Elstu börnunum refsað mest.
17.4.2008 | 07:24
Það má alveg vera að foreldrar refsi elstu börnum sínum mest,
þau eru kannski að fara eftir væntingum annarra, Til dæmis,
foreldra sinna.
Annars lætur þetta orð refsing mér illa í eyru,
á að þurfa að refsa börnum?, á ekki að vera nóg að tala við þau
og gera þeim skiljanlegt að, þetta og hitt sé ekki í boði,
og það á svo ekki að tönglast á því sama við þau endalaust.
Ég tel og hef séð það á mörgum heimilum,
að eldri börnin fá gott uppeldi, er svo þau yngri fæðast,
þá taka þessi eldri það mikið að sér að ala þau upp,
og þykir mér það afar ljúft á að horfa.
Í sambandi við það, að þessi yngri afvegaleiðist frekar,
er ég ekki sammála á Íslandi er þetta allavega og fer
eftir svo mörgu.
Góðar stundir.
![]() |
Elstu börnum refsað mest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fyrir svefninn.
16.4.2008 | 22:02
Huldufólkið í lambhúsakofanum.
Sigríður Nikulásdóttir, fyrri kona Sigurðar Breiðfjörð skálds,
eignaðist dóttur með Otta Jónssyni eftir að Sigurðu skildi
samvistir við hana. Hét hún Nikólína og andaðist hún
háöldruð nálægt aldamótunum síðustu.
Nikólína var mjög trúuð á álfa og allskonar vættarverur.
Eftirfarandi saga er eftir henni höfð.
Í jarðskjálftanum 1896 bjó Nikólína sem einsetukona
í lambhúsakofa skammt norður af Löndum.
Kvöldið sem hræringarnar byrjuðu, á fýlaferðum seint í
ágúst, var Nikólína sem unnið hafði að Fýlareyslu allan daginn,
nýlögst út af, þreytt og syfjuð,
búin að lesa bænirnar sínar og signa sig. Kom þá fyrsta hræringin,
sem eins og kunnugt er, var mikil.
Sagðist þá gamla konan hafa beðið fyrir sér, heitt og innilega,
í dauðans angist, því að hún var hrædd um að kofinn mundi hrynja
yfir sig áður en nokkur mennskur maður kæmi sér til hjálpar.
En í sömu svipan sá hún eins og opnaðist hlið í vegginn,
þó annars væri koldimmt í kofanum,
og leit hún þá gömlu huldufólkshjónin, er hún hafði oft orðið vör
við í kofanum áður og bjuggu þar í nábýli við hana.
Sátu þau við borð sátu þau við borð og var maðurinn að lesa húslestur,
því að þetta var gott huldufólk.
Tók hún þetta sem bendingu til sín um að hún gæti verið róleg,
og lagðist þegar aftur og sofnaði strax.
Hírðist hún síðan ein í kofanum, meðan jarðskjálftarnir gengu.
( Skráð af Sigfúsi M. Johensen).
Jón Magnússon steinhöggvari orti nokkuð.
Hann var ættaður úr landeyjum og var um langt skeið vinnumaður
hjá Þorsteini Jónssyni í Nýjabæ.
Jón var í hákarlalegum á jögtum, sem Þorsteinn átti í,
og var honum í einni legunnu lagt á herðar að annast eldamennskuna.
Þá kastaði hann fram þessari vísu:
Núna fékk ég náðar svar,
nú varð mjósi glaður
í káetunni krýndur var
Kokka lista-hraður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Vinsælast.
16.4.2008 | 15:28
það sagði ein vinkona mín í morgun að ég væri alveg
að verða fræg, (í gríni að sjálfsögðu)
en hún var að meina að ég væri að klífa vinsældalistann,
Ég fékk líka hamingjuóskir um að ég væri á mbl.is fyrir nokkrum mánuðum.
Var nú svo græn að ég hélt að ég væri ætíð þar, en þá var ég á einhverju
sem var sett sem vinsælast og rúlluðu þá nokkur blogg aftur og aftur
fram á forsíðu mbl.is
Fór ég í framhaldi af því að athuga þennan lista, og er hann nokkuð
góður, á forsíðu getur þú farið inn á vinsælast, heitar umræður og
bloggað um fréttir, flýtir það fyrir manni til muna, leiti maður af
einhverju sérstöku.
Ég fyrir mitt leiti huga aldrei að þessum vinsældarlista.
Blogga ég eingöngu um það sem mér dettur í hug, ef svo
einhver vill lesa það og kommenta þá er það bara gaman.
Ég segi nú eins og Ásdís vina mín á Selfossi;
við erum búin hér á bloggheimilinu að eignast góða og
skemmtilega vini, eiga með þeim súrt og sætt,
og vona ég að það haldi áfram í þeim góða tón sem gæst hefur hér.
Kærleikskveðjur til ykkar allra þarna úti.
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Minkarækt á Íslandi.
16.4.2008 | 11:44
Vitið þið hvenær Minkarækt hófst á Íslandi?
Minkarækt hafin
á Íslandi.
komnir hingað 75 minkar frá Noregi
13/1 1932. Í gær komu með Lyru 75. minkar frá Noregi.
Eru þeir í eigu nokkurra manna, sem hafa í hyggju að stofna
hlutafélag til loðdýraræktar.
Þessir menn hafa áður fengið sér 10. silfurrefi, og eru þeir
í Eldi á Hlöðum við Ölfusárbrú. Minkarnir 75. verða nú sendir
austur að Hlöðum. Með þeim kom norðmaður einn, Röd að nafni,
sem stundað hefur loðdýrarækt í mörg ár.
Á hann að annast loðdýrabúið þar eystra og kenna mönnum
þar hirðing og meðferð loðdýra.
Minkarnir eru í kössum, þrír í hverjum kassa, tvö kvendýr og eitt karldýr.
Öldin okkar.
Gaman að lesa þessar fréttir, man reyndar eftir refa og minkabúum
upp við Elliðavatn, skildi Óðalið á Vatnsenda hafa rekið þau bú?
Þau voru að sjálfsögðu yfirgefin, enda hefur það verið á þessum árum sem
refir og minkar sluppu auðveldlega úr búrum sínum, enda voru búrin ekki í húsum
á þeim tíma, eins og skylda er í dag.
Dýrin hófu þegar leit að heppilegu bæjarstæði fyrir sig og sína,
að góðra manna sið.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sorglegt en löglegt, því miður.
16.4.2008 | 09:01
Átta ára stúlkubarn og 28 ára gamall karlmaður.
Hrikaleg, en lögleg staðreynd í þessu landi sem við
þekkjum svo lítið til.
Að okkar mati er þarna um misnotkun að ræða,
sem er óskiljanleg er við hugsum til litlu stúlknanna okkar
sem hlaupa hér um og leika sér alla daga, frjálsar og glaðar.
Er kvenfólk þá ekki metið til neins annars en undirlægni
og misnotkunar á þessum slóðum?.
Það verður að skerpa á fræðslu um frelsi til handa þessum
stúlkum, að fólk skilji að þetta sé ekki rétt.
og þar verður alþjóðasamfélagið að koma til.
![]() |
Átta ára stúlku veittur lögskilnaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fjölþáttameðferð. þó fyrr hefði verið.
16.4.2008 | 06:44
Afar brýnt hefur verið í áraraðir að byggja upp slíka
hjálp fyrir fjölskyldur sem eru komnar í þrot,
það er eftir því sem stendur, algengt.
Ekki veit ég alfarið hvernig þetta virkar en bara vona
að þessi ná,skeið verði öllum til góðs.
Eitt er það sem er afar algengt í voru þjóðfélagi,
fólk leitar ekki eftir hjálp fyrr en það er komið í þrot,
og þá er vanalega komin upp svo mikil tregða, heift
og illindi á milli foreldra og barns að skemma er það
búið að gera, svo illviðráðanlegt er.
Því það er nú einu sinni þannig að foreldrar missa
þolinmæðina, oftar en ekki, segja orð sem særa og
gleymast ei svo glatt í ungu hjarta.
Ungviðið okkar eru bara lítil ungviði, sem þurfa
kærleik, aga, umbun og traust frá fæðingu.
Allir þurfa að fara á námskeið til að læra samskipti
bæði við fullorna og börn.
Það þarf líka að fara eftir því sem kennt er.
Því málið er við kunnum þetta allt,
bara mundum ekki eða höfðum ekki þolinmæði eða tíma
til að fara eftir því.
![]() |
Fjölþáttameðferð vegna hegðunarvanda barna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fyrir svefninn.
15.4.2008 | 21:16
Sagt upp úr bókinni sögur og sagnir
úr Vestmannaeyjum
Magnús Kristjánsson mormóni átti í nokkrum brösum við
Aagaard sýslumann, vegna þess að Loftur mormónabiskup
hafði gefið þau saman, hann og Þuríði konu hans,
en sýslumanni hafði ekki þótt sú athöfnin fara fram að lögum.
Um þær mundir orti hann þessa vísu um sýslumann:
Yfirvaldið sjóli sendi,
svo að laga þrætur endi,
aulaprik finnst ekki slíkt,
stjórn hann sína ei veit að vanda,
vitlaus jafnt til munns og handa.
Fé er jafna fóstra líkt.
Þessu svaraði Jón Magnússon Þannig:
Magnús Kristjáns mögur
margoft yrkir bögur,
en þó segja sögur,
að sumt hans vísni smíði
fá ei lof frá lýði,
en kölska her, kölska her, sem háðung ber,
hrósar slíkri prýði.
Eftirfarandi vísur eru úr vorvísum eftir Jón:
Sumarið færir fögnuð þann,
foldin grær og lifnar,
allt hvað hræra anda kann
endurnærir vorsælan.
Skýja mekkir skjótt án bið,
skvetta þéttum dropum,
grænar brekkur brosa við,
blómin drekka sólskinið.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Slefandi eins og óðir hundar.
15.4.2008 | 11:04
Héllt kannski að þeir væru vaxnir upp úr þessu greiin,
en ekki aldeilis, enn þá eru þeir slefandi eins og óðir
hundar á eftir lóðatíkum.
Einkasamkvæmi hvað kemur það þessum ósóma við?
Styrktarkvöld! HALLÓ! Er ekki hægt að halda þau
öðruvísi en að selja mönnum áhorf á nekt kvenna.
Enn ég er ekki búin að nálgast ástæðuna fyrir því,
Hvað fá þeir út úr þessu?
![]() |
Harðir á strippinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Var henni nauðgað eða ekki?
15.4.2008 | 08:25
Ung stúlka kemur inn á lögreglustöð og tilkynnir að
henni hafi verið nauðgað skömmu áður á skemmtistað,
síðan ákveður hún að kæra ekki.
Hvað gerðist hjá þessari ungu stúlku?.
getur verið að henni hafi verið hótað til að kæra ekki,
ef það hefur gerst þá mun hún vera í vondum málum
það sem eftir er ævinnar, og jafnvel halda áfram að vera
meðvirk undirlægja.
Ef henni hefur ekki verið nauðgað, en kærir samt nauðgun,
dregur kæru til baka, vegna þess að nauðgun átti sér ekki stað.
Hún í vondum málum með sálartetrið sitt.
Ekki er ég að rita neitt neikvætt um þetta mál, er bara að velta
fyrir mér hvað hefur gerst.
Vona ég að ungu stúlkunni eigi eftir að farnast vel í sínu lífi.
![]() |
Stúlkan ætlar ekki að kæra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Má hún ekki hvíla í friði.
15.4.2008 | 07:15
sál að hvíla í friði.
Marilyn Monroe var misnotuð frá unga aldri í þágu
karlmanna sem græddu á henni stórfé, hún fékk
örugglega aldrei að njóta sín, eins og hún vildi sjálf.
Þess vegna fór nú sem fór.
Og hver segir að þetta sé hún á myndbandinu?.
Við sem krefjumst þess að andlegt og líkamlegt ofbeldi
hætti, ættu að hugsa svolítið um, hvernig þessi kona
var tekin barnung og sett í það mót sem þeir vildu.
Hvað er það annað en ofbeldi.
![]() |
Kynlífsmyndband með Monroe |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fyrir svefninn.
14.4.2008 | 20:06
Hafísinn.
Í júní mánuði árið 1888 kom svo mikill hafís í Vestmannaeyjar,
að öll höfnin og flóinn fylltust af ís.
Kaupskipin voru þá komin með vorvörurnar og lágu á höfninni,
en ekki varð komist um borð í þau, nema gangandi á ísnum.
Hrannaís lá þá austur með Söndum og íshella við Dyrhólaey.
Var ísinn svo mikill og þéttur, að ekki varð komist á sjó í
Vestmannaeyjum, og horfði til hinna mestu vandræða
vegna bjargarskorts.
Guðrún Pálsdóttir yngri var þá enn á lífi og átti heima í
tómthúsinu Kuðung. Var hún talin mesta ákvæðaskáld,
ef hún vildi það viðhafa.
Í vandræðum sínum kom mönnum nú saman um að leita
til Guðrúnar og fá hana til að yrkja á móti ísnum og
reyna að flæma hann burtu.
Til fararinnar urðu þrír af bestu mönnum, sem þá voru í Eyjum,
og höfðu þeir með sér fulla brennivínsflösku,
því að þeir vissu, að Guðrúnu þótti sopinn góður,
Lét Guðrún til leiðast og orti hún þrjár vísur, og lét þau
orð fylgja, að ísinn mundi verða horfinn eftir þrjá daga.
Vísur Guðrúnar eru á þessa leið:
Á engla safni er enginn stanz
oss við föllum styðja,
guðs í nafni græðarans
göngum öll að biðja.
Æ, vér stöndum öll í nauð,
í einu hljóði það er,
aftur sendu okkur brauð,
adda, góði faðir.
Hæst í standi herrans að
helgan fyrir soninn
blíð í anda beri það
bænin, trúin, vonin.
Brá svo við, að þegar tók að losna um ísinn og var hann
allur horfin eftir þrjá daga, svo að menn gátu aftur komist
á sjó og aflað björg í bú.
( Sögn Sigurður P. Oddssonar.)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Flugdagur á Sandskeiði.
14.4.2008 | 12:28
18/7 1938. Úr Öldinni okkar.
Í gær var haldinn fyrsti flugdagur hér á
landi. Fóru flugsýningar fram á Sandskeiðinu ofan við
Lögberg við Reykjavík.
Til flugsýninganna var vel vandað af forgöngumönnum
flugmála. Veður var hagstætt og sótti sýninguna fjöldi fólks.
Agnar Kofoed-Hansen setti flugmótið en Skúli Guðmundsson
samgönguráðherra flutti ræðu.
Síðan hófust flugsýningar og voru þær margvíslegar.
Sviffluglíkön voru látin fljúga, renniflug sýnt, listflug sýnt
á svifflugum og vélflugum og að síðustu var áhorfendum boðið
í hringflug.
Mikla athygli vakti listflug Þjóðverjans Ludwigs.
Flugmótinu var lýst í útvarp frá Sandskeiðinu.
Á sýningu þessari voru átta flugtæki, tvær flugvélar
og sex svifflugur og renniflugur.
Það hefði nú verið gaman að upplifa fyrsta Flugmót Íslands,
en það er ekki á allt kosið þegar maður var nú ekki einu sinni
fæddur, hvað þá uppalin, en ég varð nú svo lánsöm að
upplifa eitt skemmtisumar á Sandskeiði,
kom ég þá aðeins við svifflugið það var afar spennandi.
Síðan um haustið fór ég erlendis í skóla, og þar með var
það gamanið búið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hafið þið heyrt það?
14.4.2008 | 09:54
Einu sinni, er nóg, en tvisvar á stuttum tíma er of mikið.
Komst ekki inn á bloggið í morgun, fékk moggann upp,
en ekki nánari fréttir eða bloggið.
Sætti mig svo sem við það hafði nóg að gera, þið vitið,
þessi yndislegu tiltektarstörf og eftir að vera búin að taka baðið,
þurrka af svona hist og her þá er engillinn núna að rykssúga allt,
og þessi elska byrjaði á tölvuverinu svo ég gæti byrjað á
vinnunni minni eins og hann kallar það.
Hér var margt um manninn um helgina ég ekki heima á laugardaginn,
þess vegna þarf að laga til.
Til með að segja ykkur einn góðan, litla ljósið mitt hún Aþena Marey
kom í gær ásamt Ljósálfinum mínum henni Viktoríu Ósk,
Sú litla/stóra vakti um leið frænkur sínar og það var farið í fíflaleik,
ég segi, þið eruð nú meiri villingarnir, sveim mér ef þú ert ekki meiri villingur
en hún frænka þín, þá kemur frá þeirri litlu, nei amma! ég er ekki villingur,
ég er snillingur, og mamma og pabbi eiga snillinginn en þú átt ljósið.
Vitið þið hvenær kornrækt byrjaði á Íslandi?
Allavega stendur í Öldinni okkar 1938.
Kornræktin
á Sámsstöðum.
1/11. Starfsemin á Sámsstöðum gekk ágætlega í sumar.
Hefur Klemens tilraunastjóri skýrt frá því í viðtali, að hann
hafi haft korn á 7 hekturum lands. Varð uppskeran samtals
137 tunnur af byggi, höfrum og rúgi.
Þá vitið þið það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fyrir svefninn.
13.4.2008 | 20:05
Jón hét bóndi, er bjó að Tréstöðum í Glæsibæjarsókn
og var kallaður Jón ríki. Hann var hæglátur hversdagslega
en sinkur fram úr hófi.
Á konu sinni, er Guðrún hét, sat hann mjög,
og skammtaði henni úr hnefa til hvers dags, taldi spaðbitana
og tók smérið af strokknum í hvert skippti, og allt eftir þessu,
en hún var að náttúrufari greiðakona við þurfalinga.
Loks kom að því, að dauði hennar nálgaðist,
og lagðist hún södd lífdaga.
þegar hún var aðframkomin og einmanna, bað hún um
að kveikja ljós hjá sér, en þá sagði Jón ríki:
,, Ljós!Hvað hefur þú að gera við ljós, stúlka?
Dimmra verður á þér, stúlka!"
Slæmt innræti.
Víst mun Helgi vinsemd eiga fárra,
Væri'ann metinn eftir dyggðum sönnum.
Útlitið er innrætinu skárra,
og er hann þó með skuggalegri mönnum.
Loftur Guðmundsson.
Storminn lægir.
Nú hefur storminn loksins lægt,
ljúfur samin friður.
Yfirsængin hægt og hægt
hreyfist upp og niður.
Stefán Stefánsson.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Bloggvinahittingur á Bláu Könnunni á Akureyri.
13.4.2008 | 10:13
Ég fór í alveg yndislegu veðri til Akureyrar í gær.
Það er nú svo sem ekki í frásögu færandi, að fara til
höfuðstaðs Norðurlands, þar er maður æði oft,
en í þetta skipti var ég að fara að hitta bloggvinkonur,
sem búa norðan heiða.
Fyrst álpaðist ég aðeins inn í Antik búð, sem nefnist því
skemmtilega nafni Frúin í Hamborg.
þar hitti ég krakka frá Ísafirði sem ég þekki og var mér
kærast að hitta Söru Rós, en hún er vinkona tvíburanna minna.
Þau voru á Akureyri vegna söngvakeppni framhaldsskólana.
Síðan lá leiðin á kaffihúsið Bláu könnuna, sem ég mæli með að allir
sæki heim, þar er frábær þjónusta, kaffidrykkirnir bara flottir og
meðlætið fram úr öllum vonum, Og það kostar sama og ekki neitt.
Ég meina þetta, Swiss mocka og grænmetisbaka/með salati og sósu
kostaði 1190.krónur. Takk fyrir mig.
Ég var fyrst á staðinn, síðan kom Huld og þekkti ég hana strax,
síðan hver af annarri og þetta var bara æðislegt.
Huld sá um þennan hitting og var nú verið að þreifa sig áfram,
en einhverjir urðu útundan og heyri ég það á karlbloggvinum
að þeir hefðu viljað vera með. Auðvitað þið verðið bara með næst.
Þeir sem búa fyrir sunnan, vestan, austan og allstaðar þar á milli
verða bara að láta vita af sér er þeir koma norður, og veit ég
nú þegar um nokkra sem ætla að koma í sumar.
Ásdís mín og hennar húsband ætla að koma, enda hún frá Húsavík.
Róslín, mín uppáhaldsstelpa kemur pottþétt, er til Húsavíkur kemur,
og vonandi hittir maður fleiri með tímanum.
Takk fyrir mig í gær stelpur, eigum eftir að hittast oftar.
Kærleikskveðjur. Milla á Húsavík.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fyrir svefninn.
12.4.2008 | 21:35
Prestur var að útskýra fyrir barni dæmisöguna
um hin góða hirðir og spyr:
,, hvað gerir hinn góði hirðir við hjörð sína?"
,, Hann rýir hana, meðan hún lifir", svaraði barnið,
,, drepur hana svo og étur".
Stúlka var spurð að því, hvort hún hefði verið gift.
,, Ónei", sagði hún.
Eiginlega hef ég aldrei gifzt,
en ég hef verið tvö sumur á Siglufirði".
Maður kvað um barnsmóður sína og barn:
Undan rennur öldruð taus
illan meður kurinn.
Eftir skoppar laggalaus
litli hlandkoppurinn.
Guðrún Pálsdóttir (skálda) kvað:
Ýmsum blöskrar ólætin,
þá elta kýrnar bola,
en Stakkagerðis stóðmerin
stertrakaðan fola.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Alveg undrandi yfir framgöngu mála.
12.4.2008 | 07:31
og þurfandi börnum að læknar séu í rifrildi við TM.
Af hverju þurfa þeir ætíð að standa í ströggli við TM:
Af hverju er ekki hægt að semja áður en til þessa
ástands kemur.
Það er ekki forsvaranlegt að fólk skuli vera hreinlega
að missa allt sitt, vegna þess að það vill gera allt sem
það getur fyrir barnið sitt.
Því miður veit ég dæmi um svona mál, og mátti þakka fyrir að
öll fjölskyldan splundraðist ekki.
Svo er annað. búið er að ákveða að það komi húsaskjól fyrir
20. manns á vegum ríkisins, næstu þrjú árin, já þið lásuð rétt,
næstu þrjú árin. undur og stórmerki gerast,
og heimilislausir hrópa húrra fyrir þessari himnasendingu,
og sofa ánægðir úti undir berum himni, að vanda,
en nú með stjörnur í augunum, yfir ljósinu sem var verið að færa þeim.
Ég hefði haldið að það þyrfti úrlausnar strax, og það helst í gær,
en ég er nú svo græn að halda jafnvel að margir af þeim heimilislausu
falli frá áður en eitthvað gerist í þeirra málum.
Bót í máli er að þeir falla frá okkur með ljósið í augunum.
Hjarta mitt grætur yfir þeim sem sitja í Glerhúsinu.
Þeim er vorkunn að sjá ekki út úr því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mikilvægur fundur, eða hvað?
12.4.2008 | 07:07
Ég er ekki alveg að skilja mikilvægi þessa fundar á
milli þeirra Ingibjargar og Condoleezzu.
Þær lögðu áherslu á samstarf kvennautanríkisráðherra,
Ja hérna er ekki bara nauðsynlegt að það sé gott samstarf,
á milli allra utanríkisráðherra þeirra landa sem vinna saman .
hvort sem það eru konur eða karlar.
Síðan talaði Condoleezza um það góða samstarf sem verið hefði
á milli þjóðanna, þar átti hún að sjálfsögðu við varnarmálin.
Trúlega hefur Ingibjörgu ekki liðið vel með þau orð, og þó,
hún er komin í stólinn.
Að mínu mati eru svona fundir sýndarmennska á háu stigi,
en sýna okkur að sjálfsögðu hæfni sína á diplómatískum
umræðum, en ekkert kemur annað markvert út úr þeim,
Þó sagt sé að þeir séu afar gagnlegir.
![]() |
Utanríkisráðherra fundar með Condoleezzu Rice |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir svefninn.
11.4.2008 | 20:48
Ólafur kaupmaður kemur inn í skrifstofu til
kunningja síns. ,, Mikið fjandi varstu fullur í gær",
segir kunningi Ólafs. ,, Lýður þér ekki illa?"
,, nei, mér líður ágætlega", svaraði Ólafur,
,, En konan mín er dálítið hás".
Þingmannavísa.
Þingmennirnir þutu á brott,
þegar tómt var staupið,
lögðu niður loðið skott
og læddust burt með kaupið.
Magnús Teitsson.
Um ástina.
Sæt er ástin, satt er það,
sérstaklega fyrst í stað.
Svo er þetta sitt á hvað
og súrt, þegar allt er fullkomnað.
Páll Vatnsdal.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Gaman að glugga í aldirnar okkar.
11.4.2008 | 15:29
Í internetleysinu í gær settist ég við bókaskápinn
og greyp öldina okkar, og lenti á 1931 = 1950.
fletti smá, rak þá augun í grein um furðulegan fréttaflutning
í Dönsku blaði. þetta varð ég nú að lesa.
,,Ekstrabladet" flytur gróusögur um fjárhag Íslands.
16/7. Esktrabladet í kaupmannahöfn hefur að undanförnu
haldið uppi hinum fáránlegasta fréttaflutningi frá Íslandi,
sem að vonum hefur vakið hér mikla athygli og all verulega
gremju.
Fyrir nokkru skýrði það frá því með stórum fyrirsögnum að
Íslenskt fjármála og atvinnulíf væri svo sjúkt og rotið,
að ríkið rambaði á gjaldþrotsbarmi. Væru lánveitendur þess,
einkum Englendingar, alveg að missa þolinmæðina.
Fullyrti blaðið að íslenska ríkið væri að reyna að taka
miljónalán í Danmörku og Svíþjóð, og stæði konungsheimsóknin
og íslandsheimsókn Th. Straunings forsætisráðherra Dana í
sambandi við þetta mál.
Blað þetta sem hefur stóran lesenda hóp,
þykir heldur óvandað í fréttaflutningi, og hefur það alloft komið fyrir,
að það hafi sagt furðusögur frá Íslandi, sem lítill eða engin fótur hefur verið fyrir.
Önnur dönsk blöð, einkum ,,Berlingske Tidende",
hafi mótmælt skörulega þessum fréttaburði.
Hefur það meðal annars haft viðtal við HARALD Guðmundsson
utanríkismálaráðherra, sem segir í viðtali þessu,
að hann vænti þess, að dönsk blöð ljái sig ekki til að dreifa
ósönnum og skaðlegum fregnum um íslensk mál.
Þetta fannst mér afar skondið að lesa, því nú er árið 2008,
og enn þá eru þeir að blessaðir Danirnir.
það skyldi þó aldrei vera að þeir hefðu minnimáttar-kennd
gagnvart íslendingum, ég held það bara.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)