Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Hugleiðing um árið sem er að líða.

Árið er liðið og hefur þetta verið gott ár, það er að segja fyrir mig. Mikið hef ég lært og þroskast af því sem ég hef upplifað og það er svo gott að hafa vitund um það sem er að gerast.

Veikindi settu mig smá út úr samgangi í byrjun árs, en það er nú ekkert til að tala um, ég á nefnilega marga vini og ættingja sem eru að berjast, við krabbamein, hjartveiki og margt annað svo við sem erum bara með smáfeila höfum ekki leifi til að kvarta.

Sorgina getum við upplifað á svo margan hátt, þegar vinir mínir hafa misst sína þá rifjaðist upp fyrir mér mín sorg yfir þeim sem ég hafði misst, það  var bara gott því ég vann mig þá betur út úr því. Það er sárt að missa og sárt að vinna sig út úr missinum, það getur tekið mörg ár, en ég veit að það er hægt að komast niður á það plan sem ásættanlegt er fyrir hvern og einn.

Sorg hef ég upplifað við að uppgötva að ég hef eitt tímanum í eitthvað sem ekki endist eða gengur ekki upp, finna vini sem reyndust svo ekki vera vinir en er búin að læra að maður ræður víst ekki öllu sínu karma og í dag er ég fljót að henda út öllu sem er óæskilegt.

Reiðin hefur ekki þjakað mig um ævina, það er afar erfitt að reita mig til reiði, en ef það gerist þá þurrka ég bara út viðkomandi persónu, fyrirtæki eða hvað sem er, en hún hefur komið ansi oft upp á árinu og undanförnum 2 árum, yfirleitt hefur það komið upp er ég er að moka út úr sálartetrinu, það hefur verið á stundum svolítið sárt, en bráðnauðsynlegt.

Ég hef aldrei átt marga vini, en fullt af kunningjum, svo er enn í dag. Fjölskylda mín eru mínir bestu vinir þar inni í eru bræður mínir elskulegu og þeirra fólk. Þegar pabbi minn lifði þá var hann besti vinur minn ég gat talað við hann um allt,og geri reyndar enn, einhvernvegin hefur það orðið þannig að Ingó bróðir hefur tekið við því hlutverki, það líður varla sá dagur að við tölum ekki saman. Hér á blogginu hef ég eignast vini fyrir lífstíð suma þekkti ég áður, aðra hef ég eignast á þessum árum síðan ég byrjaði að blogga. Ég þakka guði á hverju kvöldi fyrir fjölskyldu mína og vini.

Gleðin á stóran þátt í lífi mínu, ég er að eðlisfari léttlynd kona og vil endilega að allir séu góðir, en eigi er það svo og er það bara allt í lagi því ég stjórna ekki í lífi annarra. Á morgnanna vakna ég og teigi mig og toga Neró minn líka, svo framalega sem ég get, síðan bið ég góðan guð að gefa mér góðan dag, undantekningarlaust þá á ég góða daga, ekki er ég að segja að þeir séu allir fullkomnir, það væri nú skrítið ef svo væri, en ef maður hefur gleðina að leiðarljósi þá gengur allt miklu betur.

Það er eitt sem ég hef komist að, eiginlega bara undanfarið ár að ég þarf ætíð að huga bara að mér, hvað mér finnst og langar til að gera, hvernig ég vil lifa lífinu fyrir mig því ég lifi ekki lífi annarra.
Þeir sem ég elska og elska mig kom inn í mitt líf og ég elska þau öll kröfulaust, þau eru mér allt, ég er ekki uppalandi lengur, þó maður vilji stundum stjórna þá fer þeim skiptum fækkandi, sem betur fer.

Nú með sambúðarfólk hef ég það að segja fyrir mína parta: ,,Ég er öðru megin við borðið með mínar skoðanir, hann er hinum megin með sínar skoðanir, ef hægt er að mætast á miðjunni þá er það gott annars verður fólk að fara í sundur.

Það eru ekki margir sem skilja þessa útfærslu á sambandi, en þetta er bara sannleikur, hver og einn verður að fá frelsi til sinna skoðana og hugsanna, engin einn getur ráðið.

Jólin eru búin að vera mér og vonandi öllum í kringum mig yndisleg, og ég veit með sjálfri mér að áramótin verða góð þó mér hugnist eigi allar sprengingarnar og lætin um áramótin þá verður allavega nýársdagur rólegur og yndislegur, við verðum í mat hjá Millu minni, Ingimar og ljósunum mínum, Dóra mín og englarnir mínir verða einnig þar í mat.

Eftir áramót fer allt í fastar skorður, það verður nóg að gera hjá mér að taka upp þráðinn í lífstílnum, og ég hlakka til þess.

Gleðilegt nýtt ár til ykkar allra, vona
svo sannarlega að allir geti unað vel
við sitt.
Kærleikskveðja
Milla
InLove



Gleðilegt ár.

Stundum er maður bara aðeins of lengi
að fatta aðra

 Þessi orð sagði frænka mín áðan, pabbi hennar, bróðir minn, svaraði að maður þyrfti fyrst og fremst að þekkja sjálfan sig og þar er ég honum sammála, en það tekur misjafnlega langan tíma að fatta sjálfan sig, stundum tekst það aldrei, en manni verður á, allt sitt líf, svo ekki þarf hún að hafa áhyggjur, hún er svo ung.

Ég var eins og hún er yngri ég var, trúgjörn, saklaus og stundum voða sein að fatta, ég taldi að allir væru svo góðir, en þetta lærist með tímanum og þó manni verði á þá er það bara allt í lagi. Það er ekki svo ýkja langt síðan að ég gleypti við fagurgala sem ég komst svo að, að eigi var neitt mér í hag heldur bara þeim sem lagði hann fram og átti hann svo sannarlega að vera innan einhvers ramma og það þoli ég ekki, það á ekki að setja fólki skorður. Segi nú ekki meir um það.

Ekki ætlast ég til að einhver skilji mig enda eru þetta mínar hugleiðingar, en ég veit að margir skilja þetta með rammann.Stundum er fólk svo stjórnsamt að maður hrekkur í kút og skilur ekki af hverju þetta og hitt er sagt eða gert, stundum kemur það öðrum en manni sjálfum í uppnám.

Óska vinum, vandamönnum og öllum landsmönnum gleðilegs árs og friðar, legg til að fólk gefi sér tíma til að syngja saman nú árið er liðið í aldanna skaut og finna friðinn sem skapast við þá athöfn.

Ljós og gleði sendi ég öllum mínum.

MillaHeart


Flottir dagar, alla daga

Dag eftir dag er maður í letistuði, en samt gengur allt eins og vera ber, í morgun vaknaði ég frekar seint, ekki líkt mér fór í morgunmat, tölvuna, sjæningu og þá var komið hádegi, en var ekki að skilja eitt nefnilega það að ég var svo þreytt svo ég skreið bara upp í rúm og svaf til 15.30 fékk mér að drekka og svo tókum við spil við mæðgur, þýðir ekkert fyrir mig að spila við hana hún vinnur alltaf, þessi stelpurófa mín.

Nú síðan fór hún að steikja fisk og borðuðum við með bestu list allt upp í skít, um sjö-leitið hringdi síminn það voru þá Milla og Ingimar með ljósin að spyrja hvort það væru til afgangar, auðvitað voru til afgangar og það nóg af þeim, hangikjöt, lambakjöt, kartöflur, rúgbrauð, flatbrauð, síld og margt annað, en þau voru að koma af barnaballi sem var haldið á Tjörnesinu. við fengum okkur kaffi á eftir með konfekti og smákökum.

Nú systur voru svo þreyttar að þær elskurnar skriðu upp í rúmið mitt og spjölluðu þar í lengri tíma, á meðan horfðum við hin á Kastljós og englarnir og ljósin voru í tölvu og flakkara.

Nú sitjum við mæðgur saman í tölvunum, ég að blogga og skoða myndir með Dóru af Neró hennar Aldísar frænku, þær eru á facebook, hann er algjört æði.

En er að hugsa um að fara bara í háttinn, örugglega er ég að vinna og jafna missvefninn yfir jóladaganna.

2fmfrv.jpg

Mynd sem Guðrún Emilía teiknaði

lucine-chan_new.jpg

Sigrún Lea teiknaði þessa

lucine5_new.jpg

Guðrún Emilía teiknaði þessa

archos_new.jpg

Sigrún Lea teiknaði þessa.
Þær eru snillingar í teiknun bara eins og í öllu þessir
englar mínir.
Verð að monta mig smá.

Kærleik á línuna
Milla
Heart


Annar í jólum

Sko ég svaf til 10 í morgun, reyndar fór ég fram í morgunmat klukkan 7, en síðan beint upp í aftur, vorum að dúllast þar til við Dóra settum lærin í ofninn klukkan 12 á 50%, nú við borðuðum síðan klukkan 5 og var maturinn æðislegur, læri, smjörsteiktar kartöflur og einnig kartöflusalat, soðið grænmeti, maísbaunir, gr, baunir, rauðkál og hin fræga portvíns koníaks-sósa með villisveppum.
Gamaldags eftirréttur, ís af öllum sortum, íssósur, ávextir í dós, Cool Wipp og þeyttur rjómi svo þið sjáið að það var eitthvað fyrir alla.

Nú þau eru farin heim með litlu ljósin mín, Dóra farin til vinkonu sinnar og ætla þær svo á ball ásamt fullt af fólki, en við erum bara heima og englarnir okkar líka.


100_9284.jpg

Tölvurnar hafa ekki kólnað um jólin.


100_9286.jpg

Verið í letistuði um hádegisbil, bara eins og það á að vera.


100_9287.jpg

systur búnar að taka völdin í eldhúsinu, einhver draugur að troða
sér inn á myndina


100_9288.jpg

100_9298.jpg

Þetta eru englarnir mínir og ljósin mín, Neró fékk að vera mem.

Bara yndislegur dagur.

Kærleik til ykkar
Milla
Heart


Jóladagur

Bara að setja inn nokkrar myndir, hjá okkur var yndislegt, maturinn
æði svo voru teknar upp gjafir og farið til Millu og Ingimars á eftir
ekki var nú minni gleði á þeim bæ, það er nefnilega svoleiðis með
þessar stelpur mínar allar að ætíð fá þær það sem þær hafa óskað sér
svo þakklátar fyrir allt.

 

 100_9250.jpg

 Tekin í rafmagnsleysinu

100_9253.jpg

Hann fékk náttúrlega soðnar kjúklingalundir skreyttar með papriku

100_9258_945499.jpg

Dóra búin að opna konfektið sem hún var búin að ákveða að fá sér
á aðfangadagskvöld, við duttum í það, æði.


100_9260_945500.jpg

englarnir mínir ljóma, þær fengu módelsmíðuð hálsmen sem eru
Sakura blómið, sést nú ekki vel, en þær elska þessi blóm.
Myndin á milli þeirra er af ljósunum mínum og er hún meistaraverk
Millu minnar, enda er hún snillingur í þessu.


100_9266_945501.jpg

Neró gaf ömmu sinni poolara-trefil í jólagjöf, hann er svo góður
þessi elska, veit alveg hvað amma vill


100_9270.jpg

Dóra að sýna armbandið eitt af því sem þær gáfu mömmu sinni í
jólagjöf.

100_9274_945506.jpg

Amma með englunum sínum.

100_9278.jpg

Ein af okkur gamla settinu, við erum sæl með okkur.

Megið þið eiga góðan jóladag, hjá okkur er náttfatadagur, með
tilheyrandi leti og áti.

Kærleik á línuna
Milla
Heart


Gleðileg jól


Sendi öllum mínum vinum ljós og gleði á jólum.

merrychristmasstelpur.jpg

Gleðileg jól krúsirnar mínar allar, megi þið eiga góð jól, og
þakka ég öllum þeim sem sýnt hafa mér virðingu og kærleik
á liðnu ári.
Og endilega munið eftir þeim sem minna mega sín og eiga um
sárt að binda

Milla
Heart


Fyrir margt löngu,

fæddist hún Milla mín á sjúkrahúsinu í Keflavík, kom heim með hana á aðfangadags-morgun, langþráð var hún þessi stelpa og voru systur hennar afar ánægðar að sjá hana.

100_3129.jpg

Þarna er hún þessi elska með ljósunum sínum.

Daginn sem ég kom heim með hana var snarvitlaust veður eins og
núna bara miklu meiri snjór og ætluðum við aldrei að komast í
Sandgerði, en það tókst og héldum við yndisleg jól með þessari
prinsessu.
Til hamingju með daginn þinn elsku besta mín og takk fyrir að vera
það sem þú ert, sem sagt stórkostleg dóttir.

Mamma elskar þig.InLove


Frábær fjáröflun, en


ber_strakur_943447.jpg

 

Vestfirskir fótboltamenn á Adamsklæðum

Fótboltalið BÍ/Bolungarvíkur hefur gripið til þess ráðs í fjáröflunarskyni að láta nokkra liðsmenn sitja nakta fyrir á ljósmyndum. Myndirnar verða síðan gefnar út sem dagatal ársins 2010.

Orðið að láta nokkra liðsmenn sitja fyrir nakta, sko
maður lætur ekki fólk gera hvorki eitt eða neitt, maður
biður um, láta er frekar skipandi orð.

„Þegar við gerðum okkur ljóst að liðsmennirnir væru ekki bara góðir í fótbolta heldur líka fjallmyndarlegir, þá datt okkur í hug að fara þessa leið," segir Hákon Hermannson, gjaldkeri félagsins

Bráðfyndið orðalag:,, Þegar við gerðum okkur ljóst að
liðsmennirnir væru ekki bara góðir í fótbolta heldur
líka fjallmyndarlegir, þá datt þeim þessi leið í hug.
Ja hérna voru þið að uppgötva hjólið eða hvað
auðvitað eru þessir strákar allir upp til hópa súper
sexí, engin spurning.

Allir fótboltamenn eru sexí og bara flottir strákar.
annars var þetta bara smá um mína skoðun á
orðalagi fréttarinnar.

Knús í daginn
Milla
Heart

Sjá nánar frétt á Bæjarins besta.


mbl.is Vestfirskir fótboltamenn á Adamsklæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mundi nú lýða yfir fólk, sko ef,

Sporðdreki:
Einhver í fjölskyldunni lætur orð falla
sem gætu bjargað deginum. Vendu
þig á að koma til dyranna eins og
þú ert klædd/ur.

Ég kæmi nú til dyranna eins og ég er klædd, ekki búin að fara í sjæninguna, nú auðvitað er verið að meina að maður komi fram af heilindum, ekki verður það verra ef einhver segir eitthvað sem gæti bjargað deginum, annars er ég bara svo sæl með mitt, en allur bónus er af hinu góða.

Hér var sko fjör í gær, Aþena Marey mín, sem gisti hjá okkur ákvað að fara bara ekkert á leikskólann, við vorum hér að náttfatast meðan svefnpurkurnar sváfu, meira að segja afi svaf til 9 sem er ekki vanalegt, við fengum okkur morgunmat, spiluðum veiðimann, fórum aðeins í tölvuna, síðan var farið í sjæningu, afi fór fyrstur, svo amma síðust í röðinni var hún, þarf nefnilega langan tíma þessi elska, enda vel notað af hársápu og næringu, blása hárið og ákveða svo í hvað hún ætlaði að fara lokksins kom það, Lísa í undralandi, en hún var með það outfitt með sér, druslaðist í þessu í allan gærdag.

Við gamla settið fórum svo að versla, náðum í Viktoríu Ósk í skólann heim að drekka eftirmiðdagskaffið, í kvöldmat hafði ég steiktan þorsk í raspi með miklum lauk og það var vel borðað af því.

100_9237.jpg

Ljósin mín við tölvurnar.

100_9238_943099.jpg

Þær posuðu aðeins fyrir ömmu

100_9240.jpg

Sigrún Lea örugglega í leik.

100_9241.jpg

Guðrún Emilía, eins og prinsessan á bauninni, með bók í kjöltu sér.

100_9246.jpg

Þreyttur pabbi kominn að sækja ljósin mín, það tekur á að fara í
búðir, en þau fóru nú fínnt út að borða á eftir.

100_9243.jpg

afi vildi endilega fá mynd af Neró, en hann snéri bara upp á sig
langaði í ísinn hjá stelpunum

100_9239.jpg

Svona kúrast þær, englarnir mínir, önnur að lesa hin í tölvuleik
eða að horfa á eitthvað af flakkaranum.

Svo fóru ljósin mín heim og amma gamla fór bara beint í rúmið
maður verður að hvíla sig vel þegar maður getur.

Kærleik í daginn ykkar
Milla.
Heart


Löt, en afar glöð í dag.

Stundum er maður bara ekki, eins og að sér eigi að vera, vaknaði í morgun, um átta leitið, frekar listalaus fékk mér rísköku eina og pepsí (gáfulegt eða hitt þó heldur) skreið upp í rúm aftur um tíu og svaf til hálf eitt, og var sko ekki tilbúin að fara í búðina fyrr en um fjögur leitið, en þá var ég búin að sjæna mig fá mér brauð og te og spjalla helling við tvíburana, umræðuefnið var, hver ætti svo sem að dæma hvað er rétt og eða rangt í skoðunum fólks, akkúrat engin getur dæmt, nema getað sannað mál sitt á svörtu eða hvítu.

Nú við gamla settið fórum í búðir, vantaði ný hleðslubatterí, leggja inn öll reseptin sækjum þau svo á morgun, keyptum smá í Kaskó, komum svo við hjá Millu minni hún bauð í lasange í kvöldmatnum og það var bara flott, litla ljósið vildi endilega koma heim með okkur og gista, ekki amalegt þegar frænkurnar hennar eru hér, þær stjana við hana, Nú við erum búnar að horfa smá stund á Tom and Jerry, síðan fór hún að bursta tennur og er komin upp í rúm inni hjá þeim, en ekki verður langt að bíða þar til hún skríður upp í afa holu, það er alltaf best að vera á milli. Svo læt ég það bara ráðast hvort hún fer á leikskólann á morgun eða ekki.

Hafið þið krúsirnar mínar upplifað tilfinninguna að sættast við, gera góðverk sem engin veit um, setjast niður og eiga stund með sjálfum sér, lifa í kærleikanum fyrir ykkur sjálf, ekki alltaf að taka alla inn í pakkann, lifa ykkar lífi, en samt með öðrum. Ef þið gerið þetta þá verður lífið auðveldara.
Standið í lappirnar og berið ábyrgð á eigin lífi.

Kærleik til ykkar allra
Milla
Heart


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband