Frá húshaldi Millu

Vaknaði klukkan 5 í morgun, mér fannst lífið bara nokkuð æsandi, en á endanum fór ég á fætur 6.15 og í þjálfun 8. Gísli minn þessi elska sótti mig 8.30 við heim að fá okkur kaffisopa, ég ætlaði að leggja mig, og gerði það er ég fékk frið til þess (Við drukkum kaffið 9.30) jæja ég sofnaði örþreytt og alsæl svaf ég til 12.30. Skellti mér í sturtu, hrein föt, fékk mér sítrónu vatn búin að sitja hér við tölvuna síðan.

Komst að því að fara í þjálfun og leika sér sama daginn er ekki gott
fyrir liðina, man það bara næst, nefnilega er í þjálfun tvisvar í viku,
sleppi bara leiknum næst.

Aðeins að útskýra:
Þar sem ég er ekki gift, er eigi hægt að tilkynna skilnað.
Þar sem ég er ekki í sambúð. er eigi hægt að tilkynna sambúðarslit.
Hef bara afnot af manni og hann af mér þá þarf ekkert um það að
segja, þó spark í rassinn gefum, en ég held að við séum ekkert á
leiðinni að gera það, maður veit samt aldrei hvað gerist þó frægðin
sé ekki fyrir hendi. Uss mikið fjandi er ég farin að rugla, enda fer að
hallast að aldrinum.

Fer að fá mér hressingu, í kvöld ætla ég að borða afganga síðan í
gær, maður hendir ekki matnum munið það alveg sama hversu
lítið það er.

Gísli minn er að sortera myndir og þyrfti ég að klára að gera það
við mínar svo að það sé hægt að byrja á þeirri vinnu.
Held að það gerist ekkert markvert hér í dag svo ég læt þessari
fréttatilkynningu lokið, lofa að láta ykkur vita ef undur og stórmerki
gerast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Milla mín alltaf ertu jafn morgun hress ég myndi nú bara vera eins og draugur dregin upp úr öðrum ef ég vaknaði svona snemma dags. Klukka fimm bara eins gott að þú fékkst þér kríu fyrir hádegi. Hvaða leikur er í gangi hjá ykkur Gísla???

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 23:58

2 identicon

Ég  verð nú bara þreytt að lesa  hér.

Hvað þú ert morgun hress uss uss  ég er flott um

miðnætti heheh.

Fífl nr TVÖ (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 00:35

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ elsku Jónína mín og velkomin heim, var farin að halda að þér líkaði bara vel  lífernið í Póllandi, hahaha.
Ég hef nú alltaf morgunhress verið og ekki versnast það er leikurinn bætist ofan á, held ég þurfi enga olíu núna, annars segir bróðir minn að maður eigi að nota hana sem oftast.
Við fórum nú að sofa kl. 21 í gærkveldi, ég vaknaði 6, en Gísli sefur sko enn, enda eldri en ég.
Yndislegt að fá þig aftur.
Knúsí í knús kveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.9.2009 kl. 07:06

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Fíflið þitt, þú veist að líkaminn er doll um miðnættið, mesti krafturinn í öllum líkamanum eldsnemma á morgnanna.
Knús knús í daginn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.9.2009 kl. 07:09

5 identicon

Já það er spurning hvort við eigum bara að flytja til Póllands Milla mín þar er allt í uppgangi núna og við gætum örugglega unnið við að kraka tunglið upp úr tjörninni. Eins og ég sagði með vegagerðamennina þar þeir standa allan daginn í vegkantinum með skóflu eða hrífu og kraka sand og steina fram og til baka. Stundum eru þeir með kúst og bursta litla steina af veginum. Ég sá þá líka skrapa þá í burtu (sko litlu steinana) með skóflunni. Bara nokkuð þægileg vinna sýndist mér.

Knúsí knús.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband