Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Ferða dagbókin mín lll

Að vera á ferðalagi er bara ansi erfitt, tala nú ekki um er maður er hálf slappur, en gaman er svo afar að eigi stoppa get, hvíli mig er heim kem. Á laugardaginn tókum við því rólega framan af, fórum í Sandgerði, en ekki voru nú margir heima fórum til Raddý að sækja englana mína sem þar voru borðuðum síðan æðislega máltíð um kvöldið hjá Sollu og Fúsa, nú er við ókum englunum heim var Ingimar tengdasonur komin að í Sandgerði, náðum í hann og kom hann með okkur að heilsa upp á fólkið. Á sunnudeginum vorum við komin í fyrstu veisluna kl 2 það var hjá Eyjólfi frænda, hann er sonur Kollu og Berta það var æðislegt að hitta allt fólkið sitt þar. Vorum síðan komin til Karenar Sif um 6 leitið eftir að vera búin að koma við og sækja englana, en þær voru í veislu í Hafnarfirði. Komum frekar seinnt heim, en ég var alsæl með þennann yndislega dag.

Mánudagurinn rann upp kaldur en ágætur, var kölluð á fund vegna mömmu minnar sem er á Skógarbæ, svo við ókum þangað og var það afar fróðlegur fundur, nauðsynlegt að vita um gang mála, það er farið að draga af henni þessari elsku.

Náðum síðan í englana mína, ókum með þær í Smáralindina og ég fékk stæði beint fyrir framan dyrnar inn í Hagkaup og ákvað í annað skiptið á ævinni að labba inn í þetta patyon moll hehehe. Fengum okkur kaffi hjá Jóa Fel, sá þá söstrene gröne og gat ekki stillt mig um að labba þangað inn, sá ekki eftir því mun koma þangað er á ferðinni verð. Fórum síðan með þær niður í íbúð og ókum heim í Njarðvíkurnar.

Í gær fórum við svo til Gísla Janusar, en hann er barnabarn Gísla, síðan til Vallý vinkonu og var Óla þar, fengum æðislegt kaffi og með fengum við heimabakað bakkelsi, ekki að spyrja að hjá henni Vallý. Fórum síðan í Bónus fyrir Sollu mína og er heim kom voru ljósin mín og Milla komnar suður, yndislegt, amma fékk sko marga góða knúsa og kossa. Þær fóru síðan til R, en þær ætla að vera í íbúðinni með Dóru og englunum.

Í dag ætla ég að slappa af, en hjálpa, get nú kannski setið og skorið niður grænmetið í Gullach súpuna, en á morgun verður Lísbet Lóa skýrð svo förum við heim á föstudaginn langa, vona að það verði gott veður.

Kærleik til ykkar allraHeart


Ferða dagbókin mín ll

Góðan daginn krúsirnar mínar, tjáði ykkur í síðustu færslu að ég væri komin með ósómann aftur, en pensilínið fleytir mér áfram þar til ég kemst heim. Tók því bara rólega á miðvikudaginn, nema að það er svo sem aldrei rólegt í kringum mig og mína, litli engillinn hún Lísbet Lóa náði ekki andanum um morguninn og brunað var með hana inn á barnadeild hringsins, en þetta reyndist vera slæm barkabólga ekkert komið niður í lungu svo hún kom heim um kvöldið, mikið vorum við glöð.

Á fimmtudeginum fór ég á árshátíð í Njarðvíkurskóla og það var bara flott, Inga amma var að passa litluna á meðan við fórum.  fengum æðislegan tay kjúklingarétt um kvöldið hjá Sollu minni.

Föstudags morguninn rann upp sólríkur og glaður, við sjænuðum okkur og ókum síðan í bæinn til að sækja englana mína´, en þær voru að koma frá Akureyri með flugi, í Kringluna var ekið í snarhasti og meira að segja fór ég inn, sem hef ekki komið inn þar í mörg ár, eigi var búið að opna búðir, svo við fengum okkur kaffi í Kaffitár, versluðum síðan smá hahaha dóluðum okkur fengum okkur smá kjúlla.
Og er ég var að skoða skó hittum við Dóru frænku kemur svo ekki Dóra mín með Sigrúnu frænku og þetta var orðið krúttlegt ættarmót, stuttu síðar kemur Maríanna frænka labbandi og þetta bara bjargaði deginum, svona óvæntur hittingur er yndislegur.

 fórum í Bæjarlindina og síðan heim til Fúsa og Sollu, þær mágkonurnar settu allt á fullt að undirbúa pittsuveislu,´yndislegur dagur, en í dag er ég að farast úr harðsperrum eftir Kringluplammpið.

Kærleik til ykkar allra
MillaHeart


Ferða dagbókin mín

Við lögðum af stað í fríið okkar, á mánudagsmorguninn kl 8.15, fengum ágætis  veður fyrir utan hávaða rok frá Borgarnesi og eiginlega til Reykjavíkur. Ég þurfti náttúrlega að fara í eina búð er suður kom, en síðan var ekið í Grafarvoginn að heilsa upp á elsku Ingó bróðir og hans fólk, þar er ævilega að finna fyrstu hlýjuna sem maður fær sunnan heiða, ókum svo með hraði suður með sjó, nánar tiltekið í Njarðvíkurnar, en þar býr sonur minn með sína yndislegu fjölskyldu, knúsast var og kysst og auðvitað var litla yndislega tveggja mánaða Lísbet Lóa tekin í faðminn og þvílík sælutilfinning, hin þrjú voru í kringum ömmu, en fljótlega kallaði Sölvi Steinn hinn 2 ára: ,,afi úr sveitinni komdu að sjá nýja herbergið mitt, þeir fóru saman, en mér var ekki boðið, enda kona. Takk elskurnar mínar það er ævilega svo heimilislega tekið á móti okkur hér og það er ekki sjálfgefið, eigi heldur að eignast svona góða tengdadóttur eins og Solla mín er.

Í gær héldum við til Kópavogskirkju að kveðja móðurbróður minn kæran, Ingvar Þorgils hann var yndislegur drengur hjartahlýr, skemmtilegur og vinur vina sinna. Athöfnin var látlaus og falleg. haldið var til erfisdrykkju eftir athöfn, þar hitti ég ættingja, vini og gamla vinnufélaga sem var að sjálfsögðu afar skemmtilegt, hugsaði að það væri mikil missir að hittast ekki oftar, en gamli góði tíminn er horfin, vonandi fer fólk að átta sig hver eru bestu gildin í lífinu. Takk elsku Ingvar minn fyrir allt sem við áttum saman alveg frá því að ég man eftir mér, þú gafst mér skilning og kærleika.

Í dag ætlum við gamla settið að taka því rólega nema að ég þarf að sækja meðal í apótekið, læknirinn minn var að hringja og ég er aftur kominn með árans bakteríu í þvagið, fer í skoðanir er ég kem heim.

Kærleik til ykkar allra
Milla
Heart




 

 

 

 

 


Kveðja til ykkar, er farin í frí.

Sporðdreki:
Þú átt auðvelt með að ná eyrum áhrifamikils fólks.

Vertu á höttunum eftir hnút sem hnýtir alla lausa enda

Hvað er áhrifamikið fólk, í mínum huga er það fólkið sem kemur fram af virðingu við bæði mig og aðra.
Ég hef aldrei kunnað að skilgreina það hver er og hver er ekki, fullt af fólki hef ég í gegnum árin þekkt,  stóra, smáa, feita, mjóa, ríka, fátæka og allt þar á milli, heiðarlega, óheiðarlega, snobbaða bæði skemmtilega og leiðinlega svo mætti lengi telja.

Hef í gegnum lífið eignast fullt af kunningjum, en færri vini og það hefur ekkert með það að gera í hvaða stöðu þeir eru í og heldur ekki hvort ég næ eyrum þeirra eður ei, því er upp er staðið hafa allir rétt á sinni skoðun, en mér finnst það afar gott ef einhver biður mig um ráð, fer eftir því og ráðið reynist gott.

Hnútur sem leysir alla enda, fyrirgefið, er hann til? Ekki að mínu mati hvorki hjá áhrifamiklum eða öðrum, nema bara hnúturinn í hjartanu sem myndast við allskonar erfiðleika hjá fólki, hann verður hver og einn að leysa sjálfur, oft með hjálp annarra og eða með sínum æðra mætti, ég lifi með mínum æðra mætti, tala við hann bara eftir því hvernig skapi ég er í, oftast er ég í briljant skapi því lífið er svo yndislegt, þó eitthvað á móti blási.

Ég er alin upp í þeim anda að allir séu jafnir og svo lánsöm var ég að fá góða skapið og kærleikann í vöggugjöf ekki er hægt að fara fram á meira, en svo skulu allir sem vilja, athuga að þroskann ölum við með okkur sjálf og hvernig við tæklum hin ýmsu mál sem koma upp í gegnum lífið okkar.

Ræktum hið góða í okkur og lifum í kærleika og friði.

Í dag ætla ég á stofnfund OA samtakanna hann verður á  Akureyri og  ætlaður öllum hér norðan heiða, það verður bara yndislegt að geta loksins farið á fundi.


Á mánudaginn förum við gamla settið suður, verðum við eina jarðaför, fermingarveislur og svo á að skýra yngsta engilinn í Fjölskyldunni, en það er búið að nefna hana Lísbet Lóu.
Komum heim á föstudaginn langa, eigið yndislega daga krúsirnar mínar öll.

Kærleik á línuna
Milla
Heart


Neró minn í þvottavél, Ó nei

Neró mínum finnst nú ekkert sérlega gott að láta baða sig, en sættir sig við, vegna þess að það er svo gaman að láta þurrka sig með hárþurrkunni á eftir, held að hann mundi bara truflast í einhverri þvottavél.

Ekki spyr ég nú að, vélin á bara að kosta um 1300 kr til að byrja með allavega, en ætli hún hækki svo ekki fljótlega, gengur hún svo fyrir rafmagni eða batteríum, ef það eru batterí þá kosta þau helmingi meira en vélin.

Ætlaði að kaupa vasaljós til að hafa fyrir krakkana, núna fyrir jólin, jú jú það voru til 3 í pakka á 495.00 í rúmfó, tók einn síðan fór sá sem ég hef afnot af að leita að batteríum og kom með það sem til þurfti
þau kostuðu þrisvar sinnum meira en ljósin sjálf, bara best að sleppa þessu, sagði ég.

Held að það sé ekki til það sem ekki er reynt að selja fólki.

Góðar stundir


mbl.is Hundar og kettir þvegnir í vél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins bakaði ég brauð

Hef ekki bakað brauð síðan áður en ég veiktist í janúar, en lét verða af því í morgun, hélt kannski að mjölið færi að skemmastWhistling bakaði sex stór úr spelti, heilhveiti, rúgsigtimjöli og alveg fullt af fræjum, engan sykur, en smá vanillu og pínu salt.

Eftir hádegið fór ég svo til Ódu hún er amma ljósanna minna, ætlar hún að stytta fyrir mig tvennar buxur, sem ég er að fara með suður, við spjölluðum fram að kaffi, kom aðeins við hjá Millu minni, en hún var þá með fund, svo ég hrökklaðist heim í hosilóið mitt.InLove

Nú við erum búin að borða nætursaltaða þorskinn með kart, rófum, gulrótum og rúgbrauði Ummmmm, svo gott.

Bíllinn fór í smurningu í morgun, betra að hafa allt á tæru er við keyrum suður, en það verður nú fyrr en við ætluðum, ekki samt alveg ákveðið, hlakka bara alveg rosa til að hitta elskurnar mínar í Njarðvíkunum og bara allt fólkið mitt. InLove

Færi ykkur ljóð eftir Ólínu Andrésdóttur

Hefurðu fundið, hvað himneskt lífið er,
gleðina í elskunni, guð í sjálfum þér?

Hefurðu séð það, sem heimurinn á,
eilífa fegurð, sem aldrei deyja má?

Kærleik til ykkar allra
Milla
Heart


Afgangar

Ætlaði að hafa gljáðan þorsk í kvöld, en hann var ekki orðin nægilega þyðinn svo ég skellti smá salti yfir  og borða hann annað kvöld með rófum, gulrótum og kartöflum, ekki má gleyma rúgbrauðinu.

Átti smá afgang að spaghetti bolones í frosti, hitaði það og til að bæta upp magnið sem ekki var mikið gljáði ég lauk, hvítlauk, epli, gulrætur, brocoli og rósinkál á pönnu og kryddaði með Ítölsku frá nomu, setti sýrðan yfir og rifin ost, bara lostæti.

Ég hendi aldrei neinum mat allt er notað og það er svo frábært er maður á fullt af grænmeti í ísskápnum, og í staðinn fyrir að henda því skera það niður á pönnu krydda með því sem þú ert í skapi fyrir hverju sinni, hella yfir þetta eggjahræru, O LA komin toppmáltíð.

Kærleik á línuna Heart


Hvaða rugl er þetta eiginlega

Eitthvað býr nú undir, jú það á að koma hinum símafyrirtækjunum á hausinn, vitað mál. Við í okkar litla landi höfum ekkert við fleiri símafyrirtæki að gera, erum of fá.

Ég er allavega mjög ánægð með mitt það heitir Vodafone og mun ekki gefa það upp á bátinn á meðan svo er.


mbl.is Nýtt símafyrirtæki í apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EN ÉG Á ÞAÐ EINNIG SKILIÐ

Held að bónusvinna sé af hinu góða, en er skeptísk á að þar verði gætt réttlætis, man í gamla daga er ég var í bónus í fiskvinnunni komu nú þá upp ýmis svik, það voru ormar og of mörg blöð utan um fiskinn  og eitt og annað, síðar kom svo einhver jafnaðarbónus, en samt var hægt að komast hjá að vinna sem skildi, það eru alltaf til þeir sem reyna að koma öllu yfir á aðra.

Held að ég sé að segja rétt er ég kem með að ennþá eigum við Íslendingar svolítið bátt í bátt, búin að missa svo mikið og erum að sleikja sárin, veruleikafirrt erum við stórum, teljum alla hafa verið vonda við okkur og myndum örugglega reyna að fá bónus og það eins háan eins og mögulegt er, jafnvel á kostnað annarra. Fyrirgefið hvað ég er kvikindisleg, en þetta er nú einu sinni mín skoðun.

Það er nú oft heimskulega spurt er heimskingjar spyrja, og ég er víst í heimskingja-hópnum, en af hverju að setja á bónus núna og það í bankakerfinu einungis?

Sko ég er ellilífeyrisþegi og ég á einnig skilið bónus, búin að vinna allt mitt líf koma upp mínum börnum og það á sómasamlegan hátt, en hvað fæ ég í bónus ekkert, fæ reyndar desemberuppbót sem er eitthvað um 12.000 og sumaruppbótin er svona álíka á meðan aðrir fá 5 og upp í 10 sinnum mína upphæð.

Þó ég sé nú ekkert reið eða sár þá er þetta til skammar, sem sagt það eru til peningar til að borga bankafólki bónus á meðan aðrir töpuðu miljörðum á bankahruninu.

Siðferðið hefur ekkert lagast í okkar fagra landi, tími til komin að siða þá heimskingja sem stjórna öllu hér.

Góðar stundir


mbl.is Bankarnir vilja bónuskerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útrás

Sporðdreki:
Flestir halda að það sé best að vera fremst/ur í röðinni.
Þú getur athugað hvort það virkar fyrir þig.
Leiktu við börn, horfðu á kvikmynd,
iðkaðu líkamsrækt eða daðraðu smávegis.

Ja hérna já einu sinni var maður uppfullur af EGÓI og taldi það vera toppurinn á tilverunni að vera fremstur, í einu og öllu, mörg ár eru liðin síðan og mikið vatn runnið til sjávar.

Fyrir mörgum árum komst ég að því að allir eru jafnir, við erum öll á okkar sviði góð og best er ef við erum búin að ná þeim þroska að skilja að miðla til hvors annars  því sem við erum góð í er bara besta skynsemi sem til er..

Börnin eru mér allt og ég geri mikið með þeim, og þeim finnst afar gaman að spjalla, fræðast, slappa af og horfa á góða mynd, svo er lagað til og hellt á kaffi og bara nefnið það.

Líkamsræktina stunda ég nú ekki í þeirri mynd sem átt er við, en geri mínar eigin æfingar, og daðra geri ég ætíð er færi gefst, en það er saklaust.

Í gærmorgun dó einn af frændum mínum sem var mér mikils virði, hann var orðin afar veikur og sæll að fá að fara á góðan stað, en ætíð kemur dauðinn manni á óvart og maður fer allan tilfinningaskalann og hugsunin reikar allt aftur í barnæsku, ljúft er að eiga góðar minningar er maður missir.

Ungur maður dó í bílslysi í gær, hann var dóttursonur hjóna sem ég þekki, og það snertir mann afar, maður setur sig í spor alls þessa fólks og grætur með.

Elskurnar mínar notið allar stundir og njótið þeirra vel og aldrei að fresta til morguns sem ykkur finnst þið þurfa að gera í dag.

Guð veri með ykkur öllum.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband