Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Hádegisröfl.

Ég er nú farin að skilja þá sem hafa hrósað því að fá að
sofa út og vera latir, þetta er nú eigi að verða neitt eðlilegt,
maður vaknar eldsnemma að vanda fær sér hressingu og
meðulin, hér fyrir jól fór maður svo rakleitt í tölvuverið og
bloggaði smá og leitaði eftir nýjum fréttum, en núna skríður
maður bara aftur upp í sitt notalega rúm og steinrotast um leið.

Og viti menn maður vaknar svona undir hádegi og teygir úr sér
og hugsar, ég nenni nú ekki á fætur, enda til hvers? brjálað veður
og svo notalegt að kúra undir sinni yndislegu dúnsæng með Neró
til fóta. Gísli var reyndar farin úr rúminu og ég heyrði í honum á baðinu.
Dormaði eitthvað, allt í einu heyri ég í sjónvarpinu og látið ekki líða yfir
ykkur, það var Leiðarljós þeir voru að endursýna Leiðarljós þessa líka
velluna hélt að það ætti að vera frekar eitthvað barnaefni, nei klukkan
var víst orðin 11 og þá er víst barnaefnið búið.
Minn maður var fljótur að slökkva á sjónvarpinu.

Drattaðist framúr í sjæningu smá ab mjólk og svo var sett í heilsubrauð
gat nú ekki verið án þess öllu lengur, en fjandi tók það á þótt alla hjálp ég
fengi sem Gísli minn gat veitt mér, en ég verð ætíð að elta deigið, en það
geri ég með hendinni ofan í hnoðskálinni það er betra að nota Höndina
heldur en sleif, kannski er ég bara svona gamaldags.
Núna er það í ofninum Gísli fór að ná í blaðið og fá sér smá yfirlit yfir bæinn.

En ég var að tala um sjónvarpið, hef nú aldrei verið mikið fyrir það, en
góðir voru þeir að skella á nefskattinum, nú geta þeir bara haft þetta
eins og þeir vilja við þurfum hvort eð er að borga þó aldrei horfum.

Gísli minn var að renna í hlað og Veðurguðinn er  að koma með arfa vitlaust
veður, svo best bara að hella sér á könnuna og fá sér eitthvað sem á að
heita hádegissnarl með og horfa síðan á eina góða á DVD.

Eigið góðan dag í dag
Milla.
Heart


Er þetta nú bara eðlilegt?

Þetta er leiðinda væll, eða þannig. Sko síðan fyrir jól
er ég búin að vera á hækjunni, allt í lagi með það, er
öllu vön, en núna er ég öll að koma til þó ekki alveg
búin að sleppa viðhaldinu og fer ekki í búðina eða bara
nokkurn skapaðan hlut, Gísli minn sér um þetta allt
nema ég þurrkaði og pússaði svolítiðWhistlingí stofunni og
svona út um allt í gær.
varð nú aðeins að snurfusa þið vitið hvernig allt er eftir jólin.

Núna er elskan mín búin að fara 3 ferðir niður í búð því
ég man alltaf eftir einhverju sem mig vantar og gleymdi
að skrifa á miðann.
Við ætlum nefnilega að hjálpast að gera heilsusúpu í kvöld
það hlýtur að hafast. Ég veit að ég hlýt að vera afar erfið,
og kannski er þessi elska bara fegin að komast út þó það
séu 3 ferðir í sömu búðina, hann er nú bara búin að róbóta
allt húsið og skúra yfir skipta um mottur og í gær var búið
að skipta á rúmunum þvo allt tau og undirbúa að það væri
hægt að taka gólfin það eru sko seríuóníur í minni.Wink

Litla ljósið kom í heimsókn áðan og erum við búin að drekka
kaffi saman síðan horfði hún á  það leiðinlegasta ever sem
ég veit um Mr. BEAN.þá kem ég að kjarna málsins að ég
hefði sko eigi sinnt tölvunni minni sem skyldi þessa daga
sem ég hef verið sem verst á hækjunni eða eigum við að kalla
þetta sjálfsvorkunnarferli? Mér hættir til að kalla svona ástand
því nafni því iðulega hefur það hvarfað að mér að af stórum hluta
viðhöldum við ástandinu með hugsun, Já en um hvað?
Jú því sem angrar hvern og einn í það og það skiptið, en að
sjálfsögðu á þetta ekki við um alla eins og þið skiljið.

Sum okkar vita að það er bara ekkert hægt að gera og vilja ekki
sjá þá leið, en aðrir átta sig á því að maður getur gert heilmikið
sjálfur og sem betur fer hef ég nú haft þá vitneskju oftast er mín
veikindi hafa komið upp á sem eru nú ekki alvarleg þó þau hefti
mig á stundum.
En endilega munið að ævilega er hægt að gera heilmikið sjálfur.

Og lokksins er ég ákvað að ég ætlaði að sinna hugðarefninu mínu
tölvunni smá, þá elskurnar mínar fyrirgefið að ég skuli nota þann
tíma til að röfla.
En maður verður einnig að gera það.

Ljós og kærleik til ykkar allra
Milla.
InLove


Fyrir svefninn.

Áfram með smá draugalegar þjóðsögur.
Þessi er úr þjóðsögum Jóns Árnasonar.

                            Þúfan.

Á kotbæ einum vestur í Staðarsveit skammt frá Búðum er
fólgið fé í þúfu einni í túninu.
Þúfuna má ekki slá; því ef svo er gjört, stendur þar ólán af.
Kaupmaður einn á Búðum heyrð'i þetta og vildi reyna, hvað
satt væri um þúfuna. Einn góðan veðurdag fer hann til bæjarins
og hafði með sér nokkra menn.
Ætlaði hann að grafa upp þúfuna, og var hann þó beðinn að
gera það ekki. Stakk hann þá sjálfur upp þrjá hnausa, því
enginn vildi gjöra það, en hann hélt að sér mundi ekki verða
slíkt að meini. En í sama bili líður yfir kaupmann, og lá hann
stutta stund í óviti. Þegar hann rankaði við, stakk hann en
upp nokkra hnausa. Fór það á sömu leið, að yfir hann leið,
og lá hann mun lengur í  öngvitinu en hið fyrra sinn.
Ekki lét hann þetta á sig bíta, og hvað sem hver sagði,
fór hann enn til í þriðja sinn. Var þá liðið á dag. En þegar
hann var búin að stinga upp þrjá hnausa enn, féll hann í
þriðja sinn í öngvit og var það miklu ógurlegast.
Var hann borinn heim eins og dauður og rankaði eigi við
fyrr en morguninn eftir. Vildi hann þá eigi reyna framar
á þetta, enda voru þá allir fúsastir á að hætta og voru
hnausarnirlagðir niður, og hefur enginn hreyft við hrúgunni
síðan.

     ***********************

Um ljóð  Roberts Creeley

Fólk hnýtur
um óttann
við að falla. Ekki

Gleyma að hafa augun
opin
alltaf og

ganga
áfram. Haltu fast
í vonina um grun

um ilminn af
blómi handan
sandanna ---

Árni Ibsen.

Góða nótt kæru vinirHeartSleepingHeart


Fyrir svefninn.

Í gærkveldi fór ég upp í rúm um 10 leitið, var ekki búin að hátta mig,
en komin í náttbolinn, dauðþreytt á að geta ekki sofið heila nótt án
þess að vakna oft yfir nóttina  fyrir verkjum.
Fór að huga að yndislegum spilum sem ein góð vinkona mín gaf mér,
Var búin að skoða þau og lesa og dáðist ætíð meirr og meir af
fegurð þessara spila, leið ótrúlega vel og mér fannst ég vera verkjalaus

lagði spilin frá mér og ætlaði svo að fara fram úr og hátta mig, en viti menn

vissi ekki af mér fyrr en ég vaknaði í öllum fötunum í morgunn, var þá
enn þá svo þreytt að ég bar Gísla að ná mér í hjartameðölin, sofnaði aftur
og svaf til 10, fyrsta nóttin síðan fyrir jól sem ég sef svona vel.
Nú hef ég trú á því að þetta sé að koma, kannski losna ég við hækjuna
innan tíðar.

Var að segja frá því í gærkveldi er ég var að passa bræður mína og
sumum fannst ég hafa verið huguð eða dugleg.
Er ég var 10 ára þá er árið 1952 svo þið sjáið það var eigi mikið að
óttast á þeim tíma þó þetta hafi nú verið smá draugalegt.
Það voru líka bússtaðir allt í kring og í þeim fólk sem ég þekkti vel.

Svo var ég yfirleitt ekki hrædd við neitt Whistling


                    
Hver dagur.

Hver dagur
þér færi
gleði og gæfu
geislandi morgunsól.

Hver dagur
þér færi
farsæld og frið
fegurstu kvöldsól.

Úr ljóðabókinni ljóðblik, 1993
Kristjana Emilía Guðmundsdóttir
.

Góða nótt kæru vinirHeartSleepingHeart


Fyrir svefninn

Ég hef líklegast verið um 11 ára, átti 3 yngri bræður,
Mamma og pabbi áttu sumarbústað við Elliðaárvatn og
einhverju sinni fóru mamma og pabbi af bæ, ég var að
passa bræður mína og hundurinn okkar hann Bambi
var hjá okkur, hann var Scheffer hundur alveg yndislegur.

Nú þeir voru sofnaðir bræður mínir, þetta var seinniparts
sumars svo það var komið myrkur en við vorum með rosa
flottan Alladín olíulampa sem logaði glatt á.

Allt í einu byrjaði Bambi að verða órólegur og stuttu síðar
heyrði ég svona högg utan í veggin sem sneri fram. Anddyrið
var býslag fyrir miðju húsinu og myndaðist svolítið skot sitt hvoru
megin við það, þaðan kom hljóðið.

Það ágerðist og Bambi varð órólegri og byrjaði að gelta, bræður
mínir vöknuðu og allt varð hringlandi vitlaust.
Eftir smá tíma hætti hljóðið og bambi hljóp um allt hús og kíkti út
um gluggana, kom til baka lagðist niður sallarólegur, við líka.

Þegar mamma og pabbi komu heim tjáði ég þeim þessa hræðilegu
draugasögu, en þau hlógu bara og knúsuðu mig, mamma sagði, er
við pabbi þinn komum heim var hestur inn á lóðinni, hann er komin
útfyrir núna svo ég fór bara róleg að sofa með Bamba mér við hlið.


Með öllu sem þú átt.

Ég fleygði steini í ljótan
vegg. Veggurinn brosti.
Ég fleygði steininum aftur og
fastar.
Næst kastaði ég steininum
af öllu afli með öllu
sem ég átti.
Þá hrundi veggurinn og
ég sá sólina og víðáttumikil
engi.

                        Ásgeir Hvítaskáld.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart

 


Hugleiðingar mínar fyrri part dags.

Vertakar sem hafa verið að vinna að uppbyggingu tónlistarhús
í Reykjavík undanfarna mánuði hafa lagt niður vinni, hafa eigi
fengið greitt í 3 mánuði. Skondið því ef við mundum eigi borga
okkar skuldir þá væri sótt að okkur, eða er það ekki.
Eitt er á tæru þó að dýrt sé að byggja þetta hús þá liggur
ýmislegt undir skemmdum þarna ef hætt verður nú.
Það þarf allavega að byrgja brunninn áður en barnið dettur í hann.

                        ***********************

Kaupþing búið að taka ákvörðun um að hefja málsókn á Breta,
Mikið var, eigi var tíminn orðin langur til stefnunnar, við skulum
vona að þeir klúðri þessu ekki.
Við bíðum bara róleg.

                       ***********************

Ný lög um matvæli og þá þar með má fara að flytja inn hrátt kjöt
og annan varning frá útlandinu.
Höfum við efni á því núna á síðustu og verstu tímum að grafa
undan vorum bændum?
Allavega mun ég kaupa Íslenskt.

                     *************************

Fullt umboð til að verja auðlindir þessa lands, hvað er í gangi,
er ég að heyra rétt?
Hvaða auðlindir ætla þeir að verja kannski það sem þeir telja
sínar eigin eða jafnvel komið þeim undir sína vini

                 ***************************

Spyr sá sem ekkert veit, en verð stundum svolítið undrandi.

Eigið góðan dag í dag
Milla.
Heart


Trúið þið á draugasögur?

ÞAÐ GERI ÉG.

Fagrihóll.


Ekki alllangt frá Stykkishólmi er hóll sá, er kallaður er
Fagurhóll.
Í honum er sagt, að grafin séu auðæfi hins forna
Helgafellsklausturs.
Einu sinni var reynt að grafa í hólinn, og þegar
graftarmennirnir voru komnir býsna djúpt, sýndist
þeim Helgafellskirkja standa í björtu báli.
Hlupu þeir þangað til að slökkva eldinn.
Síðan var byrjað að grafa í annað sinn.
Þótti þeim þá sem vopnaðir menn kæmu upp úr jörðinni
og ógna sér dauða, ef þeir hættu ekki að grafa.
Eftir það fengust ekki innlendir menn framar til að grafa
í hólinn, svo þá voru fengnir til þess Danir, en sú tilraun
var árangurslaus.

Draugasögur .
Jón Árnason.

*************

Vonin

Veistu
að vonin er til
hún vex
inn í dimmu gili
og eigir þú leið
þar um
þá leitaðu í urðinni
leitaðu á syllunum
og sjáðu
hvar þau sitja
lítil og veikbyggð
vetrarblómin
lítil og veikbyggð eins og vonin.

                  Þuríður Guðmundsdóttir.

*******************************

Ég trúi á draugasögur sem eru í raun engar
draugasögur í mínum huga, trúi einnig á vonina,
en þú verður að láta vita um þá von sem þú býður eftir.
Ekki bíða lengur láttu vita.
Milla.

Góða nótt.
HeartSleepingHeart


Mánudags, ég veit eigi hvað.

Eftir hálfsvefnlausa nótt fór ég fram um sex leitið og fékk
mér morgunmat og var svo þreytt að ég skreið upp í rúm
aftur, svaf til tíu sofnaði aftur og svaf til ellefu, þetta er sko
eigi líkt mér, Ó NEI.W00t
Var svolítið lengi að koma mér í sturtu og bara að sjæna mig
yfirleitt, en það hafðist og þá beið Gísli minn með kaffi og ristað.

Þær hringdu úr þjálfuninni í morgun og Gísli sagði að ég ætti að
mæta klukkan átta í fyrramálið og er ég mjög glöð með það, þá
fer þetta vonandi að ganga svo að ég geti sleppt elsku hækjunni
minni. Elsku hækjan mín er bæði hækja í orðsins fyllstu og svo
Gísli minnInLove sem ég get vart verið án þegar ég fer svona illa,
Dóra mín og englarnir hafa einnig hjálpað til hér yfir jólin.InLove
og ekki má gleyma Millu minni og Ingimar.InLove

Þið vitið samt alveg þau ykkar sem eruð með giktarelskuna að
það er eigi auðvelt fyrir okkur að þurfa hjálp bókstaflega við
allt, nema ég hef nú ennþá spjarað mig á klósettið, í sturtuna,
sit á klósettinu til að blása hárið, sit við að mála mig, get borðað
hjálparlaust, talað að vild og knúsað og kjassað, "Gísla?" Nei nei,
Barnabörnin, en hann Gísli minn hefur nú þurft að sitja á hakanum.
Hakinn er svo sem ágætur, það verður bara betra er honum verður
boðið að standa upp af honumTounge

Svo kæru vinir þið lesið að ég hef eigi yfir neinu að kvarta, enda ætíð
sag að ég væri  heppnasta konan á jörðinni.

Eigið góðan dag í dag.

MillaHeart


Fyrir svefninn.

Það er búið að vera óhugnanlega rólegt hér í dag.
Við sváfum til 11 dauðþreytt eftir að vera búin að stumra
yfir Neró litla veikum, hann sofnaði lokksins á milli okkar til fóta,
reyndar frekar nær afa sínum því hann veit að ég sparka frá
mér ef hann vogar sér að ýta í mig, skal segja ykkur að ég vill
sko hafa mitt pláss fyrir mig og ekkert múður með það.

Hér hefur engin komið allir í ofsaleti eftir jólin og við líka.
Borðuðum gljáðan fisk í kvöld með lauk og hinu og þessu
grænmeti, það var bara æði.

Verð að koma með þessa aftur, en hún er bara tær snilld.

Einu sinni þurfti ég nauðsynlega að ná
í mann en gekk það mjög illa, var
margbúin að hringja, biðja fyrir
skilaboð en ekkert gekk þó liðnir væru
einhverjir klukkutímar. Mér fór að
leiðast þófið og sendi þetta á faxinu
og það virkaði.

Mér finnst það andskotans helvíti hart
ef hunsar þú útgerðarfrúnna.
Nú kem ég og hengi þinn heilaga part
ef hringir þú seinna en núna.

Þessi er að sjálfsögðu eftir hana Ósk.

Góða nóttHeartSleepingHeart

 


Til hamingju Suðurnesjamenn.

//

Norðurál á í viðræðum við fimm evrópska banka um fjármögnun álversbyggingar í Helguvík. Ágúst F. Hafberg, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og samskipta Norðuráls, vonar að þeim viðræðum og eins viðræðum orkufyrirtækja um fjármögnun ljúki á næstu mánuðum. Hann segir að töf á fjármögnun vegna bankahrunsins seinki framkvæmdinni um 6-12 mánuði. Nú er stefnt að því að gangsetja fyrsta áfanga álversins í Helguvík eftir mitt ár 2011.

Maður verður að óska suðurnesjamönnum til hamingju með
þessa framkvæmd, ekki er það fólkinu þar að kenna að við
hér norðan heiða fáum ekki álver alveg á næstunni það er
heldur ekki fólkinu að kenna að stjórnmálamenn þessa lands
eru ekki að standa sig sem skildi.
Þeir munu bara súpa seiðið af því síðar.

Þekki vel atvinnusöguna á suðurnesjum og þetta Álver þurfti
að koma eða eitthvað sambærilegt, því annars hefði allt farið í
kalda kol, og alveg sérstaklega nú eftir að allt féll.

Ég veit líka að Suðurnesjamenn hugsa vel til okkar, enda margir
að norðan komnir og ekki veitir af því hér er allt að sigla í strand.

Bara til hamingju fólk Suðurnesja.
Kveðjur frá Húsavík


mbl.is Helguvík í gang 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.