Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Akureyrarferð með hundinn.

Ég og maðurinn með dóttur mína og barnabarn + hundinn,
fórum á Dýraspítalan Lögmannshlíð í dag hundurinn var orðinn fárveikur í eyranu sínu,
var búinn að vera á lyfjum enn ekkert gekk höfðum ekki farið þarna áður
þvílíkar móttökur þau eru æðisleg þarna létt og kát og hafa allt til alls
svo við munum fara þangað aftur ef þörf er á.
Hann var svæfður og átti voða bágt við líka þegar búið var að gera honum til góða
fékk hann mótefnissprautu svo hann svæfi ekki í allan dag, en litli Neró okkar var ósköp valtur í allan dag og vildi ekkert borða.
Síðan fórum við í búðir ekki mátti gleyma að borða og gerðum það á NINGS
Síðan heim.                          Góða nótt.


Tími til kominn.

Ég ætla byrja á því að biðja reykingarfólk velvirðingar á skoðunum mínum.
Ég hef reykt, en er hætt fyrir 3. árum síðan svo ég skil vel reykingarfólk.
Það er svo margt að hugsa til þegar svæði eru gerð reyklaus, hversvegna?
N.o.1. Betri heilsa.
N.o.2. Ferskara loft í kringum okkur öll.
N.o.3. Sparnaður upp á ja svona 250,000 k.r. á ári bara fyrir okkar buddu.
N.o.4. Allur tíminn sem við fáum aukalega við getum eitt honum í eitthvað skemmtileg.


Ég tala nú ekki um hvað öllum léttir í kringum okkur ,starfsfólkið hefur öðrum hnöppum
að hneppa heldur en að sinna sjúklingum sem jafnvel þurfa að fara í rúmi sínu til að reykja.
og hugsið ykkur ólyktina sem við sleppum við af fólki sem er búið að vera í gegnum-sýrðu reykherbergi og keðjureykja. Ég hef verið í þeim sjálf svo ég veit hvernig þetta er.
Nú þetta er heldur ekkert mál, allir geta fengið reykinga-plástur og hvað þetta nefnist allt saman
Og þeir sem segja að það virki ekki á þá, geta bara verið í vanlíðan, því þetta virkar.


mbl.is Andað léttar á LSH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verslunar-manna-helgin.

Já það er rétt hjá Grími bæjarstjóra í hinni undurfögru Bolungarvík
að þessi helgi er orðin afar undarleg, eins og aðrir frídagar í landinu.
Allt í lagi að hafa frí og allar vegasjoppur opnar,
þær Geta sinnt ferðamanninum ef að hann er þá ekki með nesti með sér,
það er nefnilega hægt að fá kæliskápa í bílinn. Jú jú allir hljóta að vita það.
Með fullri virðingu, þetta er mín skoðun og margra annarra.
ÞAÐ ER ÓÆTUR MATUR Á VEGASJOPPUNUM.
Ég spyr hvernig fórum við að hér áður fyrr, reyndar aldrei verið fyrir
Svona útilegur, frekar að fara bara í bústað og hafa það huggulegt
best að vera heima, ja sko nú orðið,
auðvitað er ég búin að ferðast um þetta fagra land sem við eigum bæði á hálendi og láglendi.
Allur þessi opnunartími í búðunum getur ekki
borgað sig og ég man þá tíð að það var bara lokað  um helgar
og maður vandi sig bara á að kaupa inn í samræmi við það
og það var ekkert mál.
Plúsinn við þennan opnunartíma, 
er að unglingarnir sem nenna að vinna fá þá alla vega vinnu.
Svo spyr ég nú bara hvað hefur fólk út úr því
að hrúgast saman á tjaldstæði eins og síld í tunnu.
Hefur það spurt sig að því, nei ég held ekki.
Enn hver hefur sinn smekk og má það að sjálfsögðu.
Þetta var bara mín skoðun.Whistling


Hitt og þetta.

Jæja þá eru börnin farin sem voru hjá okkur í nokkra daga,
veðrið var ömurlegt rok og rigning alla dagana og ég sem er alltaf að dásama veðrið hér fyrir norðan. Gat huggað mig við það að það var svona um allt land.
Þau voru samt dugleg að skoða öll söfn og dásemdir hér,
þegar þau fóru héðan ætluðu þau á Bakkafjörð
að hitta frænda hans og co.
Á leiðinni fóru þau að skoða Hljóðakletta, Ásbyrgi og Dettifoss,
áttu ekki orð yfir fegurðina á þessum stöðum.(ekki kom það mér á óvart).
Fóru síðan á Kópasker og þá leiðina austur.
Allir vita sem þekkja mig vita að það skemmtilegasta sem ég geri er að
vera með fólkinu mínu og spjalla saman og segja sínar skoðanir,
ansi oft er amma gamla kveðin í kútinn og iðulega fæ ég að heyra.
Fyrst kemur skellihlátur (við hlæjum mikið)
amma frá hvaða öld ert þú eiginlega, eða plánetu,
bara  að því að mér fannst ósæmilegur talsmáti í bíómynd
sem við vorum að horfa á á laugardagskvöldið,
meina það, mátti ekki hafa mína skoðun.
Ég sagði, en hvað ef Aþena Marey kemur og segir svona nokkuð?
Já já einhver mundi náttúrlega þýða þetta fyrir hana ha.ha.ha.
hún gæti nú heyrt ykkur tala um þetta, amma það talar engin svona.
þessar tvær eru 16.ára sem voru að ræða við mig þarna.
Nei sem betur fer alla vega ekki í kringum okkur, eða hvað???????????.
Aþena Marey var með pjakk í nebbanum sínum svo ég sagði við
Viktoríu mína 9. ára elskan viltu rétta ömmu sinni eldhúsrúllu
hún kom að sjálfsögðu með eitt bréf, þá gall í þeirri 3. ára.
þetta er ekki eldhúsrúlla þetta er bara eitt bréf amma.
Barn sem hefur vit á því að segja svona,
verður ekki lengi að skilja ljóta orðbragðið í Ameríkan Pay og fleiri myndum.
Þetta var nú bara smá úrdráttur af því sem gerðist um helgina
Eða hvað haldið þið?
Enn þar sem við horfum afar sjaldan á sjónvarp,
þá eru umræðurnar yfirleitt menningarlegri um fréttir og hverrsvegna þetta og hitt.
en þessar voru samt skemmtilegar.
Og þótt amma sé nú aftur úr fornöld svona á stundum,
þá er alltaf leitað aftur og aftur til ömmu gömlu.


Þroskinn og lífið.

Ég var að tala um galdrana í gær og meina ég það sem ég sagði í þeim orðum.
Hrossið mitt, var að tala um að fólk reyndi ekki til hlítar
að vinna úr sínum málum það gæfist upp, margt væri hægt að leysa,
en það tekur tíma. Hún segir: " Margt myndi ég gera öðruvísi ef ég yrði að
fara í gegnum sama líf með þá þekkingu sem ég hef í dag ".
Viturlega mælt heillin mín.
Það er svo margt sem við myndum vilja gera öðruvísi, en verðum við ekki að upplifa
alt sem við förum í gegnum til að þroskast ég hef trú á því.
Ég hef einnig mikla reynslu af svo mörgu góðu og slæmu.
Hið slæma er ekki ætíð það versta því það þroskar mann mest,
þó það sé ekki gott fyrir sálartetrið og alsekki fyrir börnin.
Hef afnot af manni n.o. 3. búin að hafa það í 10. ár og það gengur bara vel,
fjölskyldan er öll afar ánægð með þetta fyrir-komulag, en það eina sem
ég hafði  út úr hinum tveim voru fjögur yndisleg börn sem eru búin að
færa mér átta barnabörn sem eru öll afskaplega hugleikin mér
og þakka ég Guði fyrir þau öll á hverju kvöldi.
Ég hef þroskast helling og ég er alltaf að læra það betur og betur
að hugsa fyrst og fremst um sjálfan mig,  það gengur hægt, en gengur.
eitt er ég búin að læra og það vel.
Það heitir,  hingað og ekki lengra.
Fólk segir að ég sé á uppreisnar-tímabilinu það má vel vera,
en ég læt bara ekki bjóða mér hvað sem er,
og læt skoðanir mínar hiklaust í ljós.
 Er sögð vera frek og yfirgengilega stjórnsöm,W00t (getur ekki verið da.da.ra.da.da.dæ.)
 en samt er nú hægt að leita til mínWhistling
á meðan ég er talin hæf til að leita til  eftir ráðum og dáðum
þá hef ég leifi til að segja mína meininguCool
Jæja dóttir mannsins er að koma með mann og 3. börn
og það verður sko fjör í kotinu næstu daga við verðum þá alls 14. s.t.
með stóðinu mínu hér, við erum nefnilega alltaf öll saman í mat og svoleiðis
þegar fólkið okkar kemur í heimsókn. Fyrirgefið það sem sumir kalla raus,
en míó kallar kommen sens. Bæ. Bæ.


Galdrar alla daga.

Það er svo skemmtilegt þetta með galdrana, tala útfrá sjálfri mér.
Galdrar eru með mér alla daga mér finnst þeir tilheyra daglegu lífi mínu,
fer bara eftir því hvað ég þarf að gera,
hvernig  ég galdrar mig gegnum daginn.
Ef ég vakna með púkann í mér, getur verið snúið að koma honum í burtu
enn það tekst æfilega  um síðir.
Verðum ætíð að vera á varðbergi er við förum að sofa á kvöldin.
Hugsið þið ykkur fýlupokann sem er æði oft í kringum okkur t.d. í börnunum,
ef maður tæki nú poka og segði,
Æ blástu nú fýlunni í pokann fyrir mig hróið mitt síðan  flýti ég mér að loka fyrir
og þá er fýlan búin.
Þetta virkar það þarf bara að gera þetta í gleði ekki með  neikvæðni.
Þetta með sokkaætuna, mér var nú kennt það að ef ég viðhefði
röð og reglu í öllu sem ég gerði þá kæmist engin sokkaæta
eða aðrar ætur að til nappa einhverju frá mér.
Þetta reyndist vera nokkuð rétt.
Fávitafæla og angurgapi til höfuðs samböndum og nágrannaerjum,
þetta er nú það frábærasta sem ég hef heyrt, ja hjérna  þar sem landið okkar er rómað fyrir nágrannaerjur og mörg sambönd eru á ystu nöf
þá held ég að fólk ætti að hugsa til þess að fá sér  þessa hluti.
Er ekki líka til eitthvað til að kenna fólki að hugsa rétt
vera ekki bara með eiginhagsmunastefnu.
Ég meina þetta.  er ekki að hæðast að þessu,
vil bara taka það framm og þessi mál eru  mér afar hugleikin.


mbl.is Fávitafæla og angurgapi til höfuðs erfiðum samböndum og nágrannaerjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband