Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Svei skítalikt

Ef einhver er orðin þreyttur á seinagangi ríkisstjórnarinnar þá eru það við fólkið í landinu, tel að stjórnin ætti að lýsa sig vanhæfa til að leysa þau verkefni sem þarft er, því það er hún svo sannarlega.
Allir taka allt svo persónulega og sitja fyrir framan alþjóð með sjálfsvorkunnar-svipinn, eins og við ætlum að vorkenna þeim eitthvað, Nei ekki aldeilis góðir hálsar, drullið ykkur bara upp úr aumingjaskapnum og framkvæmið eitthvað af viti, eða gefist bara upp þið eruð hvort eð er uppgjafaflokkar sem aldrei setja punktinn yfir i-ið og hana nú!

S menn eru orðnir þreyttir á VG, en eru þeir ekki stærri flokkur en VG svo þeir ættu að ráða við þá, skammist ykkar bara, það á að setjast niður og leysa vandamálin, en ekki að þrasa um þau endalaust, við höfum ekki tíma til að bíða eftir því að ykkur kjánunum takist að fá fjöður í ykkar hatt.

Maður fer nú alveg að springa.


mbl.is Biðla til Framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vestfirðir skjálfa

Ja hérna Finnbogi minn, þér hefur nú ekki brugðið afar, er það nokkuð. Ekki finnst mér nú sanngjarnt að segja að allir Hnífsskælingar hafi verið drukknir nema þú, ekki hafa börnin og barnapíurnar sem heima voru verið  undir áhrifum víns.

Vonandi hafið þið mínir kæru vinir í Hnífsdal skemmt ykkur vel, að vanda, og kannski hefur þessi kjarnorkusprengja hrist einhverja vel saman í dansinum.

kærar kveðjur vestur og ég hlakka til að aka þessi göng.

mbl.is „Ég hrökk við í bælinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að treysta á.

Sporðdreki:
Þú þarft að berjast fyrir sjálfstæði þínu bæði heima fyrir
og í vinnunni.
Gættu þess bara að fæla aðra ekki frá sem treysta á þig


Þegar ég var stelpa gat ég ætíð treyst á pabba minn, er ég óx úr grasi lærði ég jafnframt að treysta bara á sjálfan mig, nú þegar börnin mín fæddust og uxu úr grasi treystu þau á mig, ég var  bara heima
eins og sagt var og taldi ég það vera forréttindi, ég var heima, en ef það gerðist að ég var ekki heima er þau komu úr skólanum þá sögðu þau iðulega, mamma hvar varstu, ég svaraði ætíð að ég hefði skroppið til Kína, og geri reyndar enn.

Stjörnuspáin mín segir hér að ofan að ég eigi að passa að fæla ekki þá frá sem treysta á mig, aldrei mundi ég gera það viljandi, en maður þarf einnig að vita hverjir það eru sem treysta á mig, það er nefnilega þannig að þó maður læri að treysta á sjálfan sig, þarf maður stundum að treysta á einhvern annan.

Þetta með sjálfstæðið, ég tel mig vera ágætlega sjálfstæða, en auðvitað blandast sjálfstæðið oft saman við þarfir þeirra sem eru í kringum mann, maður gerir ekki bara það sem maður vil án þess að taka tillit, eða það er mín skoðun.

Mér finnst það vera heiður ef einhver treystir á mig og vonandi er ég traustsins verð og geti liðsinnt þeim sem til mín leita.

Hér skrifa ég bara um það sem mér er alveg sama þó fólk smjatti á, misskilji eða fatti ekki hæðnina eða grínið, er nefnilega upp úr því vaxin að elta ólar við vitleysuna.

Í dag treysti ég á afar fáa, treysti á fjölskyldu mína, marga af mínum vinum, en maður þarf heldur ekki að treysta á alla.

Það segir sig sjálft að ég treysti ekki ríkisstjórninni, ekki bankakerfinu, enda held ég mig bara við litla sæta bankann minn hér í sveit, ef ég fer í búð skoða ég vel hvað hluturinn kostar og hvar í búðinni hann er ódýrastur því pallaverðið er ekki alltaf ódýrast nú ef mér líkar ekki verðið þá bara kaupi ég ekki hlutinn. USS er bara hætt þessu þvaðri.

Kærleik í daginn
Milla í yndislegu veðri á Húsavík

Ég elska bleika svínið

Og er ekki að grínast.

Til hamingju Jóhannes í Bónus og aðrir eigendur Haga. Ætla ekki að segja ykkur hvað ég var á móti Bónus er fyrsta búðin var sett á laggirnar, en er dóttir mín var búin að koma mér þangað inn nokkur skipti breyttist álit mitt á búð þessari sem síðan breyttist í búðir og varð stórveldi.

Hagar eiga flottar búðir, akkúrat þær búðir sem ég fataði mig og fjölskylduna upp í er ég fór erlendis að versla, nú þarf fólk ekki að fara erlendis, nema til að skemmta sér.

Vissulega gerðust hlutir í kringum allt á Íslandi er hrunið varð, ekki er ég ánægð með það allt frekar en aðrir landsmenn, en hef ætíð haldið því fram að Jóhannes í Bónus sé heiðarlegur og flottur maður, af hverju ætti svo sem að taka Haga frá honum bara til að færa öðrum það á silfurfati eins og gert hefur verið í gegnum árin.

Nú er ég bara að tala um Haga, en gæti tekið mörg önnur dæmi sem ekki eru falleg eins og það er verið að taka fyrirtæki sem eru bara í vandræðum vegna hrunsins og færa það öðrum fyrir skít á priki í staðin fyrir að gera eitthvað  fyrir þá sem eiga fyrirtækið og hafa ætíð rekið það með sóma.

Ég kaupi inn til heimilisins í Bónus á Akureyri og líkar það afar vel, fæ yfirleitt allt sem mig vantar, starfsfólkið með afbrygðum yndislegt, takk fyrir mig kæra starfsfól.


mbl.is Óvissu um framtíð Haga eytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vakti mig til umhugsunar.

Jóhanna Magnúsdóttir, sú vitra bloggvinkona mín skrifaði um tilgang lífsins hér um daginn, eins og ævilega vakti hún hjá mér spurningar, en ég svaraði henni eiginlega bara með tilgangi mínum í dag, þann tilgang sem ég hef þroskast upp í að finna mig best í.

Spurningarnar sem vöknuðu fóru með mig aftur í barnæsku og svara ég sjálfri mér hér og nú.

Ég fæddist í þennan heim 2 nóvember 1942 að Hringbraut 32, ég var eina litla barnið í þessu 3 hæða húsi og kepptust allir við að hafa mig sem drollu í húsinu, tilgangur minn er ég gat farið að opna hurðir var að læðast á milli hæða til að fá það sem ég vildi og fékk það ósvart, þetta var gleðitími.

Tel að ég hafi valið mér þessa foreldra sökum þess hvað þau voru ólík, pabbi var algjört gæðablóð og föðuramma og afi voru yndislegar manneskjur, þau ólu mig upp í góðum siðum, allir væru jafnir ogég ætti að vera góð við alla.

Við fluttum síðan á Víðimel og svo inn í laugarnes ég eignaðist 4 yndislega bræður og var það tilgangur minn að fylgja mömmu eftir og fara annað slagið og vitja um tvo af mínum eldri bræðrum sem voru frekar fyrirferðarmiklir, nú það kom náttúrlega fyrir að þeir voru búnir að gera eitthvað sem ekki var hægt að hilma yfir, þá var fjandinn laus. Mamma var valdasjúk það var ekki nóg fyrir hana að hafa 1-2 vinnukonur heldur þurfti hún valdið yfir mér líka, besti tíminn var þegar pabbi og móðurafi voru komnir heim og svo var móðurbróðir minn einnig á heimilinu, en amma dó er ég var um 2 ára og þá sameinuðust allir um að hugsa um hvort annað, eða það var tilgangur mömmu.

Síðar giftist afi aftur og frændi náði sér í yndislega konu, mamma taldi náttúrlega að það væri hennar tilgangur að stjórnast í þessum heimilum, en þar hitti skrattinn ömmu sína, þetta voru sterkar konur.

Merkilegt að er veislur voru heima, sem var afar oft þá var allt henni að þakka þó hún hefði vinnukonur til hjálpar, pabba og okkur eftir því sem við náðum aldri til, nema pabbi fékk alltaf heiðurinn af sósugerðinni, enda snillingur í sósum.

Eitt sem mér fannst afburða heimskulegt, er við fórum í búðir saman þá mátti ég ekki kalla hana mömmu því þá virkaði hún svo gömul, sem sagt allt átti að vera svo fullkomið, en það var það bara ekki, ekkert er fullkomið.

Vegna alls þessa valdi ég hana sem móður, til að þroskast sjálf, en elsku mamma mín er enn þá sama drollan, elska hana samt.

Eitt sem er alveg á tæru að stjórnsemi er ekki tilgangur neins, hann getur verið til vansa fyrir þann sem notar stjórnsemina eigi rétt. Stundum veit fólk ekki af því að það sé stjórnsamt eða finnst það bara allt í lagi, ég hef hér í mínu bloggi talað um hvað ég þroskaðist í mínu lífi og sér í lagi vaknaði ég til lífsins er ég veiktist um daginn og var nærri dauð, bara að því að ég ætlaði ekki á sjúkrahús.
Sá svo hvað ég var að gera fólkinu mínu, það var ekki minn tilgangur að hræða þau.

Ég talaði um að tilgangur væri teygjanlegur og það er hann, því ég gæti tekið óendanlega úr sarpinum eitthvað sem ég taldi vera bráðnauðsynlegan tilgang, reyndist síðan vera bara vitleysa, en þá er svo erfitt að bakka.

Eins og ég hef sagt áður þá er tilgangur minn núna, ég sjálf, börnin mín og barnabörn, þau eru lífið mitt á meðan ég er til staðar og á meðan þau þurfa á mér að halda, tilgangurinn er nefnilega ekki sá að ríghalda í fólkið sitt svo það fái samviskubit yfir að fara frá manni.

Þau eiga að fá að fljúga eins og fegursta fiðrildi um loftin blá, blómaakra og skóglendi.

Kærleik til ykkar allra
Milla
Heart


Komin tími til, sko að viðurkenna

Sporðdreki: Það þarf mikinn kjark að viðurkenna að eitthvað
sé ekki á manns færi. Skemmtu þér ærlega ef þú getur.

Ég viðurkenni svo sannarlega hér fyrir fjölskyldu minni fyrst og fremst og bara öllum að ekki allt er á mínu færi, mikið hef ég verið vitlaus, lokuð, eigingjörn og bara nefnið það. Vitið að stjörnuspárnar mínar undanfarna daga hafa smellpassað við drolluna Millu, sko mig.

En ég held að allir þurfi sinn tíma til að þroskast upp í að vita þetta og hef svo sannarlega komist að því að höndla get ég eigi allt sem gerist.

En það er svo skemmtilegt að etja við aðra um hin ýmsu málefni og mun gera það áfram, en krúsirnar mínar ekki hvað varðar mína eigin heilsu, á því sviði verð ég eins og móðursjúk kerling, vælandi í læknunum það sem eftir er. Skemmtilegt fyrir þá þessar elskur.

Mátti til að koma þessu frá mér er ég las stjörnuspánna.

Kærleik í daginn
Milla
Heart

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband