Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Óþétt hurð eða hvað???.

Er þetta algengt? Ég ætla að vona ekki,
hver er ásæða rakans? 
Ef að hurðin er svona óþétt, væri ekki ráð að laga það.
Hef setið í vél þar sem vindurinn gnauðaði inn um dyrnar.
Guð blessi allar vélar okkar ÍSLENDINGA.


mbl.is Ísing olli því að ekki náðist fullur jafnþrýstingur í vél Flugfélags Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ.Æ. Flugturni að kenna.

Kæri flugturn er þetta nú þér að kenna, eða þannig.
Ef það er svo að það hafi komið upp á alveg óvænt ástand
á flugbrautinni, þá hefur engin séð þetta fyrir, en mér finnst það afar
ótrúlegt eins og flugöryggið er haft í fyrir-rúmi hér á ÍSLANDI.
Frásögn farþega og JetZ fara ekki saman, það er aldrei gott
þegar lítið er gert úr upplifun farþega af svona óhappi,
það eru fáum sem finnst svona ekki neitt mál.
Auðvitað bera JetX  uppi heiðri sinna manna og ég hef ekki heyrt um
þessa nauðsyn á hörðum lendingum, eiga þær líka rétt á sér á sumrin???.
Þetta er að sjálfsögðu leiðindamál sem hefði getað endað með ósköpum,
en fór betur en á horfðist.

Þökkum fyrir það.


mbl.is Segja bremsuskilyrði á flugbraut ekki í samræmi við upplýsingar úr flugturni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Það var endur fyrir löngu, að kona nokkur var kviksett,
en það varð henni til lífs, að þegar átti að jarða hana,
ráku líkmennirnir kistuna  í sáluhliðið,
og konan rankaði við sér.
Nokkrum árum síðar deyr konan, og eru líkmennirnir þeir sömu og áður.
Þegar líkið er borið til kirkju, gengur bóndi konunnar næstur
líkkistunni eins og siður er.
Þegar líkmennirnir koma að sáluhliðinu, með kistuna, segir bóndi:
,,blessaðir farið þið nú varlega piltar."
              Góða nótt.

Sunnudagslok.

Engillinn er að aka stóru snúllunum heim að Laugum, vetrafríið búið allir komnir frá
Ameríku eftir alveg frábæra viku þarna úti og á leið norður,
sporin hjá starfsfólki og kennurum að Laugum,
verða létt á morgun þrátt fyrir langa  heimferð.
Þau lentu nefnilega í því að lenda á Egilsstöðum sökum veðurs í Keflavík
og allt vel með það, en að láta fólk bíða úti í vél hátt í tvo tíma án
þess að því væri færður svo mikið sem kaffisopi áður en það var farið í loftið
aftur, er bara hneisa, síðan lendir fólkið í Keflavík úrvinda af þreytu
eftir þessa löngu heimferð, og hvað ,ein úr hópnum lendir í úrtaki
er spurð út í hvað hún hafi keypt mikið hún nefnir c.a. upphæð og
hún þarf að borga toll, en út frá hverju reikna þeir.
Ekki var hún beðin um nótur eða neitt slíkt heldur bara að borga 21.000 k.r.
Ég er nú ekki að segja að menn eigi ekki að vinna vinnuna sína,
en mér finnast nú vera takmörk á öllu.Crying
Síðan veit ég um fullt af fólki sem valsar í gegn og lendir aldrei
í úrtaki, hverju sætir það???


Klukkutími???.

Nú spyr ég þá sem vit hafa á málum.
Var nauðsynlegt að láta farþegana bíða í klukkutíma
áður en þeir komust frá borði?.
Vita þeir ekki hvernig fólki líður þegar svona nokkuð kemur fyrir?
Eða eftir hverju var verið að bíða?
mbl.is RNF: Hálka stærsti þátturinn í því að flugvélin rann út af braut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ford Focus.

Flott hjá Finnanum Mikko, svo gerir þetta það að verkum að maður
fer að sætta sig við focusinn sinn.
Var ekki alveg að sætta mig við hann fyrst, en það var nú aðallega
vegna þess að það var erfitt að fara ofan úr jeppa niður á jörðina
í hvaða lítinn bíl sem var.
Ég valdi mér náttúrlega sjálf Ford Focus
og er alveg að sætta mig við fallið.Cool


mbl.is Hirvonen sigraði í Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki gott.Lentu á Egilsstöðum.

Vonandi hefur engin flughræddur verið um borð.
Þetta hefði getað farið illa,og hvað er þetta þá? Bara eitt af því
sem gerist og engin sem ber ábirgð.
Er það kannski bara grunnhyggni í mér að álíta að einhverjir
eigi að afýsa brautirnar, nei ég tel ekki.
Það á að gera það. Var kannski bara þessi eini blettur sem
mönnum sást yfir.

Var að fá símtal frá Egilsstöðum þar lentu tvær flugvélar frá Flugleiðum,
þær voru að koma frá U.S.A. og vegna veðurs í Keflavík
lentu þær fyrir austan, og allt vel með það, en þegar seinni vélin lenti
var verið að dæla bensíni á þá fyrri og hún fór svo í loftið.
Þau eru búin að bíða  einn og hálfan tíma úti í vél án þess að fá að borða.
Takið eftir þau eru að koma frá Ameríku, það er svolítið langt flug.
Mér finnst vera komið fram við farþegana  af lítilsvirðingu.
Það vantar ekki fögru sálfræðilegu upptalningarnar um að þetta sé svona og svona,
en þessi seinkun er vitað mál og af hverju fá þá ekki farþegar að fara inn
og fá sér morgunmat???. Hvar er þjónustulundin sem var til hjá
félaginu hér áður og fyrr þegar allt var mannlegra en núna???.



mbl.is Farþegaflugvél rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Bóndi einn á suðurlandi hafði ráðið til sín vetrarmann,
sem honum líkaði prýðilega við.
Eitt sinn brá bóndi sér að heiman, en er hann kom heim aftur,
kom hann að óvörum að konu sinni og vetrarmanninum á dívan inni í stofu.
Bónda varð ókvæða við og fór á fund prests síns að ráðgast um,
hvað gera skyldi.
,, Þú verður að láta vetrarmanninn fara," segir prestur.
,, Ég má nú illa missa hann, enda líkar mér ágætlega við hann,"
svaraði bóndi. ,, Nú eða skilja við konuna," segir þá prestur.
,, Ekki vil ég það, og vandséð, að ég fái betri konu," segir bóndi.
Nú líður nokkur tími, en þá hittast þeir bóndi og ðrestur á ný,
og fer þá presturinn að spyrja hann um einkamálin.
,, Það er allt í lagi með þau," svaraði bóndi.
     ,, Ég seldi dívaninn."

                              Góða nótt.


Nýt þess í botn.

Já ég nýt þess að vera á fullu í matargerð og umhugsun um allar
snúllurnar mínar og  Ingimar minn, gæti þetta náttúrlega ekki nema
að því að engillinn hjálpar til, sem er ekki sjálfgefið að karlmenn geri.
Sko nema að þeir séu vel uppaldirInLove og ástin sé með í spilinu.
Eins og ég sagði í vikunni þá voru búálfarnir á ferð.
Milla mín er enn þá að drepast í bakinu,
svo ég var með kjúlla fyrir okkur í gær, og Milla kom með Ingimar,
þegar við vorum búin að borða, lagðist Milla upp í mitt, besta rúm í heimi.
síðan voru öll börnin komin upp í til hennar,
Ingimar sat á stólnum við hliðina á rúminu.
Mundi ég þá allt í einu eftir súkkulaðinu sem Milla gaf mér frá Köben.
Þetta var sko ekta gúmilade frá Georg Jensen. Ég náði í það upp í skáp.
Og allir fóru að borða súkkulaði upp í rúmi, ég var ekki lengi að ná í myndavélina,
það verður spennandi að sjá þær myndir, meira að segja Neró var uppi í rúmi.

Í morgunn fór ég með allar snúllurnar í Íþróttaskólann,
það var náttfatadagur hjá þeim,
sko það er nú reyndar bara Aþena sem er í skólanum,
en hinar vildu fara með, síðan sótti ég þær
og við fórum hingað heim í hádegis-snarl, um k.l.3. hringdi Milla og sagði að
Ingimar væri kominn heim og þær mættu hlaupa yfir,
síðan væri okkur boðið í kvöldmat hjá þeim.
Nú þær fóru allar til Millu og ég skreið upp í rúm og steinsofnaði.
Fórum síðan í matinn.
Þetta er búin að vera æðislega skemmtileg vika.
Takk fyrir hana.Heart


Áskorun!

Ég skora hér með á morgunblaðið að hætta nú þegar   myndabirtingum af
bana og slysa-vettvangi í umferðinni. Slík myndbirting er með öllu óþörf,
og eingöngu til þess að særa aðstandendur þeirra sem þannig
látast eða slasast.

                     Vinsamlegast birtið sem víðast kæru bloggvinir.


Upphaf þessara beiðni er komið frá henni Röggu okkar,
Netfang:  hross.blog.is

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband