Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Enn og aftur sannast það.
3.1.2009 | 17:47
Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýna
Mér hefur alltaf fundist að við sætum ekki við sama borð og þeir á Suðurnesjunum. Skilaboðin frá stjórnvöldum, og nú síðast framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar, virðast vera þau að ekki sé vilji til þess að byggja upp atvinnu hér í Norðurþingi með sama krafti og á höfuðborgarsvæðinu," segir Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar stéttarfélags í Norðurþingi.
Þér hefur alveg sýnst rétt besti maður.
Aldrei höfum við setið við sama borð og þeir fyrir sunnan.
Man ég svo gjörla eftir því er þetta var að gerast þá ung ég var
í henni Reykjavík að alast upp, þá sögðu sunnanmenn: ,, Æ þeir
geta nú bara þagað þarna úti á landi eða það ætti nú bara að
flytja þetta lið á mölina".
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra greinir frá því í grein í Fréttablaðinu í dag að hann hafi ákveðið að staðfesta fjárfestingasamning vegna allt að 360 þúsund tonna álveri í Helguvík. Samningurinn er sagður forsenda þess að mögulegt verði að fjármagna framkvæmdir í Helguvík, með lánum frá fimm erlendum bönkum. Álverið mun fullbúið þurfa um 550 megavött af rafmagni.
Nokkurrar óvissu gætir nú um fyrirhugaðar álversframkvæmdir Alcoa á Bakka í Norðurþingi. Viljayfirlýsing um áframhald verkefnisins var ekki endurnýjuð í haust. Forsvarsmenn Alcoa hafa þó sagt að þeir hafi áfram áhuga á uppbyggingu álsvers á svæðinu.
Fjármögnun framkvæmdanna í Helguvík er ekki möguleg sem stendur vegna erfiðra aðstæðna á fjármálamörkuðum í heiminum. Fjármálastofnanir í heiminum halda að sér höndum og lána ekki fé nema í litlu mæli.
Skúli Helgason, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, segir í grein á vefsíðu Samfylkingarinnar að álver í Helguvík eigi að vera síðasta álverið hér á landi, að minnsta kosti í bili. Einblína eigi á aðra þætti þegar hugað er að atvinnulífi. Ég tel hins vegar að ríkisstjórnin eigi að lýsa því yfir að þetta verði síðasta álverið sem rís á Íslandi um fyrirsjáanlega framtíð og nú verði mótuð ný atvinnustefna með áherslu á nýsköpun, fjölbreytni í atvinnulífinu og jafnvægi milli atvinnugreina. Stjórnvöld eiga að nýta umþóttunartímann sem nú gefst til að leita annarra og vistvænni kosta á sviði orkufreks iðnaðar, t.d. á Norðurlandi þar sem mikil þörf er á atvinnuuppbyggingu," segir Skúli í grein sinni.
Sem sagt við getum enn þá bara etið skít og verið stillt,
Við eigum að bíða eftir að einhverjir sem verða skipaðir í
nefnd til að kanna umhverfisvæna kosti til handa okkur.
Ef við ekki sættum okkur við það, ja þá getum við bara
flutt í burtu. Það gerir fólk náttúrlega er það er búið að
missa allt sem það á, en sjáum til ætli við rísum ekki upp
og gerum eitthvað róttækt í málunum.
Aðalsteinn segir það vera einkennilega forgangsröðun að atvinnulíf á landsbyggðinni sé sett aftar í forgangsröðina en atvinnulíf á Suð-Vesturhorninu. Það er vonandi að það verði hægt að skapa sem flest störf. En það eru vitaskuld vonbrigði að sjá það, skýrt og greinilega, að það er lítið að marka yfirlýsingar stjórnamálamanna er varðar atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Margir hafa líst yfir stuðningi við álversuppbyggingu en alltaf hefur þó verið meira forgangsmál að bæta við álveri á atvinnusvæðinu á höfuðborgarsvæðinu. Stjórnmálamenn, sem með réttu ættu að vera í mikilli naflaskoðun vegna atburða síðustu mánaða, mega ekki gleyma því að þenslan í hagkerfinu hér var fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu. Í Norðurþingi hefur verið kreppa í 10 til 15 ár líkt og víðar annars staðar. Þessar fyrstu vísbendingar um hvert á að stefna, þegar kemur að forgangsmálum í atvinnuuppbygginu, eru því miður ekki í takt við væntingar mínar," segir Aðalsteinn.
Væntingar þínar Aðalsteinn minn voru og eru einnig okkar
væntingar, en það hefur sannast að aldrei er hægt að treysta
ráðamönnum þessa lands hversu málgóðir sem þeir eru.
Það var ansi gott hjá mætum manni hér um daginn sem sagði:
,, Við þurfum sérfróða menn til að vinna í þeim málum sem
sérþekkingu þurfa, en síðan þurfum við að velja fólk til stjórnar
sem þekkir mannlífið í landinu".
Þar er ég svo hjartanlega sammála.
Við höfum ekkert að gera við menn sem aldrei hafa komið upp fyrir
Ártúnsbrekkuna.
Berjumst fyrir rétti okkar sem er að allir hafi sama rétt, bæði til búsetu,
vinnu og að maður geti lifað af sínum launum.
Milla.
Ósáttur við forgangsröðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Útsöluæði!
3.1.2009 | 11:25
Já þeir sem hafa unnið í verslun vita hvað ég er að tala um
útsöluæðið er alveg sérstakt æði.
Fólk kemur og kaupir bókstaflega allt, " Af hverju?"
Jú það er svo ódýrt. Hafið þið heyrt þennan áður?
Það hef ég, en hef aldrei skilið þetta samt, en eigi að marka
mig ég er svo spes.
Hvernig skildi þetta verða núna þegar allar vörur voru komnar
á uppsprengt verð löngu fyrir jól, ekki er ég að meina að það hafi
verið kaupmönnum að kenna nei það var gjaldeyririnn sem var svo dýr.
Það sem ég er að reyna að koma orðum að er: ,, fólk er atvinnulaust,
það eru nýafstaðin jól, aldrei hafa fleiri þurft á aðstoð hjálparstofnanna
að halda og hvernig í fjandanum á þá fólk að hafa efni á að kaupa á útsölu
frekar en fyrir jólin, allavega hef ég eigi efni á því".
Eigið góðan dag í útsölunum.
Milla
Útsölur að hefjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Fyrir svefninn.
2.1.2009 | 22:09
Jæja gott fólk, þetta eru nú búin að vera meiru spillinga-jólin.
Hér hefur verið etið viðstöðulaust síðan 23/12 2008 og þarf
ég vart að taka það fram að allir kenna hinum um, en vitið, það
er bara ekki þannig.
Sko maður gerir í því að útbúa tækifæri til að borða og það ætíð
góðan mat fyrir utan tertur, smákökur, eftirrétti, sælgæti, osta,
kex og bara nefnið það.
Í kvöld var tekin ákvörðun eftir mikið pizzsuát sem voru heimalagaðar
með nautakjöti, lauk, sveppum, bernes og frönskum að nú skildi tekið
á því. Við mæðgur Dóra og ég fórum í lífstílsbreytingu á síðasta ári og
gekk það afar vel.
En eins og þið vitið þá er erfitt að halda svoleiðis yfir jól og þó ekki, ef
maður er nægilega stabill þá getur maður það.
Það gerðist bara ekki um þessi jól og er ég búin að vera afar undrandi yfir
flökurleika, magakveisuverkjum, hausverk og fleiri fylgikvillum með ofáti.
Eruð þið nokkuð undrandi? Nei auðvitað ekki.
Nú verður tekið á málum á nýjan leik.
Litla ljósið er ennþá hjá okkur og er Dóra frænka hennar að setja hana í
sturtu síðan þarf að lesa fyrir hana eina sögu svo sofnar hún eins og engill
þessi elska.
Dóra fer heim á morgun, en veit ekki með englana mína hvort þær geta
slitið sig frá ömmu sinni
Góða nótt kæru vinirMilla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hugleiðingar í byrjun dags.
2.1.2009 | 12:32
Hugleiðingar í byrjun dags á vel við um hádegisbil, er það
ekki byrjun dags um þessar mundir?
Heiðursmerkin að vanda um áramót, allir brosandi út að eyrum
skjálfandi yfir þeim heiðri sem forsetinn sýnir þeim, aldrei skilið
þetta, ekki það að ég efist um að þetta fólk allt eigi heiðurinn skilið,
jú alveg örugglega.
Það eru bara svo margir sem eiga heiður skilið, fyrir svo margt og
mikið í gegnum tíðina, afi minn fékk til dæmis svona orðu, guð þetta
þótti mikill heiður, man nú ekki eftir því að hann hafi breyst eitthvað,
Hann fékk hana að ég held fyrir sína góðu vinnu að bankamálum
shittur, eins gott að það eru mörg ár síðan hann dó, ósóminn var
ekki byrjaður í þá daga allavega ekki í því formi sem hann er í dag,
Eða hvað veit ég um það?
**********************
Eitt skil ég bara ekki, það er að þessir krakkar sem eru svo reið að
rúðufjandarnir fá eigi að vera í friði fyrir þeim út um allan bæ.
Vita þau ekki að við þurfum að borga þetta á einn eða annan hátt
þá eru minni peningar í buddu foreldranna.
***********************
Þjóðarátak til nýrra sóknar, hver fjárinn er það? Auðvitað
verðum við sótsvartur almúginn að bjarga okkur út úr
þessum vanda eins og við höfum gert allt aftur í aldir,
Þurfum hvort sem er að borga brúsann, engin annar gerir það.
Við komum einnig til með að borga ferðalög forsetans á næstunni
úr á land, sko til að stappa í okkur stálinu, svei skítalikt,
Við getum sjálf stappað í okkur stálinu og stutt við bakið á hvort öðru.
Höfum gert það allar götur.
***********************
Vonandi eigið þið góðan dag í dag
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Fyrir svefninn.
1.1.2009 | 22:53
Er bara orðlaus í dag svo ég sendi ykkur bara kvæði
eftir Bo Bergmann í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar.
Liljan í Paradís
Í Skarfafirði, á Flandraraeyri,
við flónsku, drósir og skipalýð
og fleira, er bezt mun að fáir heyri,
bjó fiski-Lína á sinni tíð.
Hún lifði á jörðinni svona og svona,
við siðagæslunnar refsihrís.
En syndablómið, hin seka kona,
er samt orðin lilja í Paradís.
Því meira aldrei var syndin svarta
en sót á rúðu, er hún grét á brott.
En fyrir innan, í hennar hjarta,
var hreynt og fallegt og bjart og gott.
Það bjó þar smástelpa altaf inni,
sem aldrei gleymdist, hve ljúf það var
að vakna heima með sól í sinni,
er sængurkaffið hún mamma bar,
við kisu í búrinu og kýr í haga
og kvak í fuglum um tjörn og skóg,
til léttra stunda um langa daga
við leik í heyi og á berjamó.
Þótt saurgað allt væri og svívirt annað,
var sópað þar inni og prýtt sem fyr,
og bæði grönnum og gestum bannað,
að ganga um harðlæstar klefans dyr.
Þó henti, er myrkrið hvern geisla gleypti
og gamlar minningar brunnu á kinn,
að sjálfkrafa opnaðist hurð og hleypti
þar hrjáðri smásystur snöggvast inn.
En fyrst, er Lína á fletinu auða
sem flík á sorphaugi gömul lá.
hrökk allt á gátt, og í dimmu og dauða
frá dýrð þess herbergis ljósi brá.
Og út var telpan af engli hafin,
sem upp til skýja í dansi steig.
En hin, sem ekki var hún, var grafin
í hjúpi og kistu með grenisveig.
Góða nótt kæru vinir og megi gleði og kærleikur
fylgja ykkur inn í nýtt ár.
Milla .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)