Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Til skammar.

Er þetta ekki alveg merkilegt, landssöfnun fer fram
tæki keypt, en þá vantar fólk til að vinna við þessa deild.
Hvað mundi það spara fyrst og fremst flogaveikissjúklingum
sem mundu eignast nýtt líf, geta unnið og þyrftu kannski ekki
að kaupa eins mikið af lyfjum og áður.

Hvað mundi það spara ríkinu sem þyrfti ekki að fá þessa sjúklinga
til innlagnar endalaust, það kostar sitt.
Halda þessir ráðamenn að það sé auðvelt að fá kast hníga niður,
og vakna upp á sjúkrahúsi, nei það er ekki gott.

Svo ég tali nú ekki um lyfin sem þetta blessaða fólk þarf að taka,
ég þekki til þess að það er ekki gott, sumir þola illa lyfin.

Og áðan var ég að lesa um meðferð á parkinson sjúklingum,
sem ekki fá þá meðhöndlum sem þeir þurfa, vegna manneklu.

Fyrir utan álagið sem þetta yndislega starfsfólk sjúkrahúsanna
þarf að taka á sig og vinnu aðstaðan, hún er til skammar.


mbl.is „Nú eru tækin til en þá vantar mannskap“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sparnaðarleiðir.

Sko svona sparnaðarleiðir, sko, ekki í banka, nei! nei!,
heldur í mat. Var að segja í kommenti í gær,
þetta er engin vandi maður bakar bara brauð sjálfur,
(verst að þau eru svo góð að maður hefur ekki undan að baka).
kaupir síðan hálfónýtt grænmeti á útsölu,
( hlýtur að fara á sale er engin kaupir það),
eldar síðan grænmetissúpu sem dugar vikuna, ódýrt og gott.

Aðra súpu las ég um í bakþönkum Karenar D. Kjartansdóttur
í Fréttablaðinu í gær, hún lærði þá uppskrift hjá ömmu sinni,
Bara soðið vatn og knorr súputeningar að vild út í, ódýrt og gott.

Mér datt nú annað ráð í hug, svona að því að súputeningarnir eru
dýrir, ekki hægt að neita því, væri þá ekki ráð að fara á fjöll og lesa
fjallagrös, blóðberg, mynntu og aðrar jurtir, ódýrt og gott.

Við mundum að sjálfsögðu einnig lesa ber og frysta, og útbúa eftir hendinni
sultu án sykurs, þá er bara hægt að útbúa fyrir viku í einu,
flott með brauðinu,
nema við mundum útbúa okkur býflugnabú til að fá smá sætu, ódýrt og gott.

Kjöt??? Já mundum við ekki bara kaupa slög, hakka og búa til bollur,
eða til hátíðar gert steikja í ofni með kartöflum og hundasúrusósu
það er hægt að lesa hundasúrur á sumrin og frysta, ódýrt og gott.

Fiskur??? Yrðum líklegast að kaupa þunnildi í bollur, ódýrt og gott.

Ef við fáum brjóstsviða, þá er besta ráðið, matarsódinn sem amma hennar
Karenar D. kenndi henni. hann er allra meina bót, ég veit allt um það.

Við mundum líklegast spjara okkur vel í kreppunni,
haldið þið það ekki???


Óhugnanleg frétt.

Nýtt hús, það getur ekki gerst að það hrynji,
jú það gerði það heldur betur.
Einhversstaðar er alvarleg brotalöm í uppbyggingu
þessa húss.
Ég bið guð að blessa þær fjölskyldur sem lentu í
þessum óhugnaði.


mbl.is Fjölbýlishús hrundi í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

SJERA Jónas, kunnur sómaklerkur í bænum,
var að halda líkræðu yfir aldraðri konu.
Hann hældi henni mjög, sem óvenjulega ástríkri
móður og umburðarlyndri og góðri eiginkonu.
Þegar prestur gengur út úr kirkjunni, víkur vinkona
hans sjer að honum og segir:
>> nú hefur illa tekist til hjá yður, prestur minn,
hin látna var hvorki móðir nje gift.<<
>> Nú var það svo, jæja fullan aldur hafði hún nú samt
til þess,<< svaraði prestur.


Rósa Einarsdóttir á Stokkahlöðum og Sigurður Eggertz
áttu í snörpum blaðadeilumum skeið.
Um það kvað Davið hreppstjóri á Kroppi:


        Sókn og vörn þau sífelt herða,
        sést það best á nýjum blöðum.
        Yfirvaldið er að verða
        undir Rósu á Stokkahlöðum.


                                        Góða nótt.Sleeping


Hvað er kynþokki.

Hefði haldið að kynþokki, vil endilega bæta við góðri nærveru,
væru straumar sem fólk finnur, og þarf ekki endilega
að vera neitt kynferðislegt við það.
Manni getur fundist fólk hafa sexapi,
og svo ekkert meira með það.
Það hafa allir kynþokka, ég á nú ekki til orð,
hvað er að þessu liði þarna úti?
Eru bara einhverjir karlar sem ákveða það hver
hefur kynþokka eða ekki það er nú ekki öll vitleysan eins
ennþá er verið að setja konur á stall og kanna hvort
þær séu gjaldgengar sem kynþokka fullar verur í brjáluðum
heimi.
Geta konur ekki bara fengið að vera eins og þær vilja,
Sílikon og botox lausar.
                                        Góðar stundir.


mbl.is Alveg lausar við kynþokka?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Brynjólfur bóndi í Þverárdal var í gildi með Debell,
sem lengi var forstjóri steinolóufélags hér í Reykjavík.
Brynjólfur hélt ræðu fyrir minni Debells,
og endaði hana með þessum orðum:
,, Ég vona að hjarta yðar logi eins vel og steinolían yðar".

Kona talaði ótt og mikið um sjálfan sig. Um hana gerði
Þorsteinn Magnússon þessa vísu:

                      Mikil andans elja er það
                      -- ekki langt frá sanni--
                     ævisögu sína að
                     segja hverjum manni.


Góð Hressing.

                    Gefðu mér í glasið, sko,
                    -- gott er að hressa sig við stritið,--
                    einn hektolíter eða svo,
                    því ekki má nú drekka frá sér vitið.

                                                Góða nótt. Sleeping
                   


Var komin með fráhvarfseinkenni.

Hafið þið upplifað þau: ,, Fráhvarfseinkennin"?
Barnabörnin eru búin að hertaka tölvuna mína yfir
Páskana, Þessar elskur.
Svo er búið að vera svo gaman að njóta þess að hafa
alla í kringum sig að maður hafði ekki áhuga á tölvunni,
en þegar ég settist hér niður áðan þá fann ég hvað ég hafði
saknað þess að blogga ekki smá.
Litli strumpalingurinn minn er búin að vera með ælupest
amma vorkenni honum svo mikið, maður er nú bara 6 má.
og getur ekki sagt neitt, en það er nú gengið yfir núna.
Þau ætla heim í dag, en einhvern heyrði ég æla í morgunn,
svo það er spurning.

Dóra og snúllurnar mínar fara heim í dag, fríið búið skólinn
byrjar á miðvikudaginn, og Dóra að vinna.
Bára Dís mun trítla með frænku sinni Viktoríu Ósk í nýa skólann
sinn og allt fer í fastar skorður.

Mér finnst alveg æðislegt að hafa krakkana í svo marga daga þá
kynnist maður öllu svo vel sem snertir þau.

Ég verð að þakka þeim öllum börnunum mínum fyrir hjálpina
Hún er ómetanleg fyrir svona lassarusa eins og mig.
Milla, Ingimar og Dóra sáu alfarið um matseld og eftirréttakökur
á föstudaginn langa og á Páskadag, Fúsi og Solla elduðu á
Skírdag, á laugardeginum vorum við með síðbúin Brunch.
                 Takk fyrir mig englarnir mínir.

Ekki má gleyma Gísla mínum sem sá alfarið um þvottana
að vanda og uppvöskunarvélina.
                  Kveðja til ykkar allra.


Bara gleði hjá okkur.

Takk elskurnar fyrir alla hvatninguna.
Það er svo sannarlega búið að vera gaman hjá okkur,
Það er svo yndislegt að fá að hafa Fúsa og Sollu með
sín hjá okkur því ég sé þau svo sjaldan.
Sölvi Steinn sem er 6 mán. er bara flottur og fá að 
knúsa þau og kjassa, tala við þau, vakna með þeim á morgnana
og kyssa þau góða nótt á kvöldin er yndislegt.
Svo koma öll hin og litla ljósið mitt er sem betur fer ekkert afbrýðissöm
þetta smellur allt saman í kærleikanum.

Ásdís mín ég skilaði kveðjunni frá þér og eins frá þér Erna mín

Fékk aðeins tíma, það fóru allir á snjókross niður í fjöru.

Mér þykir undur vænt um ykkur öll, mun koma inn á fullu
eftir Páska.
                          Kærleikskveðjur Milla.InLove


Takið ykkur stöðu; Hér kemur ræðan.

Ég ætla að byrja á því að þakka öllum bloggvinum mínum
fyrir nytsöm og hjartahlý komment við hjálparbeiðni minni.
Það er ekki einleikið, hér maður bloggar í mesta sakleysi um
allt og ekki neitt, er að segja sína skoðun,
þá er drullað yfir mann eins og maður sé einhver
glæpakona, en ég tek það ekki nærri mér, ekki lengur.
Og það er ykkur að þakka kæru vinir.

Að ég skildi ekki blogga neitt í gær, ekki einu sinni
fyrir svefninn var bara hreinlega vegna elsku fjölskyldu minnar
þau komu í gær, Fúsi og Solla með sín og það er sko nóg að gera
knúsa, kjassa og tala saman.

Maður getur nú ekki bara sagt: ,, Jæja nú er ég farin að blogga".
Ég mun kíkja inn er mér gefst kostur, en það verða ekki mörg
kommentin sem ég kem með að sinni.
Er farin að leggja mig, það fóru allir til Írisar.
Fúsi minn ætlar að elda eitthvað nýtt mexikanst í kvöld.
                  Knús á ykkur öll Milla.


Hjálparbeiðni.

Já þið lásuð rétt, hjálparbeiðni.
Kæru bloggvinir viljið þið vera svo góðir
að smella ykkur aðeins inn á síðuna mína,
lesa þar bloggið mitt síðan í gær sem ég nefni,
Æ æ, ræfilstuskan, hann á svo bágt.

Þar er að finna endurtekningu á öllum kommentum
og hann svarar hverju og einu og bætir við
kommenti til mín.
Ég þekki þennan sævarinn ekki neitt og hann ekki mig og er ég svolítið
ráðþrota um hvað ég eigi að gera.
Gæti einhver gefið mér góð ráð.
                 Milla.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.