Fyrir svefninn.
27.5.2008 | 21:45
Maður er nú ekki alveg normal á stundum, haldið ekki að
við höfum farið á Akureyri í þessum hita.
Dóra mín hringdi, henni vantaði að komast til að versla,
Við drifum okkur að sjálfsögðu,
gerir maður ekki allt fyrir þessi börn sín? en þetta var alveg ágætis ferð.
Það var farið í allar búðirnar sem eitthvað er varið í, síðan út að borða,
þau fóru á Nings, ekki ég var úti í bíl á meðan borða ekki þetta óæti á Nings
allt annar en í Reykjavík, en ekki var ég illa haldin því við fórum og
fengum okkur kaffi og brauð á Bakaríinu við brúnna.
Það er sko staðurinn sama hvað maður fær sér allt gott og
þjónustan frábær, og afar ódýrt.
Við erum bara nýkomin heim, ég orðin svöng, en hér fáið þið smá.
Guðni Guðmundsson var að kenna í kvennabekk í Menntaskólanum.
Í byrjun tímans höfðu stúlkurnar hellt vatni í setuna á kennarastólnum.
Guðni skeytti því engu og kenndi út tímann,
en þegar hann stóð upp, sagði hann:
,, Ég ætla að biðja ykkur, stúlkur,
að vera ekkert að setjast í kennarastólinn í frímínutum."
Guðjón bóndi var giftur auðugs stórbónda, en búnaðist illa.
meðal annars var baðstofan hans komin að því að hrynja.
Tengdafaðir hans bygði nú hús yfir hann, lagði til allt efni,
tvo smiði og nokkra verkamenn.
Guðjón var að skýra nágranna sínum frá þessu
og bætti svo við gremjulega:
,, Og hann borgar öllum kaup nema mér."
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Hörmulegt ástand.
27.5.2008 | 09:02
væri ekki hissa á því að hún væri með alvarlegan
sjúkdóm, eða að þessi aumingja stúlka væri búin að missa vitið.
Við hverju er að búast, eftir að vera búin að horfa upp á
pabba/afa sinn nauðga mömmu hennar frá því að hún man eftir sér.
Þetta mál er eitt af óhugnaðinum sem er að gerast í dag.
![]() |
Kerstin Fritzl vöknuð úr dái |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Nakin heima hjá sér, má það nú ekki?.
27.5.2008 | 07:34
Syninum fannst það ekki og fór að vanda um við móður
sína 73 ára gamla hvort hún gæti ekki verið í fötum?
Konan var nektarsjúk og var ekki par hrifin af afskiptasemi
sonarins fór út og náði í byssu, ekki fór betur en svo að
skot hljóp úr fjandanum og beint í puttann á konu greyinu.
Hún þurfti í aðgerð, ekki talin í lífshættu.
hélt maður gæti ekki orðið í lífshættu, við að skjóta sig í
puttann sinn.
Konu greyið hlýtur að hafa vantað athygli allt sitt líf.
Eða getur maður orðið svona veikur?
Eins gott að gera bara ráðstafanir strax, sko með að
börnin manns megi láta gefa manni eitthvað við svona
nektarsíki, ja eða jafnvel kynóróum, tengist það ekki?
Hljóta að vera til pillur við því eins og öllu öðru.
SKREPPUR EKKI ALLT SAMAN.
Sagt er að mannskepnan gangi freklega á lífríki dýra.
Stofnar af öllum stærðum og gerðum hafa skroppið saman
um fjórðung síðan 1970.
Erum við ekki að ganga á alla stofna líka mannsstofnanna,
Tel það. Flest okkar eru að fara illa með þá vél sem okkur var
úthlutað við fæðingu, höldum að við getum bara farið með hana að vild
borðað bara eins og við viljum.
Annað hvort erum við of grönn eða of feit, sjálfsmatið alls ekki í lagi,
Hvað gerist? Jú það skreppur allt saman, ekkert er eðlilegt,
en með tímanum ferðu að trúa því að þetta sé í lagi.
Þetta er ekki í lagi og það eru engar pillur til við því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fyrir svefninn.
26.5.2008 | 20:40
Þorleifur ríki á Háeyri var kvenhollur talinn.
Hann sagði eitt sinn svo frá:
,, Ég gekk að vetrarlagi með stúlku austur að hraunsá
og settist hjá henni í laut.
Þá skall allt í einu á útsynningshríð, en hvorugt nefndi að hætta ."
-------------------------
Sigurður Þórarinsson náttúrufræðingur var einu sinni spurður
að því, hvort hann teldi kynvillu ættgenga.
,, Varla ef hún er iðkuð eingöngu,"
svaraði Sigurður
---------------------------
Kveðið í baði á gamlárskvöld
Ég til nýja ársins lít
augum björtum meður.
Af mér þvæ ég allan skít
ársins þess sem kveður.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Viljið þið biðja fyrir henni Sigrúnu.
26.5.2008 | 19:17
Kíkið á síðu hennar og sjáið bjartsýnina sem þar ríkir,
hún er smá lasin núna svo ég fer þess á leit við ykkur að
þið biðjið fyrir henni. Það hjálpar henni og hennar.
Ég þekki hana ekki neitt en hún er skemmtilegur
bloggari.
Guð veri með þér og þínum
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hræringur.
26.5.2008 | 12:56
40.2% vilja Hönnu Birnu sem næsta borgarstjóra þess
meirihluta sem nú er starfandi.
Gott mál ef myndast getur traust um hana, ekki er að
efa að þar fer kvenskörungur mikill.
Allir vita nú að staðan er óviðunandi, og var það löngu áður en
Ólafur fór að hópa í kringum sig samherjum.
Af hverju þegir bara sjálfstæðisflokkurinn
og lætur hvað sem er yfir sig ganga, er það ekki undarlegt.?
Einhver rugludallur hakkaði síðuna hennar Regínu Ósk,
Hann kallar sig FatiH og gerði sér lítið fyrir og ritaði 37 sinnum
á hennar síðu ,, HackeD by FatiH".
Síðan hefur ekki verið uppfærð síðan 2006,
svo ekki hefur verið um neinn áróður á þeirri síðu.
En Tyrkland var á eftir þeim Regínu og Ómari á svið
í keppninni, en þessi FaitH er TYRKI.
Hálfvitalegt.
Þótt gaman sé að horfa á gömlu braggana sem hýsa litlu flugvélarnar
á Reykjavíkurflugvelli, þá er aðstöðuleysið algjörlega til skammar
fyrir land og þjóð.
Nú er að duga eða drepast, skipuleggja og byrja að byggja upp
flugvöllinn eins og hann á að vera: ,, Í vatnsmýrinni".
21. aldar lausn fyrir flugmenn orrustuvéla fundin.
Sko í sambandi við WC. ferðir sem að sjálfsögðu
voru útilokaðar voru í háloftunum.
Fyrirtækið Vermont hefur hannað tæki sem sett er inn í
sérsaumaðar nærur, með slöngu niður í sérútbúin kút.
Kostar bara 150 þúsund á mann.
Frábær lausn, engin þarf að pissa í sig.
Verð að minnast á Bakþanka Davíð Þórs Jónssonar í
Fréttablaðinu í gær. SKÖMM SKAGANS.
Hann ritar vel að vanda og endar á að segja.
Þeir eru allir að vilja gerðir að reynast náunganum vel,
náttúrlega nema ef það kostar þá eitthvað sem ónáðar þá á
einhvern hátt. Þeir nota skort á húsrými sem afsökun á skorti
á hjartarými. þannig hýsa þeir til dæmis ekki flóttamenn,
af því að sumir hafa það ekki sem best í plássinu þeirra,
rétt eins og staða þeirra sé sambærileg við aðstæður
landflótta Palestínskra ekkna.
þannig efast ég ekki um að margir þeirra skagamanna sem
skrifað hafa nafn sitt á lista til að mótmæla komu flóttafólks
í bæinn telji sig til kristinnar manna.
Orð Krists, ,, Það sem þér gjörið einum mínum minnstu bræðra
gerið þér mér",hafi í huga þeirra enga skírskotun til
úrlausnarefna líðandi stundar heldur sé bara fallegt orðagjálfur
til skrauts á sunnudögum.
TIL er gott, rammíslenskt orð yfir þannig fólk.,, Hræsnarar".
Þetta ritar Davíð Þór.
En ég rita eins og ég hef gert áður.
HVAÐ SKRIFUÐU MARGIR Á ÞENNAN LISTA???.
ÉG VILL EKKI TRÚA ÞVÍ AÐ MARGIR HAFI GERT ÞAÐ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
ER ÞETTA EKKI KOMIÐ NÓG?
26.5.2008 | 08:03
Mér finnst það og örugglega mörgum öðrum líka.
Hamfarirnar eru búnar að vera slíkar að það nær
engri átt.
Og ég spyr nú úr hverju eru þessi hús byggð eiginlega,
mætti halda úr pappa.
Blessað fólkið það vonandi nær sér eitthvað, en aldrei
mun það getað gleymt.
Hvað verður svo um öll börnin sem eru munaðarlaus,
það er hræðilegt að hugsa til þess ef þau þurfa að
alast upp á barnaheimilum, en við því er víst ekkert að
gera, eða hvað?
![]() |
Öflugur eftirskjálfti í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Gæti bara verið í Landmannalaugum.
26.5.2008 | 07:48
Ekki kemur það mér á óvart að þarna skuli vera
svipað yfirborð og á jörðu niðri.
það kæmi mér heldur ekki á óvart ef sannaðist
að þarna hefði verið líf af einhverjum toga.
Flottar hafa verið þær myndir sem gerðar hafa verið um
samskipti manna og það sem við köllum geimverur,
hver og hvað hefur gefið okkur fyrirmynd af þeim verum?
Góð spurning því einhver að mínu mati hefur séð og teiknað upp
og þykir mér það afar spennandi að vita af öllum þeim rannsóknum
sem gerðar og munu gerast í náinni framtíð.
Hvað vitum við svo sem um himinhvolfið okkar?
![]() |
Fyrstu myndirnar frá Mars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dagur barnsins.
26.5.2008 | 06:47
Dagur barnsins var haldin hátíðlegur í gær, mikið var um dýrðir
í miðbæ Reykjavíkur. frétti ég hjá syni mínum og tengdadóttur
sem voru með sín í bænum, að börnunum,
hafi þótt mikið til þess koma að eiga sérstakan dag merktan þeim.
Mikið búið að ræða um daginn og hvenær hann komi nú eiginlega.
Auðvitað eru allir dagar, dagar barnanna það er verið að sinna þeim
á allan handa máta, og það er svo gaman hjá þeim.
Auðvitað eru skin og skúrir en þá kemur mamma eða pabbi til að
bjarga málunum.
Ekki er það svo hjá öllum börnum og ber að hlú betur að þeim
og er það önnur saga.
En það er gaman að eiga svona dag og til hamingju krakkar.
![]() |
Merki og hljómur dags barnsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir svefninn.
25.5.2008 | 21:02
Glímukappi var að halda ræðu á ungmennafélagsskemmtun
og sagði meðal annars: ,, Á söguöldinni voru Íslendingar menn,
þá voru þeir engar lyddur, eins og þeir eru nú.
Það voru karlar sem höfðu krafta í kögglunum.
Þeir fóru tuttugu í Grettir og höfðu hann ekki."
Kraftakarlar það eða hitt þó heldur.
,, Mikið andskoti leiðist mér alltaf þegar kvenfólk blótar
mjög helvíti mikið," sagði Þórunn gamla.
Hún var að vanda um við unga orðhvata stúlku.
Eigi var hún fordæmi gott.
Kveðið til Aðalbjargar.
Hali margra hefur þreytt
helst til margur kvilli.
Öllum bjargar yfirleitt
Aðalbjargar snilli.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þvílíkt hugmyndaflug.
25.5.2008 | 12:00
Mér dettur nú í hug: ,, Hvernig skildi bílskúrinn vera að innan,
örugglega pluss-klæddur, með sófa, bar, baði og skrifborði
svo hann geti ritað ljóðin sín til Vanillu sinnar heittelskuðu."
Svo stendur hann og les henni ljóð, gefur henni drykk,
strýkur henni, og hvað svo???
Hver var að tala um gírstöng?
Er ekki líka hægt að notast við handbremsu stautinn,
sko í handbremsu?
Í alvöru getum við kannski lært eitthvað af þessu?
Nei ég bara spyr.
Góðar stundir.
![]() |
Játningar karlmanns: Hefur svalað sér á þúsund bílum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þið eruð frábær.
25.5.2008 | 08:22
Til hamingju með að vera það sem þið eruð,
frábærir og öruggir listamenn, og maður finnur
fyrir gleði í hjarta er maður hlustar og horfir á
ykkur því gleðin býr innra með ykkur.
Að mínu mati áttuð þið að vinna þessa keppi, en nei,
þetta er nefnilega ekki keppi, þetta er stigagjöf
eftir hentugleikum hvers og eins lands,
og það skömm að þessu.
Til hvers erum við að taka þátt?
Þetta er bara kostnaður og tímaeyðsla.
Verð að minnast á fötin ykkar,
þau voru æðisleg.
![]() |
Ísland endaði í 14. sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fyrir svefninn.
24.5.2008 | 22:31
Fórum sem sagt fram í Lauga í dag, það var alveg
yndislegt, gott veður og sól í heiði.
Valgerður skólastýra setti hátíðina með frábærum hætti að vanda,
hún lýsti skólastarfi og ýmsu öðru.
Þarna voru 5-10-15 ára stúdentar og einnig útskriftarnemendur
allt upp í 70 ára. Einn talaði fyrir hvern hóp og voru það sérlega
skemmtilega sögur sem komu út úr því, allir hóparnir gáfu skólanum
gjafir, einnig nýstúdentarnir.
Á eftir fengum við kaffi og með því af miklum rausnarskap.
Áttugasta og þriðja skólaári var slitið.
Það ríkir svo mikil gleði á svona hátíðum, og allir eru eins og einn
maður allir þekkja alla, óska til hamingju og spjalla.
Heimasætan á Völlum var ráðin í vist til Þorsteins hreppstjóra.
Nú sat hún inni í baðstofu hjá foreldrum sínum,
og var móðir hennar að leggja henni ýmis heilræði,
áður en hún færi í vistina.
Að síðustu sagði hún: ,, Gættu þín svo, hróið mitt,
að hann Þorsteinn barni þig ekki."
Þá greip faðirinn fram í :
,, Já hann er manna vísastur til þess -- og þau bæði hjónin."
Sit hérna og heyri bölvað skvaldrið í imbanum, ekki unnum við
eina lagið sem var með viti af þeim sem ég heyrði.
Staka.
Hver sem hefur góðverk gert
guð sinn best í slíku fann.
Allt er lífið einskisvert
ef að vantar kærleikann.
Kveðið í skemmtiferð með Húnvetningum.
Húnvetningum hrós ég syng,
hátt á þingum Braga.
Ýtar slyngir aka hring
allt í kringum skaga.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Farin fram í Lauga.
24.5.2008 | 12:25
að Laugum í Reykjadal.
Ætíð er mikið um að vera á þessum degi enda hátíð mikil
hjá nýstúdentum, og verður heljarinnar veisla fyrir þá
og fjölskyldur þeirra í kvöld.
En mínar dömur eru bara að klára fyrstu tvær annirnar
svo þær eiga 3 ár eftir, en samt er öllum boðið að vera
viðstöddum hátíð þessa og þiggja veitingar á eftir,
það vantar ekki höfðingsskapinn við þennan skóla,
enda rekinn eftir gömlum og nýjum menntasniðum.
Læt heyra í mér er heim ég kem.
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Guði sé lof að ég bý ekki á Akranesi!
24.5.2008 | 10:29
Annars þessum yndislega bæ. Þó ég búi þar ekki þá segi
ég mína skoðun á þessu máli.
Mér blöskrar algjörlega þetta rugltal um ekki velferð á
Skaganum.
það getur vel verið að ríkisstjórnin hafi ekki staðið vel að
undirbúningi þess að taka á móti fólkinu, en finnst þeir tóku
ákvörðun um það þá ber að leysa það strax án orða.
Magnús Þór Hafsteinsson fór klaufalegum orðum um þetta í upphafi,
hefur reynt að betrun bæta það síðan en ekki tekist að mínu mati.
Svo er lýst stuðningi við þessa klaufalegu framsetningu.
Ja hérna ég sem ætlaði að gefa Frjálslynda flokknum atkvæði mitt
í næstu kosningum. það verður ekki eftir þetta mál.
Eru þessir menn virkilega enn þá í moldarkofunum?
Eru þeir ekki enn búnir að skilja að allt er að verða án landamæra?.
![]() |
Lýsa stuðningi við Magnús Þór |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Hjálparbeiðni.
24.5.2008 | 07:36
Kæru vinir vítt og breitt, hjálpum þeim sem eiga um sárt að binda,
okkur munar ekkert um smá, allt hjálpar.
Guð gefi að við lendum elli í þessu sjálf.
Mér var bent á þetta og birti þetta hérna ;
Leggjumst öll á eitt og hjálpum þessari fjölskyldu |
| |||||
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Stórkostleg sjón.
24.5.2008 | 06:55
Er maður stendur upp á bakkanum og horfir yfir,
sér maður allt sem er að gerast á hafnarsvæðinu,
síðan horfir maður yfir Skjálfandann og á kinnafjöllin
sem gefa manni ótrúlega mikinn kraft.
Ætíð fyllist hjarta mitt stolti er ég sé bátana okkar og trillurnar
bruna inn til lands.
Skútan var flott er hún sigldi inn í höfnin og ekki síður
hefur þeim um borð fundist aðkoman falleg því er
siglt er inn þá sérðu upp í bæinn, hin fagra kirkja
staðarins blasir við ásamt öllu öðru sem boðið er upp á .
Til Húsavíkur ættu allir að leggja leið sína, fara í hvalaskoðun
og sækja sér kraft úr hinu dulúðuga andrúmslofti sem
ræður ríkjum hér í Norðurþingi.
Góða ferð.
![]() |
Fyrsta skúta sumarsins á Húsavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrir svefninn.
23.5.2008 | 21:56
Einn góður
AUGLÝSING fest upp í sláturhúsinu á Ísafirði:
,,Tökum punga af meðlimum vorum upp í sláturkostnað".
Kæru bloggvinir, hef verið svolítið upptekin í hinum
ýmsu verkefnum undanfarna viku þannig að ég hef ekki verið
svo mikið í kommentum, en er það ekki bara svo með okkur öll
það koma svona tímar, en bætum úr því þótt síðar verði .
Má til að segja ykkur, sat hér við tölvuna þá heyrði ég hurð opnast
og inn kemur einhver léttstíg, hélt það væri ljósálfur, kalla fram og
segi: ,, Hver er að koma inn í ömmuhús, er það draugurinn? Nei
amma það er ég Aþena Marey segir hún um leið og hún kemur í gættina".
Hleypur síðan í fangið á mér og fer að segja mér frá deginum sínum,
Hún var nefnilega í afmæli í dag.
Ég spyr; ,, Veit mamma þín að þú fórst til ömmu? já já amma mín,
ætla samt að hlaupa heim og spyrja hana hvort ég megi vera hjá þér".
Þau eru bara litlir snillingar þessi börn.
Sem betur fer er ekki langt að fara bara þarnæsta raðhús.
Árni Jónsson frá Múla sat einhvern tíman að drykkju heima hjá sér
með flugmanni nokkrum, sem grobbaði mjög af afrekum sínum í
fluglistinni. Hann sagðist hafa flogið þetta og þetta,
oft í lélegum flugvélum og nærri því að segja vélarlausum stundum.
Árni var orðinn hundleiður á grobbi hans,
og þegar flugmaðurinn var að fara, fylgdi Árni honum fram á
stigapallinn, gaf honum vel útilátið spark í rassinn og sagði um leið:
,, Fljúgðu þá helvítið þitt!"
USS! ekki var þetta nú fallegt, en svolítið fyndið.
Dóttir Sigmundar Karls var í ástandinu, og var kona ein að aumka
hann fyrir það.
Þá segir Karl:
,, Jæja þær fá nú borgað fyrir þetta,
og svo þykir þeim líka gaman að því."
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Verðum að njóta veðurblíðunnar
23.5.2008 | 17:54
Hugsið þið ykkur 25. stiga hiti á austfjörðum, þá hljótum
við hér á norðausturlandi og norðurlandi að gá
smjörþef af því, mér skilst að það verði rok. og þá er
ég búin að fá uppáhaldsveðrið mitt,
sem sagt hita, má vera sól, en þessi þekkti norðaustan
vindur, yndislegt.
Njótum helgarinnar.
![]() |
Næstum óraunveruleg veðurspá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fíklar fyrr veikir og veikari
23.5.2008 | 09:46
Neyslumunstur fíkla er breytt frá því sem var, meira um
blandaða neyslu og örfandi vímuefni eru en í sókn.
Afleiðing fyrr veikir og mun veikari, félagslegum vandamálum fjölgar
og sífellt fleiri verða óhæfir til þátttöku í samfélaginu.
Á meðan fást ekki fjárveitingar til að sinna málaflokknum segir
Valgerður Rúnarsdóttir læknir hjá SÁÁ.
Vandinn er stór og afleiðingarnar hrikalegar
Viljum við frekar huga að fólki er það er orðið mikið veikt,
gangandi beinagrindur, þurfandi mikil og kostnaðarsöm lyf
við öllum kvillunum sem það hefur fengið í sínu eymdarlífi.
Ekki mundi ég segja það frekar vill ég hafa heilt fólk
sem er hamingjusamt og getur séð fyrir sér sjálft.
En þá þarf að huga að vernd strax frá ungaaldri.
Erfitt er að halda reyður á því hver ástæðan sé fyrir þessari
miklu neysluaukningu. Fíknin fer ekki í manngreininga-álit.
Ljóst er að hún erfist ef ekki eiginlega þá félagslega.
Félagsmálakerfið hefur gjörsamlega brugðist mörgum af þeim
börnum sem koma til okkar, jafnvel frá fæðingu segir
Guðmundur Týr Þórarinsson forstöðumaður Götusmiðjunnar.
Börn búa inn á heimilum sem svoleiðis subbuskapur og
viðbjóður er, þau eru með ónýtar tennur og eiga engin
almennileg föt.
Mikið er ég sammála Guðmundi, eins og ég ævilega hef talað um,
það er ekki verið að vinna að þessum málum sem skildi, það
vantar mikið upp á stuðning, kennslu, aðhald og kærleika til
fólks í vandamálum sem slíkum.
En forvörnin á að byrja við fæðingu, þá minka vandamálin,
foreldrar eru meira að þjóna sínum gleðiþörfum er þau láta
undan öllum beiðnum barnanna sinna.
Grein var í morgunblaðinu í gær þar sem talað er um aukningu á
barnaverndarmálum en engin aukning á starfsfólki.
það verður til þess að ungum bornum er ekki sinnt, þau eru því úti
að skaða sjálfan sig og samfélagið, látin hrærast um á einhverjum
borðum fram yfir 18 ára aldurinn þá eru nefndirnar lausar við þau.
neysla hefur aukist í yngri aldurshópum. Við erum gjörsamlega búin
að missa sýn í þessum málaflokki.
Auðvitað erum við búin að missa sýn í máli þessu, og hvað halda þeir að
leysist með því að humma fram af sér málin þar til þau eru orðin 18 ára.
það eykur bara vandan, erfiðara að takast á við hann.
nema þeim sé alveg sama hvort unga fólkið okkar deyi.
Ungt fólk í meirihluta lagt inn á Vog þetta fólk á börn og mikilvægt er að
taka vel á þeim málum og lofar hún vinnu barnaverndar og félagsm.
sem standa við bakið á þeim sem eiga fíkla því afar erfitt er hjá þessu fólki.
Það er auðvitað erfitt og það þarf að hjálpa öllu þessu fólki alla leið
ekki bara hálfa vegna fjárskorts eða manneklu.
Allt sem er gert er jákvætt, en allt sem ekki er gert er neikvætt
og hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér.
getur ykkur sem eiga hlut að máli farið að skiljast það???
Auðvitað verðum við öll að berjast og hjálpa hvort öðru.
Mér er þetta hjartans mál og ekki er ég að segja að allir foreldrar séu
að gera rangt, langt frá því.
Þau vita bara ekki betur í hvert skipti fyrir sig.
Guð veri með okkur öllum.
![]() |
Fíklar fyrr veikir og veikari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)