Akureyrarferð.

Mætti halda að við værum alltaf á Akureyri, bara ansi oft,
þurftum að fara inn á flugvöll í dag að sækja vinkonuna.
Það er alltaf jafn gaman að sjá og heyra er þær hittast
tvíburarnir og María Dís þvílíkar vinur eru þær.
Við eigum líka svolítið mikið í henni, en næst þegar ég keyri þær eitthvað,
þá mun ég hafa með mér heyrnaskjól, það er alveg sama hvað maður
býður þær að hafa nú aðeins lægra Æi nei það gengur ekki
þær tala við mann allar í einu, hækka í dvd spilaranum
og fá síðan hláturskast yfir hverju það veit maður ekki.
Enn allar vorum við svona á sínum tíma
og þær eru yndislegar. Sannur vinskapur er alltaf af hinu góða.Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Þorvaldsdóttir

ó já, sannur vinskapur er vandfundinn og hann eigum við mæðgur svo sannarlega hjá ykkur á Húsavík. Takk fyrir síðast Milla mín og takk fyrir að gera ykkur ferð til að sækja yndið mitt á flugvöllinn 

Rannveig Þorvaldsdóttir, 13.8.2007 kl. 21:00

2 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Hvernir er það Milla, ætlar þú ekkert að setja inn mynd af þér?

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 13.8.2007 kl. 23:52

3 identicon

Stelpur á þessum aldri eru dásamleg fyrirbæri. Sískellandi upp úr og flissandi, án þess að nokkur maður viti hvers vegna. Ég man þegar ég var á þessum aldri, þá þurfti ekki nema eitt augnatillit frá vinkonu minni til að allt færi af stað. Þegar fólk nær líka vel saman, þá skilur það nákvæmlega hvað augnatillitið þýðir, eða eins og sagt er: "great minds think alike"

Þorgerður (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 11:58

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Matthildur mín ég er alltaf að leita að réttu myndinni,
en málið er að tvíburarnir mínir áttu að finna mynd af mér
í safninu sínu og senda hana frá sinni tölvu í mína
það er búið að taka bráðum ár, mín tölva er svo gömul greyið,
að ég get ekki sett myndir inn á hana sjálf, en ég ætla að bæta úr
því í haust með kaupum á nýrri tölvu. Sko þegar tölvan er orðin
hægfara eins og amma, þá er það víst afar slæmt eftir því sem
þær segja snúllurnar mínar. Myndin kemur.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.8.2007 kl. 18:55

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þorgerður frænka mín, Já manstu eftir því, þið voruð nú frænkurnar heimsins mestu skvísur, ég man vel eftir því. þegar þið komuð saman
þá höfðuð þið ekki gleymt neinu í sambandi við útlitið
bara eins og klipptar út úr blaði. Manstu boðin hjá ömmu og afa,
þá voru þið eins og hefðardömur.
en það besta við þetta er það að engin ykkar hefur
gleymt að maður þarf að halda því við að vera
huggulegur. Kossar og knúsar til ykkar.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.8.2007 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband