Fyrir svefninn.

þegar ég kom úr sjúkraþjálfun í morgun var ég afar þreytt,
en það þurfti að fara í búðina, það kom nefnilega í ljós í morgun
að bláberjasultan var bara lap, þannig að það vantaði meiri sultuhleypir,
í leiðinni var keypt ýmislegt sem vantaði í grænmetissúpuna sem ég ætla
að elda á eftir, ég borða nefnilega ekki pakkasúpur.

En áður en við fórum í búðina skrapp ég niður á Pósthús og sendi pakka
til konu einnar hér í bæ, mamma mín gaf konunni sjal fyrir margt löngu,
en vildi svo fá sjalið lánað er við fórum suður í brúðkaupið, hún hélt
nefnilega þessi elska að hún kæmist í brúðkaupið, en hún kemst ekki orðið neitt.
Þessi pakki var búin að angra mig lengi, vissi ekki alveg hvernig ég ætti að koma
honum til konunnar, gat ekk hugsað mér að fara sjálf því ég er ekki velkomin á 
þetta heimili, " Ástæðan er, að ég er svo vond kona".
Við viljum eigi lifa með henni í kærleika, trú og gleði. 
Karmað í kringum mig og mína er illt og ég er svo vond við engilinn minn
að eigi er hægt að bjóða börnum eða fólki yfirleitt upp á það.
Ekki gat ég blandað öðru fólki inn í málið, enda er það allt í ónáð líka,
sko mitt fólk.

Nú er við vorum búin að fara í búðina fór ég upp í rúm og svaf í þrjá og hálfan tíma
vaknaði vel úthvíld og glöð.
Þegar ég kom fram var engillinn búin að setja hleypir í sultuna og setja hana aftur
í krukkurnar loka og upp í hillu í búrinu voru þær komnar.
Áðan komu svo litla ljósið og Milla mín, litla ljósið þvoði að vanda pallinn og húsgögnin
með borðtuskunni, fékk síðan úðakönnuna sína til að vökva blómin, en ég held
að hún hafi mest ausið á tásurnar sínar.
Núna er súpan búin að malla í 30 mín svo best að fara að borða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Milla mín, þú vond kona, það er nú bara ekki í lagi sumstaðar, þú ert  bara best. Gott að geta sent sjalið.

Góða nótt kærleikskona

Kristín Gunnarsdóttir, 20.8.2008 kl. 20:10

2 Smámynd: Brynja skordal

þú ert yndisleg kona Milla mín vonandi smakkaðist grænmetis súpan vel og gaman að fá svona litla vinnukonu til að sjá um allt utandyra 

Brynja skordal, 20.8.2008 kl. 20:26

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég sá á einhverju bloggi að þig vantar uppskrift af hummus, þetta er mín uppskrift.

Hummus: 3 msk olía, safi úr einni sítrónu, 1-3 hvítlauksgeirar, 1/4 bolli tahini sesamsmjör, ca 500 gr kjúklingabaunir, salt, pipar, steinselja og paprikukrydd. Allt sett í matvinnsluvél.

kveðja.

Sigrún Óskars, 20.8.2008 kl. 20:32

4 Smámynd: Erna

Elsku Milla ég þykist nú vita við hverja þú átt, en eins og við töluðum um þá er litlu hægt að breyta, þegar fólk er fast í afneitun á sína hegðun og sér ekkert rangt við hana. Haltu þínu striki Milla mín og ekki láta særa þig, ég veit að það er ekki auðvelt en annað er ekki í stöðunni og mundu að þú ert ekki ein  Ég gúgglaði Hummus og fann þar uppskrift af hummus og fullt af fleira góðgæti meðal annars speltbrauð og græna súpu  Prufaðu bara að gúggla ég kann ekkert að skrifa þennann tengil, þá finnurðu þetta. Hjartanskveðjur og gangi þér vel

Erna, 20.8.2008 kl. 20:41

5 identicon

Það er engin alvondur í þessari veröld sagði amma mín heitin, . En sumir eru svo skrítnir, en ég held að þú sért sú síðasta sem ég teldi vera vonda.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 20:53

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Silla mín, já það er slæmt er fólk er fast í einhverju geðrænu rugli.

Takk Stína mín sendi þér skilaboð seinna.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.8.2008 kl. 20:54

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigga mín ég á heima á Stórhól 51 og endilega komdu ef þú hefur tíma.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.8.2008 kl. 20:55

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Brynja mín grænmetissúpan smakkaðist að vanda vel, já litla ljósið mitt er svo mikil húsmóðir að unun er að og þess vegna má maður eigi letja hana í því.
takk fyrir mig

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.8.2008 kl. 20:58

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigrún takk æðislega fyrir uppskriftina, vel þegin.
Kveðjur til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.8.2008 kl. 21:01

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Erna mín þú veist alveg hver þetta er, ég er ekki ein svo langt frá því og er eiginlega búin að gera mér grein fyrir þvi að ég get ekkert meira gert, er búin að reyna allt of lengi. Takk elsku snúllan mín.

Lestu uppskriftina hér að ofan, frá henni Sigrúnu Óskars
örugglega mjög góð uppskrift.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.8.2008 kl. 21:06

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Magga mín, ég hef aldrei verið talin vond

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.8.2008 kl. 21:07

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Satt hjá þér Dóra mín við hljótum að vera eitthvað að eiga alla þessa vini.
Elska þig
Þín mamma. Heartbeat Beating Heart Heartbeat 





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.8.2008 kl. 21:57

13 Smámynd: Brynja skordal

Ah Gleymdi Góða nótt Milla mín

Brynja skordal, 20.8.2008 kl. 22:22

14 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða nótt ljúfa kona

Sigrún Jónsdóttir, 20.8.2008 kl. 23:05

15 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það er stundum svo sorglegt hvernig sumt fólk getur látið,  og þar virðist aldur engu máli skipta.  Mér finnst snjallt hjá þér að horfa fram hjá því og póstsenda bara pakkann. -

   En mikið langar mig til að heyra uppskriftina af grænmetissúpunni hjá þér, ég borða nefnilega aldrei pakkasúpu, og er dálítið feimin við að bjóða öðrum upp á súpuna hjá mér afþví að mér finnst hún ekki nógu fín, þó hún sé mjög bragðgóð.  - Svo ef þú átt góða uppskrift af súpu þá er það vel þegið. Kær kveðja Lilja

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 21.8.2008 kl. 00:42

16 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Aaaaa.... þið Halldóra eruð mæðgur .  Aumingja konan að líða svona illa í eigin skinni að þurfa að rægja aðra í kringum sig í eigin vanmetakennd.  Gott hjá þér að líta framhjá slíkum þvættingi og senda henni sjalið.

Ragnhildur Þórðardóttir, 21.8.2008 kl. 08:42

17 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Brynja mín vissi alveg að þú hefðir ætlað að segja góða nótt, en það er ekki von að þú hafir fattað það því upphaflega hét þessi færsla
yndislegur dagur, en svo var ég orðin svo þreytt að ég breytti fyrirsögninni í Fyrir svefninn.
Knús í daginn þinn ljúfust.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.8.2008 kl. 09:21

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Lady Vallý vinkona þín hér á Húsavík er SPORÐDREKI, og hún getur bitið fast ef einhver abbast við hana eða hennar fólk, annars er ég ætíð bara blíð og góð. Í sambandi við konuna í færslunni er það búið að taka ein 35 ár þar til hún færði mér punktinn yfir i-ið.
hefur þú það ekki gott?
Kveðja frá madam Millu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.8.2008 kl. 09:28

19 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn Sigrún mín
Knús í daginn.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.8.2008 kl. 09:29

20 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Lilja mín þú skalt svo sannarlega fá upplýsingar um súpuna,
mun blogga um smá matreiðslu á eftir.
Takk fyrir mig.
Kveðja í daginn þinn.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.8.2008 kl. 09:31

21 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já við Dóra erum mæðgur og erum sömu galgoparnir, en hún þó sýnu meiri en ég, að ég tel.
Ragga mín konan sem um ræðir er að sjálfsögðu veik, en eins og þú veist þá getur engin hjálpað veiku fólki nema það vilji það sjálft.
Knús í daginn þinn.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.8.2008 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.