Yfirlit dagsins.

Jæja nú er ég byrjuð í sjúkraþjálfuninni aftur eftir sumarfrí,
er í henni tvisvar í viku allt árið. Allt að komast í fastar skorður eftir sumarið.
Fórum að versla engillinn og ég er ég kom úr sjúkró,
borðuðum svo hádegismat sem var nú eiginlega morgunkaffi.
Lagði mig aðeins, hva bara smá, maður er nú þreyttur eftir svona langt frí frá sjúkró.
Engillinn náði að sjálfsögðu í Aþenu Marey k.l. 14. Dúlluðum við okkur með henni
þangað til mamma hennar kom heim  um k.l. 16.
Allt í einu heyrðust hvell læti og sagt var HÆ.HÆ.HÆ.W00t gerast enn.
Voru þær ekki komnar labbandi vinkonurnar þrjár það lá við að það liði yfir mann
þær eru nú ekki vanar að  hreifa sig meira en nauðsyn krefur svona utanhús.
Hlömmuðu sér niður í bekkinn á bak við mig ég var í tölvunni,
og þær höfðu afar mikið að segja. Voru að versla í Samkaup með þrjá poka af nasli
sem þær ætluðu að hafa um helgina og gos, ég sagði nú bara,
nenntuð þið virkilega að bera þetta upp brekkuna?
því hún er frekar brött hingað uppeftir og það í roki og rigningu.
Keyrði þær náttúrlega heim og splæsti á þær hammara og franskar,
Þetta eru nú einu sinni gelgjurnar í fjölskyldunni.
María Dís ætlar með þeim í vinnuna á morgun þá eru þær fyrr búnar
og eru komnar í helgarfrí.CoolCoolCool.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband