Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011
Get ekki bloggað
30.12.2011 | 23:21
Megi ljós og gleði einkenna árið sem er að koma
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
89 ÁRA
30.12.2011 | 22:13
Hefði hún mamma mín orðið á morgun 31-12, fædd 1923 Til hamingju með daginn þinn mamma mín.
Hún var ekki fullkomin frekar en ég og þú, en marga góða hluti kenndi hún mér og ég á henni svo margt að þakka, en margslungin persónuleiki var hún þessi elska.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað ætli þeir græði á henni þessari
30.12.2011 | 08:32
Elskurnar mínar þessi pilla er eins og allar aðrar megrunarpillur, sem sagt bull og vitleysa, virkar kannski til að byrja með, en bara ef þú borðar hollan mat og hreyfir þig MIKIÐ.
Ef fólk getur borðað hollan mat, hlaupið og hamast í ræktinni af hverju þá ekki án megrunarlyfja, sem að er vita mál að eru með svo og svo miklar aukaverkanir að stórhættulegar geta verið, elskurnar, ég var í þessum pakka að hlaupa eftir öllu svona auglýsingaskrumi, sum þeirra lyfja sem ég tók inn með mikilli áfergju og rétt eins og þær væru mitt eina sanna átrúnaðargoð er búið að banna og taka af markaði, enda ekki hægt annað því hálfur heimurinn var upp um alla veggi þrífandi og púsandi með eyrnapinnum eins og ein í aðþrengdum eiginkonum í gærkveldi og eða sofandi því þetta var svo mikið eitur, haldið þið að maður hafi hugsað út í það eða trúað nokkrum manni sem vogaði sér að segja eitthvað slíkt, Ó NEI elskurnar, svo vitlaus var maður ekki.
Ég var meira að segja svo heimsk að ég lét segja mér að garnastytting væri málið og hún væri alveg hættulaus, dreif mig að sjálfsögðu í eina slíka, hún var jú ekkert mál, missti heilsuna, léttist um 65 kg á einu ári, varð litlaus og ljót af vítamínskorti þó ég væri að taka öll vitamín sem þeir sögðu mér að taka ásamt öllum sprautunum sem ég fékk, 6 árum síðar var ég tengd aftur, fékk heilsuna og nýtt líf, en hvað var allt þetta búið að gera líkama mínum hef oft spurt mig að því.
Elskurnar, hlustið á líkama ykkar, fáið góð ráð hjá næringafræðingum og öllu því góða fólki sem ykkur er boðið upp á í heilsubúðum okkar, það virkar betur en allar megrunarpillur.
Elskurnar njótið lífsins og elskið ykkur eins og þið eruð.
Megrunartöflur Jennifer Aniston | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mikið er ég þakklát
26.12.2011 | 10:02
þeir sem hafa mist börn og nána ættingja vita hvað foreldrar í Noregi og aðrir aðstandendur eru í mikilli sorg, sú sorg er ekkert öðruvísi en okkar hún varir afar lengi þar til hún breytist í minningar.
Mér finnst það svo merkilegt hvað fólk er fljótt að gleyma þeim hörmungum sem gerast hjá öðrum þjóðum, já bara á þessu ári sem er að lýða þó maður fari nú eigi lengra aftur í tímann.
Munum eftir að byðja fyrir þeim sem eiga um sárt að bynda við eigum nefnilega svo gott sjálf.
Finnum friðinn og ljósið í hjarta okkar.
Fótboltahöll hrundi til grunna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gleðileg jól kæru hjálparsveitir
24.12.2011 | 09:17
Hef nú oft sagt að Þorláksmessa og aðfangadagur séu annasömustu dagar björgunarsveitanna okkar, hef aldrei komið því inn í minn þykka skalla af hverju fólk getur ekki verið með fyrirhyggju, undirbúið jólaferðirnar betur, lagt fyrr af stað í jólaferðina heim til mömmu og pabba eða bara verið heima ef veðrið er aftaka og ófært er um heiðar.
Það er engin jólagleði að vera með fjölskylduna upp á heiði blikkfastur, þurfandi að bíða svo og svo lengi eftir hjálp, kannski matarlaus og allslaus, flestir eru ekkert að huga að fatnaði og öðrum nauðsynjahlutum er lagt er af stað, hugsa bara þetta reddast það eru allstaðar sjoppur á leiðinni, nei það er ekki svona auðvelt.
Hér sit ég við tölvuna, engin vaknaður nema ég og kisurnar okkar, bandbrjálað veður og það er svo notalegt að þurfa ekki að fara út, kláruðum allt í gær, svo dúllum við okkur við matseldina, sem er reyndar öll vel undirbúin.
Við mæðgur munum taka okkar árlega spil sem er tveggja manna manni, mikill spenningur, en Dóra mín vinnur alltaf, allt í lagi ég er ekkert tapsár.
Maturinn hjá okkur í kvöld er hvítlauksristaður humar með góðri sósu og öðru meðlæti, hamborgarahryggur með öllu tilheyrandi, svínalund með salati fyrir mig því ég borða ekki reykt kjöt, ananas fromage með súkkulaði og rjóma á eftir, get gert hann blindandi enda búin að gera þennan eftirrétt í 50 ár.
Gleðileg jól kæru vinir og ættingjar, njótið
þeirra vel og hlúið að því sem þið eigið og hafið.
Jólakveðjur
Milla
Ökumenn í vandræðum á Hellisheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sundhöllin
22.12.2011 | 13:30
Ég á margar góðar minningar frá stundunum sem maður lék sér í Sundhöllinni hér á árum áður og á hún allan rétt á sér, meira að segja mætti byggja útilaug við hana með rennibrautum, heitum pottum, sjoppu og ýmsum öðrum lúxus.
En heilsutengdan ferðamannastað, er ekki allt í lagi með fólk, svei mér þá ef það væri 1 apríl þá mundi ég álíta þetta aprílgabbið.
Slík ferðamanna-þjónusta þyrfti miklu meira pláss, vegna þess að það er ekki nóg að byggja bara eina útisundlaug, það þarf pláss fyrir nudd, sauna, heilsubar, lúxus afslöppunarstað, bílastæði og ég gæti lengi talið upp, svo ég tali nú ekki um kosnaðinn sem er af of litlum stað.
Ég skil ekki af hverju það má ekki nota Perluna í þessum tilgangi.
Útisundlaug við Sundhöllina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þeir eru svo yndislegir
13.12.2011 | 11:21
Hann er svo fallegur, sundlaugagestir í Grindavík eru örugglega glaðir að hafa svona gest á Aðventuni, sjáið litina og reisnina yfir þessum litla fugli.
Skógarþrestir í sundlauginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég get ekki einu sinni hlegið lengur.
8.12.2011 | 12:01
Nýtt stjórnmála afl, er ekki komið nóg af þeim, sem ekkert hafa komist áfram, annað hvort flosna þeir upp vegna ósamlyndis eða komast í borgarstjórastólinn, tala niður til þeirra sem voga sér að kvarta eða svara út í hróa ef spurt er um mikilvæg verkefni sem verið er að traðka á, nenni nú ekki að fara að úttala mig um þau, það vita þetta allir nema skopleikararnir.
Mín skoðun er sú að það eru til flokkar í landinu sem fólk ætti að vinna í að gera góða án þess að vera stöðugt með útásetningar og skít, við höfum ekki efni lengur á þessari fjandans vitleysu. Það er gott fólk í öllum flokkum og fólkið í þeim á að sjá sóma sinn í að moka þeim út sem eigi eru nógu góðir, svo að byggja upp þannig að þeir sem ætla að kjósa geti gert það án þess að vera hræddir um að sama óráðsían haldi áfram.
Ný stjórnmálaöfl hafa sjaldan eða aldrei náð neinni fótfestu í pólitíkinni og ef það á að gera pólitíkina að einhverju leiksoppi þeirra örlaga sem dundu yfir okkur eftir hrun þá er okkur ekki viðbjargandi.
Við höfum áður lent í kreppum unnum okkur upp úr þeim á þann hátt sem við kunnum best hverju sinni, en eigi man ég eftir að illmælgin, skítkastið, hatrið hafi verið slíkt þá, kannski var það að því að við höfðum enga útrásarvíkinga til að skella skuldinni á, eða þeir voru ekki eins sýnilegir.
Tökum upp annan og betri hugsanahátt, hlúgum að okkar flokkum, burtu með þá sem ekki eru nógu góðir, látum heyra í okkur, við höfum nefnilega heilmikið að segja.
Nýtt stjórnmálaafl kynnt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)