Undrandi Húsasmiðja og vill fá myndir.
24.7.2008 | 14:44
Eins og ég sagði ykkur í morgun ætlaði ég í Húsasmiðjuna
er ég kæmi úr þjálfun, þeir áttu von á meira skreytingardóti,
og mig vantaði bleikt, er ég kom kl. 9.30 þá var ekki búið að
afhlaða bílinn, og ein var farin að bíða síðan bættust æ fleiri í
hópinn bæði karlar og konur.
Þá tekur ein afgreiðslustúlkan fram myndavél og fer að taka
myndir af hópnum, ástæðan var sú að þeir í Húsasmiðjunni
trúðu vart þessu verslunaræði í þrjá liti, í öllu bara nefndu það
og vildu bæði fá myndir af biðröðinni og bænum.
Mér skilst að þeir munu fá það.
Á endanum kom ég heim til mín að ganga tólf með fullt af dóti,
En mér hefur skilist að uppselt sé allt bleikt grænt og orange
í öllum Húsasmiðjubúðunum og mörgum heildsölum sem selja
svona vörur í Reykjavík.
Nú eins og ég hef sagt áður þá eru hér mæru dagar,
og var bænum skipt í þessa þrjá liti sem um ræðir.
Það er ekkert smáræði sem er búið að gera hér.
Mála hús, Bíla, ruslatunnur, stokka og steina, fyrir utan
allt sem er búið að skreyta í bænum, þetta hlýtur að koma í fréttum.
þetta voru nú smá miðdegis-fréttir, meira síðar.
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Gerjuð epli, hvar?
24.7.2008 | 07:52
Drukkinn Elgur réðist á stúlkubarn, talið að Elgurinn hafi
etið gerjuð epli, stórfurðulegt, eiga þau að vera í óvörðu
umhverfi.
Eins gott að það voru ekki börn sem komust í eplin, en þá
hefði málið verið alvarlegra, því er ekki hægt að deyja að
völdum gerjaðra ávaxta?
**************************
Í dag á fyrsta degi mæra, er þoka en afar hlýtt.
Dagurinn hjá mér byrjaði að vanda með morgunmat
síðan var sest við tölvuna, á meðan þessi lyf sem halda
halda mér gangandi byrja að virka, sko það eru elsku
læknarnir sem segja að þau geri það,
verð víst að trúa þeim.
Fer bráðum að koma mér í sjæningu er að fara í þjálfun
fer svo í Húsasmiðjuna, Þar sem ég er í bleika hverfinu
og vantar meira bleikt ætla ég að gá hvort þeir fái
einhverja viðbót þar, áttu jafnvel von á því
Svo ég gæti skreytt svolítið meira því hver átti von á því að
allir mundu taka svona vel í skreytingarmálin, en það segi ég
ykkur alveg satt, að svona eru bara Húsvíkingar, ef þeir gera
eitthvað þá er það gert með stæl.
Í dag munum við sækja litla ljósið á leikskólann og kannski
kemur Hjalti karl frændi hennar og jafnaldri líka það er nefnilega
jarðaför í dag, Óskar tengdafaðir Millu minnar var að missa bróðir sinn.
Eigið góðan dag í dag kæru vinir.
Milla
![]() |
Drukkinn elgur réðist á stúlku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fyrir svefninn.
23.7.2008 | 21:35
þetta er búin að vera afar skemmtilegur dagur, þegar við ég og
englarnir mínir komum úr bænum urðu þær eftir hjá Millu frænku
voru að skreyta með þeim í lengjunni.
komu svo með litla ljósið hana Aþenu Marey og var hún í
Sollu stirðu fötunum sínum, ég sagði: ,, Er Solla stirða komin í heimsókn",
blessuð og sæl, rétti henni höndina, og hún á móti, en sagði svo:
,, Amma þetta er bara ég Aþena Marey ég er bara bleik að því að ég
á heima í bleika hverfinu".
Já svoleiðis var það nú, hvernig á maður að vita allt?
Þær fóru út í garð með pullip dúkkurnar og mynduðu bak og fyrir.
Nú um sex leitið komu Milla, Ingimar og Viktoría Ósk og við borðuðum
saman núna er afi að aka englunum mínum heim, þær koma svo aftur
á laugardaginn.
Í kvæðasafninu þeirra fann ég eitt ljóð eftir
Magnús Ásgeirsson.
Andvaka.
Rökkrinu reifast foldin
og ró þráir hugur minn.
En hjartaslög andvaka óðar
enn mér í sálu finn.
Hjartaslög andvaka óðar
sem aldrei svefni nær,
en samt ei úr draumadvala
til dagsins vakna fær.
Og með honum verð ég að vaka
um vetrarins óttuskeið
og hlíta hans örlögum öllum,
því ein er beggja leið.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Aðeins að stelast í mína eigin tölvu.
23.7.2008 | 14:27
mína er þær eru í heimsókn, ég kallaði í þær og spurði hvort
þær ætluðu ekki að fá sér að borða, og skaust þá hér inn á
meðan þær matast.
Frekar seint, en við vorum að koma af hádegisfyrirlestri
um Gustaf Fröding, hafði fyrirlesarinn skroppið í hvalaskoðun
og var svo mikið að sjá að ekki var hægt að fara í land.
Nú á meðan við byðum eftir honum fengum við hádegissnarl
og spjölluðum saman, því allir þekkja nú alla á svona stöðum.
Fyrirlesarinn var Sænskur, en var beðin að tala á ensku svo allir
gætu skilið hann.
þetta var afar fróðlegt og skemmtilegt, voru bæði lesin upp
og sungin ljóð eftir Gustaf.
Nú erum við að fara í bæinn, sýna okkur og sjá aðra.
Knús á alla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Eitt furðumálið í viðbót.
23.7.2008 | 08:15
þau dúkka upp með jöfnu millibili svona mál sem ég ekki skil.
hver ber ábyrgð á upphafi þessara mála?
Hvað er þetta mál búið að vera lengi í undirbúningi, eru það ekki
sex ár, ekki veit ég hvort Jón Ólafsson er stórfeldur
skattsvikari eður ei, en of langan tíma er það búið að taka að
undirbúa það að knésetja þennan mann og við byðum eftir leikslokum,
hvað skildi verða langt í þau?
Eins var með hið fræga Baugsmál, það tók líka sex ár, og enn þá eru
þeir að reyna að sora þetta fólk út.
Hafskipsmálið, þar tók það til dæmis sex ár að komast að því að
fjórir bankastjórar Útvegsbankans, Sem var búið að svipta
atvinnu og æru, væru saklausir.
Enn á eftir að sanna sakleysi annarra þeirra sem þar komu að
máli og voru dæmdir fyrir.
Og það verður ekki hætt fyrr en það er gjört
Hver ber ábyrgð á þessum gjörðum, (sem ég vill kalla glæp)
sem lagði í rúst heilmargar fjölskyldur.
Ég vill að sjálfsögðu að menn beri ábyrgð á sínum gjörðum,
og fróðlegt verður að sjá og heyra hverjir báru ábyrgð á
upphafi þessara mála allra sem ég kalla furðumál.
Furðu minni yfir öllum þessum málum sem og mörgum öðrum
er og verður líklegast ekki svarað í minni tíð á jörðu hér,
en spurningin var: " hvert er upphaf þessara mála?"
Þá meina ég ekki það sem allir vita úr fréttum,
heldur það sem við höfum aldrei fengið að vita.
Góðar stundir.
![]() |
Tekist á um frávísun máls |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fyrir svefninn.
22.7.2008 | 21:03
Hér á Húsavík eru núna Sænskir dagar, er það árlegur viðburður
hér svo fylgja mæru-dagar á eftir. En í tilefni sænskra daga ætla
ég að færa ykkur ljóð eftir Gustaf Fröding.
Réttur hérans
Þann rétt hver héri hefur,
að háma kál í svanginn,
á meðan maginn krefur,
-það má hann, litli anginn,
að liggja í leiðslu værri
sé lágfóta ekki nærri.
Og vilji vondi refur
sér veiða héra í soðið,
þann rétt þá hérinn hefur,
-og honum er það boðið-
að hlaupa á harðasprett, til
að hættu hann undan beri,
-en að heita annað en héri
á hérinn engan rétt til.
Gustaf Fröding
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Umræðan um flugvöllinn. Borgarstjóra og bara svo margt.
22.7.2008 | 08:39
Stundum opnast fyrir nýjar víddir hjá manni, merkilegt nokk.
Í gær viðraði Guðjón Arnar Kristjánsson skoðunum sínum á því
hvað Reykjavíkurborg hefði upp á að bjóða á öllum sviðum.
Talar um að vissulega hafi landsbyggðin þjónustu bara misjafnlega
mikla, en að Reykjavíkurflugvöllur sé lykillinn að þeirri þjónustu
sem landsbyggðin þurfi að sækja, og mikið rétt það getur átt við
um margar byggðir landsins.
Ljóskan ég fékk á tilfinninguna að hann væri eiginlega að
biðla til Borgarstjóra að ákveða sig nú hið bráðasta hvar hann ætlaði
að stíga niður í framtíðinni.
Staðan væri, að skoðanakannanir sýndu að margir í frjálslindaflokknum,
styddu eigi F-listann í þessu óvissuástandi Borgarstjóra.
Síðan talaði hann um að Borgarstjóri hefði verið fylginn sér í öllum þeim
málum sem hann lagði upp með.
Hafði hann nokkuð val ef hann ætlaði að halda stólnum?
Ég get heldur ekki séð hvað það skiptir máli í hvaða flokk þessi
mæti maður ætlar að stilla sér, hann er að stjórna núna,
stutt í breytingar, svo verða menn bara að sjá til.
Vilja ekki allir fá þennan mann í sínar raðir?
Já ég ætlaði víst að tala um nýjar víddir.
Ég sem er fædd og uppalin í R. elska gamla góða flugvöllinn,
vann þar sem ung, vildi hafa hann þarna til eilífðar,
er búin að skipta um skoðun, að ég held, ljóskan skiptir oft um skoðun.
Málið er að ég bý á Húsavík hér fæ ég alveg ótæmandi afþreyingu
þá er ég að meina stórsvæðið Akureyri, Mývatn,norðurþing og bara út um allt
hér norðan heiða, ef ég fæ ekki það sem mig vantar hér á Húsavíkinni þá
skreppur maður til Akureyrar.
Svo eina sem ég þarf á R. að halda er til að heimsækja fjölskyldu mína.
Flugvöllinn þarf ég eigi að notast við, nema ef verða skyldi að ég yrði flutt
suður með sjúkravél, þá er víst sama hvar maður lendir.
Aðeins að koma inn á það sem ég er nú ekki búin að skoða til hlítar,
það er hótelið sem á að reisa á horni Lækjargötu og Vonarstrætis,
Held að það loki ansi mikið og bara bílastæði fyrir 27 bíla hvað á að
gera við hina?
Eigið góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Fyrir svefninn.
21.7.2008 | 20:25
syngja ákveðið lag.
Nokkrir menn úr kórnum færðust undan því og vildu
syngja annað lag.
Söngstjórinn, sem var bráðlyndur maður, sagði þá:
,, Þið syngið bara þetta lag steinþegjandi og hljóðalaust".
>> Ef fjandinn hitti okkur nú, hvorn okkar heldur þú að
hann tæki fyrst?<<
>> =g sjálfsagt mig, hann er altaf viss um þig,<<
svaraði Guðmundur.
Kona Guðmundar hljóp eitt sinn frá honum.
>> hvernig ferðu nú að, guðmundur minn,
þegar þú ert orðin einn,<< spurði kunningi hans,
sem hitti hann skömmu síðar á förnum vegi.
>> O jeg fæ mér bara prímus,<< svaraði Guðmundur.
Átti að gera vísu um forsætisráðherra.
Pólitík elska ég ekki
né arka með loforðasekki
og illa ég kann
að yrkja um mann
sem andskotann ekkert ég þekki.
Þessi er nú eftir hana Ósk.
Góða nótt.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Hvað er einkenni Íslendinga?
21.7.2008 | 12:51
Jú kvartanir, kvartanir og aftur kvartanir, við kvörtum undan dómurum,
hver man nú ekki eftir því frá alda öðli?
Jú og svo leikmönnum, ef þessi hefði nú drullast til að gera þetta svona
þá hefði sko leikurinn unnist.
Við kvörtum undan börnunum okkar, gamla fólkinu sem við þurfum að
líta til þegar okkur hentar, og blessuð börnin mega ekki á neinn hátt
hafa skoðanir þá er það heimska, ég tala nú ekki um ef þeim langar til
að klæða sig eftir einhverjum lífstíl sem þeim finnst flottur.
Áhugamálin þurfa líka helst að sníðast eftir því hvað er inn hjá foreldrunum.
Nú allir eru óánægðir með stjórnina það er nú kannski ekkert skrýtið.
Aumingja við, þurfum að bíða á flugstöðvum, læknabiðstofum, við
afgreiðslukassann í búðinni, og engin er í það góðu skapi,
að hægt sé að stytta sér stundir með spjalli, eins og það er nú gaman,
allavega finnst mér það.
Ef maður reynir að opna fyrir umræður heldur fólk að maður sé nú bara
stórskrítin, segir eitthvað og snýr sér í hina áttina
Síðast en ekki síst kvörtum við undan launum og allri þjónustu.
hver getur hjálpað okkur með það? Stundum er stórt er spurt,
þá er fátt um svör, en ég get svarað þessu.
Engin nema við sjálf stjórnum því hvernig komið er fyrir okkur.
Hvað finnst ykkur???
Þetta er nú bara svona smá hádegisröfl.
Er farin til að ná í Dóru mína til tannlæknis, síðan ætlum við að
sleppa okkur smá í búðunum, ligga ligga lá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Þessi var nú alveg frábær.Hí hí hí.
21.7.2008 | 06:40
Sé þennan gjörning í anda, hugsið þið ykkur akandi
hjólbörum með öllum þessum peningum, gott hjá honum
og greinilega maður með húmor.
*****************************
Minnir mig á er ég keypti mér barnavagn, 1971, var
búin að safna fyrir honum í smápeningum á meðgöngunni,
hann kostaði 7.500 krónur og þótti mikið þá, þetta var
Pettigreen þeir þóttu nú flottir þá og þykja enn.
Ákvað í prakkaraskap mínum að fara með talda peningana í
léreftspoka sem ég saumaði, mikið haft fyrir því að þjóna
stríðnispúkanum í sér.
Fór og keypti vagninn, skellti peningunum á borðið og sagði
þetta er akkúrat, Ó guð minn vildi að það hefði verið til vídeó
þá, konan missti andlitið sagði svo ég get ekki tekið á móti þessu
þetta eru smápeningar, já sagði ég eru það ekki líka peningar?
Jú sagði aumingja konan, en, Takk fyrir góða þjónustu sagði ég
og gekk út sæl í mínu hjarta, búin að gera eitt prakkarastrik
þann daginn.
Eigið góðan dag.
![]() |
Borgaði rafmagnsreikninginn með einseyringum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Fyrir svefninn.
20.7.2008 | 20:03
Slysatilfelli.
Ég fékk eitt sinn vörtu, það sjón var að sjá
hún sat eins og fjallgarður hnúanum á
og af því að ég er svo falleg og flott
þá fannst mér að yrði að nem´ana brott.
Og Ingimar læknir mér loforðið gaf
líttu inn á morgun, ég tek hana af
en þegar ég birtist, hann bara á mig leit,
hann bjargar þér Gísli, ég þarf út í sveit.
Hjálpsamur Gísli nú horfir á mig
heilaga Guðsmóðir, hvað er að sjá,
ég tek þetta ekki, þá auðmjúk ég bað
hann Ingimar lofaði að tak´ana af.
Þá læt ég hann sjálfan um loforðin sín
að los´ana sýnist mér alls ekkert grín
en Ingimar rétt´ana aftur til hans
þú afgreiðir þetta nú bara með glans.
Á ganginum þarna nú gaf á að sjá
glottið á þeim sem að leið áttu hjá
er Gísli og Ingimar gömnuðu sér
og grýttu á milli sín hendinni á mér.
En þrátt fyrir vörtuna vaknaði nú
verulegt þakklæti, gleði og trú.
Ó heilagi Drottinn nú þakka ég þér
að þetta var ekki á hausnum á mér.
Þessi er nú aldeilis frábær, eftir hana Ósk.
Hægt er að syngja þetta við lagið.
Ég langömmu átti.
Þið munið svo að lesa líka fyrir svefninn í gær.
það er vegna hennar Elísabetar.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hinir eru jafn færir, virkilega.
20.7.2008 | 06:56
munur á söluhæfileikum fallega fólksins og ljóta fólksins.
Hef nú bara aldrei heyrt það asnalegra, þarf einhverja spes
rannsókn til að staðfesta það.
Hver dæmir það hvort fólk er fallegt eða ljótt,
það sem einum finnst fallegt finnst öðrum ljótt, hvort sem er
um fólk eða hluti.
Elva Tryggvadóttir, ráðgjafi hjá Ráðningarþjónustunni ehf.,
kveðst ekki hafa orðið vör við kröfur um útlit starfsmanna á beinan hátt.
Eigi veit ég neitt um hina mætu konu Elvu Tryggvadóttur, en eitt veit ég
að þessar kröfur hafa ætíð viðgengist, hjá flestum fyrirtækjum landsins.
Maður sér það hins vegar á vali milli jafnhæfra umsækjenda, einkum
þegar um afgreiðslustarf í sérbúðum er að ræða.
Þá virðist útlitið skipta máli.
Við höldum engu að síður áfram að senda hina umsækjendurna í viðtal
því að þeir eru alveg jafnhæfir.
Takið eftir þessum orðum: ,, Við höldum engu að síður áfram að senda "hina"
umsækjendurna í viðtal því þeir eru alveg jafn færir".
Ég efast um að svona orðalag sé illa meint, en svolítið vitlaust orðað.
Snyrtimennska, klæðaburður og góð framkoma skiptir hins vegar alltaf
miklu máli.
Að sjálfsögðu skiptir það máli, en líka það, að mínu mati.
Að hafa góða framkomu og fólk verður að hafa áhuga á sínu starfi.
Ég sem hef starfað í verslunargeiranum,
leita ætíð til þeirra sem kunna að brosa og gefa af sér við kúnnann
þá lýður mér best.
Eigið góðan dag
![]() |
Fallegt afgreiðslufólk selur ekki meira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Fyrir Svefninn. Nú skulu allir lesa. koma nú!
19.7.2008 | 21:16
Hvað eru margir bara í Reykjavík sem þurfa á liðveislu að halda
en fá ekki, vegna, Já vegna hvers? góð spurning.
Hvað eru margir sem eru heima hjá sér, láta sér leiðast langar
til að gera eitthvað smá í viku hverri, en hafa ekki haft sig í það
einhverra hluta vegna.
Nú er tækifærið til að fá sér gefandi og skemmtilegt starf.
þeir sem nú hugsa sig rækilega um geta fengið skemmtilega vinnu
og meira að segja borgað fyrir, svona af stað með ykkur, nú ef
ykkur líkar ekki þá getið þið alltaf hætt, en það hættir engin í
svona skemmtilegri og gefandi vinnu.
Góða nótt kæru vinir 
Hjálp, lesið, hugsið og framkvæmið.
Það er mé sönn ánægja að birta þessa beiðni
um hjálp.
Hjálp bloggvinir / Ert þú til í að birta þetta á þinni síðu?
Elísabet leitar nú eftir stuðningsmanneskju eða liðsveislu, eins og það er kallað. Liðsmaður er hugsaður sem félagslegur stuðningur og er um 16 tíma á mánuði að ræða. Er það samkomulagsatriði á milli Elísabetar og þess sem stuðninginn veitir hvernig þessum tíma er varðveitt og hvenær.
Það er í raun Reykjavíkurborg sem á að útvega stuðningsmanneskju en þeim hefur ekki tekist það og hefur Elísabet verið án þessarar þjónustu í 7 mánuði. Engin vilji er þar á bæ til að ganga lengra til að bjarga málunum. Þetta fellur ekki undir forgangsröð borgaryfirvalda. Það vitum við öll. Þetta skiptir hinsvegar öllu máli fyrir tilveru Elísabetar Sigmarsdóttur.
Viðkomandi hlýtur laun fyrir en samt óskum við eftir manneskju sem hefur áhuga á því að láta gott af sér leiða og gefa nærveru sína og félagsskap til þessarar fallegur og hugrökku vinkonu minnar.
Ef þú hefur tök á því og tíma, gerðu þá góðverk. Ef þú hefur verið að hugsa í mörg ár að þú ættir kannski að gefa eitthvað til baka þá er núna tækifærið.
Síminn hjá Elísabetu er: 587 - 6278 og netfangið:liso@internet.is eða þú getur sent mér (Halla Rut) E-mail: halla@kjosehf.is ef þú vilt frekari upplýsingar.
Ég hér bið ykkur öll um að birta þetta á ykkar síðu sem færslu ef þið sjáið ykkur það fært.
Og svo er bara líka "nice" að senda henni kveðju: Elísabet.
Með samhug og kærleik
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Getur fólk ekki gert þetta löglega?
19.7.2008 | 17:45
Hef nú aldrei haft neitt á móti mótmælum, en það má til að fara
löglega að slíkum málum, bara til að skaða ekki sjálfan sig og aðra.
Ég hlusta miklu frekar á þá sem fara rétt að þessu,
gera þetta að svolitlum sirkus það er svo skemmtilegt
og ekki er hægt að kæra neinn fyrir það.
Það er nefnilega málið kæra fólk að hægt er að vekja athygli á
málstaðnum, en engin áhrif getur það haft nema að byrja miklu fyrr.
Ég veit að þetta er vist ofbeldi á okkar þjóð að reisa álver, en margt
ofbeldið er verra en þetta.
Get ég bent á ofbeldi gegn mannréttindum, ofbeldi gagnvart börnum
og ungu fólki, konum og lengi gæti ég talið.
Getið þið kannski staðið vörð um það líka?
Kveðja.
Eitt verðum við að hafa hugfast, atvinnu verðum við að hafa.
ef nú aldrei haft neitt á móti mótmælum, en mér finnst nú
að fólk þurfi að gera þetta á sem löglegasta hátt svo það
skaði ekki sjálfan sig og aðra.
Fólk af mörgum þjóðernum ferðast á milli landa til að mótmæla
hinu og þessu sem er bara allt í lagi,
![]() |
Einn handtekinn í Helguvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Svartsýnistal náttúruverndarsinna.
19.7.2008 | 07:40
Ég hef nú talið mig náttúruverndarsinna, því ég vill að það sé gengið
vel um landið mitt.
Annan kost hefði ég talið betri, en álver á Bakka við Húsavík,
hefði hann verið í boði, hann er bara ekki í boði hefur ekki verið fundinn
upp enn þá.
Þeir sem eru að tala um eitthvað annað sé hægt að gera
til að skapa atvinnu, sem hefur farið þverandi síðastliðin 25 ár eða svo
geta reynt að finna þetta annað næstu 25 árin, en þangað til vill ég fá álver,
Það skapar atvinnu, og þar af leiðandi bjartsýni, stöðuleika og samstarf um
allt mögulegt hér norðan heiða.
Þó svo að talan breytist úr 250 þúsund tonnum í 346 þúsund tonn,
þarf ekki að virkja Skjálfandafljót eða Jökulsárnar á norðurlandi.
Það er aldeilis orkan sem sumir halda að við þurfum í eitt álver.
Talið er að næg orka fáist með virkjun jarðvarma, nú ef ekki þá
kaupa þeir bara orku frá Kárahnjúka-virkjun,
eiga þeir ekki nægilega orku afgangs, bara spyr.
Byggist þetta tal allt um virkjanir upp á hræðsluáróðri, eða hvað?
Smá vísa.
Visku máttu af þér gefa
veitir ekki af því hér,
talin ljóska ekki að efa
spjótin hrannast öll að mér.
Góðar stundir.
![]() |
Stórt álver kallar á virkjun Skjálfandafljóts |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fyrir svefninn.
18.7.2008 | 22:02
Á kjósendafundi í Vestur- Skaftafellssýslu áttu þeir
Lárus Helgason, frambjóðandi framsóknarflokksins
og Gísli Sveinsson, framblóðandi Sjálfstæðisflokksins,
í deilu.
Framsókn var þá við stjórn.
Gísli kvartaði undan ranglæti framsóknarmanna og
bar sig illa undan hlutdrægni þeirra í garð sjálfstæðismanna.
þá gellur Lárus fram í:
,, Já en hver biður þá að vera sjálfstæðismenn?"
Vísa Gests á Hæli um sjálfan sig.
Forsjónin gaf mér feita konu,
forsjónin gaf mér vakran hest,
forsjónin gaf mér fríða sonu,
forsjónin lét mig heita Gest,
forsjónin hverjum færir sitt,
forsjónin lét mig búa á titt.
Íslensk fyndni.
Þegar reðursafnið flutti til Húsavíkur
fylltust karlarnir ótta út af
samanburðinum sem óhjákvæmilega
yrði þegar konurnar færu að skoða safnið,
svo þá vantaði uppörvun.
Stærðin ykkar aldrei tefur
ástarleikinn maður slingur.
Gegnum árin okkur hefur
alveg dugað lítill fingur.
Þessi er eftir hana Ósk.
Góða nótt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Hjálp, lesið, hugsið og framkvæmið.
18.7.2008 | 15:43
Það er mé sönn ánægja að birta þessa beiðni
um hjálp.
Hjálp bloggvinir / Ert þú til í að birta þetta á þinni síðu?
Elísabet leitar nú eftir stuðningsmanneskju eða liðsveislu, eins og það er kallað. Liðsmaður er hugsaður sem félagslegur stuðningur og er um 16 tíma á mánuði að ræða. Er það samkomulagsatriði á milli Elísabetar og þess sem stuðninginn veitir hvernig þessum tíma er varðveitt og hvenær.
Það er í raun Reykjavíkurborg sem á að útvega stuðningsmanneskju en þeim hefur ekki tekist það og hefur Elísabet verið án þessarar þjónustu í 7 mánuði. Engin vilji er þar á bæ til að ganga lengra til að bjarga málunum. Þetta fellur ekki undir forgangsröð borgaryfirvalda. Það vitum við öll. Þetta skiptir hinsvegar öllu máli fyrir tilveru Elísabetar Sigmarsdóttur.
Viðkomandi hlýtur laun fyrir en samt óskum við eftir manneskju sem hefur áhuga á því að láta gott af sér leiða og gefa nærveru sína og félagsskap til þessarar fallegur og hugrökku vinkonu minnar.
Ef þú hefur tök á því og tíma, gerðu þá góðverk. Ef þú hefur verið að hugsa í mörg ár að þú ættir kannski að gefa eitthvað til baka þá er núna tækifærið.
Síminn hjá Elísabetu er: 587 - 6278 og netfangið:liso@internet.is eða þú getur sent mér (Halla Rut) E-mail: halla@kjosehf.is ef þú vilt frekari upplýsingar.
Ég hér bið ykkur öll um að birta þetta á ykkar síðu sem færslu ef þið sjáið ykkur það fært.
Og svo er bara líka "nice" að senda henni kveðju: Elísabet.
Með samhug og kærleik
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Systur í sýningarstuði, takið eftir skónum.
18.7.2008 | 15:05
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Aþena Marey.
18.7.2008 | 14:49

Þetta er litla ljósið hennar ömmu hún Aþena Marey.
Hún er næstyngst af mínum barnabörnum, fæddist 11/3 2005 ég var viðstödd
Og eins og ég hef sagt áður, þá er það undur veraldar að vera viðstödd
fæðingu barnabarna sinna, hef verið viðstödd hjá fimm af þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Skondnar spurningar hjá sumum.
18.7.2008 | 10:42
Var spurð fyrir nokkru, af hverju þessi áhugi svona allt í
einu á velferð fólks, sérstaklega börnum og ungmennum.
Búin að velta þessu fyrir mér nokkuð, ákvað að blogga
aðeins um þetta.
Auðvitað með til komu tölvunnar fá fleiri að vita hvað
maður hugsar og hvaða skoðanir maður hefur.
Fólk sem þekkir mig mjög vel mundi ekki spyrja svona,
ég hef alltaf haft áhuga fyrir réttlæti til handa öllum, og
ofbeldi hef ég aldrei þolað.
Mörg ykkar vita af hverju ég þoli ekki ofbeldi.
það hafði djúp áhrif á mig sem krakka og ungling, er ég
kynntist því að til voru heimili fyrir vandræðastúlkur,
eitt slíkt var rétt hjá þar sem foreldrar mínir áttu sumarhús,
sem sagt við Elliðaárvatn í Vatnsendalandi.
Ekkert vatn var í bústaðnum svo við fórum oft og náðum í vatn
í þetta stóra hús, sóttum það í þvottahúsið í kjallaranum.
Voru þá stelpurnar oft að tala við okkur krakkana, sko út um
gluggana.
Ég ólst upp við gott atlægi, en mikil var fátæktin á þeim áru eftir stríð
og man ég alla tíð er börn komu ekki með nesti í skólann, það var
ekki til matur á heimilunum. Mér þótti þetta sárt.
Nú það koma ár hjá öllum sem gera það að verkum að maður setur
þetta í geymslu, eins og við gerum við mailin okkar í dag.
Það er skólinn unglingaárin og svo margt skemmtilegt sem gerist í
lífi manns.
Síðan giftist ég átti Dóru mína, skildi og giftist aftur, eignaðist 3 börn
í viðbót, öll eru börnin mín yndisleg og get ég eigi kvartað undan því.
Ég var formaður barnaverndarnefndar Sandgerðis í átta ár,
og var það mikil reynsla.
Skildi svo við óvættina og þá byrjaði lífið upp á nýtt og er ég búin að
njóta þess síðan að rækta sjálfan mig og sættast við fortíðina.
þegar ég eignaðist tölvu opnaðist nýr heimur í því að láta gott af sér leiða
og finnst mér það alveg stórkostlegt hvað miklu er hægt að koma á framfæri.
Ég mun trúlega aldrei breytast hvað það snertir að berjast með mínum orðum
fyrir réttlæti til handa börnum og bara öllu fólki, en ef við byrjum ekki er
börnin eru lítil að vera vakandi yfir velferð þeirra, fáum við ekki eins
hamingjusama unglinga og þar af leiðandi alls ekki kærleiksríkt fólk.
Kveðjur til allra
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)