Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Áríðandi fréttatilkynning

 Heil og sæl.

Meðfylgjandi er viðhengi, fréttatilkynning sem mig langar til að biðja ykkur um að hjálpa okkur við að láta berast sem víðast. Gott væri ef fréttatilkynningin mætti fara á heimasíðu ykkar ( þar sem því er viðkomið) og send til allra sem þið teljið að málin varði.
 
Með fyrirfram þökk
Fyrir hönd
Liðsmanna Jerico
Ingibjörg Baldursd


Fréttatilkynning     

"Einelti á vinnustöðum, heimilum og skólum og Sjálfsvíg, forvarnir og sorg".  (" Bullying in Workplace, Home and School and Suicide Prevention and Grief ").
 
Fyrirlestrarnir eru á ensku og öllum að kostnaðarlausu.
 
Reykjavík   Föstudagur 19. mars kl. 08.30 - 12.00 Grand Hótel Skráning á fyrirlestur í gegnum netfangið jericoreykjavik@gmail.com
 
Akureyri   Laugardagur 20. Mars kl. 12.00 - 15.30 Síðuskóla Skráning á fyrirlestur í gegnum netfangið jericoakureyri@gmail.com
 
Reyðarfjörður   Sunnudagur 21. Mars kl. 13.00 - 16.30 Safnaðarheimilinu  Skráning á fyrirlestur í gegnum netfangið jericoaustfirdir@gmail.com


--
Með fyrirfram þökk og kærri kveðju.
Ingibjörg Helga
GSM: 867-9259

Ég hvet alla til að mæta sem láta þessi mál sig varða
og það hljóta að vera all margir.
Ég tel að þó svo að fólk hugsi, Æi þetta snertir mig ekki,
þá er ég næstum viss um að  það gerir það einhverntímann.
Kannski ertu þolandi, en veist eiginlega ekki af hverju þér
lýður illa.

Kærleik til ykkar allra
Milla
Heart


Akureyrarferð

Ekki í frásögu færandi nema að það er ætíð jafn gaman að koma á Eyrina, allir/flestir eru brosandi glaðir. Við fórum fyrst á Dýraspítalann með Neró þar tóku á móti honum góðar konur þær ætluðu að klippa hann og síðan ætlaði Elva að athuga með einhverja bletti sem á honum eru, skildum hann bara eftir og fórum á Glerártorg, versluðum afmælisgjöf handa Aþenu Marey en hún er sex ára í dag, ég fór í heilsuhúsið þar er nú hægt að kaupa margt gott og gerði ég það óspart.

Í hádeginu hittum við fullt af góðum vinum Á Greifanum og borðuðum við saman það var æðislegt, nú eigi var okkur til setunar boðið, fórum að sækja Neró svo þurfti ég að mæta hjá mínum lækni og Dóra mín í sneiðmynd, þetta tekur nú sinn tíma.

Ég ætlaði að vera voða dugleg er ég var búin hjá lækninum fara í Nettó og versla svona hitt og þetta, en nei mín var bara drulluslöpp og settist niður á kaffi Talíu og við gamla settið fengum okkur kaffi þegar ég var búin að drekka það var ég orðin það hress að ég vippaði mér í að versla, endaði í Bónus, þar fæ ég teið mitt helmingi ódýrara en á öðrum stöðum og þetta er heilsute.

100_9541.jpg

Á heimleið, Neró er hálf ræfilslegur


100_9544.jpg

Komum við hjá Millu og ljósunum er við komum heim
Þarna er hún með kórónuna sem hún fékk á leikskólanum í dag
og Neró stendur varla í lappirnar, hann er alltaf svona eftir deifinguna

100_9546.jpg

Það varð að leifa Neró að prófa kórónuna

100_9545.jpg

Nú auðvitað þurfti að taka sér mynd af djásninu.
Á sunnudaginn verður svo haldið upp á afmælið hennar og það
verður sko fjör, fullorðnir fá aðgang um kvöldið.

Kærleik á línuna
Heart


Það brostu allir í gær

Gærdagurinn byrjaði á því að við gamla settið fórum á kjörstað, tók eftir því er ég kom inn hvað allir voru glaðir og brostu breitt, bara yndislegt að upplifa, nú við vorum ekki lengi að setja neiið á snepilinn þökkuðum fyrir okkur með bros á vör.

Ókum síðan fram í Lauga með Neró hann átti að fá að vera hjá englunum yfir daginn og eigi hafði hann neitt á móti því þær dedúuðu við hann, böðuðu og snyrtu svo hann væri nú hreinn á fimmtudaginn, en þá er hann að fara á dýraspítalann í eftirlit og klippingu.

Ferðinni var heitið til Akureyrar og dóluðum við okkur af stað, lentum í þvílíku roki á leiðinni það slokknaði ekki á því fyrr en við komum út úr Ljósavatnsskarðinu, en það var svo sem ágætt á okkur yfir daginn, en fengum næstum sama rokið á leiðinni heim, eigi ætlaði ég að tjá mig um veðrið þó það sé nú ætíð "umræðuefnið".

Á kváðum að fara beint á Glerártorg og fá okkur kaffi og brauð í hádegissnarl, Kaffi Talía bregst aldrei, ég fékk mér rúnstiki með osti og skinku, en allt í einu langaði mig í tertu, fékk mér hana hefði veit ekki af hverju því ég hef ekki fengið mér svona nokkuð í marga mánuði enda kom í ljós að mér fannst hún eigi góð, Gísli fékk sér soðið brauð með hangikjöti að vanda eitt vínarbrauð og svo var það kaffið.


Sátum þarna góða stund, síðan inn í Netto, vorum smá að versla fyrir Dóru mína og okkur sjálf, hittum við ekki okkar góðu vini Huld og Halla, Eva var með þeim, við kjöftuðum smá, en síðan spurði Huld hvort við hefðum ekki tíma til að koma heim til þeirra í kaffi og vöfflur, ó jú það höfðum við, hittum einnig Örnu, hundana þrjá, sem eru alveg yndislegir og vilja helst láta klappa sér og klóra.
Sátum í skemmtilegheitum þar til ég þurfti að fara, en hefðum getað verið lengur því það er ævilega gaman að hitta þau, Það á að ferma Evu á Pálmasunnudag og er okkur boðið, en verðum bara að hitta hana síðar því við verðum fyrir sunnan, takk fyrir okkur kæru vinir.

Fór svo á yndislegan fund, hitti nokkrar konur sem eru á sama róli og ég, eins og allir vita þá er ég ofæta, ofætur eiga allar sína sögu, veikleika, aðferðir við að, en eitt eigum við sameiginlegt og það er hömlulaust ofát. Held að margir eins og ég telji þetta ekkert vandamál framan af ævinni, en svo fer að sverfa að, hjá mér var það slitgiktin, kölkun í bakinu mínu og svo margt annað sem fór að koma fram og ég taldi öll mín vandamál vera öðrum að kenna, en þegar ég skildi við meinsemdina í lífi mínu, sem var það besta sem ég hafi gert ever, þá komst ég að því að ég get ekki breytt öðrum, bara sjálfri mér og fór að vinna í því, var bara nokkuð góð, fékk svo hjartaáfall kom þá í ljós að ég var með fæðingargalla sem eigi var hægt að laga, en fékk gangráð, hætti að reykja og hélt nú að það væri í lagi að borða bara eins og mig listi, 2004 var ég 83 kg á síðasta ári var ég komin í 123 kg
núna er ég 113.

Það var ekki fyrr en í fyrra sem ég komst að því að ég hefði enga stjórn á þessu ofáti og réði ekki við þetta ein, yndisleg kona kom mér til hjálpar bara með smá setningum og nokkrum póstum fór ég að skilja að þetta væri sjúkdómur, Fór í OA samtökin þau og það sem þau boða bjargaði lífi mínu að sjálfsögðu er ég búin að ströglast og þöglast, en í dag er ég svo þakklát því ég er orðin sátt við það sem ég er að gera og skil að ég get þetta ekki án hjálpar æðri máttar.

Það sem ég þurfti að gera mér grein fyrir var að þetta er ekki megrunarklúbbur heldur er ég að borða til betri heilsu, er kílóin fara er það bara bónus. Í dag á ég yndislega trúnaðar konu og ég tek gleðina með í alla daga.

Mér fannst og finnst yndislegt að lesa AA bækurnar og að sjálfsögðu OA bókina sem er nýkomin út á Íslensku og mér finnst nauðsynlegt að vinna sporin. Í AA bókum þá færðu reynslusögur beinnt í æð og færð kaldar gusur  á meðan þú teigar í þig mannræktina sem er í þessum bókum, það er það sem ég tel þær vera mannræktarbækur og allir ættu að lesa, en það er nú bara mín skoðun.

Þegar fundi lauk fórum við Gísli minn á pitssstað til að kaupa hvítlauksbrauð og brauðstangir fyrir englana á Laugum, en svona í leiðinni keyptum við okkur hvítlauksbrauð, sá eftir því fannst það ekki einu sinni gott, rendum í Lauga tókum Neró með heim, maður er hálf framlár í dag, en afar glöð er ég með gærdaginn og hlakka til næsta fundar.

Kærleik til ykkar allra
Milla
Heart


Það sem menn/konur telja sig vera

Hef oft leitt hugann að standardi fólks, þá aðallega hvað hver og einn telur sig vera. það er nefnilega afar misjafnt eins og flestir vita.

Það eru þau sem telja sig vera yfir aðra hafna, tel ég að það gætist meir hjá þeim sem eru, það sem kallast millistétt, og ekki biðja mig um að skilgreina hvað er hvað því ég hef aldrei séð neinn mun, nema í framkomu fólksins, það laðar sig nefnilega að því sem það telur vera fínt, margir eru með standart í flottum fronti, en fyrir innan er ekkert, þau hrauna yfir aðra, kunna eigi að koma fram af kurteisi vita ekki hvað það er. Sumir eiga mikið og kunna að eiga mikið, hrauna ekki yfir fólk því þau eru alin upp í góðum gildum og sína eigi öðrum lítilsvirðingu.

Þau sem alast upp í fátækt og eignast peninga síðar á ævinni umturnast í snobbgræðgiruglinu og verða alveg óþolandi persónur, en þeir sem eiga lítið allt sitt líf eru oftast besta fólkið.

Síðan kemur úr hópi alls þessa fólks þeir sem eiga ekki neitt, hafa farið illa út úr lífinu á allan handa máta, sumir eru drykkjumenn aðrir eru fíklar en aðrir eru spilafíklar og eru búnir að tapa öllu sínu bæði peningum, vinnu og fjölskyldu,  út frá öllu þessu verða til einstaklingar sem annað hvort taka sig á eða fara á götuna eins og sagt er og það er ekkert sældarlíf, engin vill vita af götufólkinu sem lenti í ógöngum vegna einhvers sem gerðist og jafnvel skilur það ekki hvað það var, eða man það ekki.

Þau sem fara algjörlega niður, missa allt sjálfsmat eiga afar erfitt með að ná sér á strik þó meðferð takist, þau ná sér ekki upp í sjálfstyrkingunni. Þarna vantar meðferð og hjálp eftir meðferð, það vantar einnig góð meðferðarheimili, þau eru til en það vantar að hætta þessu færibandavinnu og leifa vöxt út úr römmunum sem unnið er eftir.

Ekki er ég neinn sérfræðingur í þessum málum, en hef hlustað og lesið um þessi mál sem segja mér að einnig vantar ást, gleði og skilning.

Kærleikskveðjur
Milla
Heart

 


Nú er tíminn

Nú kemur tími sem er voða skemmtilegur, sko að mínu mati það rignir inn boðskortunum í fermingaveislur, afmæli og sitthvað fleira sem er á döfinni, eins og kosningar á laugardaginn afmæli þá um kvöldið, þarf að skreppa á Eyrina þessa helgi. Jerimías aldrei verið meira að gera, ljósin mín eiga afmæli 10 og 11 mars og er okkur gamla fólkinu boðið í svona fullorðins afmæli, en svo þurfum við Dóra að skreppa á FSA 11 mars, Dóra í sneiðmynd og ég í gangráðaeftirlit, munum hitta góða vini í leiðinni.

Nú við erum boðin í tvær fermingarveislur önnur á Pálmasunnudag, kl 14 verðum við í veislu í Keflavík síðan kl 18 í Grafarvoginum, við förum náttúrlega í þær finnst við erum fyrir sunnan, annars er ég hætt að leggja það á mig að aka suður fyrir fermingar þó æðislegar séu, hef bara ekki heilsu til þess. Ástæðan fyrir því að við verðum fyrir sunnan á þessum tíma árs er að  það á að skýra nýjasta barnabarnið mitt á skírdag, hlakka svo til að sjá hana og þau öll, síðan á að ferma frænda minn á annan í Páskum, en hann verður hjá ömmu og afa í Grafarvogi veislurnar fyrir þau bæði systrabörnin verða haldin þar, þannig að ég hitti hann í fyrri veislunni, verð nefnilega farin heim á annan.

Hlakka alveg rosa til að hitta allt fólkið mitt, við erum jú í sambandi á Facebook, en alveg nauðsynlegt að fá að knúsa þau svona annað slagið.

Dóra og englarnir koma með okkur og Milla og Ingimar koma með ljósin í sínum bíl.

Nú er bara að vona það besta með heilsuna og veðrið.

Kærleik til ykkar allra
Milla
Heart


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.