Það er þó verið að gera eitthvað núna.
31.5.2008 | 13:15
frá Sichuanhéraði og tug þúsunda eru látnir.
Hvað er eiginlega að gerast í heiminum?
![]() |
197 þúsund manns flutt á brott |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimilslaus kona.
31.5.2008 | 12:20
Kona fannst á heimili manns eftir ársveru í fataskáp
hans, eina sem hann varð var við, að það hvarf matur
á dularfullan hátt.
Þessi maður hlýtur að vera konulaus, er ekki upplagt fyrir
hann að bjóða konunni að vera hjá sér til dæmis sem
hjálparstúlku, þá kæmi hann ætíð að öllu hreinu
og matur á borðinu.
Væri góð lausn fyrir báða aðila.
![]() |
Fann konu í skápnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ja hérna! kemur mér ekki á óvart.
31.5.2008 | 08:56
hann er ræðusnillingur, skemmtilega máli farinn og að sjálfsögðu
afar vitgreindur maður.
Hann á ekki langt að sækja það, Foreldrar hans voru með skemmtilegra
fólki heim að sækja, ætíð var spjallað mikið og margt,
og börnin ætíð höfð með í umræðunni, enda virðing borin fyrir þeim í hvívetna.
Aldrei man ég eftir því að einhver segði: ,,Ég nenni þessu ekki."
vegna þess að virðingin var gagnkvæm.
Góðar stundir.
![]() |
Steingrímur talaði mest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrir svefninn.
30.5.2008 | 21:04
Jæja þá er komið að sjómannahátíðinni, hefst hún á morgun
með siglingu fyrir börnin um Skjálfandaflóann.
Eftir hádegið verður heljarinnar skemmtun að vanda
undir stjórn Ljótu hálfvitana og munu þeir taka lagið,
allir fá hamborgara og gos á eftir.
Um kvöldið verður svo hátíð hafsins í Íþróttahöllinni,
mun húsið opna kl 19.30
veislustjórar ljótu hálfvitarnir, eins og allir vita þá eru
þeir frá Húsavík.
Dansleikur með hljómsveitinni Gloríu hefst kl 00.oo
Stóra fólkið mitt fer á ballið og þá verða þær hjá ömmu
Viktoría Ósk og Aþena Marey, Bára Dísin fór suður að
hitta vinkonur sínar í Garðabænum.
Stærstu snúllurnar mínar á Laugum eru byrjaðar að vinna
og eru þær að vinna á Foss Hótelinu að Laugum.
Afar gott mál.
Hér rita ég nokkrar ömmusögur.
Amma er best af öllum, því hún svíkur mig aldrei.
Best finnst mér að leita ráða hjá henni.
þegar ég er hrygg get ég gengið að henni
þar sem hún situr í uppáhaldsstólnum sínum.
Mér finnst vænst um þig vegna þess hvernig þú annast mig
þegar ég er veik.
Mér þykir líka vænt um þegar þú situr með mig og heldur
utan um mig þegar ég kem úr baði.
Og þótt þú sért oft þreytt, lætur þú það ekki hindra
þig í að koma í heimsókn.
Alltaf til staðar.
Amma mín er besta og umhyggjusamasta manneskja
á jarðríki.
Ef einhver umhyggjusamari er til,
hef ég ekki hitt þá manneskju enn.
Góða nótt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Óþekkt og áhugavert.
30.5.2008 | 13:29
Það væri afar fróðlegt að fá að kynnast menningu og
siðum þessa hóps, en trúlega væri best að láta þá eiga sig.
nema það væri hægt að nálgast þá án þess að þeim finnist
þeim vera ógnað.
Ekki þurfum við landið þeirra allavega ekki næstu árin,
er ekki nægilegt land í Amazon skóginum,
eða maður skildi halda það.
Eins og ég var að blogga um í gær þá höfum við ekki hugmynd
um hvað er til í heiminum, hvort sem það er á hafsbotni,
landi eða í himinhvolfinu.
Erum alltaf að uppgötva eitthvað, sem betur fer.
Við gætum kannski boðið þeim landvist, er ekki framkoma
yfirvalda í Brasilíu svo slæm við frumbyggja?
Allavega er það svo í Ástralíu.
![]() |
Myndir nást af óþekktum ættbálki í Brasilíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sannast enn og aftur.
30.5.2008 | 10:33
Það sannast enn og aftur hvað við eigum flott fólk í
hjálparstörfum.
Það eru björgunarsveitarmenn, sjúkra og slökkviliðsmenn,
Rauða kross fólkið okkar, þyrlusveitirnar, lækna, hjúkrunarfólk
og bara alla landsmenn sem geta hjálpað í svona hörmungum
sem dundu á okkur í gær.
Samheldnin er algjör.
Við megum þakka guði fyrir þetta fólk allt saman,
og sér í lagi öllum þeim sem vinna í sjálfboðavinnu við að bjarga,
hjálpa og styðja við bakið á þeim sem eiga um sárt að binda.
Við skulum hafa það hugfast að allt þetta fólk veit nákvæmlega
hvað það á að gera, hvar og hvernig, samvinnan er algjör,
Samvinnan og færnin til að takast á við þessa hluti
fæst ekki nema með þrotlausum æfingum.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Til hamingju.
30.5.2008 | 10:02
Sjáið bara þessa yndislegu mynd, fallegir foreldrar með
nýfæddan son sinn, sem er enn þá fallegri,
Flott að kalla hann skjálfta, en er ekki viss um að hann
verði svo ánægður með það er hann byrjar í skólanum.
Þau hafa yfir sér svip friðsældar og hamingju það finnst
mér alveg frábært.
Hjartanlega til hamingju með litla snúðinn og gangi ykkur
allt í haginn.
![]() |
Fæddist í skjálftanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Að tryggja öryggi og sálarástand fólksins.
30.5.2008 | 06:47
Auðvitað er það forgangsmál að tryggja öryggi fólksins.
Algengt er að fólk segir það slasaðist engin,
og hitt eru bara dauðir hlutir, en þessir dauðu hlutir sem
þú augum lítur er heim kemur, allir í rúst, myndir ónýtar,
þessi og hinn hluturinn sem þú áttir minningar um,
jafnvel í maski á gólfinu, eldhúsið þitt rústað, og bara
allt í gólfinu.
Þá eru ekki margir sem skilja þá sorg sem vaknar innra
með fólki er það horfir yfir hlutina sem það er búið að
hafa í kringum sig allt sitt líf.
Endalaust er verið að muna eftir þessu og hinu,
sem er að eilífu horfið.
Það er nefnilega ekki hægt að segja:
,, Þú mátt nú þakka fyrir að vera óslösuð, því svoleiðis
hugsar ekki fólk þegar það saknar einhvers sem var þeim
kært".
Þess vegna verðum við að hlú vel að fólkinu
á þeim erfiða tíma sem í hönd fer, og nauðsynlegt er að
hlusta, ekki að segja: ,, Svona þú jafnar þig á þessu,
það er nefnilega ekki rétt, það tekur tíma að jafna sig
sama hvort sorgin er lítil eða stór.
Guð veri með ykkur öllum.
Milla.
![]() |
Forgangsmál að tryggja öryggi íbúa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fyrir svefninn.
29.5.2008 | 22:34
Kæru vinir þessi dagur er búin að vera óvenjulegur,
Alltaf er maður að hugsa og skrifa um náttúruhamfarir,
hvort sem það er hér heima eða erlendis.
Enn svo gerist það eins og svo oft áður án þess að maður
sé að huga að því, í þetta sinn voru það jarðskjálftar.
En guði sé lof og dýrð, það dó engin frá okkur í þetta sinn.
Ég vildi.
Ég vildi gjarnan geta hjálpað öllum
og gefið þeim sem lítið eiga til,
hvern veikan bróður varið þyngstum föllum
og veitt þeim skjól er þurfa ljós og yl.
Ég vildi geta vermt hvert kalið hjarta
og vökvað blóm er þurrkur sverfur að,
og burtu hrakið hryggðarmyrkrið svarta
svo hvergi neinn það ætti samastað.
Ég vildi líka gera gott úr illu,
og greiða brautir þess er villtur fer
og hjálpað þeim sem vaða í syndavillu,
sem vita ei hvaða stefna réttust er.
Á göngu lífs ég löngu er vegamóður
og lítils er að vænta því af mér.
Með hjálp og aðstoð þinni, guð minn góður,
ég get þó margt ef viljinn nógur er.
Ég mun biðja fyrir því að rólegan
svefn þið fáið í nótt.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Kæru vinir, sem eiga um sárt að binda núna.
29.5.2008 | 19:25
Elskurnar mínar þetta er skelfilegt að lenda í.
Eftir allt sem maður er búin að vera að hlusta á í fréttum
undanfarið, hörmungarnar í Burma og Kína þá bregður manni
óneitanlega mikið við.
Þegar maður sér myndirnar í fréttunum, skemmdirnar sem er
auðvitað sárt að horfa á, þá þakka ég guði fyrir að engin hefur
særst alvarlega.
Vonandi kemur ekki annar svona skjálfti.
Guð veri með ykkur öllum kæru landar.
Bloggvinum mínum vonast ég til að heyra í um leið og þeir
komast í tölvurnar sínar.
Kærleikskveðjur.
Milla
![]() |
Skelfingarástand á Selfossi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Undur gerast á hafsbotni.
29.5.2008 | 14:58
Eins og ég hef sagt áður, þá vitum við afskaplega lítið um
undur veraldar hvort sem það er á hafsbotni, landi eða
á jörðu.
Sérkennilegt þetta sem gerðist í Hvannasundi á Viðey
í Færeyjum.
Eða kemur þetta nokkuð á óvart miðað við allt sem er að
gerast í heiminum í dag.
Það eru jarðskjálftar, hvirfilvindar,hrikaleg flóð í kjölfar þessa,
og við gætum endalaust upp talið.
Hvað með allar sögurnar sem okkur hafa verið tjáðar í gegnum
aldirnar, sjóskrímsli, hafmeyjar, tröll, álfa af ýmsum gerðum og stærðum,
og geimverurnar, sem fáir trúa á, og fátt eitt sé nefnt
Ég trúi á allt þetta, sumt er ég alveg viss um,
og annað hef ég ekki vissu fyrir að því að ég hef
ekki séð það með eigin augum.
Allavega ber fólki skilda til að huga vel að umhverfi sínu.
Góðar stundir.
![]() |
Einkennileg hegðun hafsins við Færeyjar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er þetta þjónusta einkavæðingarinnar?
29.5.2008 | 10:45
Já líklegast, en þvílík fyrirlitning gagnvart fólki sem ákveður
að búa ekki alveg í þéttbýliskjarnanum.
Stafnesbúar þetta ágæta fólk, má sem sagt bara deyja
drottni sínum, ef eitthvað kæmi upp á,
vegna þess að þau eru ekki nógu mörg til að uppfylla
skilyrði þjónustumiðsins.
Hef nú ekki heyrt annað eins rugl.
![]() |
Símasambandslaust í nokkra daga í Sandgerði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Horfið á myndina, yndisleg.
29.5.2008 | 09:10
Ekki ætla ég að setja út á þær konur sem fara í fóstureyðingu.
Það eru svo margar ástæður sem eru fyrir þeirri ákvörðun,
of ungar, of gamlar, félagslegar og sjúkdómatengdar
ástæður.
Ekki hefði ég til dæmis viljað vera að ferma barn núna,
en til er það að konur eignast börn um fimmtugt.
Þá á maður að vera að njóta lífsins.
Best er að sjálfsögðu að passa upp á að maður verði ekki
óléttur, hvort sem maður er ungur eða gamall.
Enn sjáið þessa mynd af fóstrinu, fullburða fóstur,
er það ekki stórkostlegt?
![]() |
Elstu og yngstu í fóstureyðingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Einn óhugnaðurinn í viðbót.
29.5.2008 | 07:49
Því, ég tel það vera óhugnað að vista veikt fólk,
sem að vísu hefur brotið af sér,vegna veikinda sinna,
en ber okkur ekki skilda til að hugsa vel um veikt fólk,
þó á réttargeðdeild sé?
Ráðið er starfsfólk, læknar og annað fólk sem þarf til að huga vel
að velferð og bata sjúklinga sinna, en hvað gerist svo?
Er ekkert eftirlit með störfum þessa starfsfólks, eða fer það bara fram
inn á skrifstofu yfirmanns þar sem allt er í stakasta lagi,
engin vandamál og aldrei talað við eða hlustað á sjúklingana sjálfa
eða aðstandendur þeirra.
Hvers vegna velst fólk til þessara vistheimila sem alls ekki á að koma
nálægt svona starfi?
Gæti það verið að fólk sem ekki hefur rétta hugarþelið til slíkra starfa
sæki í þau vegna þess að það er ekkert eftirlit með framkomu þess?
Einhvernvegin hef ég það á tilfinningunni að yfir mönnum allra þessara
mála sé bara alveg sama, það hefur sannast aftur og aftur,
bara á meðan þeir vita sem minnst af óhugnaðinum
eru þeir fegnir.
Ég held að það sé tími til komin hjá þeim sem ráða yfir öllum þessum
málum, heilbrigðis, geðvernd, barnavernd barnaréttindi,
að taka til í þessum ranni og það strax.
Engar nefndir sem tefja málin, síðan er þær skila áliti,
þá er ákveðið að byrja breytingar og þær framkvæmist
á svo og svo löngum tíma. ,, Óviðunandi"
Vonandi gengur þeim vel að loka götunum.
![]() |
Mál yfirlæknis í lögreglurannsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir svefninn.
28.5.2008 | 21:21
Inga, þriggja ára gömul telpa, var dóttir sjómanns sem
sjaldan kom í land.
Einu sinni var hann þó lengur heima en vant var.
þegar hann hafði verið þrjá daga í landi, sagði Inga við mömmu sína:
,, Fer hann ekki bráðum að fara karlinn?"
Tvær kunningjakonur hittust sumarið 1947, þegar mest var um ferðir
að Heklu að skoða eldstöðvarnar.
,, Ætlar þú ekki austur að Heklu um næstu helgi?"
spyr önnur konan.
,, Verður látin sápa í hana?" spyr þá hin.
,, Ertu frá þér, manneskja! það er ekki látin sápa nema í
Gullfoss og Geysi," segir sú fyrri.
Gamalt Ástarljóð.
Þú ert sem vorsins anganþeyr,
þú ert sem dagsins sunna,
Þú ert það blóm sem ilmar best
og æðin kærleiksbrunna.
Þú ert sem dýrðlegt unaðsljóð
með ástarstefja-hreimi.
Þú ert sem fagurt ævintýr,
sem ég í hjarta geymi.
Þú ert mín von, þú ert mín þrá
þótt æði tímans straumur.
þú ert og verður alla tíð
þó aðeins tómur draumur.
Góða nótt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hvaða rugl er þetta?
28.5.2008 | 15:59
Eins og ævilega þurfa menn að skipta sér af því
sem þeim kemur ekki við, sína vald sitt, þó það sé ekki í
þeirra verkahring, segjast hafa haldið að það mætti bara nota
litaða olíu í björgunarstörfum, HALLÓ! hvaða rugl er þetta
er eitthvað hægt að skilgreina það? Eru ekki æfingar til að
kenna mönnum sem best björgunarstörf yfirleitt.
Svona rugl skapast að stjórnsemi, ef þeir hjá vegagerðinni
hefðu bara hringt til að kynna sér málið þá var þetta úr
sögunni, engin leiðindi, ekkert mál.
Nei endilega að gera sig hlægilega með því að stoppa þá,
hafa haldið að þeir hefðu rétt fyrir sér,
enda ríkisstarfsmenn.
![]() |
Deilt um litaða olíu á björgunarsveitabílum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hverjum er að kenna?
28.5.2008 | 10:53
Það er nú sérkennilegt með mannfólkið.
Við þurfum að eignast allt því hinir og þessir eiga
þetta og hitt, ekki satt?
Það er hús, bíll/ar, húsbúnaður af flottustu gerð, allt það
flottasta fyrir börnin og fötin þurfa eð vera til að sýnast.
Þetta er bara staðreynd.
Þegar svo bankarnir lánuðu endalaust, tala nú ekki um
bílalánin og vísa raðgreiðslurnar, þá var þetta svo freystandi,
og var bara kýlt á að kaupa allt í einu.
Sagt var: ,, Skuldbreytum bara ef við þurfum."
Það er ekki hægt lengur.
Hvað gerist? Fólk missir allt sitt og þarf að byrja frá grunni,
og allt í lagi með það, ef að nafnið þess væri ekki á svörtum lista
það segir nefnilega öllum sem hann líta, að sá hinn sami sé
óheilindamaður, sem er að sjálfsögðu ekki rétt.
Hann lenti bara í vandræðum sem hann gat ekki fyrirséð.
Sem betur fer eru ekki allir í þessari stöðu, en ansi margir.
Góðar stundir.
![]() |
„Alvarlegt hve margt ungt fólk er illa statt“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Eldur er alltaf ógurlegur.
28.5.2008 | 08:33
eldsvoði einhversstaðar, því eldurinn vill oft verða svo
óviðráðanlegur.
Sem betur fer urðu engin slys á mönnum.
Að sjálfsögðu á mannvirkjum, var einhverjum í nöp
við Mylluna?
Ég titla hana með stórum staf hún á það skilið sem
Þjóðhátíðar-Mylla.
Ef þetta hefur verið íkveikja þá guð fyrirgefi þeim sem
þar voru að verki.
![]() |
Eldsvoði í Vestmannaeyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hver man eftir þessu?
28.5.2008 | 08:23
Kannast einhver við byrjunina á þessum sálm eða kvæði,
og ef: ,, Hvernig er restin og eftir hvern?
Ljúfust ef þið getið svarað þessu verið þá svo væn,
henni Kurr bloggvinu minni langar til að vita það
hún er búin að glata þessu niður.
Mér leiðist ósköp lífið,
og langar himins til.
Mig kvelur sjúkdóms kýfið
minn krist ég finna vil.
En bót er minna meina.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mývargurinn er hræðilegur.
28.5.2008 | 07:40
það er nú ekki verandi við vatnið vegna þessa vágests.
Engin getur ímyndað sér hvernig þetta er nema að hafa
lent í því sjálfur.
Lenti einu sinni í svona, reyndar í Vatnsfirði,
en það er nú sama hvar maður lendir í þessu. Rétt fyrir sunnan
Vatnsdalsvatn er smá vegaslóði sem einu sinni var byrjun á
Þingmannaleið, ekki er hægt að fara þá leið núna.
Maður ekur þennan spotta og þarf síðan að labba þó nokkurn
spöl til að komast að fossi nokkrum sem við ætluðum að skoða
og mynda.
Allt í einu fengum við yfir okkur þetta líka gerið að mývarg að
ég hreinlega gat ekki andað, flýttum okkur að bílnum aftur,
rétt á meðan við vorum að koma okkur inn í bílinn fylltist
hann að mýi, við ókum að stað opnuðum allar rúður og við
vindinn sem streymdi í gegnum bílinn hurfu þær út,
á meðan sat ég með blautþurrku fyrir vitunum.
Svo verið með net er þið farið á svona slóðir.
![]() |
Mýfluguský við Mývatn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)