Verð að halda ró minni

Já það er satt, ró minni verð að halda þess vegna ætla ég í dag að tala bara um eitthvað skemmtilegt.
Þetta er til dæmis stjörnuspáin mín fyrir daginn.

Sporðdreki:
Einhver vandræði kunna að verða á vegi þínum í dag.
Láttu freistingar lönd og leið og líttu ekki upp fyrr en
þú hefur lokið því sem fyrir liggur.


Vandræði hvað með það ég leysi þau bara og læt þau eigi hafa áhrif á mitt góða skap, gæti orðið döpur, en er maður ekki alltaf að verða fyrir dapurleika í lífinu hann er líka til að vinna úr.

Það er nú ætíð gaman er freistingar eru bornar fyrir mann ef þær sem ég fæ í dag eru slæmar þá læt ég þær eiga sig og vön er ég að vinna þannig að helst á allt að vera búið í gær, svo þetta mun ganga upp hjá mér.

Í gær fór ég ekki út úr húsi nema með Neró minn út í garð, hann var nefnilega veikur með gubbupest en ældi bara einu sinni þessi elska, en svo var hann svo lítill í sér í allan gærdag og er eiginlega enn samt búin að borða í morgun.
Ég var að dúlla mér að taka upp úr kössum og koma því fyrir sem við átti, henda smá sem mér yfirsást í úthreinsuninni hér í sumar, ég nýt þess í botn að henda út gamalli orku.

Milla mín kom og færði mér Rasberrý ilm fyrir húsið æðislegur og kemur mér í jólaskap, talaði náttúrlega við englana mína sem voru að fara í Bowling og skauta í R með vinum sínum.
Í þá daga er ég var ung fór maður á skauta á tjörninni og guð hvað það var gaman, en í dag er farið í skautahallir og betra er það þá þarf maður aldrei að hafa áhyggjur af veðri eða vindum.

Fékk mér Parísarskinku, steikar kartöflur og sveppi að borða í gærkveldi á meðan ég horfði á fréttirnar sem voru afar sorglegar, að það skuli vera búið að fara svona með okkur íbúa þessa lands að til svona aðgerða þurfi að grípa og svo vilja þeir borga Icesave og henda út um gluggann miljarða skuldum hjá hinum og þessum  svo þeir geti bara haldið áfram að slá um sig, nei nú þarf ég að róa mig, nei eitt enn kæru landsmenn áfram með smjörið.

Horfði svo á Útsvar og skreið upp í rúm og sofnaði eins og engill.

Kærleik á línuna
Milla

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Knús á þig

Og Simbi sendir batakveðjur til Nerós!

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.10.2010 kl. 10:33

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín og Neró segir takk.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.10.2010 kl. 13:08

3 identicon

Þú slærð mig alveg út með því að henda því gamla út OG skipta um húsnæði líka. Bara alveg ný þú.

Knús í hús.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 16:15

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína ég sem hélt að þú sætir á pullum á gólfinu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.10.2010 kl. 17:24

5 identicon

Ég fékk að halda Lazyboy stólnum mínum.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 17:38

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

OMG það eru nú bara letistólar, annars hvílík hugulsemi að leifa þér að ???

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.10.2010 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband