Fyrir svefninn

Jæja eins og ég tjáði ykkur í dag þá fæ ég eigi að vera í minni
eigin tölvu er þær, englarnir mínir eru vaknaðar og það gerðu
þær klukkan þrjú, þá fengu þær sérmorgunmat, hádegismat og
eftirmisdagskaffi, sá matur sem varð fyrir valinu, var að sjálfsögðu
buff-afgangar síðan í gær.
Nú afi fór síðan með þær fram í  Lauga um fimmleitið.
Neró fékk að koma með.

Hann kom tilbaka með matinn sem Dóra var búin að kaupa til jólanna,
og látið ekki líða yfir ykkur, straujuð og fín rúmfötin sem þær ætla að nota
hér um jólin, vilja hafa sitt eigið, en það er sko bara 9/11, svo er verið að
tala um mig þó ég sé búin að öllu um miðjan.

Nú að því að ég elda ætíð fyrir 10 mans þá var afgangur í kvöldmat fyrir
okkur Gísla, enda bara ágætt því ég er orðin þreytt eftir daginn.
bakaði matarbrauð í dag og kryddbrauð til að gefa þeim með sér heim
þeim finnst það svo gott.

Það eru oft snjallar vísur í bændablaðinu,
og hér koma nokkrar.

                     Heppni.
Einhvern tíman á dögum holóttu veganna lenti bíllinn
hjá Bjarna Jónsyni úrsmið á Akureyri,
svo harkalega ofan í holu að konan hentist upp í bílþakið
og fékk gat á höfuðið.
Þá orti Bjarni:

            Aftur í bílnum Ólöf sat,
            ólmur hossast jeppinn,
            á hana er komið annað gat,
            alltaf er Bjarni heppinn.

                 Ljótur poki.

            Bjarni orti þessa líka.   

            Lífið er eins og ljótur poki
            sem lafir á snúru í norðanroki.
            Svo fyllist pokinn og fýkur tuskan
            og fer einhvern andskotann út í
                                               buskann!

Góða nótt og munið ljósin
  HeartSleepingHeart


Sunnudagur að morgni dags.

Ja hérna! Ef morgun skildi kalla, klukkan er að verða tíu,
undur og stórmerki gerast enn.
Haldið ekki að ég hafi sofið til níu, fór reyndar seint að sofa,
en það er nú engin afsökun fyrir þessari leti.
Þau voru hjá okkur í gær Milla mín og Ingimar með ljósin mín,
englarnir voru hér og eru búnar að vera alla helgina, maður veit
nú ekki mikið af þeim frekar en vant er nema ef við dettum inn í
umræður um einhver mál.

Í gær voru þær að kenna ömmu hægfara, ( sko að þeirra mati) á
Diggital myndavélina sem þær gáfu mér, en þær keyptu sér nýja í
Ameríkunni. Ég á sko rosa flotta og dýra myndavél með linsum og alles
en sko með filmu það er eigi nógu gott er maður er með tölvu og langar til
að setja  inn myndir.

Núna eru þær steinsofandi þessar elskur, Gísli minn farinn í göngutúr
í hellirigningu, en reyndar logni svo hann mun bara koma blautur heim
ekki veðurbarinn.
Ég er að hugsa um að fá mér bara sjæningu, þið vitið þetta hefðbundna
sem  maður gerir á  hverjum morgni.

En vitið þið að í hvert skipti sem ég opna blað sem hefur að geyma
mataruppskriftir þá er einhver vín ráðgjafi að ráðleggja vín sem passar
vel með þessari uppskrift, og er vínið nafngreint, er það ekki auglýsing?

Nei mér datt þetta bara svona í hug vegna dóms sem var að falla á
fyrrum ritstjóra DV vegna auglýsingar sem birtist í DV um Amarulla liqor
þeir fengu upphaflega 400.000 króna sekt, en Hæstiréttur hækkaði sektina
í 800.000. Jón Steinar vildi hinsvegar sýkna þá og láta kostnað falla á
ríkissjóð.
Nú les ég aldrei DV en mér fannst þetta skondið þar sem ég las þetta í
frétta blaðinu með tilliti til þess sem maður les í öllum blöðum sem snerta mat
Hafa þau einhvern sérsamning við lögin.
JA bara eins og svo margur annar virðist hafa.
Það er svo margt sem ég skil eigi í þessu þjóðfélagi.

Eigið góðan dag í dag.
MillaHeart                                                                                                                                                                                         


Fyrir svefninn

aþena

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi mynd heytir Bláu augun  og er af litla ljósinu hennar
ömmu sinnar.

Viktoría

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er Ljósálfurinn minn.

Tvíburarnir mínir






















Englarnir mínir, tekið á mæra-dögum í sumar.

Hér er búið að vera fjörugt og skemmtilegt að vanda er
fólkið mitt er hjá okkur, borðuðum saman í kvöld, og var
ég með buff og spælegg, bara upp á gamla góða mátann.

Góða nótt kæru vinir
MillaHeartSleepingHeart


Var ríkið að reyna að bjarga bankanum?

Eða voru þeir bara að henda okkar peningum er þeir settu
x marga miljarða inn í KB banka til að reyna að bjarga honum?

Voru þeir að þessu til að reyna að bjarga fjárhag viss hóps
manna og kvenna, hafa kannski haldið að það yrði friður
um alla gjörninga, er ró kæmist á, nei ekki aldeilis, fólk bæði
hér heima og erlendis vill fá sína peninga og við viljum fá
skýringar á öllum þeim sora sem hefur viðhafts hér á landi
undanfarin ár.

Merkilegt hvað þessir menn hafa lengi haldið að þeir kæmust
upp með allt sem þeim datt í hug, og þó, við erum svo meðsek,
hvernig? Jú við erum búin að kjósa þetta yfir okkur allar götur,
er búið er svo að kjósa, mynda ríkisstjórn, setjumst við í helgan
stein og sinnum eigi eftirlitsskyldu okkar frekar en aðrir sem áttu
að hafa eftirlit með bönkunum í landinu.
Við höldum nefnilega að ekkert sé hægt að gera fyrr en í næstu
kosningum. Regin misskilningur.

Ef einhverjir eru ennþá svo grænir að halda að botninum sé náð
þá vaknið til lífsins og þroskist.

Eigið góðan dag í dag
MillaHeart


mbl.is Sameinast gegn Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljós í myrkri.

  heartcandle.jpg


Á þessum skammdegisdögum er nauðsyn að birta og ylur kærleiks
og vinskapar streymi um nágrenni okkar. Við þyrftum nú strax að
hvetja alla til að byrja á því sem kallað er -Ljós í myrkri-.
Í fyrstu væri einungis lifandi kertaljós í einum glugga, falleg kveðja
til nágrannans.

Þetta er í raun byrjun á ljósaskreytingu aðventunnar en væntanlega
meir með hvítum ljósum sem síður eru tengd sjálfum jólunum. Stígandi
væri í þessu sem byrjaði á kertaljósi í glugga og endar í fallegum
velupplýstum gluggum í byrjun aðventu.

Látið þetta berast.

                      Á jökultindinum
                      lýsir bergkristallinn
                      langar leiðir
                      allt í kringum hann
                      svífa ljóðin
                      fjólublá
                      turkís rauð
                      í morgunkyrrð.

                      Við göngum
                      inn í ljósið
                      ljóðin
                      ljóðlýst
                      í tindinn.

Úr ljóðabók um Hvannadalshnjúk
Hallfríður Ingimundardóttir.
                                                  Góða nótt
.
HeartSleepingHeart


Betra er seint en aldrei.

Heyrt í sveitinni, ritar Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður
pistil um að hann öðru hvoru heyri um náttúrulegar lækningar
á mönnum og dýrum.
Hann minnist á að hvort sem er um inntöku ýmissa Elixíra þ.e.
samsuða ýmissa efna og jurtaseyða af öllum gerðum, eða þá
breyttum samsetningum á matarræði.
Í öðru lagi eru náttúrulækningar sem byggjast aðallega á breyttum
lífstíl, hreyfingu og ástundun heilbyggðs lífernis yfirleitt.

Hann minnist á hvað frakkarnir hafa ofurtrú á að Rauðvínið sporni
við því að þeir detti niður dauðir, einn góðan veðurdag.
Talar um að hann nýti sér þessa speki er hann kemur kannski of
ört heim með rauðvín að konunnar mat.

Þetta er nú að sjálfsögðu gletta hjá manninum. Eða er það ekki?


Hann talar einnig um að sumir bændur hafi prófað hinar ýmsu aðferðir
við hinum mörgu kvillum sem hrjá kúastofninn, með misjöfnum árangri,
og á stundum engum. Sumir gefa skít í slíkar kúnstir og kalla bara til
dýralækni.


Já mín skoðun er sú , eftir að vera búin að lesa læknisdóma alþýðunnar
síðan 1970, að ef þú ætlar að nýta þér þessar umræddu lækningar
þá getur það tekið tíma og þolinmæði, en oftast kemur bati fljótlega í ljós.
þeir sem ekki hafa tíma, reka sitt bú bara á hraðanum bjalla bara í dýra
og fína dýralæknirinn.
Ég tel nú á þessum síðustu og bara yndislegustu tímum að bændur
ættu að taka þetta í sínar hendur.
Kaupið bara Læknisdóma Alþýðunnar, sem ég veit nú ekki hvort að er
til lengur, en kannski er hægt að nálgast þessar upplýsingar
t.d. hjá bændasamtökunum, eða hvað?
Ráðin sem í þessari bók standa, duga, og kosta eiginlega ekki neitt
nema þolinmæði.

Þessi merka bók sem Kristján rakst á,  var gefin út 1962 af
D.C. Jarvis M.D. eftir að hafa numið til læknis fluttist hann til Barre
og stundaði þar sína sérgrein háls,nef, eyrna og augna-lækningar.

Þar fékk hann áhuga á því að nema sér kenningar Alþýðulækninga
sem urðu til þess að hann gaf út þessa bók til að miðla því sem hann
var búin að afla sér í áranna rás,
hann vildi síður að það færi með honum


Hann talar um að Húnvetningar hafi verið fikta með eplaedik við
júgurbólgu og væri nú fróðlegt að heyra af reynslu þeirra.

Já það væri gaman og annarra á landinu sem hafa notað þessar
Náttúrulækningar og fleiri sem í þessari fróðu bók stendur.
verð nú að segja að mér finnst það frekar neikvætt að tala um að
þeir hafi verið að fikta við, annað hvort er maður í þessu eða ekki.

Í kreppunni ætlar hann svo sannarlega að velja Rauðvínið, en eitt
skal ég segja ykkur að eplaedikið er bara miklu heilsusamlegra en
rauðvín.

Allir ættu að eiga þessa bók, það er að segja ef fólk hefur áhuga á
að bæta heilsu sína og dýranna sinna.
Svo hvet ég alla til að lesa Bændablaðið, það er bæði skemmtilegt og
fróðlegt
.

Mælt af munni fram.        Tekið úr bændablaðinu.


Bjarni Jónsson á Akureyri orti þessa vísu á krepputíma.


Hugarvíl og harmur dvín
er horfi ég á frúnna
hún er eina eignin mín
sem ekki rýrnar núna.

Bjarni mun einnig hafa ort þessa vísu.


Gleðinnar dyr

Gleðinnar ég geng um dyr
Guð veit hvar ég lendi
En ég hef verið fullur fyrr
og farist það vel úr hendi.

Eigið svo góðan dag í dag
Milla.
Heart


Fyrir svefninn.

Jæja góður dagur á enda runnin. Fórum á eyrina í dag,
byrjuðum á því að fara upp á dýraspítala til að kaupa hundafóður.
Þar sáum við einn af þessum stóru köttum sem geta orðið 16 kg
þessi var æðislegur, litirnir stórkostlegir og svo eru þetta bara
keli dýr, aldrei nein læti í þeim.
Vorum orðin svöng að því loknu, höfðum eigi mikinn tíma svo við
skelltum okkur inn á olis, fengum okkur take a way coffy og einhverja
brauðbáta, æðislegir., síðan með fötin í herinn og svo upp á spítala
ég inn á hlaupum orðin of sein, en það slapp til.
Allt kom afar vel út betur en síðast, ætli ég geti ekki þakkað breytta
lífsstílnum það ekki að hann taki frá mér fjandans fæðingargallann,
en hann bætir heilsuna sko lífsstíllinn.
Hjartalæknirinn minn var mjög ánægður með mig.
Ég var náttúrlega í skýjunum yfir þessu hrósi sem ég fjékk, sko
maður ætti nú eigi að fá hrós fyrir að halda í sér lífi, það ætti nú
að vera sjálfsagður hlutur.

Fórum síðan í Bónus að versla í bakaríið við brúnna í kaffi.
Og það er allt svo friðsælt á Eyrinni hjörtu út um allt og maður fyllist
gleði við að horfa á þau.

Brunuðum svo Austur í Lauga til að hitta englana mína það.
fengum sko kaffi hjá Kristjáni kokk og nýbakaðar gamaldags lummur,
ekkert er nú hægt að fá það betra, spjölluðum heil lengi fórum svo upp
til þeirra og stoppuðum þar dágóða stund.
Núa sit ég hér eins og ég hafi orðið undir valtara, úrvinda eftir daginn.
En hann var æðislegur að vanda.

                             Við Landsteina

                    Hve undurhægt vaggar bátur þinn
                    við landsteina eigin bernsku.
                    I mjúkum silkispegli,
                    bak við langa ævi,
                    horfist þú í augu við litla stelpu,
                    slegið hár hverfist  í leik smárra fiska,
                    í sólskini fljúga þeir á gullnum vængjum
                    inn í laufgrænan skóg.

                                                             Jón úr Vor.

Góða nótt
.HeartSleepingHeart                                   


Þetta er nú bara skemmtilegt.

Get nú eigi orða bundist því þetta er bara flott.
Sko þessi flotti strákur kemur einhvernvegin ætíð aftan að
ráðamönnum, allir halda að nú sé hann loksins að fara á hausinn
þessi skaðvaldur í útrásinni, svo bara er hann allt í einu búin að kaupa
fullt af mikilvægum fyrirtækjum hér á landi, og ráðamenn snúast í hringi
og undra sig á því hvað hafi verið að gerast.

það sem gerðist var að Jón Ásgeir aðaleigandi Rauðsólar sem nú heitir
Ný sýn hf. hefur keypt 365 og ýmislegt annað og ráðamenn froðufella
yfir því að það sé verið að rétta einum manni allan auglýsingamarkaðinn
í landinu, þetta verði nú að stoppa, eins og einhver komst að orði.

Ég spyr nú bara hefði þá ekki átt að stoppa einhverja aðra fyrst,
og láta menn sem hafa leikið sér með landið okkar að sinni vild
bera ábyrgð?

Það hvarfar að mér sú hugsun að ef einhver í þeirra röðum hefði
keypt þetta allt hvort það hefði eigi bara verið kallað eðlilegt eins
og málin stæðu í dag, það væri jú verið að halda uppi atvinnu fyrir
fólkið á þessum stöðum, sem væri þarft verk, en að því að það var
götustrákurinn, Jón Ásgeir þá hentaði það eigi.

Þú ert bara flottur strákur Jón Ásgeir og er mér bara alveg sama
hvort þú hefur brotið einhvern tíman af þér í einhverju, þá bara
gerum við það öll einhvern tímann á lífsleiðinni.

Ath. Útrás er nauðsynleg annars stöðnum við inni í okkar kæra landi.

Ath. Til að afla peninga þarf að fjárfesta.

Ath, Hvernig fór eigum við vonandi eftir að fá skýringu á.

En vill einhver svara í einlægni: " Veit einhver sannleikann í því,
hvort hann hefur gert það?"

Heyr heyr fyrir þér flotti strákur.

Er að fara til Akureyrar í dag og klakka til að lesa viðbrögð ykkar
er heim kem

Eigið svo góðan dag í dag.
Milla
.Heart


mbl.is Tilbúinn til að fara niður fyrir 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Sáuð þið fréttirnar um jákvæðnina og gleðihjörtun á Akureyri,
yndisleg frétt, og mættu fleiri bæir taka sér þetta til fyrirmyndar.

Búið að vera nóg að gera í dag, fór í þjálfun í morgun, heim að stússast
fengum okkur grænmetis-omelettu í hádeginu, síðan um tvö fór ég að
gá að henni Gunnu sem sér um kynlega kvisti því hjá henni var viðbót
af fötum sem áttu að fara í hjálpræðisherinn á Akureyri.
kom heim og skellti lit í hárið á mér, maður verður nú að vera sætur er maður
er að fara í gangráðaeftirlit og svo er það svo jákvætt.
Á meðan hann var að virka fengum við okkur kaffisopa, Gunna kom með
fötin fengum okkur kaffi saman og hlátur, Gunna sagði brandara, hún er
svo góð í þeim að öðru eins hef ég eigi kynnst, enda að vestan.
Gísli minn fór að ná í Ljósálfinn í fimleika og síðan borðuðum við hjá
Millu og Ingimar, að vanda gott, Mexíkó matur.

Á morgun erum við svo gamla settið að fara til Akureyrar bæ jákvæðni
og gleði.
Förum með fötin í herinn síðan upp á sjúkrahús, versla smá,
fáum okkur kaffi og síðan í Lauga að sjá englana mína þar.
Svo það verður eigi minna að gera á morgun, en allt sem ég er að gera
er bara svo skemmtilegt að það fleytir manni yfir allt.

                   Sólargull.

          Röðull steypir ljóssins sjóði
          yfir fjöll vatn og sand,
          glitrar skært í morgunljóma
          okkar grýtta ættarland.

          Jörðin vaknar undrum slegin,
          allt af vetrardvala rís,
          mosahraunið litum bregður
          eins og suðræn paradís.

         Moldin grípur fegins hendi
         þetta skýra sólargull.
         snauður bóndi gerist ríkur
         þegar hlaða hans er full.

                     Helgi Sæmundsson.

Góða nótt.
HeartSleepingHeart


Mikið gekk á í Hnífsdal.

Gott að heyra að engan sakaði í Hnífsdal í nótt er
Tinda-strákarnir voru kallaðir út vegna óveðurs og
komu skjótt eins og þeirra er vani.
Ekki hafa nú vinir mínir Hnífsdælingar kippt sér mikið
upp við þessi smá læti, þeir eru öllu vanir og sendi ég
þeim mínar bestu óskir.

En hugnast hefði mér betur, þó Hnífsdalur tilheyri í dag
Ísafirði að hinir ágætu fréttamenn moggans hefðu haft mynd
af Hnífsdalnum hinum fagra.

Sumir gætu, sem aldrei hafa komið vestur, haldið að þessi
mynd væri af Hnífsdal, en hún er frá Ísafirði.
Lögreglan á Ísafirði segir björgunarsveitarmenn hafa séð um að tryggja öryggi á vettvangi og búa um skemmdir.

Eigið góðan dag í dag
Milla.Heart


mbl.is Rúður brotnuðu í Hnífsdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Er orðin svolítið syfjuð og þreytt, er frekar slæm, en var samt í
vinnunni minni í dag.
Það var æðislegt að sjá salinn lifna við í jólaföndrinu, þær voru
að gera snjókalla, piparkökufjölskyldu þetta tvennt er unnið úr
kántrý filti og æðislega sætt.
Sumar voru að gera frauðhjörtu setja á þau flauel og skreyta
með pallíettum og kúlum að vild, aðrar voru að sauma í plast
jólahjörtu og en aðrar að mála á gler.
það var virkilega gaman hjá okkur og bara allir komnir í stuð
fyrir jólin.

Við fengum okkur heimalagaða súpu með laukbrauði  áðan,
borðuðum frekar snemma, ég var orðin mjög svöng.
Er bara að hugsa um að fara snemma í rúmið.
Fer í þjálfun í fyrramálið.

                  Heimsókn úr Öræfum.

            Þú komst úr Íslenskum hversdagsleik,
            og hvernig sem á því stendur,
            þú kveiktir ljós á þeim lampakveik,
            sem löngu var orðin brenndur.

            Og nú sit ég hljóður og hugsa um það,
            sem hendir á sumarkvöldum,
            að útþráin leiðir oss heim í hlað
            eftir hlakkandi dans á öldum.

            Svo mundu, þótt bak við hinn blikkandi sæ
            öll blóm virðast ljúflega anga,
            að hamingjan býr í þeim hugljúfa blæ,
            sem heima strauk þér um vanga.

                              Bjarni M. Gíslason.

Góða nótt
.HeartSleepingHeart


Vanskilafólk og skilafólk.

Undarlegasta sem ég hef lent í gerðist hér um daginn.
Við gamla settið stóðum frammi fyrir því að lenda í vandræðum
með að lifa eða að borga af okkar lánum, svo ég snéri mér til
okkar banka og bað um frystingu á tveimur lánum, þannig að við
mundum bara borga vextina í nokkra mánuði.
Þjónustufulltrúi minn sem er í alla staði yndisleg,
sagðist ætla að kanna það, nú svarið var að eiginlega væri þetta
bara gert fyrir vanskilafólk og þar sem við hefðum aldrei verið það
þá væri erfitt að hjálpa okkur.
Sem sagt við hefðum þurft að fara í þriggja mán vanskil til að fá hjálp.
Ég bað þá þessa vinkonu mína að segja þeim sem öllu réðu að
þeir gætu þá bara troðið þessu upp í, þið vitið.

Nú við fengum þessu framgengt, þannig að við erum að fá um 30.000
á mánuði til að lifa fyrir, í nokkra mánuði höfum við bara haft minna en
ekki neitt og ef ég ætti ekki svona yndislega fjölskyldu þá veit ég
eiginlega ekki hvernig þetta hefði farið.

Enn svona til gamans skal ég segja ykkur að ef þið farið í vanskil með
bílalánið, þá er ykkur ekki hjálpað með það, bara að láta ykkur vita.

Gremjulegast við þetta er að við höfum aldrei fengið þessi lán,
Þetta eru eigi peningar sem við fengum til eyðslu.
Þau eru vegna vanskila sumra við Gísla og þurfti hann á sínum tíma að
taka lán til að hreinsa upp skítinn eftir aðra.
Engin getur tekið á sig par millur bara sí svona.

Ég er núna fyrst að borga af gömlu láni sem ég fór með út úr mínum skilnaði,
1993 var samið um það í fyrra og líður mér vel með það.

Vextir og hækkanir í greiðsluþjónustunni hafa hækkað um 45.000
engin þolir það, sem er á þurfalingalaununum hjá ríkinu.

Mátti til að segja ykkur frá þessu, en ég er bara góð og létt í skapi
þýðir ekkert annað nenni eigi að vera að ergja mig á þessu, því
það er fólk sem er miklu ver statt en ég.
Ég á þó mitt heimili, ást og kærleika, engin getur tekið það frá mér.

Ef þið þurfið aðstoð farið þá strax í að leysa það.

Guð geymi ykkur öll.
Milla
Heart


Fyrir svefninn.

Góður dagur á enda, næstum runninn, í morgun fórum við gamla
settið á ról í Apótekið og svona ýmislegt.

Er heim komum fengum við okkur te og brauð, þá hringdi Dóra og
bað Gísla minn að sækja sig fram í Lauga, hann fór strax af stað.

Er þau komu til baka fórum við mæðgur á búðarráp, Dóra þurfti
að versla ýmislegt eins og gerist og gengur með þetta sveitafólk.
fórum svo að sækja litla ljósið kl 2 hún var afar glöð að sjá Dóru
frænku sína sækja sig, hún kom svo með okkur í nokkrar búðir
síðan heim, fengum okkur kaffi og brauð, Milla mín kom og það var
spjallað að vanda.
Gísli ók síðan Dóru heim um fjögur leitið. Milla fór með ljósálfinn
í fimleika og litla ljósið varð eftir hjá ömmu sinni og var hún að horfa á
þyrnirós.

Á morgun stendur til að byrja að jólaföndra í vinnunni minni,
hlakka til þess.

                    Draumalandið.

              Ó leif mér þig að leiða
              til landsins fjalla heiða
              með sælu sumrin löng.
              Þar angar blómabreiða
              við blíðan fuglasöng.

              þar aðeins yndi fann ég.
              Þar aðeins við mig kann ég.
              Þar batt mig trigða band,
              því þar er allt sem ann ég
              þar er mitt draumaland.

                                          Jón Trausti.

Góða nótt
HeartSleepingHeart


HUGLEIÐINGAR DAGSINS.

Það skildi þó aldrei vera að maður gæti fengið sér á
brunaútsölu, Sumarhús eitt glæsilegt, nóg er framboðið.
Æ Æ ég gleymdi að ég á eigi pening, ekkert frekar en megin
þorri þjóðarinnar, en hvað með það við eigum kærleikann,
hann getur engin tekið af okkur.

Menn segja að það dragi úr líkum á álveri á Bakka við Húsavík.
Eftir ákvörðun Alcoa um að fresta rannsókn sem fyrirhuguð var
upp á tvo miljarða, á Þeystareykjum.
Aldrei hef ég nú verið svartsýn á þetta álver, eða bara yfirhöfuð,
en tel núna að það muni eigi rísa um langa hríð  eða aldrei.

Sútumst eigi yfir því, þeir ráðamenn sem eru ráðnir til að hlú að
atvinnuuppbyggingu í landinu svona vítt og breytt hljóta að vera
með plan B. þá er bara að hrinda henni í framkvæmd.

Getur það átt sér stað að engin svona nefnd sé til, sem á að sjá um
að allir landsmenn hafi jafnan rétt til búsetu þar sem þeir kjósa að búa
og atvinnan sé nægileg á þeim stað, jú það hlýtur að vera, svo margar
eru jú silkihúfurnar að einhverjar hljóta að hafa átt að sinna slíku.

Og eitt verð ég að láta út úr mér, það þýðir ekkert fyrir ráðamenn að
segja að þeir hafi nú eigi búist við þessari kreppu, ef þeir segja það
eru þeir að ljúga.


Alcoa bíður starfsmönnum sínum upp á sálfræði hjálp í ljósi þess
ástands sem hefur skapast í landinu.
Það er nú bara flott hjá þeim.

Skildi ekki ríkið bjóða sínu fólki upp á það sama?

Hugið að því að meira að segja náttúran veit að henni ber að hjálpa
til og þar reið rjúpan okkar fallega yndislega og góða á vaðið og er
farin að fjölga sér betur en á horfðist.

Ég man þá tíð er maður átti rjúpur á jólum, áramótum og páskum,
svo maður tali nú ekki um gæsina sem var á borðum allt árið.

Kannski þeir auki kvótann svo sjómennirnir geti fær björg í bú.
það þarf nefnilega að veiða fisk til að hann aukist,
er það ekki annars?

Hreindýri bjargað úr gjótu það er bara yndislegt,
en í ofninn hefði ég viljað hafa það.

Eigið góðan dag
Milla
Heart

 


Fyrir svefninn.

Er við komum til Millu og Ingimars í kvöld, var frekar hljótt
inni engin sem kom og sagði amma afi, en allt í einu upphófst
afmælissöngurinn til ömmu sinnar og mikil gleði var er þær, ljósin
mín, föðmuðu ömmu og afa hann átti nefnilega afmæli í okt. svo
þetta var líka matarboð fyrir hann.
Síðan fengum við pakka mikinn og í honum voru æðisleg jólakerti,
jólaservéttur allt frá Sía. shammpó, hárnæring og gel í hárið og fullt
af tapenade,pestó, tahini og öðrum gormet vörum.
Einn sælgætispoki var í pokanum, en það voru Bingó kúlur
uppáhaldið hans Gísla míns.

Nú það þarf ekki að taka það fram að maturinn var æðislegur,
svínalundir,
sætar kartöflur og venjulegar, settar saman í ofn með osti á
gljáð grænmeti og rjómaostasósa.
Bara æðislega gott, á eftir fengum við ostaköku og kaffi.

 

                    Kveldljóð.

            Ó, þú sólsetursglóð,
            þú ert ljúfasta ljóð
            og þitt lag er hinn blíðfagri andi.
            þegar kvöldsólin skín
            finnst mér koma til mín
            líkt og kveðja frá ókunnu landi.
            Mér finnst hugsjónabál
            kasta bjarma um sál
            gegnum bylgur þíns dýrðlega roða.
            Ég geng draumum á hönd
            inn í leiðslunar lönd
            þar sem ljóðdísir gleði mér boða.

                                    Jón Trausti.

Góða nótt
.HeartSleepingHeart

 


Frétt sem gleður.

Í staðin fyrir að argast út í ástandið í landinu, sem er að
sjálfsögðu afar bágt, fólk missir vinnu, vextir hækka, engin
verður atvinnuuppbyggingin og þeir sem hafa laun eins
og ellilífeyrisþegar og öryrkjar geta ekki látið enda ná saman.
Þá tek ég Pollýönnu leikin á þetta allt saman og sýni ykkur þetta
undur, og þau eru mörg undri, bara ef þú villt sjá þau.


// Norðvestan vindar hafa verið ríkjandi á Fáskrúðsfirði undanfarna
daga og í dag var engin breyting þar á. Í ljósaskiptunum í kvöld var
ljósasýning á suðurhimninum eins og gjarnan í vestlægum áttum
og kætir flesta sem hafa tíma til að líta til himins.

Yndisleg frétt og hver hefur eigi tíma til að njóta himinsins svona
undurfagur sem hann er þarna.
Það kostar ekkert og við fáum ómælda gleði út úr því.

það hefur nú eigi farið fram hjá mínum bloggvinum að ég eldist í dag,
svo hefur hún Dóra mín hrópað það út yfir bloggið undanfarna daga.
Milla mín og Ingimar buðu í mat í kvöld, það verður bara cormet að
vanda.

Daginn ætla ég að nota til að vera í rólegheitum heima,
Dóra mín er að vinna í dag svo ég hef bara mat fyrir þau seinna,
en það er vani á okkar bæjum að bjóða til matar er einhver af okkur
á afmæli, nóg er að gera í þeim veisluhöldum á þessum árstíma,
Gísli minn er 19 okt. ég er 2 nov. Dóra mín er 4 des. og Milla mín 19 des.
Við Gísli höldum okkar bara saman, gamla settið.

Njótið dagsins.

Milla.Heart

 


mbl.is Ljósasýning á himni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

            Bæjarbragur í Reykjavík

1808 fyrir 200 hundruðum árum var bæjarbragurinn svona.

það hafði sýnst mörgum mönnum, að heldur mætti þykja
misráðið ... að konungsféhirzlurnar og allt annað skyldi
saman komið í Reykjavík, þar sem bær var varnalaus og
opinn sem mest mátti verða fyrir hverjum víkingi, sem
fyrstur kom að landinu, hversu vanmáttugur sem var og
þar með var þar engin fyrirhyggja höfð um annað en
fédrátt og skart; voru allir bæjarmenn kramarar, og
þernur þeirra og þjónar hugsuðu ei um annað en skart
og móða:
konur höfðu gullhringa marga hver, og keppt var um hvað
eina sem til yfirlætis horfði, samkvæmi jafnan og dansar og
drykkjur, og eftir þessu vandist alþýðan, er þar var um kring,
og jókst þar mikið iðnarleysi, en allt það er horfði til harðgjörvi,
eða réttra karlmennsku og hugrekkis, var þar sem fjarlægast.
                                                                 Árbækur Espólíns.

Úr Öldinni okkar  1808, í Ágúst

Enskt Víkingaskip rænir fjárhirzlu landsins


Skyndilega og öllum að óvörum kom seint í síðastliðnum mánuði
enskt víkingaskip inn til Hafnafjarðar.
Foringi skipsins krafði landfógeta um konungsfjárhirzluna,
neyddist landfógeti til að láta af hendi jarðarbókarsjóðinn með
öllu, sem í var.
hafa víkingar þessir framið ýmis fleiri rán og spellvirki.

Í sjóðnum voru 37 þúsund dalir.

Ýmislegt fleira er hægt að lesa um hvað gerðist fyrir 200 árum
það stendur í Öldinni og merkilegt hvað sumir líkir hlutir endurtaka
sig. hvernig væri nú að fara að eiga sjálfan sig.

Smá gott eftir hana Ósk Þorkelsdóttir.

          Árni Mathiesen fékk á sig dóm fyrir
          ærumeiðandi ummæli um Magnús
          Hafsteinsson.

          Þú skalt orðin ómyrk deyða
          á honum sá dómur skall.
          Magnúsi svo máttu greiða
          í miska hundraðþúsundkall.

          Árni má sín útgjöld bera.
          Aurinn reynist Magga vís.
          En þessi æra virðist vera
          á virkilega góðum prís.

                      Góða nótt.HeartSleepingHeart 


Hugleiðingarnar mínar í dag.

Já hugleiðingarnar mínar eru kannski frekar á neikvæðu
nótunum í dag, en segir ekki að ég sé neikvæð,
ekki aldeilis. Verð að byrja á svolítið skondnu, en það hefði getað
farið illa. Í rafmagnsleysinu í gær kveikti Milla að sjálfsögðu á öllum
kertum sem fyrirfinnast út um allt í húsinu. Ég slökkti náttúrlega
ekki á þeim þótt rafmagnið væri komið, Fór að tala við Dóru í símann
Þá heyri ég læti á baðinu, Gísli minn hafði þá gripið kertahólf eitt
rosa smart sem ég átti og hafði aldrei kveikt á kerti í, það logaði út
úr götum sem á því var, hefði nú eigi boðið í dúkinn eða bara okkur
hefði þetta fengið að grassera, hann stóð á skrifborði sem ég er með
frammi í gangi, nú hann brenndi sig smá.
Lyktin var hræðileg því það var einhver málning eða eitthvað innan
á þessu kertahólfi, út í tunnu með það sagði ég og hélt bara áfram
að tala við Dóru mína. Svo ég er nú bara ekkert betri en Jónína sem
kveikti í mó í blómapotti
Tounge

Jákvætt er að kjötbankinn mun endurráða starfsfólk sem þeir voru
búnir að segja upp, færi nú betur að allir bankar gerðu slíkt hið sama.
Vonum bara að kjötbankinn haldi velli.

Já og svo eru fjórburarnir okkar orðnar tvítugar, myndarstúlkur,
ég man eftir því að eini sinni komu þær upp í flugstöð með afa sínum
þær fengu heitt súkkulaði í Laufskálanum sem þá var og margir muna eftir.
þær voru eins og litlar ladyar, allar í eins kápum.
til hamingju stelpur.

Um sama leiti fæddust þríburar, hvar skyldu þær vera?

Neikvætt er að 63 eru þegar orðnir atvinnulausir á Skaganum, og ekki
er staðan betri annarsstaðar á landinu.
Verið er að draga saman í öllu, og hvers vegna, Jú það er verið að draga
úr og hætta við alla atvinnu-uppbyggingu í landinu, drepa allt niður.
Gaman verður að sjá upplitið á þessum bjánum er engir peningar koma
í ríkiskassann. Engin atvinna, engir skattar í kassann, ekki hægt að kaupa
neitt, verslunin fer á hausinn, ja nema að fólk trúi þessu bara ekki enn og
fari bara á vísa fyllerí, það kemur að skuldadögunum þar.

Verð að láta þetta fylgja.
Hafið þið heyrt það betra, ein silkihúfan enn, Björn Rúnar hefur verið settur
skrifstofustjóri yfir nýrri efnahags og alþjóðafjármagnsskrifstofu
forsætisráðuneytisins frá 1/11 til 31/8 2009.
Ekki er ég nú að setja út á Björn Rúnar, en hann var áður hjá
Þjóðhagsstofnun, í fjármálaráðuneytinu og nú síðast í greiningardeild
Landsbanka Íslands, nefndi er Hagfræðingur að mennt.
Ég meina sko eru ekki hagfræðingar á vegum ríkisins eins og mý á
mykjuskán, og eigi hefur það gengið svo vel.
Og hvað kostar þetta battarí?

held að það þurfi að leggja þetta í hendurnar á fáeinum skörpum
konum/mönnum  mundi ganga eins og smurt.

Já og getur það verið að fyrirtæki landsins notfæri sér ástandið
 til að lækka laun fólksins, þó þeir þurfi þess ekki.
Nei þeir geta nú varla verið svona óheiðarlegir?
Eða er ég bara alveg of trúgjörn?
Fjandinn hafi það ég er það víst.

Mér líður samt bara ansi vel sitjandi hér með kertið mitt og
tebollann og er að hugsa um að skríða upp í rúm aftur
og kúra smá í rokinu.
Eigið góðan dag í dag
Milla
InLoveGuys.


Hugleiðingar mínar.

Konur hafa í auknu mæli hringt í Kvenathvarfið í Reykjavík,
vegna ofbeldis af hálfu eiginmanna og sambýlismanna.
Tengja þær það við álag vegna efnahagsþrenginga.
Þær eru að búa sig undir aukna aðsókn í athvarfið það
gerist ætíð við þannig aðstæður.

Það er þá líklegast í augum og huga þessara manna bara
sjálfsagt að lemja konur sínar og jafnvel börn fyrir
efnahagsástandið.
Sem sagt þeim að kenna.

Lagið væri kannski að smala þessum fjölskyldum niður á Austurvöll
leifa þeim að komast upp með það þar að lemja og svívirða konu
og börn fyrir framan Alþingi, þá mundu kannski ráðamenn þjóðarinnar
sjá hvað það er vita vitlaust að axla eigi ábyrgð og bara kenna
öðrum um vandamálin.

Nei það mundu þessir menn aldrei samþykkja því þeir gera þennan
viðbjóð í felum, engin má fá að vita að þeir fremji þann glæp að
lúskra á konum sínum.

Sko þeir eru nú annars svo góðir menn.
þetta er fræg setning.


Það er sami feluleikurinn í ráðamönnum þessa lands.
Engin má vita neitt, okkur kemur þetta víst ekkert við.

Hvorutveggja jafn mikil lítilsvirðing.



Stjórn IMF mun fjalla um landið okkar Ísland 5 nóv.

Fróðlegt verður að vita í hvaða dilkaflokk við verðum dregin,
það hlýtur að verða góður flokkur þar sem við erum fremstir í öllu
meira að segja í því að verða fyrst hinna vestrænu þjóða til að þyggja
aðstoð hjá IMF. VÁ! Hvað þurfum við eiginlega mikinn pening til að bjarga
þessum mönnum út úr soranum og hvað verðum við lengi að borga þetta allt.

Það hlýtur að vara í tuga ára með tilliti til þess að allir eru að missa vinnuna
vegna aðgerðaleysis og seinagangs.
Ekki kemur mikið í ríkiskassann ef fólk hefur eigi vinnu.

Annað sem er eigi gott, tel ég að um landflótta verði að ræða
það lifir ekki af loftinu þó hreint sé.

Bara aðeins ein gleðileg frétt, eru þær sjálfsagt margar fleiri,
en stórglæsilega stóðu þeir sig Ólimpíu-farar í matargerð
tvö gull og eitt silfur.
Til hamingju öll í landsliðinu.

Svo er það auðvitað jákvætt hvað margir eru bara í Pollýönnuleik
þessa daganna.


Verið góð við hvort annað kæru landsmenn.
Knús Milla
.


Fyrir svefninn.

Fór til læknisins í morgun og var hann bara ánægður og ég líka
Því ég hafði lést um 1 kg en var búin að þyngjast fyrir sunnan
eins og ég talaði um hér um daginn, allt undir kontóról.

Um Hálf þrjú hringdi Milla mín og sagði að það væri ein lítil á leiðinni,
er hún kom var hún með skúffuköku 3 bita og ætlaði að halda veislu
fyrir ömmu og afa sem hún og gerði.
Síðan var horft á mynd. Um 4 leitið þurfti ég að fara með föt sem
Dóra mín var að gefa í kynlega kvisti, litla ljósið kom með og
fékk náttúrlega ís í sjoppunni. Síðan fór hún að hjálpa til í búðinni
á meðan amma fékk sér kaffi og keypti eitt st. hvíta gólfhillu,
vantaði svo í svefnherbergið, hún kostaði 1000 kr.

Nú er við komum heim fór ég að elda matinn og borðuðum við síðan
Fisk, kartöflur og grænmeti, gufusoðið.
Ingimar kom að sækja litla ljósið um átta leitið við fengum okkur kaffi
saman, Milla var nefnilega að útbúa veislu fyrir kunningjakonu sína.

Einstaklega góður dagur það er ævilega er þau eru í heimsókn
þessir englar mínir.

                 BROS

      Við erum alltaf að brosa
      að brosa
      með sjálfum okkur.

      Skáldið brosti
      með sjálfu sér
      þegar það las
      ljóðið sitt.

      Málarinn brosti
      með sjálfum sér
      þegar hann horfði á
      myndina sína.

      Konan brosti
      með sjálfum sér
      þegar hún hlaut
      hæsta vinninginn.

      Hvers vegna brosum
      við ekki
      með hvort öðru?
              Jenna Jensdóttir.

                                     Góða nótt
.HeartSleepingHeart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband