Ekkert að þakka.

Velkomin heim og að tölvunni aftur. Þakka þér fyrir síðast Rannveig mín,
það var að vanda hugljúft að hittast og tala saman,
skiptast á skoðunum og rugla pínulítið  það verður að vera með.
Frábært hvað þið Dóra skemmtið ykkur alltaf vel saman.
Þakka þér fyrir að lýsa hrifningu þinni á Húsavík,
ég er að sjálfsögðu sammála þér,er búin að dáðst að þessum stað
síðan ég fór að koma hingað fyrir um 45. árum, þá var nú öðruvísi
erill á hafnarsvæðinu allt fullt af skipum, bátum, trillum og fiski
og yðaði allt af mannlífi, eins og núna nema  nú er það  ferðamaðurinn sem skapar mannlífið
með okkur heima- mönnum, það er af hinu góða,
en vonandi fáum við meiri atvinnu á svæðið það er það sem okkur vantar.
Rannveig mín við munum að sjálfsögðu fara með það besta sem þú átt
í flug þegar hún á að fara heim aftur.
                Kærar kveðjur.
         Gamla settið á Húsavík.Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig Þorvaldsdóttir

...og nú tókst þér að gera mig orðlausa Milla mín. Takk

Rannveig Þorvaldsdóttir, 14.8.2007 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband