Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Farið að Laugum.

Fórum að Laugum í dag tókum Aþenu Marey með okkur og auðvitað Neró.
Sú litla ætlaði nú ekki að vilja fara með okkur, sko pabbi hennar er n.o. 1.
þegar hann er heima, en varð svo glöð þegar hún
sá frænkurnar sínar og ekki síst hundurinn.
Fyrst var honum og henni heilsað vel og lengi, síðan komu við.Whistling
Síðar sátum við öll í sófanum og horfðum á disk sem þær voru að fá úr
vinnslu frá bróður mínum. Á honum var ferð til köpen til að versla fyrir
ferminguna, aðallega var súmað á matsölustöðum,
og þeir ekki af verri endanum, að þeirra mati.Nú það voru auðvitað teknar myndir í
Keflavíkinni þegar komið var heim, þar á ég líka gullmola.
Síðan fermingin og veislan afar skemmtilegur diskur
og gaman að skoða þetta svona löngu seinna.
Fengum okkur sopa er við fórum með hana heim.
Góður dagur þrátt fyrir veðrið, manni verður alltaf um og ó
svona fyrstu köldu dagana á haustin.


Pabbahelgar.

Var að lesa í Fréttablaðinu í gær pistilinn stuð milli stríða eftir Emilíu Örlygsdóttur.
Hljóðaði pistillinn upp á pappahelgar, afar skemmtilegur pistill.
Þarna var um þrjár konur að ræða með sín börn og vil ég bara segja
að þau börn eru heppin að pabbarnir vilja hafa þau.
Ég þekki allmargar fjölskyldur sem eru í þessum sporum og þær mér afar nákomnar,
hjá sumum gengur afar vel að púsla þessu saman,
samveran mun meiri enn bara um helgar, þau eru eins og einn
meðlimur hinnar nýju fjölskyldu, svoleiðis á að koma fram við börn,
af virðingu. Þau eiga rétt á bæði móður og föður og að nýir makar og börn
taki þau inn í sitt líf af kærleika, ekki afbrýðissemi og metingi.

Hinsvegar er hin hliðin þar sem pabbarnir vilja sem minnst af börnunum vita
það þekki ég afar vel til, oft endar það með því að börnin kenna sig við móður sína,
það er allt í lagi, en hafa skal í huga að börnin munu á einhverjum tímapunkti
upplifa höfnunar tilfinningu, út af föðurnum og er það sálfræðilega alveg rétt.
þau munu þurfa að vinna úr sínum málum, ef þau gera það ekki bara jafnóðum
eins og ég vona að sé að gerast nálægt mér.

Svo eru það líka þau börn sem hafa komið í heiminn án þess að feðurnir
hafi viljað kannast við þau, þá er ég aðallega að meina þegar DNA.
voru ekki eins nákvæmar eins og í dag. Þarna þekki ég líka til
og börnin vita jafnvel hver pabbi þeirra er, geta ekkert gert,
ef að þau vilja DNA: prufu þá kostar það of mikið fyrir
þeirra fjárhag. þarna ætti ríkið að borga að mínu mati.

Ég sendi öllum börnum sem standa í þessum sporum baráttukveðjur.



Laugardags færsla.

Millu snúllur komu k.l.8 í morgun pabbi þeirra var á sjó og mamman
að vinna í blómabúðinni. 
það var svo mikið um að vera hér í bæ að þær þurftu að byrja að
vinna svona snemma.
Sú eldri var að fara í afmæli í dag, svo hún fór í sturtu þá vildi sú litla líka,
það er svo gaman að fara í sturtu hjá ömmu,
því hennar klefi er svo stór, gerir gæfumuninn.
Áður en þær fóru í sturtu höfðum við klippt hundinn,
þegar búið var að koma þeim úr sturtunni, fór sú litla (sem er sko ekki lítil)
undir teppi að horfa á vidió, engillinn út að slá túnið,
Við Viktoría skelltum hundinum í baðkarið það tekur nú sinn tíma
það er hársápa, næring og þurrkun á eftir og þvílík kæti.
Svo átti hann að fá nýja hálsól,
en hún var þá of stór, alveg einkennandi fyrir okkur,
kunnum ekkert á þetta, en það hlýtur að koma.

Ég ætlaði á þessu stigi að slappa aðeins af í tölvunni, en nei, 
var þá ekki komið hungur í mannskapinn,
ekkert óeðlilegt við það,  ekki ef þú ert í þessari fjölskildu.
þegar búið var að matast fóru þær systur í skólaleik,
og ýmislegt annað var tekið sér fyrir hendur áður enn ég keyrði
Viktoríu í afmælið  Aþena Marey vildi koma með,
sagði svo er hún var komin út í bíl,
amma ég kem svo með þér í búðina að kaupa trúðaís, svoleiðis lá nú í því.
eitt er á hreinu að manni leiðist ekki nálægt þeim.Whistling

Mér finnst vera einhver lægð í loftinu, en læt það ekki hafa áhrif á mig.Cool


Velkomin.

Velkomin sem bloggvina mín kæra Unns.

Já þessi pirringur af hverju verður maður pirraður,
sko svo pirraður að það er eins gott fyrir fólk að vera EKKI nálægt manni ,
svo ég tali nú ekki um að tala við mann: "af hverju ekki" jú að því að við
þurfum að hafa orðið, alla vega er það svo með mig og ég elska að hafa
orðið þegar ég er í ham.Whistling og að sjálfsögðu hef ég 99,9% rétt fyrir
mér í öllum hlutum, Ha Ha Ha.
Enn í alvöru talað þá reyni ég að setjast fram á rúmstokkinn
á morgnana teygja úr mér og biðja alheimsorkuna um góðan dag
því þeir eru misjafnir, þótt góða skapið sem ég fékk í vöggugjöf sé
alltaf þarna. Lífið er yndislegt ef maður bara vill leifa því að njóta sín.
                                     Kveðjur Milla.

 


Orðlaus nei nei, bara.

Bara sorgmædd yfir þessari uppákomu.
Hugsið þið ykkur hvað þessi móðir er orðin veik,
hún greinir ekki ástandið sem hún er í hvað þá hættuna
sem hún setur barnið sitt  og aðra í kringum sig í
svo ég tali nú ekki um hana sjálfa. þessi kona þarf hjálp og það nú þegar.
Nú veit ég ekki hvernig þessu er háttað til nú til dags,
 hvort barnaverndarnefnd sé kölluð til, konan keyrð heim og hvað svo???????????
Ég tel að  það vanti félagslega hjálp fyrir fólk sem er orðið svo veikt
að það framkvæmir svona verknað. Er þessi hjálp boðin
eða þarf fólk að  falast eftir henni sjálft spyr sá sem ekki veit.
Eitt veit ég að fólk fer ekki fram á hjálp fyrr en allt er komið í óefni.
Eitt veit ég einnig að það þíðir ekki að setja sig á háan hest
yfir þeim sem eru ornir veikir. Þeir sem tala við þetta góða fólk
sem náðu ekki að rata réttu brautina,
verða að  tala við þau sem vinir þeirra.
þetta er nú bara mín skoðun.

                         Góðar stundir.


mbl.is Ölvaður ökumaður með barn sitt í bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur á óvart.

Já þetta kemur á óvart á þessum stað, en þetta sýnir okkur að við vitum
aldrei hvar hamfarirnar bera niður næst.
Ég verð nú að segja að þetta veðurfar undanfarið vekur hjá mér ugg.
hvað er að gerast og hvað kemur út úr þessum rigningum,
man ég nú reyndar eftir svona veðráttu, en ekki svona langvarandi
eða kannski er maður bara svona gleyminn. Ég fór suður til Reykjavíkur
30.ágúst það rigndi alla leiðina, allan tíman í R. og alla leiðina heim
og rignir en og það skelfilega mikið. Til að bæta gráu ofan á svart
snjóaði niður í mitt Húsavíkurfjall í nótt, það er of snemmt.
Vonum að haustið verði gott eftir þetta.


mbl.is Þjóðvegurinn í Kollafirði ruddur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðingar.

Við vorum að passa ljósið okkar í dag mamma hennar var að vinna til sex.
Hún er svo dugleg og góð var að hjálpa afa sínum að brjóta saman tauið,
passa hundinn, þurrka af í sjónvarps-herberginu, sulla smá á baðinu,
þegar síminn hringdi og amma var upptekin, svo á að syngja, dansa,
lita og lesa fyrir hana, ef þessir litlu englar gera mann ekki yngri í
anda þá veit ég ekki hvað alla vega þakka ég Guði fyrir barnabörnin mín.

Maður getur samt ekki annað en hugleitt hvað framtíðin ber í skauti sér
fyrir  ungviði þessa lands.
Ekki kemst maður að neinni niðurstöðu nei nei,
en það eina sem við getum gert  er að umvefja þau með ást
og allri þeirri visku sem við höfum yfir að ráða
og vona það besta. Meira getum við ekki gert.


Heima er best.

Erum komin heim eftir 10.daga veru í B.B. Fórum til að passa tvö barnabörn í Garðabæ.
Ég á líka tvö í Reykjanesbæ, fórum til þeirra á Ljósanótt,
Bára Dís kom með okkur, en Hróbjartur nennti því ekki: "skildi það vel"
það var æðislegt, Fúsi og Solla voru með bestu Mexican súpu
sem ég hef smakkað ever og brauð með.
Síðan fóru allir á Ljósanótt,
flugeldasýningin var ekki fyrr en k.l.23. um kvöldið
svo það voru þreytt börn sem komu heim um miðnættið.
Það tók okkur tvo tíma að komast heim í Garðabæinn.
Nú það var nóg að gera þessa daga, aka þeim í skólann sækja þau
síðan að aka þeim í tónlistar-skólan heim aftur matast
og hafa það skemtilegt með þeim.
Þetta voru afar góðir dagar.
Mömmu fórum við að sjálfsögðu til
og Ingó bróðir og Ingu  sóttum við heim um leið og við komum í bæinn,
Ég er nefnilega svo lánsöm að faðir minn sem er núna komin á annað
tilverustig er besti vinur sem ég hef átt í lífinu,
næstur honum er hann Ingó bróðir minn, þess vegna reyni ég að hitta hann
og hans fólk um leið og ég kem í bæinn.
Með fullri virðingu fyrir hinum bræðrum mínum þessum elskum.
Síðan borðuðu við hjá þeim á föstudagskvöldið,
tengdasonur þeirra sem er frá Marokkó eldaði kjúklingarétt frá sínu heimalandi
sá réttur er algjört gourmet.

Fórum heim á laugardags-morguninn.
Borðuðum á nýjum stað á Blönduósi Pottinum og Pönnunni
flott að vera búin að fá ætilegan stað  á leiðinni norður.
Komum svo við á Laugum að sjá snúllurnar okkar þrjár þar
miklir fagnaðarfundir sér í lagi hjá hundinum og þeim Ha.Ha.Ha.
heilsuðum upp á Ljósálfana okkar á Baughólnum
mikil gleði á báða bóga. Þá var það heim heim í rúmið sitt.
Tilfinning sem allir kenna.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband