Forkastanlegtanlegur slóðaháttur.

Það er alveg rétt, en það er búið að tala svo oft um hann
að þeir hljóta að gera eitthvað í málinu.

Hitt er svo annað sem mér finnst oft gleymast,
það eru þeir sem slasast, og þeir sem verða valdir af
slysinu.
Við fáum að heyra að fólk hafi slasast svo og svo mikið,
en engin er í lífshættu,
það segir okkur ekki alla söguna, sumir örkumlast fyrir lífstíð
og sjaldan eða aldrei fáum við að heyra um það, og erum
heldur ekkert að huga að því meir. ,, Staðreynd."

Ég bið fyrir þessu unga fólki og vona að það komi sæmilega
heilt heilsu út úr þessu slysi.
Einnig bið ég fyrir þeim sem urðu fyrir því að þetta slys varð
sem að sjálfsögðu var ekki ætlunin.
Guð veri með ykkur öllum og ykkar fólki.


mbl.is Þrennt er enn á gjörgæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snyrtimenska.

Það er til fólk sem lýður afskaplega illa,
ef það er ekki hreint og vel til fara.
Svo eru aðrir menn sem hafa ,,vatnsskrekk" og
finna ekki til neinnar ánægju við að þvo sér og verða hreinir.
. . . og enn aðrir kunna best við sig, þegar þeir eru verulega
subbulegir --- það eru þeir sem eru fæddir sóðar. . . þeim
stendur á sama, hvort neglurnar eru svartar að óhreinindum,
tennur óburstaðar eða klæðnaður þeirra með blettum.

Ég er ekki að tala um menn sem eru að vinnu, sem óhreinkar þá:
Þeir geta svo sannarlega ekki að því gert, að þeir eru óhreinir á meðan
á vinnunni stendur: og ég þekki marga menn, sem vinna erfiðisvinnu,
en þeirra fyrsta verk, þegar heim kemur,
er að snyrta sig sem best þeir geta.

Bandaríkin eiga sér málshátt, sem hljómar þannig:
,, hreinlæti gengur næst guðdóminum" . . . þeir meina,
ef maður er hreinn á líkamanum, þá er maður hreinn
á sálinni . . .
það geta verið skiptar skoðanir á þessum málshætti,
hvort hann er einhvers verður, en ansi er ég hrædd um,
að honum sé stundum ekki mikill gaumur gefinn,
hér á Íslandi, þótt mikil framför hafi orðið í þessum á
síðustu árin, og er é alls ekki að halda því fram,
að hér séu ekki margir, sem eru ekki prýðilega
snyrtilegir á allan hátt, en margt fólk er bókstaflega
óþrifið að útliti til.

Þessu fólki langar mig til að gefa eitt ráð, eða öllu heldur
" sá" einni hugmynd í huga þess, hvað ef þið munduð lenda í slysi?
Læknar og hjúkrunar-fólk mundi þurfa að sinna ykkur,
það væri ekki gott til afspurnar fyrir þá sem eiga í hlut.
Smá hugleiðing inn í daginn.
þeir taka það til sín sem eiga það.
                                                       
Ritað upp úr bókinni  Kurteisi, tekin saman af Rannveigu Schmidt.


Fyrir svefninn.

Farþegi á skipi bað mann að lána sér gleraugu.
Hann gerir það.
,, Geturðu svo gert svo vel og lánað mér bókina,
sem þú ert að lesa í,
því þú getur ekkert lesið gleraugnalaust."


Roskin stúlka, sem hélt mjög upp á ketti,
var spurð um orsökina að ást hennar á köttum.
,, Þegar ég sá, að ég gat engan mann náð í", sagði hún,
,, valdi ég mér það kvikindi, sem næst honum gengur
í ótryggð, svikum og fláræði".

Ólafur Briem kom einu sinni inn í búð á Akureyri.
Bar þá svo við að kaupmaður og undirmaður hans voru
að tala um bændafólk, og kölluðu þeir þá dóna.
Þá mælti Ólafur fram stöku þessa:

                   Það má kalla drottins dóna
                   daufan Íslands bændafans,
                   en ykkur satans æðstu þjóna,
                   óskabörn og vini hans.

                                       Góða nótt. Sleeping

                          


Er búin að vera á toppi.

Sko þegar maður vaknar að morgni dags, borðar sinn
morgunmat, og ætlar svo að hafa sína venjulegu
friðarstund við tölvuna.Halo
Urrrrrrrrr þá gerist ekki neitt, ekkert internet, ekkert.
Ég varð að bíða til kl.8 til að fá þjónustu,Angry

að sjálfsögðu er ekki ætlast til að fólk fari að blogga kl.6
að morgni, það eru bara sumir sem fá að blogga á nóttunni.
Jæja ég hringdi um leið og ég gat og fékk frábæra þjónustu að
vanda hjá Wodafone, yndislegt fólk þar við störf.InLove
allt virtist vera í orden, nema ég gat ekki tengst internetinu.
Tæknimennirnir ætluðu að kanna hvað gæti verið að.
Um 3 leitið hringdi þessi óþolinmóða, fékk að sjálfsögðu einn
af þessum sætu strákum í síman, auðvitað eru þeir allir sætir.

það sem kom í ljós eftir svolitla vinnu á milli okkar,
með tölvuna að vopni, var að ég væri með brotin eldvegg.
hann lóðsaði mig í gegnum það að loka honum svo að það
væri hægt að komast inn á netið.
þetta er bara heilmikið mál fyrir þá sem eru svona asnar
eins og ég í innvolsi tölvunar.
Eins gott að maður skilur ensku.

Hefði getað kysst hann þessa elsku í gegnum síman
alla leið til Reykjavíkur er ég sá forsíðu mbl.is birtast á skjánum.

Auðvitað verð ég að fá mér nýjan eldvegg, vitið þið hvað eldveggur er?
Ég vissi það ekki, og spurði eins og fáfi, það er vírusvörn.
Þá vitið þið það þau ykkar sem ekki vissu neitt frekar en ég.

Nú vitið þið hvar ég hef verið, slítandi niður parketið svo það er núna
tilbúið fyrir lökkun.W00t
                                        Knús kveðjur
                                           Milla.Heart


Fyrir svefninn.

Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður hélt eitt sinn
miðdegisverðarboð fyrir Íslendinga á heimili sínu
í New York.
Eftir borðhaldið settust karlmennirnir inn á skrifstofu
vilhjálms, og fer hann að lýsa fyrir þeim
lifnaðarháttum sela í norðurhöfum.
,, Fyrst koma urturnar á vorin, og svo koma
brimlarnir á eftir þeim upp á ísinn og öskra á urturnar.
--Ég held annars, að ég geti líkt eftir þessu hljóði,"
segir Vilhjálmur og rekur upp ámátlegt öskur.
Þá opnast skrifstofudyrnar og inn gægist eiginkona
Vilhjálms og spyr:
,, Varstu að kalla á mig, Villi?"

Fjöllyndi.

                   Mörg er vist og víða gist,
                   varir þyrstar, dans og læti.
                   Ein er kisst og óðar misst,
                   önnur flyst í hennar sæti.
                                   Þormóður Ísfeld Pálsson.

Eitthvað má að öllu finna.

                  málgar konur, brekótt börn
                  bændur gera feiga.
                  Þó er nóttin þrautagjörn
                  hjá þeim, sem hvorugt eiga.

                                             Guðm. Friðjónsson.

                                                         Góða nóttSleeping


Hvað þarf að gerast? Til að eitthvað gerist.

Ég er orðlaus, en ætla nú samt að opna munninn.
er ekki komið nóg? hvað þurfa margir að deyja eða limlestast
til að tekið verði á vegamálum hér á landi yfirhöfuð.
Einhver sagði í morgun að líklegast væri slysagildra við
Voga afleggjara. HALLÓ!!! hvenær var það vafamál,
eins og um marga aðra vegakafla má segja.
Ekki er ég að segja að öll slys séu vegum að kenna, mörg eru
líka ökufærni ökumanna að kenna, það telst ekki vera góð ökufærni
ef menn aka ekki eftir aðstæðum.
Hitt er svo annað mál að Reykjanesbrautin er stórhættuleg og
hef ég það eftir suðurnesjabúum að þeir veigri sér við að fara brautina
nema gott veður sé, og er það orðið slæmt, er fólk þorir ekki brautina
vegna slysagildrulagna sem vegagerðin ber ábyrgð á.
það verður að gerast eitthvað í þessum málum og það strax.
                 
Ég bið góðan guð að vera með fólkinu og að það nái sér.


Fjármálaráðherra, hann telur!.

Hann telur það ekki skynsamlegt af atvinnubílstjórum
að halda mótmælum sínum áfram,
Hægan Hr. Árni, er eitthvað skynsamlegt sem þið gerið?
Menn eru bara að leita réttar síns, en þá er best fyrir þá
að haga sér vel, annars hvað?
Nú þeir fá bara á sig sektir eða hvað.?

Hr Árni talar um að það verði ekki að vænta neinna breytinga í
þeirra hag fyrr en jafnvel á næsta haustþingi.
Eitt er á tæru að þeir þurfa ekki svona langan tíma til að
breyta einhverju sem er þeim í hag.

Haldið áfram strákar þið eruð bara flottir og á réttri braut.


mbl.is Búist við að bílstjórar fjölmenni á Hlemm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Kæru bloggvinir hef nú ekki mikið kommentað
í dag, en lofa bót og betrun.
Í kvöld ætla ég að færa ykkur ljóð eftir góðan mann.
þetta er ástar ljóð og getur bara átt við um bæði kynin.

                  Hljóðum skrefum ýlfur úlfsins vaknar
                  í eldingu mannsins er missti og saknar
                  draumsins er í björtum logum brann
                  í biblíusögu um konu og mann

                  Í spegli andans býr draumadísin mín
                  er döggvotum augum sýndi mér gullin sín,
                  og um litla stund var ást okkar eitt
                  ekkert í þessum heimi brann jafn heitt.

                  Hennar ásýnd fegurðar faldi leyndarmál
                  er féllu sem ljósir lokkar inn í mína sál,
                  og laufi prýddur líkaminn hvíslaði hljótt:
                  ,, Hjarta mitt er þitt í nótt."

                  En vitrun næturinnar deyr í dögun
                  líkt og draumur er skiptir um lit og lögun,
                  og hverfur sem einmanna varúlfur inn í næstu nótt
                  til að nærast, elska og ýlfra í ótt.

                                  Arnoddur Magnús Valdimarsson.
                                                                        Góða nótt.Sleeping

Vitið þið hvað gleði er.?

Þegar ég var að tala um vinskap og gleði hér um daginn.
þá varð gleðin alveg útundan.
Gleðin byrjar um leið og við fæðumst, og ef við eigum góða
æsku þá heldur gleðin áfram, að sjálfsögðu með smá hnökrum af og til.

Unglingsárin færast yfir með allri sinni gleði, sorg, ósætti við foreldrana,
manni  finnst þau svo leiðinleg, gamaldags og þau eru nú bara ekki inn.
Það kannast allir við það. þó maður elski þau álveg í botn.

Nú svo rennur upp stóra stundin, maður er búin að finna þann rétta,
Guð hvað maður varð glaður, í tilhugalífinu er yfirleitt allt svo gott og
æðislegt, og þó það væri eitthvað að og maður væri ekki mjög
glaður á stundum veifaði maður því í burtu, og tók gleði sína aftur
enda þurftu þeir ekki annað en að kiða sér svolítið upp við mann,
Umm elskan er ekki allt í lagi, Ég elska þig, þú veist það.
Bráðnaði maður og var bara góða stelpan, því ekki mátti
andmæla þeim.

Börnin komu hvert af öðru og ætíð var maður jafn glaður, og
manni fannst að allir ættu að vera glaðir í kringum mann.
Nei það var bara ekki þannig, og ætíð hafði hann það af að slá á gleðina.

þegar búið var að beita mann andlegu og líkamlegu ofbeldi í langan
tíma, gat maður nú lítið sagt nema að fá á kjaftinn,
og þó maður segði ekki neitt,
og  vissi ekki af honum þá lá maður bara allt í einu í gólfinu,
og það var búið að lemja mann.

Lífið gekk sinn vanagang, börnin skýrð og fermd.
eignuðust sjálf maka og börn og flugu úr hreiðrinu.
Loksins er maður gerði sér grein fyrir því að maður gæti ekki kennt
manninum að lifa í gleðinni og kærleikanum,
og löngu hættur að elska eða bera nokkra virðingu fyrir honum,
þá liðu samt mörg ár þar til maður þorði að klippa á sambandið.
Því manni var ætíð hótað, en geðveikin var orðin slík að manni
var ekki vært.

Í öllu þessu hélt maður gleði sinni, hvernig gat maður það?
Jú kærleikurinn til barna,ættingja og vina var svo sterkur að
maður hélt gleðinni þó það væri harla erfitt á stundum.
En maður var hvort sem er búin að halda dampi í 27 ár.

Í dag er maður óendanlega glaður, búin að vinna vel í sínum málum.
og maður á bestu fjölskyldu í heimi.
Ég er guði þakklát fyrir líf mitt.  Lifum í gleðinni.


Ég mundi nú byrja á því að flytja.

Það væri reynandi fyrir manninn að flytja, þá mundi hann
komast að því hvort þetta væri árás á hann sjálfan eða
Lóðina sem hann býr á, kannski vilja þeir byggja sér hús
á henni, það yrði nú spennandi að sjá hvernig það liti út.

Aumingja maðurinn heldur að hann sé skotmark geimvera,
en ef svo væri, þá væru þær löngu búnar að klára þetta dæmi,
vegna þess að þær eru örugglega miklu greindari en við.
Með fullri virðingu fyrir okkar greind að sjálfsögðu.

En hvað vitum við eiginlega um himingeyminn.?
Akkúrat ekki neitt.
                                 Góðar stundir.


mbl.is „Fimm loftsteinar eru ekki tilviljun"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Guðmundur á Miðengi í Grímsnesi var dugnaðar-bóndi
og efnamaður. Hann var manna rólyndastur.
Kvennhollur var Guðmundur talinn.
Einu sinni kom kona hans að honum í óþægilegu
ástandi með vinnukonu á heimilinu og varð þá hvassyrt við
bónda, eins og von var.
Þá varð Guðmundi að orði:
,, Ekki má nú mikið á Miðengi."

Fyrirheit.

                  Leiðist mér og líkar ei
                  að lifa meðal varga.
                  Aftur geng ég, er ég dey,
                  og ætla að drepa marga.

                                    Andrés Björnsson.

Góð nýjung.

                þegar mér er lífið leitt,
                lifi á hæpnum vonum,
                Þá veit guð ég þrái heitt
                þjóðnýting á konum.

                                    Lúðvíg Kemp.

                                                 Góða nótt.Sleeping


Maður fær nú bara æluna upp í háls.

Að konan skyldi geta sýnt þetta siðleysi, eigandi tvær telpur fyrir.
það er ekki eins og hún sé eitthvert unglamb.
Og pabbinn hann hlýtur að vera stórskrýtin annars hefði hann
haldið aftur af sínum losta.
Það er hreint ekki í lagi með þetta fólk, og hvað segja þau síðar við
sitt barn, það mundi hljóma svona: ,, Sko hann pabbi þinn er líka
afi þinn," það var nefnilega þannig að við réðum ekki við
lostafullar langanir okkar í hvort annað, og þess vegna varst þú til.
Og svo biður þetta fólk um skilning.
Mér finnst þetta hreint og beint ógeðslegt í alla staði.
Guð hjálpi stelpunum.
mbl.is Feðgin sem eiga barn saman biðja um skilning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið að gera, / en látum það vera.

                Hann er jú forsætisráðherra Íslands
Svo það er nú ekkert skrýtið að það sé nóg að gera hjá honum.
Og tímalausir eru þeir með afbrygðum þessir menn, hér áður og fyrr,
þótti það nú bara sport að vera sem lengst í ferðum, taka sér smá frí
í leiðinni, en það er nú liðin tíð, enda upprunnin einkaflugvélatíminn.
Hefði nú alveg skilið að það þyrfti að taka einkavél innanlands í
Svíþjóð, innanlandsflug þar er afar hægfara, eða þannig.
en það hefði verið hægt að fara með áætlunarvél héðan.

Merkilegt með okkur Íslendinga, þegar árar verst hjá okkur,
þá þurfum við að láta mest á okkur bera.
Við höldum víst að það gangi í augun á ráðamönnum annarra þjóða,
en það er mesti misskilningur.

Það er allavega gott að enginn annar ráðherra er að fara með
honum, þá mun allavega heyrast í honum.
                          Góða ferð.


mbl.is Forsætisráherra á ferð og flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Blaðamaður nokkur var giftur skapstórri konu.
Þegar hann fékk sér í staupinu, sem oft bar við,
lentu þau hjón stundum í handalögmáli, og kom
blaðamaðurinn oft hruflaður undan konunni.
Starfsbræður hans vissu þetta.
Einu sinni kemur hann rispaður á annari kinninni
niður á skrifstofu.
,, Hvað er að sjá þig, maður!" segja félagar hans.
,, Því ertu rispaður á kinninni?"
,, Ég skar mig á rakvél,"svaraði blaðamaðurinn.
Í þessu er hringt í símann, en það var þá kona hans
og vill fá að tala við mann sinn. sá sem svaraði símanum
réttir blaðamanninum heyrnatólið og segir:
,, Gerðu svo vel! Rakvélablaðið er í símanum."


Dönsk Bulla réðst eitt sinn á Árna Pálsson.
þá kvað hann:

                       Ein mig bullan áherjar,
                       erkileiður fjandi.
                       Bölvaðir séu Baunverjar
                       bæði á sjó og landi.

                                         Góða nóttSleeping


Vinskapur og gleði.

Það er afar misjafnt hvernig við skilgreinum þessar
gjafir, að hafa fengið að eiga vinskap og gleði í sínu lífi.
Þegar maður er barn á maður fullt af vinum og er alltaf glaður
það er að segja ef allt er í lagi í kringum okkur.
Þegar maður byrjar í skólanum eignast maður fullt af því sem við köllum vini,
en svo minkar þessi hópur með tímanum og við förum að skilja það,
hvað það er að eiga vin í raun og veru.

þegar ég var unglingur eignaðist ég vinkonu sem mér þótti mikið til koma,
Við vorum vinkonur þar til við vorum báðar búnar að eignast börn og
farnar að búa. svo er það nú einhvernvegin þannig að maður fer út og suður
og það verður minna um að fólk hittist, sem er að sjálfsögðu afleitt.
En alltaf ber ég hlýjar tilfinningar til þessara gömlu vina minna.

Ég var svo lánsöm að eignast góða vinkonu, í Sandgerði þar sem ég bjó
í 27 ár og var alltaf gaman hjá okkur við komum við hjá hvor annarri á
hverjum degi. Hún Magga mín var yndisleg kona og finn ég ennþá fyrir
miklum tengslum við hana, en hún dó fyrir mörgum árum síðan.
Það tók ekki marga mánuði fyrir skrýtna sjúkdóminn að taka hana frá okkur,
við vorum eiginlega upp á hvern einasta dag hjá henni þar til yfir lauk.
Ef það er hægt að tala um yndislegan tíma undir svona kringumstæðum,
þá var það þessi tími, því það voru allar vinkonurnar og systur við sátum og
prjónuðum, saumuðum, sögðum sögur og brandara.
Systur hennar sáu yfirleitt um að gera henni til góða fyrir svefninn.


Um ári seinna fór Begga systir hennar úr sama skrýtna sjúkdómnum
sem þið eruð nú örugglega búin að sjá út hver er: ,, krabbamein".
Rúna góð vinkona okkar og sú sem annar tvíburinn minn er skýrð í höfuðið á
fór líka um svipað leiti. Það var mikill missir af þessum konum.
Svona djúpa og góða vinkonu hef ég ekki eignast síðan.

Auðvitað hef ég eignast vinkonur og ætla ég ekki að vanmeta þær.

En svo gerðust undur og stórmerki,
ég fór að blogga og var smátíma að komast inn í það, en það gerðist
það sem ég taldi ekki mögulegt að maður myndaði tilfinninga-tengsl
við marga af sínum bloggvinum, og það afar sterk tengsl.
Ætla ég ekki að útskýra það nánar.
Þeir sem skynja þetta vita hvað ég meina.
                           Takk fyrir mig og góðar kveðjur.
                                         Milla.

Strákarnir okkar.

Það er nú hreint út sagt eina svarið sem sem
ríkisstjórnin á við þessum frábæru aðgerðum strákana okkar,
það er að sekta þá bara, þeir halda að ef þeim mæti
valdstýring í formi sektar gefist þeir hreinlega upp.
Nei nei, þeir eflast bara við það.

kröfur atvinnubílstjóra séu geggjaðar, hægan, hægan
hvað með kröfur sem gerðar eru á flutningabílstjóra?
Ég mundi nú leggja til að þeir mundu bara stoppa þar
sem þeir væru staddir, er þeir eiga að hvílast, hvar svo
sem það væri.
Eru það ekki kröfur sem ríkið gerir á þá?.

Og ég er svo hjartanlega sammála strákunum að ríkið
er ekki að bjóða hvorki þeim eða öðrum landsmönnum
ökufæra vegi, vegakerfið er til skammar, enda ætíð,
að mínu mati verið unnið fyrir aftan afturendann á sér.
Því það getur ekki verið að það sé gert gott skipulag
yfir framkvæmdir, þegar stöðugar breytingar eru gerðar
á skipulaginu.
Það væri löngu komið gott vegakerfi á Íslandi hefðu
ekki farið peningar út og suður og í eitthvað sem engin veit hvað
er nema felunefndin, aldrei fáum við að vita neitt.

Og endilega þið sem stjórnið þessu svokallaða velferðarríki
okkar, komið nú út úr glerhúsinu, opnið augun fyrir vandanum.
Og fjandinn hafi það gerið eitthvað.
                                 Góðar stundir.


mbl.is „Við erum bara sektaðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Áttræð kerling kom til læknis á Akureyri.
Hún sagðist ekki vera komin vegna sjálfra sín,
heldur vegna þess, að eitthvað hlyti að vera að
bónda sínum.
Hvernig lýsir það sér?" spyr læknirinn.
,, það er nú ekki svo auðvelt að tala um það,"
segir kella hikandi. ,, En það er bara engu líkara
en hann sé orðin náttúrulaus."
,, Og hvað er hann orðin gamall?" spyr læknir.
,, Áttatíu og þriggja ára, eins og ég," svarar sú gamla.
,, Og hvenær fór fyrst að bera á þessu?"spyr læknirinn enn.
,, ja það var nú í gærkveldi,"segir hún, ,, og guð má vita,
að það var líka í morgun."

Þessa bragaþraut ( oddhendu) gerði Tómas Guðmundsson
um frænda sinn, Gunnar frá Selalæk:

                   Gunnar selur gerir svo vel
                   að ganga með deliríum
                   Í svarta éli suður á mel
                   hann situr í keliríum.

Andrés Björnson var á gangi á löngulínu í Kaupmannahöfn
og sá þar aldraða vændiskonu.
Kvað hann þá vísu þessa:

                  Fingralöng og fituþung
                  fær nú öngvan Kella.
                  Hringaspöng var áður ung
                  útigöngumella.

                                Góða nótt. Sleeping


Heilinn tengir áhættu í fjármálum við kynlíf.

Spennandi þessa nýa heilaskimunarvél, hægt að rannsaka margt með henni.
Eins og til dæmis rannsóknin á karlmönnum þar sem kom í ljós hvað menn
eru í raun að hugsa þegar þeir taka áhættu í fjármálum: ,, Kynlíf".
Æsandi myndir örvuðu virkni á sömu svæðum í heila karlmanna og verða
virk þegar áhætta er tekin í fjármálum.

Stórundarlegt! það er nú ætíð sagt að þeir hafi stærri heila en við konur,
hélt ég þá að það væru ekki margföld virkni á eitt svæði, en kannski er
þessu öfugt, já það eru sem sagt við konur sem eru með stærri heila.

Áhugavert þetta með að það sé tenging á milli kynlífs og græðgi,
og megi rekja það þúsundir ára aftur í tímann,
það sannar nú bara regluna að karlmenn hafi ekkert breyst í aldanna rás.

Það er talað um að á Íslandi sé það reglan að fyrst þurfi karlmaðurinn
að afla peninga og ná völdum, síðan væri hægt að snúa sér að
því að ná sér í konu.
En að mínu mati er það mun algengara að fólk fari að vera saman,
jafnvel að konan vinni og eignist jafnvel börn,
meðan maðurinn er að mennta sig, síðan þegar allt er farið að ganga vel,
þá fær karlinn sér aðra konu.

En eitt enn, nú má rannsaka heila kvenna svo við getum gert samlíkingar.
                                             Góðar stundir.
mbl.is Heilinn tengir áhættu í fjármálum við kynlíf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við vitum að fiskur er bestur.

Ja hérna, eins og maður hafi nú ekki alltaf vitað það, en það er samt gott að vita það að konur geta stjórnað vitsmunum barna sinna með fiskáti. sem sagt ef maður vill eiga miðlungsgáfað barn þá borðar maður fisk tvisvar í viku, en ef maður vill fæða af sér ofurgáfað barn þá borðar maður bara fisk í öll mál.
Þetta er virkilega umhugsunarefni fyrir verðandi foreldra, hjálpi mér allir heilagir eins og maður hafi verið að hugsa um það á meðgöngum sínum, NEI ekki aldeilis. maður hafði nú helst ekki list á neinu,
og alls ekki fiski.
Omega 3. er tiltölulega nýtilkomið efni, sem ég til dæmis tek vegna þess að maður hefur alltaf vitað að allt úr fiski er holt, það þarf enga rannsókn til að sanna okkur það, og hvað segir okkur rannsókn á 341, mæðgum eða mæðginum, það er nú frekar lítill hópur.
En þeir mega leika sér að vild þarna úti þeir eiga örugglega nóga peninga í þetta sem við eru alin upp við að vita.
                          Góðar stundir.


mbl.is Fiskur gerir börnin greindari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Á ungmennafjelagsskemtun, er haldi var á Akureyri
um veturinn 1907. gerðu menn það meðal annars sjer
til gamans að strengja heit að fornum sið.
Lárus Rist strengdi þess heit, að synda yfir Eyjafjörð þverann.
Jóhannes Jósepsson strengdi þess heit, að halda velli sem
glímukóngur á Þingvöllum á þjóðhátíð þeirri, sem haldin var
sumarið1907 í tilefni af heimsókn Friðriks konungs Vlll.
Magnús Mattíasson strengdi þess heit,að fara upp á kerlingu við Eyjafjörð.
Þá stóð upp Þórhallur Gunnlögsson og segir:
>> Þess strengi ég heit, að lifa í 100 ár, en liggja dauður ella.<<

Jón Pálmason alþingismaður mætti manni á götu hér í Reykjavík.
Maðurinn sagðist þurfa að flýta sér,
því hann væri að fara á "Konur annara manna",
en verið var að sýna leikrit með því nafni í Iðnó.
Þá kvað Jón:
                       Flýti ég mér og fer af stað
                       fylltur glæstum vonum.
                       Ég hef keypt mér aðgang að
                       annara manna konum.
                                                     
                                Góða nótt.Sleeping


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband