Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Uppeldi og skildur.

Arnar Jónson skrifar í Sjónarhól í gær, meðal annars að hann telji að það þurfi að stokka upp í
skólakerfinu og láta meira fjármagn í forvarnir.Það væri ráð, en ég held að fyrst og fremst verðum við að ákveða hvort við ætlum að láta leikskólana og  grunnskólana ala alfarið upp börnin okkar,
því þá þurfum við að byrja á því að viðbótar-mennta alla kennara og bæta inn kennsluefni í kennaraskólann. Þurfum þá líka að borga meira.
Ef við viljum eiga þátt í því að ala upp þessar elskur okkar, þá verðum við líka að gera það.
Ég tel að áhrifa-ríkasta forvörnin komi frá mömmu, pabba, öfum og ömmum í samvinnu við kennarana að sjálfsögðu.
Við eignuðumst börnin og við berum ábyrgðina.
Ungu foreldrarnir eru alltof eftirgefanlegir, það verður að setja reglur halda uppi aga og kenna börnum siðferði og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Og ekki láta undan ef það er búið að segja eitt þá stendur það. Í Guðs bænum hugsið ekki, þetta á ekki við mig. Skoðið málið.


Baþankar Daviðs Þórs Jónsonar.

Las þessi frábæru skrif hjá þér Davíð Þór í fréttablaðinu í gær. Hef verið að blogga um Njálsgötumálið, eins og ég kalla það. Er hjartanlega sammála þér. þessi skrif þín eru náttúrlega
hrein snilld. Takk fyrir þau.Cool

Stubbarnir.

Ja hérna! Hvað er með þessa konu sem er umboðsmaður barna í Póllandi.
Hún á kannski engin börn eða er hún alin upp í bómull?
Ég veit ekki betur en strákar leiki sér með stelpudót og öfugt
það er ekki talið neitt  athugavert við það.Wizard
mbl.is Umboðsmaður barna í Póllandi dregur ummæli sín um Stubbana tilbaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Riddarakrossar.

Ég hef oft sagt að: Konur sem voru húsmæður,giftar eða ógiftar fyrir, um og eftir stríð eigi skilið
Fálkaorðuna fyrir sinn dugnað. Þessar konur voru með stór heimili, með sín börn og jafnvel barnabörn, unnu úti allan daginn, þegar heim var komið átti eftir að gefa að borða jafnvel af skornum skammti, og sinna daglegum störfum heimilisins. Ekki voru launin til að hrópa húrra fyrir.
Margar af þessum konum áttu menn sem voru ólánsmenn og voru þær betur settar án þeirra, en það þektist ekki þá að  skilja svo þær sáu fyrir þeim líka.Húsnæði voru léleg. Ég ætlaði nú ekki  að fara að reka söguna hér, sko ef ég byrja þá get ég varla hætt. Fólk verður bara að lesa í eyðurnar það er að segja ef það hefur yfirleitt áhuga á sögunni. Að mínu mati er það þesskonar afreksfólk sem á að fá orður fyrir sitt framlag, ef það á yfirleitt að veita slíkt. Við reynum held ég öll að gera okkar besta í lífinu og ef við getum orðið öðrum að liði þá að sjálfsögðu gerum við það og fáum vellíðan fyrir.

Upprifjun.

Á laugardaginn fór ég í jarðaför. Það var verið að jarða vin sem fór of ungur hann dó úr heilablæðingu bara si sona, hann var rúmlega fimmtugur og ég hafði þekkt hann síðan hann var
11 ára. Þar fór góður drengur. Fór snemma að sofa um kvöldið.Sleeping

Á Hvítasunnudag vorum við nú bara að dúlla okkur passa hundinn og og dedúa við undirbúning á kvöldmatnum. við erum með hreindýra file, smjörsteiktar steinselju kartöflur ferskt salat
og hina frægu sveppasósu með koníak og púrtvíni, sem snillingurinn hann tengdasonur minn
kom og gerði handa okkur, þetta var bara, baraaaaaaaa. gott. Í eftirrétt var eðalkaffi frá kaffitár
með  marenge ferskju tertu á eftir nammi namm. Það vantaði Dóru og tvíburana Dóra var að vinna og snúllurnar mínar fóru á Ísafjörð í fermingu til Maríu Dísar vinkonu sinnar, en voru hjá Söru sem er líka vinkona þeirra ég veit að þær hafa haft yndislega helgi.Grin
 
Fara þær suður í dag 28/5 og svo til Tenerife á miðvikudag og mamma þeirra með þeim.
Amma og afi eru að passa hundinn þykir það nú ekki dónalegt. Sko hjá afa sem eyðileggur alla í dekri eru það forréttindi að fá að passa minnstu snúlluna sem er 3ja ára, hundinn og gefa öndunum brauð sem koma í garðinn daglega og koma alveg upp að eldhúsglugga og sníkja.
Núna er hann að slá blettinn svo snúllan og ljósálfurinn geti leikið sér í barnagolfi.
Í morgunn pússaði hann bílinn hátt og lágt ég hjálpaði aðeins til.
Við nefnilega erum að fara til Ísafjarðar um næstu helgi í brúðkaupInLove

Hann er nú annars afar góður þessi maður sem ég hef afnot af.Whistling

 


Fagskóli Keilis.

Það er rétt sem Hjálmar  Árnason segir.
Það er að gerast söguleg framfaraspor á Keflavíkur-flugvelli, til hamingju Reykjanesbær og allt Ísland því öll eigum við rétt á skólasetu í keili ef við óskum eftir því.
Ekki hefði ég trúað því að það fyndist svona frábær og skjót lausn á þessu þorpi inn á milli bæja.
Það fólk sem kom að þessu á heiður skilið, til hamingju með það.
Hjálmar mér hugnast það vel að vita af þér þarna og vona ég að þú verðir sem lengst tengdur
þessari menntastofnun. Unga fólkið okkar þarfnast lærimeistara sem eru skarpgáfaðir og afburðaskemmtilegir og  þú ert einn af þeim, vona ég að það komi fullt af góðum lærimeisturum í keili. Gangi ykkur allt í haginn.


Uppeldi eða hvað!!!!!!!!!!!!!!

Hann er eini strákurinn á þrjár systur sem allar hafa sjálfsagt stjanað við  bróa sinn.
Það er hægt að gera börn geðveil, siðlaus og algjörlega tilfynningadauð  með uppeldi.
Ég er ekki að segja að það sé í þessu máli. þetta er þannig atburður eins og margir aðrir
að maður á ekki orð yfir þá. Ég held að engin fæðist með svona illgirni í sér, en hún getur orðið til.
 Fer eftir því hvernig komið er fram við viðkomandi. Enn ég er nú engin sérfræðingur.
                                                    Góða helgi.


mbl.is Myrti foreldra sína og systur til að komast yfir fjölskyldufyrirtækið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breiðavík.

Er fólk virkilega að afpanta gistinætur í Breiðuvík.    Hversvegna?
Talið er að það sé vegna drengjaheimilis sem var þar um miðja síðustu öld,og þeirra óhuggulegu athafna sem þar gerðust sem voru ófyrir-gefanlegir, en get ekki séð samhengið á milli þess og það sem er að gerast þar í dag sem er ferðamannastaður. Eina fólkið sem hefur afpantað  eru íslendingar. Er það tilviljun? Nei: þetta eru fordómar. Ég ætti þá að hræðast að nefna það að
langafi minn Guðmundur Sigurðsson hafi verið Hreppstjóri í Breiðuvík í kringum1890. það getur sem sagt gerst að fólk hætti að þekkja mig, en það er nú í lagi, en það er verra með núverandi
eigendur Breiðavíkur sem eru að tapa jafnvel eigum sínum á fordómum fólks. Ef þessu er þannig háttað.

Misnotun hjá þeim sem hafa krafta og vald

Ef allir mundu opna sig og segja frá því sem gerst hefur í lífi þeirra allt frá kynferðislegu, líkamlegu, og andlegu ofbeldi, þá værum við með æluna upp í háls alla daga og væri það bara allt í lagi.
 Af hverju haldið þið að svona margir þurfi á geð eða sálfræðihjálp að halda?
 Endilega segið frá.  það hjálpar bæði ykkur og vekur okkur til umhugsunar um að vera á varðbergi og að  mögulega gætum við gert eitthvað. Við gætum allavega uppfrætt börn og barnabörn um þessi mál. Endilega ekki þessa þögn, ekki hylma yfir, ekki vera meðvirkur. Gangi öllum vel í sínum málum.
                                           Góðar stundir.Heart


Dagurinn í dag.

  1. Við vorum nú að klára að gera huggulegt hjá okkur eins og vanalegt er fyrir helgar,kláruðum það í dag því við förum til Akureyrar á morgun í flug með dúllurnar okkar. Fór svo aðeins í búð  að versla eitthvað sem ég man ekki lengur hvað var Æ Æ vantar í mig einn mynniskubb. Dúllurnar mínar sem urðu 16 ára í fyrradag voru í tveim prófum í dag eftir það fórum við til sýslumanns til að fá smá upplýsingar í sambandi við  breytingu á kenninafni.  Hann spyr hvað heitir maðurinn sem sendi ykkur bréfið frá Dómsmálaráðuneytinu?  Eggert Ólafsson svarar önnur þeirra um hæl, ég beið eiginlega eftir að hún kláraði kvæðið, þá sagði sýslum. Ég kannast ekki við neinn með þessu nafni þar, sem var heldur  ekki, er litið var á bréfi. Þetta er einkennandi fyrir þessar dúllur mínar ef þær eru annars hugar. Nú við fengum þær upplýsingar sem við þurftum. Snæddum síðan saman kvöldmat, eftir það var farið  á Baughólinn.
    það tók nú sinn tíma að kossa og knúsa litlu frænkurnar sínar, Millu og Ingimar.
    Nú sit ég hér: það snjóar og snjóar úti: Og mér þykir allt ömurlegt  þegar einhver  fer í burtu.  Amma er víst bara stressuð  old lady. GetLost I am not old, but it's time to go to sleepSleeping
                         
                         

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.