Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
Mannætur í Kaupmannahöfn, Dyrhólagatið og Björn ráðherra.
31.5.2009 | 18:52
Björn Jónsson, ritstjóri Ísafoldar og síðar ráðherra, var stundum
seinheppinn í fréttamennsku sinni. Vorið 1895 snaraði hann á
Íslensku frétt úr Politiken um að þrír svertingjar hefðu étið upp
til agna frægan danskan leikstjóra að nafni Scheel-Wandel.
Fyrir þetta var hann hæddur en aldrei tók hann fréttina til baka
en stóð á því fastar en fótunum að víst hefðu mannæturnar étið
aumingja manninn-sem var fjarri öllum sanni.
Í annað sinn birti Björn mynd í Sunnanfara sem hann sagði af
Dyrhólaey en var í raun af gatkletti vestur á Arnarstapa.
Þegar honum var bent á mistökin neitaði hann að viðurkenna
þau en fullyrti eftir sem áður að myndin væri af Dyrhólaey og
leiddi fyrir því vitni.
Loks gugnaði Björn þó á því að halda þessu til streitu en lengi
á eftir var hann kallaður ,, Dyrhólagatistinn" og tók hann það
nærri sér.
****************************
Klárum nú að segja frá listfengi sem talin var, en sumir vildu
kalla orðaslys Páls Zópóníassonar.
,,Skýrslurnar undan þessu nauti sýna að mjólkin hefur vaxið
og sömu skýrslur undan sama nauti sýna líka að
fitan hefur vaxið."
,, Ég ráðlegg ykkur eindregið, bændur góðir, að láta ekki lifa undan
Þeim ám sem drápu undan sér í vor."
,, Ef fjárpest kemur upp er skylt að tilkynna það öllum nærliggjandi
sýslumönnum í sveitum í kringum landið."
******************************
Páll fór einhverju sinni á hesti yfir Austurá í Miðfirði. Áin var í miklum
vexti og kemur hann blautur og hrakinn að næsta bæ. Húsfreyjan
þar, Ásta að nafni, stendur úti á hlaði og spyr um leið og hann hefur
stigið af baki:
,, Var áin djúp?"
Páll svaraði:
,, Sæl vertu Ásta, milli hnés og kviðar."
Páll ræddi eitt sinn um það við félaga sína hvað væri besta spilið.
Eftir nokkrar umræður kvað hann upp úr með það, að bridge hlyti
þá einkunn og bætti síðan við:
,, Ég spilaði það í 16 kvöld á hálfum mánuði í fyrra."
Þetta er tekið úr bókinni Heimskupör og Trúgirni. Jón Hjaltason.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Kvöldsaga.
30.5.2009 | 20:42
Páll Zóphoníasson
Páll var þingmaður 1939 til 1959, búfræðingur að mennt og
um tíma búnaðarmálastjóri. Það var Páli að listgrein sem
aðrir kölluðu orðaslys og skömmuðust sín fyrir.
Lítum á fáein dæmi um listfengi Páls:
,,Það dregur úr vexti lambanna að slátra þeim of ungum."
,, Bændur hafa bætt kyn sitt í seinni tíð."
,,Það eru tvær dulbúnar þungamiðjur í þessu máli."
,,Menn eru ekki búnir að súpa úr nálinni með þetta mál."
,, Bændur ættu að þekkja ærnar sínar eins og konurnar sínar."
,,Duglegum bændum ætti ekki að vera ofraun að gera ærnar sínar
Tví og þrílembar."
Og í ræðu á Alþingi sagði Páll eitt sinn að umrædd tillaga hefði
Komið ,,... eins og þjófur úr heiðskýru lofti."
Þetta voru fáein dæmi um listfengi Páls.
Jæja eins og ég sagði frá í morgun á facebokk þá svaf ég til níu,
það er ekki minn still, en er maður er farin að vaka fram að
miðnætti öll kvöld þá kemur að því að maður þarf hvíld.
Var að drollast, hringdi síminn það var Dóra mín sem vildi
koma til að versla, Gísli fór náttúrlega um leið af stað, ÆI
honum finnst svo gott að fá eitthvað að gera.
Ég spjallaði við vinkonu smá tíma fór síðan í sjæningu, þau
komu og við auðvitað í búðir, mæðgur að vanda.
Fórum í Kynlega kvisti og viti menn sá eitt skrifborð á 500 kr
og keypti það á staðnum, sko gripið og greitt þurfti ekki vísa rað
fæ það heim eftir helgi, geri aðrir betur.
Er heim kom hringdi Dóra í Ingimar mág sinn, bauð honum með
ljósin mín til nónverðar hjá mér, sátum við nokkuð lengi að vanda
yfir því.
Ingimar þurfti svo að fara að versla, Milla var nefnilega að vinna.
Gísli ók Dóru heim, ég moppaði yfir öll gólf á meðan, hef nú ekki
getað það í marga mánuði, en þetta er allt að koma ég trúi því.
Við gamla settið borðuðum síðan afganga frá í gær mjög gott.
Nú bið ég um að ekki verði miklir jarðskjálftar fyrir sunnan og
ekkert slæmt gerist, en maður veit aldrei.
Góða nótt kæru vinir munið að vera góð við hvort annað.
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Ég var að hugsa,yfir morgunmatnum.
30.5.2009 | 09:40
Fyrsta stóra útileguhelgin, fór að rifja upp er maður fór með
fjölskylduna og vini í útilegu sko fyrir margt löngu.
Farið var að Laugarvatni, Þjórsárdal og oft ver tjaldað á
leiðinni norður er maður fór þangað, en mikið þoldi ég ekki
þessar ferðir, hokrast í tjaldi engin aðstaða neisstaðar, flest
kom í hlut konurnar, karlarnir voru jú í glasi, eða réttara sagt
flöskum.
Í dag er allt orðið svo dýrt bensínið bæði á menn og bíla komið
upp úr öllu valdi, þannig að farið verður í styttri ferðir í ár,sem
sagt í Þeir staðir sem verða fyrir áganginum eru bara rétt fyrir
utan bæinn, svo fremi að það megi tjalda þar.
Lítið verður hægt að fara í sund, því fimm manna fjölskylda þarf
að borga 2.500 krónur í sund, það er of mikið fyrir fólk að borga
allavega þá sem eru lágt launaðir.
Nú svo er það bruggið, auðvitað verður það í hávegum haft og
menn fara að metast hver hafi nú besta spírann.
Oft blanda menn ekki niður spírann svo hann er kannski 90%
það er frekar ógeðfellt að drekka það af stút er karlarnir fara að
bjóða hvor öðrum.
Ofbeldið mun aukast fólk er reitt og er það er komið í glas/flösku
þá gerist eitthvað sem engin skilur, en all margir hafa lent í.
Fjandinn hafi það, ég er reið, það átti að gera eitthvað fyrir fólkið í
landinu, ég sé bara hækkanir ofan á hækkanir og er ekki farin að
sjá að við getum lifað mannsæmandi lífi, þá er ég ekki að tala
um neinn lúxus.
En þrátt fyrir allt þá eigið góðan dag í dag.
Faðmlag til allra
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Viðurstyggilegur glæpur.
29.5.2009 | 08:43
Viðurstyggilegur er kannski vægt til orða tekið, Þessi glæpamaður
er búin að koma víða við eins og þeir allir sem viðhafa slíkt, margar
sálir eru í sárum og hafa ekki þorað að koma fram til að segja frá
eða að engin hlustaði, kannski var bara sagt, hættu þessu rugli
stelpa er reynt var að segja frá.
8 ár er ekki þungur dómur, mætti vera þyngri að mínu mati, en er
samt í áttina að því sem svona dómar eiga að hljóða upp á.
Það skal hugað að því að sálarmorð eru þeir búnir að fremja allir
þeir menn sem viðhafa slíkan viðbjóð.
Svo ber að hugsa til mæðra þessara stúlkna, oft á tíðum eru þær
brotnar sálir, en stundum lifa þær bara eðlilegu lífi og vita ekki neitt
þar til bomban springur, aðrar eru þær sem aldrei neinu trúa og
afneita sinni dóttur fyrir krippildið sem þær búa með.
það er fyrst núna, fyrir stuttu á Íslandi sem það fór að viðurkennast
að eitthvað væri nú athugavert við svona samskipti, þá meina ég að
næstum aldrei hefur tillíðanleg virðing verið borin fyrir börnum
vorum og lítið hlustað á þau.
Kirkjan hefur ekki verið besta fordæmið, þar sem hún hefur þaggað
niður mál af þessu tagi, svo mikil skömm er að.
Vonandi taka þeir upp breytt viðhorf.
Ég spyr sjálfið mitt, er kirkjan svona forpokuð, eins og var á öldum
áður, að það teljist réttmætt að prestar geti sængað með konum að
eigin geðþótta, (Lesið Gamlar sögur og bækur) eða er þetta í dag
bara talin svo mikil skömm að það verði að þagga niður málin.
Og haldið svo bara áfram prestar góðir.
Vona að allir eigi góðan dag í dag.
Milla.
8 ár fyrir kynferðisbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Kvöldsaga.
28.5.2009 | 22:59
Var að lesa færsluna hjá bloggvinkonu minni í þriðja
sinn áðan, hún er yndislega vel gerð þessi kona, hún
Birna Dís skralli.blog.is
Við höfum öll gott að því að lesa um sannleikann í
lífi fólks.
Það er eins og færslan hennar Lilju Guðrúnar lillagud.blog.is
endilega lesið hana, frábærilega vel orðuð.
Jæja ferðin til Akureyrar gekk vel og bara gaman að skreppa
og fara á kaffihús og hitta vini.
Englarnir mínir voru að fá sér tattú og auðvitað fengu þær
sér Japanska blómið Sakura, það er afar fallegt.
Komum seint heim fengum okkur snarl að borða, Ingimar og
Viktoría Ósk komu í heimsókn, umræðan snerist um pólitík,
Hvað annað þegar allt er að hækka og er það víst nauðsynlegt
til að bjarga öllu frá falli, líka okkur, nenni ekki að tala um þetta
ég fer í vont skap.
Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Daglegt brauð með misjöfnu áleggi.
28.5.2009 | 13:51
Skyldu þessir fjandans nauðgarar vera þeir sem ekki fá
nóg heima hjá sér, eða er þetta sér-þjóðflokkur.
Þeir stunda þá örugglega ekki vændiskonur
Hvað er að þessum mönnum, og hvað hafa þeir út úr
þessu, Ja spyr sá sem ekki veit, en veit það eitt að
algjör viðbjóður er þetta og ekkert annað.
Og svo er annað, konur hættið að láta einhverja ógeðslega
karla aka ykkur heim, hvað sjáið þið við þá eiginlega, þeir
eru ekki þess verðir að líta í áttina til hvað þá annað.
Hamingjan fæst ekki með víndrykkju.
Farin á Eyrina, sko ekki eyrina í Reykjavík, það var talað um
að vinna á eyrinni í gamla daga er menn unnu við höfnina.
Fyrir þá sem ekki vita þá segjum við á Húsavík að við séum að
fara á eyrina er við höldum til Akureyrar.
Sjáumst í kvöld.
Leitað vegna nauðgunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað heita þau svo daginn eftir?
28.5.2009 | 08:39
Ég meina daginn eftir endanlegan úrskurð gjaldþrots, eða
hvað þetta er nefnt.
Veit dæmi þess að eitt slíkt hélt bara áfram að vinna eins
og ekkert væri, á nýrri kennitölu og engar skuldir, að sjálfsögðu
fóru þær með gömlu kennitölunni, tæki og tól voru leigð af ríkinu.
Alltaf hef ég verið hlynnt smáum fyrirtækjum, þau hafa gert tilboð
í stór verk þá með það fyrir augum að fá til sín undirverktaka til
aðstoðar, sum þessara fyrirtækja eru vel rekin og standa af sér
erfiðleika, en þeim er einnig treyst.
Þeirra yfirbygging er engin.
Stóru fyrirtækin þurfa einnig að vera til, þessi með stóru tækin,
miklu yfirbygginguna, flottu bílana og bara allt sem hugurinn
girnist, enda er þeim hampað mest í þeirri kreppu sem um
er talað í dag og er að sjálfsögðu.
Svo eru það þau fyrirtæki sem litla sem enga fyrirgreiðslu fá
sökum þess að það er ekki hægt að treysta þeim, þau hafa
engan fjárhagslegan bakhjarl til tryggingar því sem þeir eru
að ger, svo þau rúlla bara fyrst yfir, er það ekki annars?
Það er nefnilega meinið hér á Íslandi, það er horft fram hjá
tryggingunum sem þurfa að vera er fyrirtæki er stofnað, bara
eins og var með bankana, er þeir stækkuðu þá gleymdist að
auka tryggingarféð það sem þeir þurftu að hafa á bak við sig.
Uss! þetta er nú meiri rúllugardínan hjá mér, en eigið góðan dag
Og ég sendi öllum stórann faðm
Milla
85 fyrirtæki í þrot í apríl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alveg rosalega mikil þörf.
27.5.2009 | 09:17
Glæsileg borg Kaupmannahöfn, og bara allt hægt að
fá sem hugurinn girnist.
Eftirspurn eftir vændi í Kaupmannahöfn
Mikil viðskipti hafa verið hjá vændiskonum í Kaupmannahöfn í
Danmörku undanfarna daga en þar hefur staðið yfir alþjóðleg
ráðstefna um loftslagsmál.
Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
Við höfum haft rosalega mikið að gera. Stjórnmálamenn hafa
jú þörf fyrir að slappa af eftir langan dag,
" segir vændiskonan 'Miss Dina"
Getur það verið að þeir þurfi að slappa af ræflarnir, en eftir
hvaða erfiði, ég bara spyr, sitjandi á ráðstefnu talandi um
loftslagsmál, borðandi góðan mat og þessir asnar þurfa að
slappa af, en er ekki bara gott að gera það með góðri bók
eða sjónvarpsglápi.
.Samkvæmt könnun sem fréttablaðið 3F hefur gert meðal
fylgdar- og vændiskvenna kefur verið óvenjumikið að gera
undanfarna daga.Þegar margir karlar eru samankomnir á
einum stað þýðir það aukningu í eftirsókn eftir vændiskonum.
Það er sko satt að þar sem karlrembusvín eru samankomin
þurfa þeir að riðlast á öðrum konum en sínum eigin, gætu
þetta verið hópáhrif, nei bara skondið eins og með beljurnar
er ein pissar þá pissa allar, en þeir eru auðvitað ekki beljur.
Mér þykir það með eindæmum virðingarlaust, það að menn
skuli gera þetta, verandi í opinberum erindum á kostnað síns
ríkis og það eru skattgreiðendur sem borga.
Emilie Turunen Dönsk stjórnmálakona, vill að settar verði reglur
um hegðun ráðstefnugesta á Alþjóðaráðstefnum, en ég tel ekki
að það mundi segja neitt, því það er hægt að fara á bak við lögin.
Hún telur það eigi vera réttlætanlegt að embættismenn kaupi sér
kynlíf af konum, ég mundi nú segja mönnum einnig, er þeir eru
á Alþjóðavettvangi fyrir sína stjórn.
Og er þetta svo satt hjá henni, að kaupa sér vændi er bara
siðlaust, en ræflarnir hafa nú eina afsökun, þeir vita ekki hvað
siðferði er.
Þetta var nú bara smá mín skoðun á vændi og kaupum á því.
Bið ykkur samt að eiga góðan dag
og munið að gefa frá ykkur
kærleikann
Eftirspurn eftir vændi í Kaupmannahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Kvöldsaga
26.5.2009 | 21:41
Bernskusaga konu. Langar til að segja ykkur litla sögu, hún er sönn og lýsir hégóma konu, því miður eru þær margar álíka heimskar eða óþroskaðar, sko konurnar.
Tekið skal fram að þetta gerðist fyrir svo mörgum árum að sum ykkar voru ekki fædd.
Hún segir samt nokkuð mikið, eins og um höfnun, hugsið ykkur dóttirin var ca 12 ára.
Þar sem ég þekki til málsins þá er dóttirin núna fyrst að gera upp þetta atvik í lífi sínu
ásamt mörgum öðrum atvikum.
Mæðgur voru saman í verslun voru að skoða það sem í boði var,
dóttirin sá eitthvað áhugavert, kallaði. MAMMA SJÁÐU, ekkert svar
bara þust að henni og hvæst, ekki kalla mig mömmu hér inni þá
virka ég svo gömul.
Flott saga er það ekki?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dansmærin og súlan
26.5.2009 | 10:39
Verð bara að ræna þessari fyrirsögn Þorvaldar Gylfasonar,
sem var fyrir grein hans: ,,Saga úr kreppunni." í Fréttablaðinu
á Laugardaginn var.
Hún hefur ekki látið mig í friði þessi grein og ver ég að koma
aðeins inn á hana, vonandi leyfist mér það.
Byrjað er á þessum orðum.
Þau ár sem Norðurleiðarútan var átta eða tíu tíma á leiðinni
norður í Skagafjörð með skylduviðkomu í Fornahvammi á
Holtavörðuheiði, og enn lengur til Akureyrar, þau ár eru liðin
og koma aldrei aftur. Þegar hraundrangarnir ó Öxnadal brostu
við farþegunum inn um bílgluggana, heyrðist gamall maður segja
upp úr eins manns hljóði: Hér fæddist Jónas.
Þá gall í ungri stúlku í bílnum: Guð, er þetta Hrifla?
Þetta er svona næstum eins og kona ein fyrir margt löngu, sagði
við mig, þið komið svo við í kaffi hjá mér í Galtalæknum, en við vorum
að fara í Stikilshólm.
Það sem mér finnst alveg frábært er að lesa, eigi um svo gamlan tíma,
það er einmitt hvað allt tók okkur langan tíma hér áður og fyrr, en
flestir eru búnir að gleyma og hafa enga þolinmæði í neitt.
Þorvaldur er að segja sögubrot vinar sín, Þóris Baldvinssonar, sem
missti vinnu, heilsu og átti ekki aur er hann varð í kreppunni 1929
atvinnulaus eins og allir aðrir, lenti á sjúkrahúsi lamaður í fótum,
hann heyrði á tali tveggja lækna sem töldu hann ekki þola ferðina heim
með skipi, en í San Francico bjó hann á þessum árunum.
Stoltið kom upp í Þingeyingnum, heim skildi hann fara og koma þangað
lifandi. leið hans lá fyrst til Mexíkó, þaðan til Spánar og áfram til
Bretlands og heim, og þeir sem ekki geta gert sér í hugarlund þessa
ferð skulu vita að þetta hefur ekki verið auðvelt. Hann lifði ríku líf með
sinni konu þar til hann lést 1986.
það sem um er rætt er að hann á viljanum vann sig upp úr kreppunni,
og það munum við hin gera einnig.
Já Dansmærin og súlan: ,, það var nefnilega þannig að Þorvaldur var á
leiðinni til San Francico, hann spurði vin sinn hvort hann ætti að gera
eitthvað fyrir hann ytra,? hann færðist undan, en sagði síðan,
á Union Square í hjarta borgarinnar er súla og uppi á súlunni er dansmær,
og væri mér þökk af því, ef þú vildir vera svo vænn að taka ljósmynd af
meyunni og færa mér. hann hafði stundum setið á torginu í öngum sínum
atvinnulaus, félaus og máttlaus og horft á dansmeyna á marmarasúlunni
til að gleyma eigi fegurð heimsins."
Er eitthvað sem getur rekið á eftir okkur með að vera jákvæð, öflug,
kærleiksrík og hafa trú á okkur sjálf, en þessu saga.?
Allavega snerti hún mig og fékk mig til að muna dugnaðinn, til dæmis í
konum þessa lands langt aftur í tímann.
Við breytum ekki því sem orðið er, en ráðum hvernig við vinnum úr því.
Faðmlag til allra
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)