Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
Kvöldsagan.
25.5.2009 | 21:32
Lífið hjá mér er svo skemmtilegt eins og þið vitið sem lesið
þetta blogg mitt.
Í morgun kom Viktoría Ósk til ömmu og afa, hún var smá lasin,
svo það var ákveðið að fara í bakaríið sem heitir Heimabakarí
og er mjög gott að versla þar, hún koma með til að velja sér
eitthvað að borða.
Ég keypti byggbrauð, speltbrauð og heimabrauð, maður nennir
ekki svona ætíð að vera að baka.
Gaman að segja frá því að byggið er ræktað hér í Aðaldalnum
sem bakað er úr í heimabakaríinu
Nú síðan fórum við upp í Viðbót og keyptum ekta nautahakk,
því hér var buff og spælegg með öllu tilheyrandi, rauðkáli,
grænum ora, Rabbbarasultu og kartöflum, gerði einnig smá
sætar kartöflu í bitum, rauðlauk og Chillý steikt og síðan í potti
kraumað dassað vel með balsam-ediki salti og pipar, ÆÐI.
Allir komu að borða sko ég meina mitt fólk, afi sótti þær fram í
Lauga, og englarnir mínir versluðu sér smá í Töff föt, ekki dónaleg
búð það.
Eins og þið heyrið er ég afar ánægð með þær búðir sem ég versla í
hér á Húsavík og betri þjónustu er ekki hægt að hugsa sér, og er
hún rómuð víða.
Góða nótt kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hvað er ógn við heimsfriðinn?
25.5.2009 | 08:49
Það getur nefnilega verið svo margt, en að sjálfsögðu er
það afar bagalegt að Kóreumenn skuli þurfa að sýna afl
sitt með því að sprengja kjarnorkusprengju þó það segist
eiga vera í tilraunastigi.
Maður þarf eiginlega að kynna sér betur sögu þessa lands,
af hverju þeir þurfi að sýna vald sitt á þennan hátt, er það
vegna þess að þeir séu ekki virtir nægilega?
Eitt er víst að þessi frábæra þjóð eins og við erum reyndar
allar, höfum eigi efni á því að fara í stríð, hvorki höfum við efni
á að missa allt það fólk sem mundi farast eða peningalega
séð, er ekki komið nóg?
Það skyldi þó aldrei vera að efna og vopna-verksmiðjum
vantaði peninga, og hver borgar þeim aðrir en þeir skattpíndu
borgarar þeirra landa sem við á.
Mér finnst nú í lagi að þær verksmiðjur fari á hausinn og það djúpt.
Ekki mundi ég gráta það.
Ég veit að þessu linnir aldrei, það verða alltaf stríð, en gætum við
fengið smá hvíld.
Maður horfir upp á saklausa borgara, og elsku börnin þar sem þau
eru bara hreinlega myrt í einhverjum óvart, sjálfsvígs eða einhverjum
þeim öðrum árásum sem gerðar eru.
Stoppum þetta, ráðamenn allra ríkja, snúum okkur að því að byggja upp
og hlú að þeim sem ekkert eiga í heiminum.
Faðmlag til allra
Milla
N-Kórea harðlega gagnrýnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Kvöldsaga.
24.5.2009 | 19:48
Ætla að nota hér tækifærið sem mér er rétt upp í
hendurnar og óska henni Torfhildi Torfadóttur til
Hamingju með afmælið. Sjáið bara hvað hún er falleg
þessi kona, enda ætíð haldið líkamanum við efnið, það
er að slá aldrei af.
Guð veri með þér Torfhildur mín.
Kveðja til þín og þinna
Milla og Gísli.
Torfhildur Torfadóttir Af vef Bæjarins besta
Torfhildur 105 ára í dag
Torfhildur Torfadóttir á Ísafirði, elsti núlifandi Íslendingurinn, er 105 ára í dag. Hún er fædd í Asparvík í Strandasýslu, yngst ellefu systkina, átta alsystkina og þriggja hálfsystkina, og ólst upp í Selárdal í Steingrímsfirði. Nokkur systkinanna náðu háum aldri, Ásgeir varð 100 ára, Eymundur 96 ára og Guðbjörg 91 árs. Eftir fermingu var Torfhildur í vinnumennsku í Reykhólasveit í Austur-Barðastrandarsýslu en flutti síðan til Ísafjarðar og giftist Einari Jóelssyni sjómanni.
Einar lést árið 1981. Þau eignuðust fimm börn og eru þrjú þeirra á lífi, Torfi 59 ára, Sigurbjörn 67 ára og Kristín 76 ára. Ekki er vitað um neina íbúa Vestfjarða sem náð hafa hærri aldri en Torfhildur, að því er fram kemur á vef Bæjarins besta.
Torfhildur 105 ára í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Morgunhugleiðing
24.5.2009 | 10:27
Sit hér nokkuð súr, var búin að rita heilmikla færslu og dettur
ykkur nokkuð í hug hvað gerðist, jú ég gleymdi að vista
Allir hafa heyrt um heilaþvott, en kannski halda margir að
það sé eitthvað sem ekki sé að gerast hjá þeim eða öðrum
í þeirra lífi.
Jú akkúrat það er að gerast allsstaðar.
Manneskjur sem eru teknar og smá saman heilaþvegnar af
skoðunum þeirra sem eru EGÓIÐ = STJÓRNSEMI.
það er meira en skoðanir, það er hvernig þeir vilja að börnin
til dæmis hugsi til og um aðra, þau fá ekki að mynda sér sína
eigin skoðun á neinu.
Svona Egóistar eru mestu lygarar heimsins því til að heilaþvo
geta þeir ekki sagt sannleikann, hann er of fallegur.
Sem betur fer tekst ekki alltaf að ger-heilaþvo og þá brjótast
þessi börn út, en hvenær og hvernig? Stór spurning.
Oftast gerist það á unglingsárunum, og hjálpi mér, það er ekki
gott, börnin leiðast út í alls konar vitleysu og þeir sem stjórnuðu
mega oftast bara hoppa upp í afturendann á sér, enda þeim
það mátulegt, það er, ef þau geta það.
Örugglega einhverjum öðrum að kenna hvernig komið er, en
stjórnandanum.
Sumir halda áfram að vera stiltir og fylgja eftir, eiginlega bara
til að halda friðin, en einhverntímann kemur að uppgjörinu,
eigi verður það fagurt, hvorki fyrir sálartetrið eða stjórnandann.
Faðmlag á línuna
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Kvöldsaga.
23.5.2009 | 23:04
Vorum að koma heim úr stúdenta-veislu einni, hún vinkona
mín Aðalheiður var að útskrifast, veislan var haldin í
Heiðarbæ í Reykjadal.
Þetta var glæsileg veisla, tekið á móti fólki með áfengu og
óáfengu, eftir smá spjall var sest til borðs, fengum við afar
góðan pottrétt með grjónum, salati og brauði og ekki vantaði
drykkjarföngin, bæði rautt og hvítt og svo einnig gosdrykkir.
Nú þegar maður var búin að belgja sig út á þessum yndislega
góða mat og aðeins farið að setjast til í manni þá kom kaffi og
eftirréttur var það marens terta og heimatilbúin ísterta með
marsípani ofan á, þetta var bara æði.
Nú lítill frændi Aðalheiðar spilaði á gítar og söng fyrir okkur og
var það flott og gott að heyra barnsröddina gefa af sér til
okkar.
Gjafirnar voru síðan teknar upp og fékk hún margt fallegt, bæði
á sig og puntudót.
Mikið var spjallað og hlegið, ekki að spyrja að er kátt fólk kemur
saman.
Takk fyrir mig elsku Aðalheiður mín, þetta var alveg frábært hjá þér.
Ljós og kærleik til þín
Milla og Gísli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er fegurð?
23.5.2009 | 09:03
útgeislun er þaðan þá er fegurðin eigi nein.
Ég óska Kristínu Leu til hamingju með sína titla þrjá, er
hún vel af þeim komin og hefði ég ekki trúað, nema af
því að ég horfði með eigin augum, að hún yrði eigi í
þremur efstu sætunum.
Kristín Lea er að útskrifast í dag sem stúdent frá hinum
frábæra Framhaldsskóla á Laugum Reykjadal S. þing
og er búin að fá aðgang í kvikmyndaskólann í Haust.
Hún hefur yndislega framkonu, útgeislun og er góð við alla.
Gangi þér allt í haginn elsku stelpa um alla framtíð.
Að sjálfsögðu finnst ég er að pára hér um þessa keppni
þá óska ég þeim sem unnu til hamingju.
Guðrún Dögg valin Ungfrú Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kvöldsaga.
22.5.2009 | 21:25
Við gamla settið fórum náttúrlega að versla fyrir Dóru, en
hún var að vinna til 17.00 í dag svo eiginlega átti ekki að
halda upp á afmælið,
en við ákváðum að koma þeim á óvart.
Fyrst náðum við í Aþenu Marey á leikskólann, Viktoría Ósk kom
hún ætlaði með okkur, en Aþena Marey var að fara í afmæli
klæddum hana upp á og skutluðum henni í afmælið og
rendum síðan fram í Lauga.
Ég eldaði kjúklinga-pastarétt í rjómasósu, snittubrauð með.
Dóra bakaði súkkulaðiköku með frosting, sko ekki minn smekkur,
en ég kom einnig með kleinur svo ég fékk mér þær með kaffinu á eftir.
Konfekt flæddi á borðum, hún var svo heppin að fara á styrktar-uppboð
fyrir rennibrautina í sundlaugina að Laugum.
Byrjaði hún að bjóða í og fékk fyrsta kassann á 3.500 fullann af kexi,
kaffi, te, og sælgæti, heppin þar þessi elska
Það var yndislegt hjá okkur, alltaf sama róin yfir öllu hjá
henni Dóru minni.
Systur saman í tölvunni áður en farið var af stað.
Hún var svo fín Viktoría Ósk í öllu nýju einnig jakkapeysu sem
Óda amma prjónaði, verð að sína ykkur mynd af henni seinna
í þeim fötum, fórst fyrir í dag.
Afi að hjálpa Aþenu Marey úr bílnum, hún er að fara í afmælið.
Æi það tókst ekki að ná pakkanum, en hún er yndisleg.
Við borðuðum í stofunni, það voru svo mikil læti í hrærivélinni
sem var á fullu að gera frosting.
Viktoría Ósk og Dóra mín.
Þær máttu nú varla vera að því að líta upp, pastarétturinn
var svo góður, enda eldaði ég hann
Afi og þær, við vorum að horfa á nágranna.
Þessi yndislegi dagur að kveldi kominn og ætli maður horfi svo
ekki smá á fegurðarsamkeppnina, og þó, held að ég fari bara
að sofa á mínu græna.
Eins gott að vera hress annað kvöld við erum að fara í útskriftarveislu.
Góða nótt svona er þið farið að sofa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Afmælisblogg.
22.5.2009 | 11:03
Fyrir 18 árum eignaðist ég mín fyrstu barnabörn, það
voru Tvíburastelpurnar, Sigrún Lea og Guðrún Emilía
mikil var dýrðin er þær komu heilbrigðar og ekki skaðaði
að fallegar voru þær.
Ekki fáum við neina veislu í dag, mamma þeirra er að vinna
til fimm, svo eru skólaslit á morgun, nóg að gera.
En ég læt fylgja með nokkrar myndir.
Þessi er tekin í fyrra og eru þær með tvíbura-vinkonum sínum
Unni og Kristínu, þær eru einnig í framhaldsskólanum á Laugum.
Þessi er tekin af þeim núna á jólum.
Svo ein af þeim með því besta sem þær eiga, mömmu sinni.
Til hamingju elskuenar mínar með daginn, amma er afar hamingjusöm
að eiga ykkur og stolt af hvað þið eruð duglegar í skólanum og í öllu
sem þið gerið.
Guð veri með ykkur alla tíð.
Amma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Mynda-blogg
21.5.2009 | 20:46
Þessi flotta mynd er tekin við Búðarána á Húsavík, sjáið endurnar
og þeir sem þekkja til kannast við húsin í kring.
Þessi humar var á borðum hjá Millu og Ingimar eitt kvöldið,
hann var æðislegur.
Aþena Marey litla ljósið hennar ömmu sinnar.
Þarna er hún photoseruð eins og hún sé teiknuð.
Milla mín er snillingur í þessu.
Mátti til að sýna ykkur þessar myndir, stal þeim af síðunni
hennar Millu.
Annars vorum við í kleinum í dag,
og duttu niður kleinur úr 5 kílóum af hveiti og svo voru bakaðir
ástarpungar í restina handa Gísla, eða svo sagði Milla, en ég
fékk mér nú að smakka og góðgætið var fyrsta flokks og ekki
voru kleinurnar verri, allt er þetta komið í frost hjá mér, gott
að eiga fyrir gesti og gangandi.
Hér koma svo myndir af kleinubakstrinum.
Þessar englastelpur snéru upp á kleinurnar.
tilbúið til steikingar, þetta var ekki allt.
Óda amma að steikja.
Englarnir að slappa af og fá smá nammi.
Jæja þetta var frá kleinubakstrinum, þetta er ekkert mál þegar
allir hjálpast að, en ég gerði náttúrlega minnst reyndi bara að
vera skemmtileg í staðinn, þarf eiginlega ekki að reyna ég er
alltaf skemmtileg
Ljós og kærleik til allra
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Hún ætti að vera það.
21.5.2009 | 10:03
Ímyndin ætti sterk að vera, svo mikið höfum við lagt á okkur
í gegnum tíðina að sinna ferðamönnum af mikilli kostgæfni.
Svo ég tali nú ekki um alla þá ráðamenn sem við höfum dregið
út rauða dregilinn fyrir og slefað yfir hvað þeir eru nú góðir að
heimsækja okkur þessi peð á Íslandi.
það er nefnilega svo einkennilegt þrátt fyrir þessa svokölluðu
útrásarvíkinga að flest okkar kunna ekki að vera tíguleg og
töff eða bara eins og við á fyrir hvern og einn.
Það er kúnst að vera diplómatískur og bara als ekki öllum gefið.
Það er ekki inn að flissa í barminn og lúta fram um leið, sko
þetta eru ekki vinir okkar.
Fólki sumu, þykir þetta sjálfsagt einkennilega sagt hjá mér, en
þeir sem þekkja vita hvað ég meina.
Ímynd Íslands er sterk, en við þurfum að rífa okkur upp á
afturendanum og skóla sjálfa okkur, stöndum keik og gerum
það rétt.
Hafið það gott í dag sem alla daga.
Ímynd Íslands er sterk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)