Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Fyrir svefninn.

Jóhannes úr Kötlum  og Kristján frá Djúpalæk
búa báðir í Hveragerði.
með þeim eru kunningjaglettur eins og gerist á milli skálda.
                Eitt sinn kvað Kristján:


                              Ég skal vaka frammi í fjöru,
                              fantinn taka strax í kveld.
                              Ég skal maka Jóa í tjöru,
                              ég skal baka hann við eld.

               Jóhannes svaraði:

                              Að kveikja í Stjána er kostur rýr
                              Krónutap það yrði.
                              Tjaran er svo djöfuls dýr,
                              en drengurinn einskis virði.

Skal tekið fram að allt sem ég rita
í ljóðum og sögum, undir fyrirsögninni.
Fyrir svefninn: Er tekið úr Íslenskri fyndni.
                                                                           Góða nótt.


Bráðsnjöll hugmynd.

Það var nú tími til komin að einhver tæki upp á því að halda
ekta ball, heyr fyrir þeim sem standa að þessum dansleik.
Hér áður og fyrr voru haldin t.d. hattaböll, tunnuböll, körfuböll
þau voru alveg frábær, þau fóru þannig fram,
að fólk fór á ball og konurnar tóku með sér körfu fulla af mat,
Þær voru settar upp á svið, síðan buðu kallarnir í körfu
og urðu  svo að borða með þeirri konu sem átti körfuna
og dansa síðan við hana fyrsta dansinn.
Körfurnar voru reyndar komnar áður en ballið hófs, þannig að
engin vissi hver átti hvaða körfu.
Ágóðinn rann í eitthvert gott verkefni.
gerum eitthvað svona út um allt land,
ágóðinn getur runnið til þeirra félaga sem eru að berjast í bökkum.
                                  Góðar stundir.


mbl.is Frumlegasta hjákonan verðlaunuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki í lagi?

Þegar eitthvað gerist saknæmt í voru landi
þá er sagt frá því og tekið fram frá hvaða landi hinir
saknefndu eru.
Þá finnst mér í lagi að segja frá þessu líka,  en eins og
ég hef áður tjáð mig um þá er ég á móti því að menn séu tilgreindir
sem útlendingar.
                                Góðar stundir.


mbl.is Pólverjar þeir löghlýðnustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær hefur það hrifið að nota boð og bönn.

Ekki er ég nú hlynnt því að unglingar drekki,
bæði er það ekki hollt, og svo eru þau svo hálfvitaleg
drukkin, þau bara vita það ekki.
Hver hefur í gegnum tíðina ráðið við unglinginn sinn,
þau fara sínu fram, hvernig sem þau fara að því.
Það má alveg loka skemmtistöðum og banna þetta og hitt,
en hvenær hefur það hrifið?  " Aldrei".
Það eru alltaf undantekningar, hvort það eru við sem eigum
að teljast fullorðin, eða þeim sem eru unglingar, þá förum við ekki öll
eftir settum  reglum, en spurningin er sú hvenær byrjum við að setja reglur?
Það á náttúrlega að byrja í vöggu, en það er afar sjalgæft,
þú ætlar að byrja á því að setja reglur er vandræðin eru byrjuð.
Það er hreinlega of seint.
Börnin þurfa reglur og aga frá byrjun einnig mikla ást.
Og það þarf að kenna þeim að bera virðingu fyrir sjálfum sér
og að þau beri ábyrgð á sínum gjörðum.
Að vera hermikráka er ekki inn í dag. "Sorry".

                                       Góðar stundir.
 


mbl.is Lokun eina ráðið við unglingadrykkju á skemmtistöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rifin niður í kassa.

Hvað ætli það séu mörg hús í geymslum
út um allt land, sem átti svo að reisa síðar.
Síðan er aldrei fjármagn til að framkvæma það.
Ég er algjörlega andvíg niðurrifi gamalla húsa,
en geri mér grein fyrir því að sum hús eru ónothæf.
Þá á bara að henda þeim, annars á að láta þau standa.

Kaffihús í hljómskálagarðinum, hljómar vel,
og alveg endilega að hafa það þannig að  maður sjái yfir hina ægifögru
göngubrú  sem trónir eins og skrattinn úr sauðaleggnum
yfir Hringbrautina.
Auðvitað  eru þeir Dr. Dagur og hans fólk bæði í núverandi og þáverandi
Borgarstjórn búnir að gefa grænt ljós á, steinsteypu, stál og gler.
Ó ég get varla beðið eftir því að líta þessi herlegheit augum,
þetta er svo súper flott.

Ef af þessu öllu verður sem áætlað er þá eigum við engan gamlan bæ,
það eina sem fólk sér eru þessi nýju hús sem gnæfa yfir allt.

                                    Góðar stundir.


mbl.is Laugavegshúsunum bjargað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Í Tópaksleysi.

                  Á himininn skyldi ég höggva rauf
                  og henda þér upp á stallinn,
                  ef þú tækir tópakslauf
                  og træðir því upp í kallinn.

Stúlka segir unnusta sínum upp
og trúlofast öðrum.
þá var þessi vísa kveðin.

                  Ekki er sagan úti hálf
                  upp er sagt hún beiði
                  og svo undir annan kálf
                  aftur sjálf sig leiði.

Úlfur skytta.

                 Gengur þar með gæruskinn
                 gamli Úlfur skytta.
                 Þarna ætlar andskotinn
                 ömmu sína að hitta.

                            Jón Þorsteinsson.
                                                                    Góða nótt. 


Hrikalegt .

Þetta er alveg hrikalegt fyrir þá sem eru hræddir
og flestir verða það við svona kringumstæður.
Er þetta ekki að verða ansi algengt?
Verandi búin að fljúga síðan ég var, ja yngri, þá  á þeirri leið er ég búin að
upplifa allskonar tilbrygði af lendingum og í öllum veðrum.
Í flest skipti sem ég hef flogið innanlands hefur það verið með
þristinum sem kallaður er það voru að sjálfsögðu bestu vélar ever.
það var oft svart þá, en málið var að við áttum pottþétta flugmenn
þeir þekktu landið út í gegn og ég treysti þeim 100%.
Lenti einu sinni í því á Glasgow Aierport  öll flugfélög voru búin að aflýsa flugi
nema Flugleiðir þeir ætluðu heim. Þetta gekk vægast sagt hrikalega
sér í lagi fyrir þá sem eru hræddir, það var ekki hægt að koma vélini upp að rana
fyrir hvass-viðri,
vorum mjög smart er inn í vélina komum.
Flugtak gekk upp og niður í orðsins fylgstu merkingu.
vinkona mín var komin niður á gólf af hræðslu.
Við flugum síðan inn í rólegt veður og fengum góða heimferð.
En þetta er ekki sniðugt fyrir þá sem eru flughræddir.
                                Góðar stundir.


mbl.is Héldu að þetta væru endalokin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga þeir skilið hegningu?

Ætlar þessu veðri aldrei að linna,
en mér datt það svona í hug v/ skrifa um hefnd í 24. stundum í gær,
hvort veðurguðirnir væru farnir að taka þátt í meintum hefndarhug
tveggja pólitískra flokka, en nei, það getur ei verið svo,
eða hvað ??? Maður veit ekki  hvursu mikið vald þessir menn hafa.
Sem svo velta því yfir á peðin, allt á að vera okkur að kenna.
Það er veður út af fyrir sig, en eigi skulum við gera veður úr því
og vona að þessu veðri fari að slota á suður og vestur mönnum.
                                 Góðar stundir.


mbl.is Varað við stormi suðvestanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flestu taka þeir upp á gárungarnir.

Íslenskur útlendingur, hægan! hægan! hvað er nú það?
Útlendingar sem flytjast til Íslands fá borgararétt hér
eru bara Íslendingar okkar fólk, skil ekki alveg hvað þeir eru að meina,
Nema þetta sé sneið á samfélagið, JÁ auðvitað !
Treg, svolítið á stundum.

                                    Góðar stundir.
 


mbl.is Velur íslenskan útlending ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér leið eins og, ég veit ekki hvað.

Hvað var að gerast, var nýja tölvan mín biluð,
ekkert hægt að blogga, allt í rugli á síðunni mynni,
og þegar ég reyndi að senda í gærkvöldi þá kom
bara að dulkóðun hefi ekki verið framkvæmd
og beiðni verið hafnað, eða eitthvað svoleiðis stóð.
Þannig að ég hélt að ég væri orðin einhver njósnari
í þeirra augum.
Fór að spyrja mig sjálf, bý ég ekki annars á Íslandi?
Ég komst allavega að því er engillinn kallaði hvort ég
ætlaði ekki að fara að hætta þessu, það væri örugglega eitthvað bilað,
nei sko,  Milla"mikla" ætlaði að laga þetta.
Hlyti að vara nýja tölvan,
en hallaðist sýðan  að því: ,,að ég þoli ekki að gefast upp fyrir hvorki einu eða neinu."

                                   
                                               Góðar stundir.InLove öll.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.