Rigning.

Æ. erum við ekki alltaf að kvarta, sit hérna við tölvuna grenjandi úrfelli úti og ég var að hugsa um að  blóta því svolítið, en hætti við það verður allt svo fallegt þegar hættir að rigna.
Hvað getur maður svo sem haft það betra, situr inni í hlýunni hundurinn kúrir hér fyrir aftan mig
og maðurinn að lesa blöðin frammi í eldhúsi, búið að taka allt húsið í gegn eins og vera ber fyrir helgar, eða er það ekki annars svo, Jú. Jú.
Annars datt mér í hug að gefa manninum nafn, kalla hann Einkaþjóninn.
Sko eins og hann stjanar við okkur hér, mig börnin, barnabörnin og hundinn ja sko að
sjálfsögðu eru þau: " 3.ára gormurinn og hundurinn N.o.1.hin barnabörnin og börnin mín N.o.2.
og hver ætli sé þá N.o.3-10 nema  mío mío. Sem aldrei segi orð röfla ekki sit aldrei út á og er alltaf svo blíð og góð".  Út frá þessum ástæðum get ég ekki kallað hann einkaþjóninn.
Verð víst bara að kalla hann EngilinnHalo
Rigningar-kveðjur frá Húsavík.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ hæ

þu mátt óska dóru og tvibbunum til hamingju frá mér :)

En þú skrifar bara http://public.fotki.com/danmork07 og þá áttu að fara inn á myndasíðuna... Ef þu ert í vandræðum þá geta tvibbarnir liklega hjálpað :) 

Jórunn (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.