Fyrir svefninn
18.11.2008 | 20:57
Já það er þessi dagur, einn en, sem líður hjá eins og
sólargeislinn á stuttum degi vetrar.
Í dag fór ég í vinnuna að vanda var mikið gaman hjá okkur,
allir eru svo afslappaðir og komnir í jólastuð.
Ráðgert var á húsfundi í gær að fara í smákökubakstur, síðan
í laufabrauð.
Farið verður í leikhús á föstudaginn, það er verið að sína
Emil í kattholti ekkert slor það hjá litlu leikfélagi eins og er á
Húsavík, allir vinna sjálfboðavinnu og krakkarnir leggja heilmikið
á sig.
Hjá okkur í Setrinu verður haldið aðventukvöld í byrjun desember
og föndrið verður nú á fullu hjá okkur að vanda.
Og mikið er ég nú fegin að hafa eitthvað annað að hugsa um
heldur en verki, og stjórnmál, ekki að það sé ekki talað um
stjórnmálin í Setrinu, bara á léttari nótum, við gerum bara
eiginlega bara grín að þessu öllu saman.
Allt í einu kemur óveðursský,
og það rignir gasi.
þrumurnar fella trén með ofsalegum látum
eftir nokkurn tíma léttir veðrinu.
Óveðursskýin labba burtu,
sólin kemur og skýin labba inn í himininn.
Fiðrildin byrja að fljúga á nýjan leik,
og fuglarnir syngja sætan söng.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Hvar er manngæskan?
18.11.2008 | 07:06
Mehdi Kavyan Pour hælisleitandi frá Íran hefur verið í hungurverkfalli í níu daga til að mótmæla þeirri ákvörðun yfirvalda að senda hann aftur til heimalandsins. Mehdi hefur beðið þess í fjögur ár að niðurstaða fáist í mál hans.
Í fjögur ár! hvað er eiginlega í gangi, er ekki möguleiki á að
afgreiða svona mál á stittri tíma, nú eða bara að senda þetta
vesalings fólk aftur strax.
Hér er þessi maður búin að vera í 4 ár og auðvitað vonar að hann fái
hæli hér á voru fagra landi.
En nei við getum því miður ekki gefið honum/öðrum þá gleði, þó að það
sé kreppa þá eigum við ennþá manngæsku til, er það ekki annars?
Hera Ósk Einarsdóttir verkefnastjóri hjá Reykjanesbæ segir að þrír hælisleitendur hafi verið í hungurverkfalli, einn þeirra er þó nýlega farinn að borða aftur. Fyrir helgi hættu þeir tveir sem eru áfram að svelta sig að drekka vökva og þurfti í kjölfarið að flytja Medhi á sjúkrahús.
Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi á laugardag og féllst á að ræða við MBL Sjónvarp á Fit í Njarðvík þar sem hann dvelur ásamt öðrum hælisleitendum. Mehdi segist hafa unnið fyrir póst og símamálastofnun í heimalandinu og haft þann starfa að hlera síma. Trúnaðarupplýsingar hafi horfið af skrifstofunni og kjölfarið hafi tveir samstarfsmenn hans látist við dularfullar kringumstæður. Hann hafi flúið land en kona hans og dóttir orðið eftir í Teheran. Hann hefur nú samþykkt að drekka vökva en segist ætla að svelta sig þar til málið verður tekið upp að nýju. Hann vilji frekar deyja í rúminu sínu heldur en í fangelsi í Íran.
Hefur þessi maður gert eitthvað af sér á meðan á þessari dvöl
hefur staðið, eða hvað er í veginum fyrir því að veita honum og
öðrum hæli. Erum við hrædd við þetta fólk, viljum við ekki svona
fólk í landinu, eða hvað er eiginlega að okkur?
Gefum nú okkur sjálfum það í jólagjöf að veita nokkrum sem verið
hafa hér sem lengds, hæli á Íslandi.
Eigið góðan dag í dag
Milla
![]() |
Vill frekar deyja en snúa aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Fyrir svefninn
17.11.2008 | 20:47
Í dag höfum við gamla settið bara verið að dóla okkur, fyrir
utan að ég fór í þjálfun á óeðlilegum tíma hvað mig snertir,
er yfirleitt snemma á morgnanna, en var í dag klukkan eitt.
Við löguðum aðeins til og fórum svona yfir eins og maður segir.
það var bara dandalaveður um miðbik dagsins, en vona að það
verði eigi eins slæmt í nótt eins og þá síðustu.
Um nónbil sagði ég niðri í þjálfun að það væri komið dandala veður,
kona ein spurði hvað það þýddi og hvaðan ég hefði þetta,
ég sagði það þýða gott veður, en vissi eigi hvaðan ég hafði það
hafði bara fylgt mér svo lengi sem ég man.
Tel það annaðhvort vera komið af vestfjörðum eða bara að sunnan.
Það er þetta með rétt hvers og eins.
Þann rétt hver héri hefur
að háma kál í svanginn,
á meðan maginn krefur,
-það má hann litli anginn,
og liggja í leiðslu værri,
sé lágfóta ekki nærri.
Og vilji vondur refur
sér veiða héra í soðið,
þann rétt þá hérinn hefur
- og honum er það boðið -
að hlaupa á harðasprett, til
að hættu hann undan beri,
- en að heita annað en héri
á hérinn engan rétt til.
Gústaf Fröding.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Er ekki nokkuð seint í rassinn gripið?
17.11.2008 | 16:10
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, óskaði í dag eftir fundi í utanríkismálanefnd Alþingis. Hann krefst þess að öll skjöl og gögn sem snúa að lánsumsókn Íslendinga til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og umræðu um samkomulag vegna Icesaeve-reikninga, verði þar lögð fram og gerð opinber.
Hvað heldur Steingrímur að hann og við öll þurfum að bíða lengi
eftir svari þessu?
Það verður eins og ævilega búið að ganga frá öllum þessum málum
og við búin að fá rýtinginn í bakið áður en við vitum af,
sanniði til.
Þingflokkur VG átelur ríkisstjórnina fyrir að ganga frá samkomulagi um Ice-save reikningana án aðkomu Alþingis og krefst þess að málið verði tekið til lýðræðislegrar afgreiðslu og umræðu fyrir opnum tjöldum.
Hvenær hefur okkur komið við það sem þeir eru að gjöra þessir
Háu herrar?
VG segir ríkisstjórnina hafa hundsað löggjafarþingið og haldið upplýsingum frá almenningi í þessu máli sem öðrum.
það vita það allir í dag, en hvenær hefði verið hægt að grípa inn í?
Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hvetur stjórnvöld til að breyta starfsháttum sínum og taka tafarlaust upp lýðræðislegar leikreglur, tryggja upplýsingagjöf til almennings og gegnsæi í ákvarðanatöku.
Steingrímur minn áttu annan handa mér?
Skjölin Sem VG vill að gerð verði opinber eru eftirfarandi;
1. Öll gögn vegna umsóknar um lán til IMF
2. Samkomulag við Hollendinga sem fjármálaráðherra undirritaði í Washington vegna Ice-save deilunnar
3. Skjöl vegna fundar fjármálaráðherra EES/ESB í Brussel 4. nóvember og skjöl sem tengjast vinnu embættismanna í framhaldinu undir forustu formennskulandsins Frakka
4. Bréf sem fjármálaráðherra ritaði 6. eða 7. nóvember þar sem Ísland sagði sig frá því vinnuferli sem ákveðið var í lok áður nefnds fjármálaráðherrafundar (sjá tölulið 3)
5. Lagaálit, ef einhver eru til, hjá íslenskum stjórnvöldum vegna Ice-save deilunnar
6. Fundargerð, minnisblöð eða nótur frá fundi Björgvins G. Sigurðssonar og fjármálaráðherra Breta Alister Darlings 2. september sl.
7. Öll önnur skjöl sem til eru hjá ráðuneytum og opinberum stofnunum, hvort sem þau eru bundin trúnaði eða ekki, og þessum ofangreindu málum og samskiptum við aðra um þau tengjast.
Sko ef þið fáið þessu framgengt, sem ég vona svo heitt og innilega,
þá erum við á grænni grein.
En sannleikurinn er sá að spillingin hefur og mun aldrei koma upp á
borðið hjá þessum mönnum, þeir hafa allar götur komið sér undan
því að mæla af einhug til fólksins í landinu með því að tala og tala
þar til engin skilur neitt í neinu.
Löngum hef ég á tilfinninguna fengið, er mæla þeir til okkar, þeir
menn sem eru nefndir ráðamenn vorra þjóðar, að þeir séu að ljúga
að okkur og gera það án þess að blikna.
Er ég nokkuð sú eina sem fæ þetta á tilfinninguna?
Áfram með ykkur VG og eigi megið þið gefast upp.
![]() |
Steingrímur J. krefst upplýsinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Eigi ætla ég að rækta reiðina.
17.11.2008 | 09:28
Nei ætla eigi að rækta reiðina, en bara að fá hér smá útrás.
En hugsið ykkur það var þvílíkt Kuppsveður hér í nótt að eigi
svaf ég mikið, fyrir þá sem ekki vita hvað þetta veður er þá
myndast þvílíkar vindkviður og koma með tröllslegum látum
niður yfir bæjinn að maður heldur bara að allt sé að fara að
gerast og kannski ekkert skrýtið eins og ástandið er.
Rétt núna er bara rjómalogn í tröllinu.
Var að lesa svolítið skondið, kaupmenn hafa ekki áhyggjur af
of lítilli jólaverslun.
Það kemur mér ekkert á óvart að þeir telji verslunina eigi verða
minni í ár en undanfarinn, því þeir sem eiga peninga sem eru jú
fleyri en við teljum, halda bara áfram áeyðslutrippi, hinir sem eiga
minni peninga kaupa bara lítið að vanda, því hvar ættu þeir svo sem
að taka peninga til að versla fyrir?
Inn í verslunardæmið koma hingað útlendingar til að versla
því það er svo ódýrt að versla við þjóð sem er farin svona vel á
alþjóðavettvangi.
Og okkar fólk, þó það fari til útlanda þá verslar það ekki mikið
því það er svo dýrt.
Annað það sem ég hef verið að huga að undanfarin ár, er þvílíkt
fjandans drasl er verið að glepja okkur til að kaupa, það er ónýtt
strax á jólum.
Kaupum bækur í ár, það er ég búin að gera í mörg ár hef gefið
barnabörnunum mínum bækur.
Ef við höfum eigi efni á því í ár þá gefið eina fjölskyldubók á heimili.
Það bindur fólk saman að mamman eða pabbinn lesi fyrir alla hina,
get eiginlega ekki hugsað mér yndislegra.
*********************
Að allt öðru
Icesave-deilan leist! Kjaftæði! Kjaftæði! Kjaftæði!
Þessi deila er bara á yfirborðinu sögð LEIST, þar til að búið er
endanlega að selja okkur til undirgefni og þakklætis til þeirra landa
sem munu koma okkur til hjálpar, Svo er verður endanlega búið að
ganga frá öllum lausum endum þar á bæ, fáum við rítinginn í bakið.
Æi, þá koma þeir bara með einhverja fúla afsökun, sem við verðum
eigi neitt undrandi á, því við erum svo vön að það sé talað við okkur
smábarnamál, sem við eigi skyljum, þvi við erum fullorðið fólk.
Eitt rak ég augun í og það er að Norðmenn og Danir sækjast eftir
Íslendingum í vinnu.
Mér var bara hugsað til þess, hvernig við komum fram við útlendinga í
okkar landi.
Skyldi það verða eins gagnvart okkur í þessum löndum?
Eigið góðan dag í dag
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fyrir svefninn
16.11.2008 | 21:04
Dagurinn í dag, Þau hringdu frá flugstöðinni, Milla mín,
Ingimar og ljósin mín, þau voru að fá sér að borða áður
en þau færu út í vél, það lá nú við að ég fengi smá hnút í
magann, langaði auðvitað með.
Kaupmannahöfn er bara yndisleg á þessum árstíma.
þau voru síðan að hringja, búin að koma sér fyrir og fara
út að versla smá til að hafa á herberginu, nauðsynlegt er
maður er með litlar títlur eins og ljósin mín.
Sú litla var nú eigi bangin við þessa flugvél vildi bara sitja
með systur sinni, eins og hún hefði aldrei gert annað en að
vera í flugvél, sú eldri orðin vön.
Gísli minn fór heim með elskurnar mínar frá laugum rétt um
fimm-leitið , við borðuðum síðan smá snarl er hann kom
heim og núna er ég bara að fara að sofa, þjálfun í fyrramálið.
Smá eftir Stefán hörð Grímsson.
Á tímum vor Bjölludýra.
Smæðir og stærðir ...
allt nær harla skammt.
Vísast að hið sanna
reynist hvergi satt
og sönnun engin sönn
né nokkur merking,
en forsendur liðist
hægt í andstæð tákn.
Njótum þess morgunglöð
að villast rétta leið!
Næsta fótmál skín í undrafrið.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Aflétta banni, þvílíkt rug, væri nær!
16.11.2008 | 10:22
Umdeildu banni Evrópusambandsins, ESB, gegn bognum gúrkum
og kræklóttum gulrótum hefur verið aflétt.
Haft er eftir talsmanni ESB á fréttavef Aftenposten, að reglurnar
um stærð og lögun 26 mismunandi ávaxta- og grænmetistegunda
séu ekki lengur í gildi.
Var mér nú kunnugt um hinar ýmsu bannir ESB, en þið vitið, maður
geymir svo margt í hólfum í heilabúinu sem svo rifjast upp við slík skrif.
Stór hluti heimsins sveltir og það er verið að setja svona rugl reglur.
þeim væri nær, að setja reglur um hversu gamalt og ógeðslegt
grænmeti og ávextir mega líta út í kæliborðum verslana þá meina
ég að sjálfsögðu hér á landi, því eigi kannast ég við hvernig það er
alla jafna erlendis.
Finnst að það er svona mikið grænmeti til að það er sent í
verslanir hálf skemmt, er þá eigi hægt að gera eitthvað úr því og
gefa til þeirra sem svelta?
Spyr sá sem eigi veit neitt, en væri þetta ekki möguleiki.
Löngum er ég búin að kvarta, við toppana fyrir sunnan um lélegt
grænmeti og ávexti í þeirri verslun sem ég versla í,
en að það batni eitthvað, af og frá.
Vörutegundir koma á staðin, jafnvel ónýtar strax, stundum settar
fram í búð, þeim er sjálfsagt uppálagt að reyna að selja þennan
viðbjóð, en stundum, eigi oft, endursend.
Það er nefnilega þannig að toppunum er alveg sama bara ef
verslunin gefur af sér vissa prósentu í hagnað.
Auðvitað verslar fólk við búðina sem á í hlut, fólk hefur ekkert val,
það er önnur verslun, með sömu eigendum á staðnum.
Þar er meira úrval og yfirleitt betra grænmeti, en hún er svo dýr
að fólk veigrar sér við að fara þar inn.
Og þeir sem eigi komast reglulega til Akureyrar að versla,
verða að sætta sig við að versla í þessum búðum.
Ég bjó á Suðurnesjum frá 1965 og verslaði þá við
Kaupfélag Suðurnesja, og Nonna og Bubba í Sandgerði.
Auðvitað var vöruúrvalið eigi svona mikið eins og í dag, en allir gerðu
eins vel og þeir gátu fyrir kúnnann.
Nú svo reis þessi líka verslunin, sem sagt Samkaup, kaupmennirnir dóu
smá saman út, síðan kom Hagkaup á fitjum og síðan Bónus og fleiri
og fleiri búðir
Samkeppnin er mikil fyrir sunnan og gaman að koma inn í þessar búðir
er suður maður kemur og þá aðallega á Suðurnesjum,
því þar þekkir maður sig.
En þið ættuð að sjá muninn á þeim og hjá okkur, hann er "STÓR"
Og ennþá verri er hann og dýrari á smástöðunum hér í kring, þar
sem er bara ein verslun.
Ég gæti endalaust haldið áfram, en hlakka bara til er BÓNUS kemur
á svæðið þá þarf ég eigi lengur að fara til Akureyrar til að versla.
TEK ÞAÐ STÍFT FRAM AÐ ÞAÐ ER EKKERT ÚT Á STARFSFÓLK
HÉR AÐ SETJA, ÞAÐ ER ALLT MEÐ EINDÆMUM YNDISLEGT.
Eigið góðan dag í dag.
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Fyrir svefninn
15.11.2008 | 20:45
Fyrir nokkrum árum, þegar deilurnar um líkbrennslu stóðu
sem hæst, sátu nokkrir menn saman og ræddu það,
hvort væri nú huggulegra að vera jarðsettur eða brenndur.
Loks sagði einn þeirra: " Mér finnst það nú ákaflega
tilhugsun að láta brenna sig, og svo gæti maður haft
öskuna á náttborðinu hjá sér."
**************
Ólafur þ. Jónsson, sem margir þekkja undir nafninu Óli kommi,
spurði kunningja sinn eitt sinn hvort hann vissi hvað væri
sameiginlegt með sér og Alþýðubandalaginu.
Kunninginn gat að sjálfsögðu ekki svarað, enda vandséð.
Rétta svarið var:
" Við erum bæði hætt að skipta okkur af pólitík."
****************
"Kriminel" er kynvilla,
Konur að serða áhætta,
en að gilja greip sína
geysimikil fúlmennska.
Andrés Björnsson, eldri.
Gamall húsgangur.
Hans var jafnan höndin treg
að hjálpa smælingjonum.
Gekk þó aldrei glæpaveg,
en götuna meðfram honum.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Merkilegt, eða hvað?
15.11.2008 | 10:26
ljósin mín, þær eru svo yndislegar og knúsuðu okkur svo vel,
Við ætlum svo að hugsa til hvor annarra þá verður söknuðurinn
eigi eins mikill.
Þau fá nú sæmilegt veður nema að það er óveður á Holtavöruheiði.
Við elsku Dóra mín erum að fara smá í búðir, förum svo á fjölþjóðadaginn
síðan bara heim að spila og elda góðan mat.
Það er verst að hún þessi angalóra mín vinnur mig alltaf, en er maður
ekki bara að þessu til gamans?
Eigið góðan dag elskurnar mínar
Milla.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fyrir svefninn
14.11.2008 | 21:50
Við fórum að sjálfsögðu í allar búðir bæjarins, og eigi svo fáar
eru þær. Versluðum í matinn í kaskó, komum við í Esar, þar er
allt svo yndislega jólalegt með öllum fallegu skrautmununum.
fórum síðan í kynlega kvisti þar höndlaði ég mér eina karöflu,
Hand made á 300 krónur, fannst það of lítið svo ég borgaði
bara 500, það er eigi of mikið fyrir þennan glæsilega nytjamarkað.
Fórum svo í apótekið, þaðan í Töff föt, þá var nú kominn tími til
að fara heim og útbúa pitzzuna sem að vanda var ólýsanlega
góð. kaffi og Mosart-kúlur á eftir.
Þreyta var komin í ljósin mín, litla ljósið spurði ömmu sína
hvort hún mundi eigi sakna hennar á meðan hún væri í
kaupmannahöfn, jú það mun ég gera ljósið mitt sagði ég,
þá tók hún um hálsinn á ömmu og sagði ég mun sakna þín líka
amma mín.
Þau koma svo í bítið í fyrramálið til að kveðja.
Við ætlum svo á morgun englarnir, Dóra mín og ég að fara á
fjölþjóðadag sem haldin verður hér á morgun, og þær mæðgur
fara ekki heim fyrr en á sunnudaginn.
Og nú ætla ég að bjóða dömunum mínum að yfirtaka tölvuna
því amma er að hugsa um að fara upp í rúm og byrja á bók
númer eitt af fjórum sem þær voru að lána mér.
Bókin heitir Twilight eftir Stephenie Meyer og eru þetta víst
afar flottar bækur, það kemur í ljós.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
það fer að skella á, sko fjörið.
14.11.2008 | 15:02
Gísli minn er að sækja englana mína fram í Lauga og þá verður
nú fjör í bænum, er þær koma förum við að versla mæðgur og
tvibbarnir druslast með, vilja náttúrlega helst leggjast í dvala
með bækur, eða í tölvuna.
Þær ætla svo í kvöld að búa til þeirra listapitzzur og er Millu,
Ingimar og ljósunum mínum boðið í mat.
Þau eru svo að fara suður í fyrramálið og út til köpen á sunnudaginn
það á að leifa ljósunum að njóta jólastemmingar í tívolí og allri köpen
reyndar, ekki dónalegt það, en ömmu kvíðir fyrir að vanda, er aldrei í
rónni er fólkið mitt er erlendis, en það er nú víst bara móðursíki,
kannist þið nokkuð við svoleiðis síki? Ekki ég.
Mun verða eitthvað lítið í tölvunni um helgina, það er svo gaman er þær
eru í heimsókn mæðgur, það er helst að ég kíki aðeins á ykkur áður en
þær vakna á morgnana.
Ljós í helgina ykkar
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Er alvarlega að hugleiða.
14.11.2008 | 10:14
Já mér er bara spurn, hvað á maður að hugsa annað en að
borga í sömu minnt ef svo heppilega vildi til að maður fengi
það upp í hendurnar á sér að þurfa að bjarga einum danski,
og öðrum þeim þjóðum sem koma fram við okkur,
eins og hryðjuverkamenn.
Ólafur Harðarson, lenti í því að
stranda Bát sínum við Randnes á Jótlandi. og eins og allir
geta lesið þá var eigi komið par vel fram við hann, var meira að
segja skilin eftir um borð í bátnum vatns og matarlaus.
En það fór sem betur fer vel, þess vegna getur maður bara hlegið
að þessum bjánum, sem haga sér eins og smákrakkar.
Hvar er mannkærleikurinn?
Nú það er þetta með ferðaskrifstofurnar erlendis, þær ættu nú
að vita að eigi ber að lesa allt upp sem í stendur þeirra skrautlegu
blöðum, en þeir gera það og þess vegna þarf ferðamálastofa
að fara til nokkurra landa til að fullvissa þessa bjána um að það sé
nú bara allt í lagi að selja ferðir til Íslands.
Er nú samt að furða mig á þeim hæfileikum íslendinga, endalaust
að vera að afsaka sig og búkka fyrir þeim sem troða okkur um tær.
Og er það nú eigi bara á þessu sviði.
Af hverju ekki bara að leita á önnur mið?
Svo við komum aðeins að lyfjakostnaðinum, hann er nú alveg sér
kafli út af fyrir sig, en flest þurfum við á þeim kafla að halda.
það kostar að vera: Hjarta og skjaldkyrtilsveikur, einu sinni voru
þau lyf frí, en eigi lengur, síðan þarf maður að taka kalk, lýsi,
hormónatöflur að því að maður er með svo mikla kölkun í þessum
elsku beinum, hjarta magnil, blóðþrýstingslyf, magalyf til að þola nú öll
þessi andstyggðarlyf sem alveg lífsnauðsynlegt er að taka.
Nú ef ég tek eigi hjartalyfin mín sem eru þrjú, þá bara fer ég
sex fetin. það væri kannski bara ódýrast fyrir ríkið ef maður hætti að taka
þennan ólyfjan, nú ef einhver mundi nú ná að bjarga skjóðunni, þá yrði
manni slett inn á sjúkrahús, nú ef ekki þá mundi maður bara fara sex fetin
niður, og það á kostnað ríkisins, því ekki á maður fyrir útförinni.
Ekki veit ég hvað er ódýrara fyrir ríkið, en þeir eru að hækka lyfin,
en eitt veit ég að hærri lyfjakostnað get ég eigi tekið á mig.
Finnst ykkur þetta ekki skondið og svo ef maður sækir um endurgreiðslu
vegna lyfjakostnaðar, þá er það eigi möguleiki vegna þess að ég er of tekjuhá.
Maður fær nú bara hláturskast
Ljós og gleði í daginn ykkar
Milla sem er ætíð í góðu skapi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fyrir svefninn
13.11.2008 | 20:28
Kaupmaður í Reykjavík fór til lögfræðings og lét hann gera
erfðaskrá sína, Hann tók fram, að líkið skyldi brennt,
" Og hvað með öskuna?" spurði lögfræðingurinn.
" Sendu hana til skattstofunnar. Þá hafa þeir fengið allt,"
svaraði kaupmaðurinn.
***********************
"Mér þykir það leitt, Óli minn, að ég verð að hafna þínu góða
boði," sagði ung stúlka við dansherra sinn eftir dansleik.
" Síðast er ég þáði boð um að koma með þér heim, var
ég níu mánuði að ná mér."
***********************
Gvendur stofnauki, sem margir Reykvíkingar kannast við,
var kunnur Bakkusarþræll en þekktur fyrir orðheppni sína.
Nokkru eftir þorskastríð Íslendinga og Breta út af 12 mílna
landhelginni, en í því stríði hafði Hermann Jónsson
ráðherra bannað varðskipsmönnum að skjóta á breska
togara, var Gvendur viðstaddur landsleik Íslendinga og
Englendinga í knattspyrnu. Leikar stóðu 6-0 fyrir enska líðið
og var orðið örvænt um að Íslendingar mundu skora.
Þá hrópaði Gvendur:
" þið þurfið ekki að taka það svona hátíðlega strákar,
þó hermann hafi bannað að skjóta."
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Hittingur á Akureyri.
13.11.2008 | 07:40
Bloggarahittingur á Akureyri
Bara svona að láta vita með góðum fyrirvara.
Staður: Vonandi verðum við á sama stað og síðast, læt vita með
fyrirvara. Það var á kaffi Karolínu.
Stund: Laugardagur 22. nóvember kl. 16.00
Þetta með tímasetninguna er allt með ráðum gert. Þær sem eru
að vinna vaktavinnu og vinna aðra hvora helgi og voru að vinna
síðast, þær eru í fríi núna.
Ég held að allir hafi verið ánægðir með staðsetninguna. Nóg pláss,
samt hægt að bæta við stólum.
Langt frá háværu kaffivélunum, það finnst mér mikill kostur þegar
fleiri eru.
Endilega setjið þetta inn á ykkar síður.
Hlakka til að sjá sem flesta
Anna Guðný
897-6074
Endilega látið sjá ykkur, það er fjör hjá okkur er við hittumst
það vita þeir sem hafa komið.
Knús í knús
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Fyrir svefninn
12.11.2008 | 21:37
Einar Magnússon fyrrum kennari og rektor við
menntaskólann í Reykjavík gerði mikið í því að fá nemendur
sína til að tala hátt og skýrt í stað þess að muldra í barminn.
Einhverju sinni var Einar að spyrja nemanda út úr í dönsku.
Sá tuldraði eitthvert svar, svo að Einar greindi ekki orðin.
Einar sagði þá, að þó sér væri margt til listannalagt,
þá kynni hann ekki að lesa af vörum.
Sverrir Hólmarsson, sem var nemandi í þessum bekk,
orti þá í orðastað Einars.
Flest er mér til lista lagt,
að lesa dönsku og vinna úr svörum,
en um mig verður ekki sagt
að ég kunni að lesa af vörum.
Nemendur skrifuðu vísuna upp á töflu fyrir næsta dönskutíma.
Einar, sem var mikill andstæðingur allrar nýlistar, las vísuna
og sagði síðan, að sá, sem hefði sannað að hann gæti ort
svona, hefði heimild til að yrkja atómljóð.
Fyrir allmörgum árum varð mikill úlfaþytur út af grein sem
birtist í vikunni um greinar bókmenntafræðinga um
atómskáldskap tveggja ungra blaðamanna, og gerðu
þeir lítið úr þeirra skáldskap.
Þá orti einn húmoristinn:
Dæmi sig hinn dóma strangi
dárann mesta í glópa flokki.
Alltaf hefði Mera Mangi
munninn þekkt á skeiði og brokki.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
ALLT ER ÞETTA FRÁ SAMA GRUNNI.
12.11.2008 | 07:32
Hafið þið tekið eftir! er börn eru í leikskóla, skóla, starfi eða
bara við leik/skemmtun.
Ef maður skoðar hópinn þá er ávalt einhver sem reynir að ná
sem mestri athyglinni.
Það er gert á mismunandi hátt og ólíkar eru uppskerurnar,
bara eins og börn/fólk er mörg.
Tökum börnin t.d. þau eru að leik eitt er það sem ber mest á,
eitthvað kemur upp , þá er þessu barni sem er með mestu
athygli-vöntunina tekið fyrir, af hverju? Jú það heyrðist mest í því,
hlýtur að vera að það barn sé sökudólgurinn.
Eins er með barnið sem fer einförum, engin vill leika við, það er
svo auðvelt að kenna því barni um eitthvað sem annar sterkari
gerði.
Þeir sem eiga að taka á þessum málum gera það eigi því það
er fundin sökudólgur.
Auðveldasta leiðin.
Hvað skildu verða margir núna í ár sem þurfa athygli, bara vegna
svo margra hluta sem þau skilja ekki.
Ölum börnin okkar upp í því að vera góð við alla
og að það sé í lagi að vera öðruvísi.
Það heldur nefnilega áfram þetta með athyglissýkina,
því hún hættir eigi fyrr en þú færð hlýu og skemmtileg heit
frá þeim sem eru í kringum þig.
Ef fólk fær hana ekki þá getur það orðið veikt og gerir hina ýmsu
hluti sem mundu eigi gerast ef fólk hefði fengið kærleik í sálartetrið sitt.
Það er verið að tala um að allir eigi að vera á varðbergi yfir þeim sem
jafnvel eiga erfitt, og hjálpa, gerum það þá, því þetta kemur allt frá
sama grunni einmammaleikanum sem byrjar er maður lítill er.
Ég hvet alla til að gefa af sér við fólk, talið jafnvel við þá sem ykkur
finnst þurfa þess umfram allt brosið og segið góðan daginn.
það gefur ykkur jafn mikið og þeim.
Eigið góðan dag kæru vinir
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Fyrir svefninn
11.11.2008 | 20:53
Jóhannes heitinn Kjarval hitti kunnan athafna- og peninga mann
á götu og bað hann að lána sér 100 krónur.
Hinn taldi Jóhannes ekki með traustustu skuldurum og sagðist
því miður ekki eiga neinn pening.
Nokkru seinna hittust þeir aftur í fjölmennu samkvæmi, Jóhannes
vatt sér að manninum, rétti honum 100 krónu seðil og sagðist
ætla að borga honum.
Vinurinn varð vandræðalegur og sagðist aldrei hafa lánað honum.
" Nei ég veit það," svaraði Jóhannes, "en þú vildir gera það.
þú bara gast það ekki."
Tveir fermingardrengir, ræddu um "Faðir vorið," og merkingu þess
og fannst öðrum það óþarfi að hafa daglega,
gef oss í dag vort daglegt brauð, vikulega væri nóg.
Hinn var nú ekki á sama máli, því hann taldi það nú best nýbakað.
Brosmilda nótt.
Allt mitt hugarfár
það er til einskis,
en ég felli tár
um brosmilda nótt.
Máninn skein,
á okkar algleymi,
er við mættumst fyrst,
í fjörusandinum,
á brosmildri nótt.
Þú blómstraðir
við eignuðumst Perlu
sem að minnti mig
á brosmilda nótt.
Ég elskaði
þína englaásjónu
með gyltan geislabaug
sem að minnti mig
á brosmilda nótt.
Ljós þitt slokknaði,
í drunga vetrar,
og þú hvarfst á braut,
á silfruðum öldunum
sem að bera þig heim.
Allt mitt hugarfár
það er til einskis,
en ég felli tár
vegna minninga
um brosmilda nótt.
Gísli Þór Gunnarsson.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Hugleiðingar á þriðjudagsmorgni.
11.11.2008 | 07:44
Þar sem ég fyrir nokkru síðan tók þá ákvörðun að eiða eigi
minni orku í að blogga um kreppu eða annað slíkt þá reyni
ég að gera það ekki, en á stundum er afar erfitt að finna
jákvæðar fréttir, og þó, kannski neikvæðar sem enda jákvæðar.
*************************
Þjófur sem iðraðist gjörða sinna, Frábær frétt, sendi eigendum
verslunar einnar í Bristol á Englandi afsökunarbréf og í því voru
100 pund, sagðist hann hafa stolið frá þeim sígarettum árið
2001. Ja hérna batnandi mönnum er best að lifa.
***************************
Ársgamalt barn í umsjá barnaverndarnefndar, það er sorglegt
að foreldrar skulu eigi hugsa um barnið sitt betur enn
skemmtanalífið. Vona að allt fari á besta veg.
***************************
Skotar saka Íslendinga um ofveiði á Makríl, ja svei skítalikt,
þetta er náttúrlega ekki satt, en ef er þá verðum við nú að
bjarga okkur.
þeim ferst að tala.
****************************
Nú máttu bara skammast þín Bjarni Harðarson að gera Valgerði
þennan ljóta grikk.
Var hún ein um gjörninginn? Held eigi.
*****************************
Ég var að tala um reiðina í gær, sannast hefur að reiðin er skaðleg.
maður nokkur var reiður og braut rúðu á skemmtistað og hlaut
það mikla áverka að það þurfti að flytja hann til læknis, þar á
eftir fékk hann að dúsa fangageymslu lögreglunnar yfir nótt.
*****************************
Gleðifrétt af Skaganum þar fékk maður hjartaáfall úti á golfvelli
vinir mannsins hringdu 112 og þeir voru snöggir að bregðast við
ásamt sjúkraflutningamanni sem þeir tóku upp á leiðinni.
Hjartastuðtæki var í bílnum og björguðu þeir manninum.
Yndislegt er að þessi maður og hans fjölskylda skuli geta verið
saman um jólin.
Og til hamingju strákar með þessa björgun, það eru svona atvik
sem gefa starfinu gildi.
***************************
Jæja svo er ég að fara að vinna í dag og það verður bara
skemmtilegt að vanda.
Litla ljósið mitt mun svo koma í pössun kl 4 því það er
bekkjarskemmtun hjá Ljósálfinum.
Heyrumst í kvöld og eigið góðan dag í dag.
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Fyrir svefninn
10.11.2008 | 19:49
Í morgunn er ég fór í þjálfun þá var grenjandi rigning, svo
Gísli minn keyrði mig, því stundum er erfitt að fá bílastæði
upp við húsið, er hann kom að sækja mig var komin slydda,
nú er heim var komið fórum við að sneiða niður brauðið sem
ég bakaði í gær, Nei! nei, ekki í höndunum heldur í brauð-
hvífnum, og gengum frá því í frystiskápinn.
Það er bara yndislegt að eiga nóg af brauði.
Fór aðeins að vinna um 2 leitið og er Gísli minn sótti mig kl 4
þá voru tvær heima, Ljósálfurinn og litla ljósið, mamma þeirra
var að vinna og pabbi þurfti að skreppa aðeins í vinnu.
Fljótlega kom Milla mín til að fara með Ljósálfinn í fimleika,
en við höfðum það bara fínnt hér á meðan.
Litla ljósið mitt var orðin svöng og henni langaði í brauð með
mysing og kavíar, sko saman, hef nú aldrei skilið þann smekkinn,
afi og Neró sofnuðu í sínum sófa, en við fórum að horfa á Garðabrúðu.
Bara gleði og kærleikur á þessum bæ, allir ætíð í góðu skapi.
Áfram færi ég ykkur smá úr Bændablaðinu.
Fífl og dóni
Geir H Haarde sagði við upplýsingafulltrúa að Helgi Seljan
fréttamaður væri algjört fífl og dóni og heyrðist það vel
í sjónvarpinu, þótt svo hafi eflaust ekki átt að vera.
Þá orti Kristján Bersi:
Í viðtölum elginn vaða kann,
veldur samt engu tjóni.
En ég er alveg eins og hann,
,,algert fífl og dóni".
Engin grætur auðkýfing
Jón Ingvar Jónsson orti þessa bráðsmellnu vísu
sem þarfnast eigi skýringar:
Meðan okkar þjóðar þing
þarf að halda á lausnum
engin grætur auðkýfing
einan sér á hausnum.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Yfirgangur og reiði.
10.11.2008 | 07:10
Sporðdreki:
Þú þarft ekki að hlusta á þá sem sýna þér yfirgang.
Reyndu að sættu þig við það sem þú færð ekki breytt
og njóta svo lífsins.
Já það er nú akkúrat það sem ég geri, á mjög auðvelt með að
þurrka það fólk út úr mínu lífi sem sýnir mér yfirgang og vanvirðingu.
Hver hefur svo sem rétt til þess, hvort það er ég eða einhver annar.
Mér finnst þannig fólk vísast fyndið með meiru,
en snerti það mitt fólk og mína vini getur það tekið svolítinn tíma á
stundum að fá fólk til að skilja það siðleysi sem það við hefur.
REIÐIN.
Já það er þetta með reiðina. Ég spurði fyrir nokkrum vikum að mig
minnir, í könnun, hvort fólk vildi lifa í reiði? 80,6% sögðu nei
6,5% sögðu já og 12,9% sögðu bæði og.
Sem segir okkur að flestir vilja eigi lifa í reiði, skiljanlega það er hundfúlt
að vera ætíð reiður.
Ef maður er reiður þá er maður svipljótur, fasljótur, ósanngjarn svo ég tali
nú eigi um leiðinlegur fram úr hófi fram.
Ég er búin að komast að því að reiðin skapast af fljóthugsun, maður leifir eigi
skynseminni að komast að fyrst til að hugsa til enda hvað sé best að gera,
þið skuluð nú eigi halda að ég viti ekki af eigin raun hvað þetta er erfitt,
en prófið, það léttir lífið.
Við bætum ekkert með reiðinni, hún skapar bara glundroða.
Eigið góðan dag í dag
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)