Gullmolar.

Frábært þetta með vélhjól, hlýtur að koma sér vel í  umferðinni í bænum.
Má til með að koma því að í leiðinni.
Slökkviliðs-og sjúkraflutninga menn, þið eruð frábærir, 
allstaðar þar sem ykkur ber við  sinnið þið ykkar störfum af mikilli kunnáttu.
Ég hef þurft á ykkar aðstoð að halda og þakka ég kærlega fyrir mig.

Sönn frásögn frá barnæsku minni.

Þegar ég var 8.ára eða svo, varð timburhús eldi að bráð skammt frá þar sem ég bjó,
nokkrir karlmenn úr kvefinu hlupu niður-eftir til að hjálpa til,
að sjálfsögðu kom brunabíll eins og við kölluðum hann krakkarnir,
við stóðum álengdar og horfðum á þetta undur: "Eldinn".
Síðan sá ég pabba og fleiri menn koma með börn í fanginu og
foreldrar þeirra fylgdu á eftir.
Það var komið heim til okkar með vesalings fólkið, það var allt brunnið sem brunnið gat.
Ekki var um neinar tryggingjar að ræða í þá daga, þetta hefur verið í kringum 1950.
Þessir vösku menn komu síðan heim að tala við fólkið, þreyttir, sótugir og sumir með brunasár.
Ekki var um svo góðan hlífðarfatnað að ræða eins og í dag.
Eftir þetta var ég með stjörnur í augunum yfir þessum mönnum.
Ég  gleymi þessu aldrei.
Strákar þið eruð stjörnur bæði í nútíð og fortíð


mbl.is Voru ekki með forgangsakstur að óþörfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband