Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Að vera meðvituð um eður ei.

Hverjir eru meðvitaðir um ef ekki er komið fram af
réttlæti, virðingu, heiðarleika svona væri endalaust hægt að telja upp
Er fólk meðvitað um framkomu annarra við þá,
bæði af eiginmönnum, börnum, vinum, vinnuveitanda og almenningi.
Sumir eru sem betur fer meðvitaðir og reyna að laga  til í málunum,
en ekkert gengur, þannig að viðkomandi gefst upp og losar sig við meinsemdina.
þvílíkur léttir.

þeir sem eru ekki meðvitaðir, drattast áfram þreyttir, daprir
og allt er ekki eins og það á að vera, það er sagt:,, Þú stendur þig ekki nógu vel"
þú ert ómöguleg, farðu nú að gera eitthvað í þínum málum.
Sumir lýða það allt sitt líf að það sé beitt andlegu ofbeldi.
Fórna sér fyrir fjölskylduna, vinnuna, og alla sem níðast á þeim.
og þeir fá engan kærleika.
kærleikur er ekki til í þeim sem beita ofbeldinu.
því er meira að segja beitt gagnvart börnunum okkar í skólanum.
Sem betur fer er til fólk sem kann að lifa saman í kærleikanum,
heiðarleikanum og talar saman um alla hluti.
Svo hart sem það er að heyra það, þá er það þeim
sjálfum að kenna að allt er eins og það er.
Þeir ómeðvituðu leyfa þessu að gerast.
                                    Góðar stundir.


Gleðifrétt.

það er gleðifrétt að það skuli eiga að setja upp söngleik um Önnu Frank.
Börnin sækja frekar söngleik heldur en leikverk, tel ég.
Það ætti nú jafnvel að fara með svona uppákomu út um allan heim
annað slagið, bara til þess að fólk myndi eftir þessum
hörmungum sem gerðust í seinni heimsstyrjöldinni.
Eins mætti sýna bæði sögu Önnu Franks og fleiri myndir um
mannvonskuna  sem í heiminum  gerðist og gerist enn ef út í það er farið,
Í skólum landsins, þar verða þau að horfa og ræða efnið,
og það situr betur í þeim.
                                             Góðae stundir.


mbl.is Söngleikur um Önnu Frank
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já stöndum okkur.

Við verðum að bregðast skjótt við í þessu máli.
Ef fólk er ekki aflögufært með peninga þá kannski með

föt, leikföng, ritföng, bækur bara allt sem þeim dettur í hug.
Æ, þetta er svo sorglegt, hugsið þið ykkur ef þið munduð missa allt,
það er mikil sorg sér í lagi fyrir börnin.
Vona ég að þeir fái þá hjálp sem til þarf til að komast yfir
þann óhugnað sem eldurinn veldur.
                             Guð veri með þeim.


mbl.is Söfnun fyrir drengi sem björguðust úr eldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Sigtryggur Jónatansson bóndi á Framnesi í Bönduhlíð
reið heim að bæ einum og fór yfir túnið.
Svo stóð á, að bóndinn þar hafði nýlega eignast barn
fram hjá konu sinni.
Þegar Sigtryggur reið heim túnið, kallaði bóndi til hans
og ávítaði hann fyrir að fara yfir óslegið túnið,
sagði, að hann gæti riðið þjóðveginn eða jaðrana.
Þá svaraði Sigtryggur með þessari vísu:
                         Eðlishvatur, óheppinn
                         undir fatajöðrum
                         þú hefur ratað þjóðveginn,

                         þó hann glatist öðrum.


                 Ekki gleymt.

                               Barði mig í bræði sinni
                               bölvuð flenna                            
                               Það skal vera mér í minni
                               mánuð þenna.
                                                          Gísli Gíslason
                                                                  í Skörðum.

                     Góða nótt.Sleeping
 


Erum við hamingjusöm?

Já líklegast erum við það,
við viljum allavega láta alla halda að við séum það.
Flestir eru mjög glaðir í vinnu, skóla og allstaðar út á við,
en er heim kemur þá er annað hljóð í skrokknum,
sumir hjálpa til með glöðu geði, aðrir með fýlusvip
og en aðrir með ánægju.
nokkrir eða eru það margir? leggjast bara upp í sófa ekkert
kemur þeim við.
Ef það koma gestir eru allir afar fljótir til að setja upp sparisvipinn.
Svo það er ekki nema von að fólk haldi að við séum hamingjusöm.
Auðvitað eru margir það, en mikið vantar upp á góða og
kærleiksríka samvinnu fólks.
É veit að ég fer með rétt mál.
                                                  Góðar stundir.


mbl.is Hamingja á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðsla.

Já ætli þetta sé ekki hræðsla í fólki,
margar sögur hefur maður lesið um árásir á
bílstjóra og á fólk  í  bílum, svo þetta er kannski ekkert skrýtið.
Samt ekki gott.
En þetta er orðið fulllangt gengið þegar börnum er ekki hjálpað,
t.d. í smábæjum þar sem allir þekkja alla.
Ég varð vitni af því að lítil stúlka datt í götuna, mikil hálka var úti,
vinkona hennar var að reyna að hjálpa henni,
en ekki tókst það.
Ég sá þetta allt útundan mér þar sem ég kom akandi
eftir götunni, margir bílar voru á undan mér engin stoppaði.
Ég tók smá hring á bílnum svo að ég kæmi rétt að stelpunum,
engin stoppaði meðan ég var að því, þótt snótin hafi verið grátandi.
Tók ég þær upp í bílinn og ók þeim heim, það blæddi úr þeirri litlu.
Það er nú orðið slæmt þegar við getum ekki einu sinni hjálpað
börnunum okkar.
                                Góðar stundir.


mbl.is Margir óku framhjá slösuðum manni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Á Húsavík komu tvær konur inn í sölubúð í norðanveðri
og keyptu haframjöl til að gefa snjótittlingum.

   Um það orti Egill þessa vísu:

                      Tökin herðir tíðarfar,
                      --Theresía spáir byl.
                      Hver, sem tittlings verður var,
                      veiti honum skjól og yl.

Kona ein á Húsavík átti vingott við embættismann
þar nyrðra og varð þunguð af hans völdum.
Hún heimsótti Egil Jónasson að kvöldlagi,
og fylgdi hann henni heim ,
en hann datt á leiðinni og flumbraði sig á hendi.

  Þá  kvað Egill:

                      Að ég fljóði fylgdi á veg,
                      flumbran gaf til kynna.
                      Það hafa meiri menn en ég
                      misst þar fóta sinna.

                                               Góða nótt.Sleeping


Frábært.

Þar sem ég hef gerst mikil aðdáandi Latabæjar myndana
þarf ég nú aðeins að taka til máls.
Til hamingju Magnús og frú, Latabæjar-dæmið á svo sannarlega skilið
að fá umfjöllun, þar sem hann Magnús byrjaði smátt og vann sig síðan upp í
að verða stórveldi á þessu sviði.
Ég á tvær snúllur sem að elska þessar myndir og sú yngri, sem er þriggja
er nú bara Solla alla daga,
og hér eru til allar myndir sem hafa verið framleiddar um Latabæ.
Þegar við erum að horfa sem er ansi oft, þá er sungið dansað
og farið í leikfimi, og amma þarf að vera með í þessu öllu,
ekki þykir mér það leiðinlegt, en stundum svolítið erfitt.
Þetta er í alla staði frábært efni og krakkarnir fara eftir því
Enn og aftur til hamingju og haldið áfram að gefa okkur svona gott efni fyrir börnin.
                                                  Góðar stundir.


mbl.is Magnús Scheving meðal ríkustu manna heims?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þetta fólk á ekki í vandræðum þá veit ég ekki hvað.

Skjóta skoteldum út úr bifreið, Halló! halló.
Hvað ef þeir hefðu sprungið inn í bílinn? Tel að þessir strákar
hafi bara verið heppnir.
Kaka sprakk og maður varð fyrir meiðslum, þetta gerðist einnig
heima hjá dóttir minni nema þar var drengurinn snúin frá kökunni
svo hann slapp við meiðsli.
Er eitthvað þessari framleiðslu?

Enn þá kemur það sem stingur í mín augu,
fólk af erlendu bergi brotið var handtekið, en ef það eru Íslendingar
þá er ekkert sagt,
Ég hef nú talað um þetta áður og engin vitsöm svör fengið.
Veit ég vel að þetta er svona í öðrum löndum, en þarf þetta að vera svona?
Má ekki bara segja frá því er menn hafa fengið sinn dóm?
Í öllum löndum er bæði gott fólk og verra fólk, líka á voru landi,
þess vegna finnst mér þetta einhvernvegin ekki
nægilega siðlegt fyrir okkar litla og góða land.
                              Góðar stundir.


mbl.is Skutu flugeldum út úr bíl á ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldurinn er skæður.

Það er alltaf sorglegt að heyra um eldsvoða,
við erum svo vanmáttug gagnvart þessum voða sem eldurinn er.
Sem betur fer eigum við öflugt lið slökkvimanna eins og allir vita
sem koma á staðinn, og gera allt sem í þeirra valdi stendur,
og gott betur en það , til að slökkva eldinn bjarga mannslífum
og svo er það Rauði Krossinn, þau koma til að hlú að fólkinu
og gera það sem til þarf í því sambandi.
Allt þetta fólk á skilið mikið þakklæti frá landsmönnum öllum.

Þegar ég var stelpudáta þá kviknaði í húsi rétt heima hjá mér,
auðvitað var hringt í slökkviliðið, (eða brunaliðið eins og við krakkarnir
kölluðum það), en þeir voru lengi á leiðinn, þá var ef mig minnir rétt
stöðin niður í Tjarnargötu. Leiðréttið mig ef ég fer ekki með rétt mál.
Það voru allir úr hverfinu komnir á staðinn áður en slökkviliðið
kom á vettvang, sem var nú afar eðlilegt því þetta gerðist í
Laugarneshverfinu. Langt að fara.
Engin hjálpar starfsemi var nema að sjálfsögðu nágrannarnir,
man ég svo vel eftir því að pabbi kom heim með fjölskylduna
sem stóð á náttfötum einum saman hafði misst allt sitt.
Engar voru Tryggingar í þá daga.
Pabbi keyrði svo fólkinu til skyldfólks, en þessu gleymi ég
aldrei.
Þess vegna segi ég Takk fyrir það sem við höfum í dag.
                      
                               Góðar stundir.


mbl.is Annríki hjá slökkviliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.