Saga dagsins.

Sko um 11 leitið í morgun settum við 3 stór brauð í ofinn, fengum okkur kaffi og brauð þá varð ég svo voða syfjuð að ég spurði Gísla hvort hann sæi ekki bara um brauðin, ó jú það var ekkert mál, skreið upp í gestarúm með Neró mér við hlið og steinsofnaði, svaf til 14.30 þá voru brauðin auðvitað komin undir blautan klút fram í búri.
Gísli tjáði mér að hann væri að fara til berja, ekki var það nú verra að fá krækjuber í frystinn.

Rétt á eftir hringdi Milla, þá voru þær byrjaðar í kleinum Óda og hún svo ég átti að koma með dallana mína og hjálpa til, meiri hjálpin í mér, jæja allavega hafði ég góða list á kleinunum er þær komu úr steikingu, fórum heim um átta leitið þá var Alli þessi elska hér heima að laga tölvuna fyrir okkur og nú er hún sko eins hrein og fín eins og best verður á kosið og mun uppfæra sig átómatískt hér eftir.

Við erum fyrir stuttu búin að fá okkur heitt brauð og þá kom Ingimar inn og bað um berjatínu, þau ætluðu aðeins til berja, aðallega ætlaði Milla að taka myndir, en svona var dagurinn í dag, það er eiginlega skemmtilegast er hlutirnir gerast svona 1 2 og 3 bingó.

Góða nóttina sofið rótt og dreymi ykkur vel.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Myndarleg ertu elsku ljúfa...mmm,nýjar kleinur og nýtt heitt brauðég vildi að ég gæti teygt mig inn í tölvuna og inn til þín og fengið mér ljúffengar kleinur og nýtt brauð.....:O))

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.8.2009 kl. 23:18

2 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Góður dagur hjá þér

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 23.8.2009 kl. 00:44

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Linda mín þú kemur bara við ef þú ert á ferðinni, allir eru velkomnir í þetta hús mitt, ég elska að fá gesti.
Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.8.2009 kl. 10:38

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Snjólaug mín það er alltaf góður dagur hjá mér, en hvernig fór með dótið sem þú hentir út úr, "Duló eigninni?"
Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.8.2009 kl. 10:39

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

En yndislegur dagur hjá ykkur, rifjar upp gamla daga hjá mömmu og pabba, þá var lífið einfalt og gott. Knús

Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2009 kl. 13:42

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Ásdís mín lífið er nú bara eins og við viljum að það sé, því við höfum val.
Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.8.2009 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband