Spennufall.

Þá er þetta búið að þessu sinni  og trúlega hefur orðið spennufall hjá þorra fólks. Ég fór að sofa um ellefuleitið í gærkvöldi,og sofnaði strax, en vaknaði endanlega um níuleitið og var þá eitthvað örg, en það lagaðist er ég sá að við höfðum haldið velli og bætt við okkur,gleðst með V.G. Til hamingju Steingrímur Sigfússon með þennan ávinning og allt þitt góða fólk. Ég ætla ekki að úttala mig um hina flokkana, það útskírir sig að miklu leiti sjálft. Eitt er morguntært að það er allstaðar gott fólk og ég virði það hvar í flokki sem það er. nú kemur sumarið með allri sinni dýrð, ég ætla að vera mest heima við mér þykir það alltaf best, erum samt að fara á ÍSAFJÖRÐ um mánaðarmótin það verður gaman. Hafið þið lagt ykkur til munns jarðaber með gráðosti ( helst gordonsola það er Franskur frómas-ostur) og dassað yfir með balsamic sýrópi og hnetum að smekk, þetta er bara gurmet,er í bókinni hennar Yesmine Olssen Sú bók er yndisleg. Mér datt bara í hug að sega ykkur frá þessu. Börnin mín og barnabörn tjá mér afar oft að ég tali eiginlega ekki um annað enn mat krydd og hvað þau gera, nú og um samfélagið og tísku, en þetta eru nú áhugamál mín. merkilegt hvað þau hafa gaman af að hlusta á þá gömlu.Whistling

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband