Bloggfærslur mánaðarins, desember 2015
Hetjurnar okkar
31.12.2015 | 07:47
Það má sko alveg tala um hetjurnar okkar og eru þær margar
Flugmenn á sjúkrafluttningavélum, Björgunarsveitirnar, lögreglan, læknar og hjúkrunarfólk og ekki má gleyma hinum almenna borgara sem veita oft fyrstu hjálp
Nokkuð alvarlegt vinnuslys átti sér stað á Blönduósi í dag þegar ungur maður festi fótinn á sér í svokölluðum ullartætara sem rífur niður ull í verksmiðju Ístex. Samstarfsmönnum mannsins tókst að losa hann en fóturinn var illa útleikinn eftir slysið. Það var óskað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að flytja manninn en þeir gáfu það frá sér og gátu ekki sinnt því einhverra hluta vegna. Þá vildi svo heppilega til að sjúkraflugvél frá Mýflugi var akkúrat að klára sjúkraflug frá Akureyri til Reykjavíkur og þeir gátu komið beint til okkar, segir Höskuldur Erlingsson, varðstjóri lögreglunnar á Blönduósi. Þessir menn eru algjörar hetjur, segir Höskuldur um Mýflugsmenn og kann þeim góðar þakkir en veðurskilyrði voru alls ekki góð á Blönduósi í dag. Hann segir að bæði Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði hafi verið ófærar í dag og því engin önnur úrræði sem stóðu til boða en flugleiðin. Höskuldur segir að á svona dögum sýni það sig bersýnilega hversu mikið hagsmunamál það sé fyrir landsbyggðarfólk bæði að hafa flugvöll og að fært sé til Reykjavíkur en samkvæmt upplýsingum frá Mýflugi var notast við neyðarbrautina svokölluðu bæði í sjúkraflugi frá Akureyri og frá Blönduósi en illfært var um aðrar brautir Reykjavíkurflugvallar.
Vonum að allt fari á besta veg fyrir slasaða manninum.
Förum varlega kæru vinir
Gleðilegt ár
Þessir menn eru algjörar hetjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þú rúllar þessu upp Sigmar
29.12.2015 | 08:44
Ég tel Sigmar vera góða fyrirmynd fyrir fólk í sömu stöðu og hann er, já og einnig aðra sem falla í freystni fyrir sínum markmiðum sem eru endalaus hjá okkur flestum.
Eigi ætla ég að tala um afhverju við erum svona vond við okkur sjálf, veit bara að við erum það.
Sigmar þú ert minn uppáhalds fjölmiðlamaður og við sem horfum á þig í imbanum eigum heilmikið í þér, ég er stollt af þér að koma svona fram og segja okkur þína sögu í þessum málum,
tu,tu í þína meðferð.
Mun hugsa til þín og þinna flotti strákur.
Sigmar og Júlíana trúlofuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvar er heima?
28.12.2015 | 07:02
Það þýðir að einn af hverjum 122 íbúum heimsins hefur neyðst til þess að yfirgefa heimili sitt. Um ein milljón flóttamanna hefur komið til Evrópu í ár en undanfarin ár hefur tala flóttafólks í Evrópu hækkað hratt. Á hverju ári hafa milljónir þurft að flýja heimili sín vegna stríðsátaka eða annarra hörmunga í heiminum en í Evrópu hefur staða flóttafólks ekki verið jafn áþreifanleg síðan á tímum seinni heimstyrjaldarinnar eða í sjötíu ár. Allt síðasta ár fjölgaði þeim sem lögðu líf sitt í hættu við að komast til Evrópu yfir Miðjarðarhafið en 3.700 flóttamenn höfnuðu í votri gröf á flótta sínum til álfunnar
Í ÁRARAÐIR HEF ÉG VONAÐ OG TRÚAÐ AÐ HEIMURINN MUNDI BATNA OG ÞJÓÐIR HEIMS MUNDU TAKA Á ÞEIRRI MANNVONSKU SEM RÍKIR, ÞAÐ ER NEFNILEGA HÆGT AÐ STOPPA VIÐBJÓÐINN.
Ef allar þjóðir mundu skilja að trúarbrögð eiga ekki að hafa neitt að segja í samskiptum fólks og þjóða.
Allir hafa rétt á að hafa sína trú.
Við verðum að bera virðingu fyrir hvert öðru.
Tökum fólki eins og það er án titliti til þjóðar, litar
og trúar.
Það eru ekki bara flóttamenn sem spurja
Hvar er heima, það er fátækt fólk í öllum löndum og þetta verður að breytast.
Á Íslandi erum við svo fá að þess gætist meira ef einhver er fátækur þá á ég ekki bara við lífeyrisþega það er fjöldinn allur af fólki sem á um sárt að binda og það get ég sagt ykkur að ég met þetta fólk miklu meira en þá sem hafa mikið á milli handanna.
Hvað er heima? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Langanir
27.12.2015 | 15:02
Talað er um að líkaminn krefjist ekki kynlífs á hverjum degi og vegna þreytu eftir annasaman vinnudag langi manni mest til að fara að sofa en hér koma góð ráð sem ýta undir kynlífsvilja þinn.
Fimm hlutir sem þú getur gert núna og kveikja í þér í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Smá pistill
26.12.2015 | 17:50
Þetta ár er búið að vera fljótt að fara hjá í sumar sem var ætlaði ég norður að leika mér smá en þá bilaði bíllinn minn og ég fór á sjúkrahús eins gott að bíllinn bilaði því annars hefði farið illa fyrir þeirri gömlu kanski upp á miðri Holtavörðuheiði.
Nú sumarið var tekið í Reykjanesbæ enda besta veðrið hér sunnan heiða, illa gekk að fá varahluti og komst ég ekki á bílinn minn fyrr en í haust, (hef ekki stoppað síðan).
Lífið er náttúrlega aldrei eins og maður vill hafa það en ef maður tekur það besta úr því þá blessast þetta allt.
Ætla nú ekki að segja að ég sé sátt við allt sem gerst hefur en hvað þýðir að súta það.
Jólaundirbúningurinn og jólin eru búin að vera yndisleg þó það hafi vantað elskurnar mínar á Húsavík en amma fer nú örugglega til þeirra í vor.
Hér kemur ein mynd frá aðfangadagskvöldi allir yfir sig glaðir að vanda
þetta átti að vera grettumynd en það hlóu allir svo mikið nema amma gat grett sig smá.
Við vorum svo í hangikjöti á jóladag hjá Fúsa mínum og co
er heima í afslöppun í dag.
Englarnir mínir eru svo að fara út til Japans í lok janúar með 3ja ára vinnuvísa í farteskinu svo amma ætlar að fara að safna fyrir Japansferð ef læknirinn gefur grænt ljós, svolítið langt flug.
Kærleik til ykkar allra.
Munið að agnúast ekki.
munið brosið,
brosið sem alla gleður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)