Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Óvenjulega yndislegt.

Hann dáist að okkur við drekkum  og drekkum og förum svo beint í vinnuna,
"cool". Hvernig vinnukraftur er maður eftir svoleiðis nótt?
Ég nota nú tækifærið og spyr hvað finnst fólki svona fínt við þetta?
Við erum þekkt út um allan heim fyrir drykkjuskap
og siðleisi  yfirhöfuð, "gaman".
Ef fólk er ekki orðnir ofdrykkju-fólk þá ætti það að skoða
málið út frá því hvernig það vill hafa líf sitt.
Hvernig það vill að börnin þeirra mynnist lífsins með þeim.
Er alin upp við þetta svo ég veit hvað ég er að tala um.
Og ég er ekki fanatísk hef alveg smakkað vín og geri
ef ég hef áhuga fyrir því, sem er bara afar sjaldan
lífið er svo æðislegt án þess.
Skal tekið fram að þetta er mín skoðun.


mbl.is Dáist að drykkjuþoli Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trú á Álfa og drauga.

Terry Gunnell Dósent í Þjóðfræði við HÍ. Segir: " Það er líklegt að vaxandi
trú á reimleika megi reka til Hollywood-kvikmynda, auk þess sem borgin og húsin
eru að eldast og sveitin að verða dularfyllri".
Ekki er ég nú sammála þessu við höfum alltaf haft þessa trú,
og það eru miklu fleiri sem hafa hana
enn þeir sem þora að viðurkenna það svona opinberlega.
Hægan! Hægan!. Erum við svo grunnhyggin að við förum að trúa einhverju
bara ef við förum í bíó nei! nei! nei!.
Við erum alin upp við þessa trú, og flestir trúa.
það hafa alltaf verið til gömul hús í borginni.
Sveitin hefur alltaf verið dulmögnuð.
Að mínu mati þarf ekki að trúa eða ekki trúa staðreyndum,
þær eru bara þarna.

Dauðagildrur.

Eru menn virkilega orðnir svo hrokafullir að þeir sjái ekki glæpinn
sem felst í því að brjóta svona lög.
Hvað fá menn á samviskuna ef eitthvað kemur fyrir, 
"BRUNI" Og fólk deyr, eða kannski eru menn orðnir svo samdauna
siðleysinu að þeir huga eigi að glæpnum sem framinn er
með því að hafa þessa hluti ekki í lagi.
Herða ber eftirlitið.
Lokun ef ekki er farið eftir lögum í einu og öllu.
mbl.is Dauðagildrur fundust í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smyglarar.

Bakþankar Guðmundar Steingrímssonar, held þeir hafi verið á laugardaginn var,
þeir vöktu mig til umhugsunar.
Þegar ég var svona 7-9.ára snót nýflutt á laugarteiginn með fjölskyldunni,
en þá var verið að byggja upp Laugarnesið og var það afar skemmtilegur tími,
allir léku sér saman farið í gömlu góðu leikina
og laugarnesskólinn var alveg frábær.
Já ég ætlaði nú víst að tala um smygl, móðurbróðir minn
var á skipi sem hét Tröllafoss og var í siglingum á milli U.S.A, og R.
Man ég svo vel eftir smyglinu sem hann kom með því það voru
matvörur og fyrir jólin kom hann með allskonar ávexti og svo að sjálfsögðu
jólagjafirnar.
Fossinn lá fyrir utan Laugarnesið og um nóttina var róið út í skip
og komið með smyglvarninginn í land.
Ég er ekki að segja að öðru hafi ekki verið smyglað,
ég hafði bara ekki vit á því þá.
Í dag veit ég að það var líka komið með áfengi
sem er kannski daufasta eiturlyfið sem hægt er að fá,
eða er það  tóbakið???????????????
Þegar ég var stelpa var ekki neitt til í búðunum og ég man eftir að
hafa farið með skömmtunarseðil út í búð fyrir mömmu.
Þeim framvísaði maður til að fá mat.
Veit ungt fólk eitthvað hvað það er, ég held ekki.
Reginmunur á smygli í þá daga og núna.
Í dag getur þú farið út í búð og keypt þér næstum allt sem þú vilt
og ef það er ekki til á Íslandi þá pantar þú það bara  á netinu,
en í þá daga gastu ekki fengið neitt
vikum eða jafnvel mánuðum saman þó þú ættir peninga
vörurnar voru hreinlega ekki til.
Smyglið á sjó hefur alltaf verið til.
 


Hundinn á dýraspítala og versla í matinn.

Á fimmtudaginn var fórum við með Neró litla á dýraspítalann
hann er alltaf af fá í eyrun sín
og nú heldur dýri að hann sé með ofnæmi fyrir einhverju í matnum,
fáum að vita það eftir mánuð er kemur úr blóðsýni sem úr honum var tekið.
Hann var svæfður og hreinsað úr eyranu, tekið blóð, klipptur og snyrtur,
og tekinn úr sambandi, þetta er algjört svindl litli voffi minn er tekinn
og svæfður og allt þetta gert við hann
á meðan hann getur enga björg sér veitt,Sleeping
en við ráðum engu eru bara fóstur amma og afi.
Æ þið hefðuð átt að sjá hann þegar hann var að vakna
sljór og alveg ruglaður á þessu öllu saman ég er nú búin að eiga
marga hunda um ævina en aldrei lenti ég í svona basli með þá.
þetta er ekki minna sárt en að vera með börnin sín veik,
vona að einhver skilji þetta.

Við vorum komin með Neró k.l.9. og máttum sækja hann k.l.13.00.
svo við fórum bara í búðir á meðan, en fórum fyrst að fá okkur kaffi
og brauð í Bakaríinu við brúnna það svíkur aldrei.
Fórum svo í Svefn og heilsu sko hún er við hliðina á bakaríinu,
Æ.Æ.Æ. þegar við fórum út vorum við búin að kaupa eitt stykki rúm
svona IQ.CARE rúm með  rafknúnum  höfða, fóta og svona fjarstýringu
eins gott að maður ruglist ekki í tökkunum grútsyfjaðurGasp
um miðja nótt. það er nú hætt við því að maður sofni út frá
öllum þessum þægindum og þurfi síðan að laga sig aðeins.
Hlakka til að fá rúmið fyrst er að mála herbergið og setja nýjar gardínur.
held að við hljótum að fá nýtt lífHeartWhistling
Notuðum ferðina og fórum aðeins í rúmfó keypti mér handklæði  og
svart velúr í dúk á borðstofuborðið hin er orðinn svolítið þunnur.
Fórum í Hagkaup þar kaupir maður ýmsar vörur sem fást ekki heima.
og ekki má gleyma vinum mínum í Bónus þar verslar maður alveg helling
fyllir bílinn af vörum  því ekki standa þeir sig  nógu vel birgjarnir
fyrir Kaskó eða Samkaup/Úrval hér á Húsavíkinni.
Starfsfólkið í Bónus á Akureyri er alveg Frábært,
hef ég sjaldan kynnst öðru eins.
Sem betur fer er þjónustulundin að batna yfirhöfuð í landinu,
fólk er farið að gera sér grein fyri því að það er að vinna fyrir
okkur en ekki við fyrir það.


Sjálfskaparvíti.

Já sjálfskaparvíti, en af hverju????????????
Ég er nefnilega ein af þeim sem get talað af reynslu, fór í garnastyttingu
árið 1975. á Akureyri, þetta átti að vera hjálpar-aðgerð aldarinnar,
ekki aldeilis  léttist um 55.k.g. á einu ári. Í 6.ár var ég bara afar veik,
mér sem hafði aldrei orðið misdægurt, á tímabili var þetta svo slæmt
að það hefði ekki verið hægt að svæfa mig og tengja aftur.
Sex árum síðar var ég svo tengd í Keflavík, Kristján skurðlæknir
tók þetta að sér að minni beiðni og gekk þetta afar vel
enda ekki von á öðru, Kristján var snillingur.
Ég fékk heilsuna aftur smá saman og lifnaði öll við ,
ef ég hefði ekki fengið  mína góðu lund í vöggugjöf,
hefði ég lent inn við sundin blá. Þ.e.a.s. á Kleppi.
Það sem ég vil meina er að það vantar meðferðar-göngudeildir
með sálfræði hjálp + öllu því sem þarf á svona deildir.
Ég vil meina að sjálfskaparvítið kemur af sjálfs-vorkunnar ástandi
sem skapast af óhamingju,
oftast gerir fólk sér ekki grein fyrir því sjálft, af hverju.
Vill heilbrigðiskerfið frekar hjálpa þessu fólki svo það geti farið í aðgerð
taka svo við því ári seinna veikari en það var, ekki er það ódýrara.
Við vitum öll að þetta er ekki svona bara svart og hvítt,
það eru auðvitað frávik frá því sem ég er að segja,
gæti haldið áfram í allan dag en læt staðar numið í bili.
Endilega elskurnar mínar sem þurfið hjálp leitið hennar,
en ekki fara í aðgerð nema brýn nauðsyn sé á.
                     Góðar stundir.


mbl.is Hefur losnað við 100 kíló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Unga fólkið okkar.

Að sjálfsögðu er ég stolt af unga fólkinu okkar yfirhöfuð,
sér í lagi þegar það er vakandi yfir umhverfi sínu
og gefur af sér þar af lútandi.
Það mætti birta fleiri jákvæðar greinar um unga fólkið.


mbl.is Þrír piltar komu eldri konu til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dráttarvextir.

Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt, hélt að þetta gæti nú ekki átt sér stað
í þessu velmegunar þjóðfélagi sem þeir hinu háu herrar segja okkur búa í.
Borga dráttarvexti upp á 225. miljónir bara  hjá Landspítalanum af
900. hundruð miljón króna skuld við birgja spítalans, skil ekki alveg,
af hverju er ekki hægt að borga jafnóðum ef við erum svona
fjárhagslega vel stödd.
Hvernig er þá staðan á öðrum vígstöðum?
Það þíðir ekki að koma með það að þetta sé afleiðing af því að
þeir fari fram úr fjárlögum sínum þarna á Lansanum.
Væri nú ekki hægt að nota 225. miljónir til betri hluta en dráttarvaxta????
T.d. betrunarheimili fyrir ungt fólk.
Veit bara að  láglaunafólkið þarf að borga sitt ekki seinna enn á eindaga,
annars er illt í efni, það á heldur ekki fyrir dráttarvöxtum hvað þá öðru.

 


Fiskur og mikilvægi hans.

Fiskurinn er afar mikilvægur heilsu okkar,
úr fiski fáum við  t.d. omega 3. joð og mörg önnur efni sem líkami okkar þarfnast.
Ætla ég ekki að fara að útlista það nánar hér hvað þessi efni gera.
hægt að fá upplýsingar um það í apótekum og heilsubúðum.
Aðeins um joðið, þá er það allra meina bót líka útvortis t.d.
á sár og bólgur.
Dæmi: Engillinn brenndist illa á sýru fyrir nokkrum árum,
hann kom heim af sjúkrahúsinu með brúsa með joði,
læknirinn sagði honum að bera það á  sig á hverjum degi, 
ef þetta færi ekki að gróa innan fárra daga þyrfti að
græða nýja húð á sárin, viti menn sárin greru vel og
þökkuðu þeir það joðinu.

Aðeins að fiskinum aftur ég er alin upp við að borða allan fisk
t.d. keilu, löngu, steinbít, lúðu, kola, krabba, þorsk,
bara nefndu hann og hann var borðaður  það var alltaf veisla heima
síst af öllu var borðuð ýsa, ég verð nú bara veik ef ég borða ýsu.
þess vegna segi ég borðið þið meiri fisk og prufið ykkur áfram með uppskriftirnar.
Finnið svo muninn á raspsteiktu ógeðfelldu smjörlíkisýsunni
og t.d. léttsteikta þorskinum með osti og Indversku Dúkat stráð yfir
ferskt salat með, engin fita má dassa með góðri olíu yfir diskinn,
 prufið: " þetta er æði".


Joð og mikilvægi þess.

Vitið þið að,  það er sannað mál, að  joðmagn skjaldkirtilsins
er háð joðmagni matar og drykkjar. Ef það skortir í viðurværið
er kirtillinn sviptur efni sem er honum nauðsynlegt til að vinna starf sitt.
Alþýðuheilsufræðin kennir okkur samt, að þessi kirtill hefur fleiri
hlutverkum að gegna en að drepa skaðlega sýkla í blóðinu.
Hið fyrsta er að safna nýrri orku til að inna af hendi störf hvers dags,
Ef þið finnið til þverandi orku og magnleysis í langan tíma.
þá endilega farið  til læknis.

Tekið úr læknisdómum Alþýðunnar eftir D.C.Jarvis M.D.

Maður veit nú ekki allt þó maður haldi að maður sé alvitur Ha.Ha.Ha.
                               Góðar stundir.Smile


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.