparvana það var og eina sem
það gat kennt okkur, var það sem því sjálfu var kennt.
Hvað veistu mikið um barnæsku foreldra þinna?
Datt það í hug þú veist ekki neitt um hana, ef þú hefur
tækifæri þá spyrðu þau, það er að segja ef þú vilt skilja
af hverju þau voru eins og þau voru, sko í þínum skilningi.
Þú færð annan skilning ef þú spyrð.
Þú þarft vitneskju til að öðlast frelsi, þú færð það ekki án
vitneskunnar.
Þú getur ekki öðlast frelsi nema að gefa frelsi.
Það er eigi hægt að fyrirgefa sjálfum sér nema að fyrirgefa þeim.
Ef þú krefst fullkomnunar af sjálfum þér og öðrum þá lifir þú
eymdarlífi það sem eftir er.
Eigið góðan dag í dag kæru vinir
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Fyrir svefninn.
19.1.2009 | 21:36
Það virðast allir dagar vera einhverjir óvenjudagar hjá
mér um þessar mundir.
Byrjaði á því að ég vaknaði 4.30 í morgun reyndi að sofna
aftur, en ekki möguleiki, fór frammúr um 6 leitið og fékk mér
morgunhressingu las blöðin síðan í gær fór síðan í tölvuna
og það var nóg að gera í henni. það er bloggið, mailið og
Facebokk. Minn maður vaknaði un níu leitið sjænaði sig og
fór að elda grautinn, setti Neró út gaf honum ferskt að
drekka og borða tók úr uppþvottavélinni og gekk frá þeim
þvotti sem hann þvoði í gær, eða sko vélin, þegar hann var
búin að þessu þá fékk hann sér morgunmat.
Þá fór mín í sjæningu og um 12 leitið var helt á kaffi og
fengið sér brauð með og svo fór ég upp í rúm að sofa
Það var svo notalegt birtan flæddi um herbergið og rúmið
umbúið og fínt á spilaranum var slökunar diskur og á ég
að segja ykkur, Engillinn minn er bara algjör draumur og
gæti ég eigi verið án hans.
Vaknaði um 14.30 og það fyrsta sem mér datt í hug var góð
vinkona mín, ég vissi þá að hún mundi koma.
Mikið rétt hún dinglaði bjöllunni um 15.30
og þá var sko hellt á könnuna og fengið sér kryddbrauð með,
þessi vinkona mín er bráðskemmtileg svo við veltumst um í hlátri
enda flugu brandarnir frá okkur öllum, en aðallega henni.
Hún bjargar yfirleitt deginum er hún kemur í heimsókn.
Nú Hann Gísli minn setti kartöflur og síara í potta og það var
borðað í seinna fallina aldrei þessu vant.
Ingimar minn kom svo með hundamat sem hann var að kaupa
fyrir okkur inn á Akureyri í dag að sjálfsögðu var sett í könnuna
og spjallað um landsmálin, en bara aðeins.
Löngu liðin tíð og þó?
Ég hef frá mörgu að segja
og, það kraumað lengi hefur
jafnvel, best fyrir mig að þegja
en vanlíðan er þegar sálin sefur.
***********************
Ljóð eftir Kristinn Freyr
Ég kveð þér ekki kvæði
en kem sem barn til þín
--elsku mamma mín.
Góðu börnin gefa
gullin sín.
Ég gef þér ekki gimstein
sem glitrar eða skín
--elsku mamma mín.
Líf mitt verði ljóða-
ljóð til þín.
Góða nótt og sofið rótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Hafið þið velt því fyrir ykkur?
19.1.2009 | 08:20
Oft heyri ég fólk tala um að það sé að gera þetta og hitt af velvilja
fyrir þessum og hinum, en hvað er velvilji?
velvilji er Egó þess sem ætlar sér að bjarga fólki og er oftast
bara stjórnsemi á háu stigi sem getur falist í svo mörgu.
Til dæmis er ég hóf minn búskap og byggði mér mitt fyrsta hús
þá kom mamma og stjórnaði í öllu frá A - Ö.
Það voru litirnir á veggina, gardínur, hvernig skrauti var raðað upp
og bara nefnið það.
Mér fannst þetta voða notalegt að fá svona hjálp frá mömmu, en
ef ég breytti einhverju, og svo kom hún í heimsókn,
Sagði með þjósti:,, þetta á ekki að vera svona," og lagfærði hlutina
eins og hún vildi hafa þá og til að halda friðinn þá sagði maður ekki
neitt, lét þetta bara yfir sig ganga.
Hún taldi að hún með öllum sínum velvilja væri að gera gott
og það var hún að vissu marki að gera þessi elska.
Svo er til EGÓ sem heitir, ef þú haggar við mér þá hefni ég mín
þetta er vont EGÓ, en bara fyrir þá sem nota það.
Það getur sært og gert illt, en ætíð á endanum fer það með þeim
sem nota það.
Ég fyrir mitt leiti hunsa eins og ég get svoleiðis fólk.
Þannig fólk eins og ég hef sagt áður, er eitthvað veikt.
Það má ekki misskilja þetta með velviljann og hjálp sem fólk fær
og er veitt þeim sem þurfa á henni að halda
ég er ekki að meina það fólk, það er að sinna sínum störfum
og það vel.
Er bara að hugleiða smá og kannski ættu sumir að hugleiða þetta
með mér.
Hvernig erum við í framkomu við hvort annað???
Eigið góðan dag
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fyrir svefninn.
18.1.2009 | 20:32
Hún Sigga bloggvina mín var að tala um að verða hugfangin
af fegurðinni í náttúrunni, það er svo rétt maður getur upplifað
alsælu í henni.
Tel samt að maður geti eigi upplifað svona sterkt nema vera
búin að finna sjálfan sig. Ég upplifði einu sinni svona fyrir löngu
síðan.
Var ný búin að taka ákvörðun um að skilja við karlinn, ákvað að
ég þyrfti að fara í bæinn og segja mömmu og pabba frá þessu,
legg af stað og er ég kem á stapann þá er veðursældin þannig
að ég ek út af veginum og horfi yfir, sólin skein, en samt var eins
og dalalæðan slæddist eftir hrauninu á köflum, heiðbjart var alla
leið til Reykjavíkur og ætíð hefur mér fundist þessi leið falleg, en
þarna upplifði ég einhverja fullkomnun sem ég aldrei hafði fundið
fyrir síðan ég var unglingur frí og frjáls farandi í skólaferðalag til
Stykkishólms þá upplifði ég svona fegurð er ég horfði yfir
Breiðafjörðinn.
Þá var ég ung, óreynd og áhyggjulaus, en í seinna skiptið var ég
að fá nýtt líf mér létti svo við það að ég gat notið þess sem ég sá.
******************************
Land.
Ég segi þér ekkert um landið
ég syng engin ættjarðarljóð
um hellana, fossana, hverina
ærnar og kýrnar
um baráttu fólksins
og barning í válegum veðrum
Nei. En stattu við hlið mér
í myrkrinu. Andaðu djúpt
og finndu það streyma
Segðu svo:
Hér á ég heima.
Ingibjörg Haraldsdóttir.
Góða nótt og sofið rótt í alla nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)