Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Draugar horfandi á mann í rúminu. Úla, la.
10.1.2008 | 10:46
Já hugsið þið ykkur annað eins, nú það gæti alveg gerst að
þeir sem gæta okkar að handan, hafi nú kannski gaman af að,
Nei ég meina sko bara.
Var í gær að lesa bakþanka Þórhildar Elínar Elínardóttur,
þar talar hún um að hjátrú okkar Íslendinga hafi síður en svo minkað
samkvæmt nýlegum vísindalegum rannsóknum.
Ekki er ég nú hissa á því. Hún segir, að sumir telji að öll fáum við verndar fylgju
svo við förum okkur ekki að voða, Æ, hvað það væri nú huggulegt ef að svo væri
þá þyrftum við ekki að hafa áhyggjur af því.
Enn fulllangt gengið væri ef í rúminu fengi maður ei frið.
Þessir bakþankar Þórhildar eru afar skemmtilegir, bæði fyrir þá sem trúa og trúa ekki.
Ég er ein af þeim sem trúir, en ég held að þeir sem eru handan við glæruna
og eru okkur til halds og trausts eru ekkert yfir okkur,
þeir eru með okkur, en láta sig bara hverfa þegar þeirra er ekki þörf.
Svo það er engin langamma sem horfir niður, og hugsar, nú já er þetta svona
nútildags, maður notaði nú sæng yfir sig er ég var ung jæja þá og hana nú.
Víddirnar eru til eða er það ekki? Fáum svar handan við glæruna.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er þetta óviðráðanlegt?
10.1.2008 | 08:08
Ekki ætla ég að dæma það sem ég veit lítið um.
Stendur ekki til að sporna við þessum hræðilegu vandamálum
sem þessir strákar eru í og þarf ekki að efla
meðferðarúræði fyrir þá.
Sumum þessara stráka þarf að kenna allt upp á nýtt,
þeir sem eru búnir að vera í rugli frá unga aldri vita
ekki hvað er rétt og rangt, því það náðist aldrei að kenna þeim það.
Ég vona svo sannarlega að stjórnvöld geri fangelsismálin að
óskabarni sínu í nokkur ár á rausnarlegan hátt,
annað er ekki sæmandi fyrir okkar þjóð.
Góðar stundir.
Erfitt að vera edrú á Hrauninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um 151.000, eins og hálf Íslenska þjóðin.
10.1.2008 | 07:50
Þessu linnir seint eru ekki búin að vera innherja stríð
á milli trúarhópa frá alda öðli?
Það er nefnilega málið.
Innrás Bandaríkjanna og bandamanna þeirra var að mínu mati röng,
en ekki ætla ég út í þau mál hér, búið að ræða það frá öllum sjónarhornum.
Þegar maður heyrir svona tölur þá hugsar maður bara,
til hvess var að fara í þennan sandkassaleik?
Jú sumir menn þurfa alltaf að vera í honum.
Hefði ekki verið betra að leifa þeim að drepa hvorn annan
eftir sem áður?
Mannvirðing hefur aldrei verið metin í sumum löndum.
Góðar stundir.
151.000 sagðir hafa fallið í Írak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrir svefninn.
9.1.2008 | 20:33
Við Kirkjudyr.
Ljót og riðguð læsing er,
lamir þarf að styrkja.
Sjaldan opnuð sýnist mér
Seyðisfjarðarkirkja.
Egill Jónasson.
Egill hlýddi á Steingerði Guðmundsdóttur lesa í
útvarp ljóð eftir Einar Benediktsson,
og varð honum þá að orði:
Einar Ben. er erfiður
ýmsum smærri konum.
Stúlkukindin Steingerður
stóð ekki undir honum.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það er nú ei nýtt að finna fnyk af braski.
9.1.2008 | 16:08
Ef satt reynist þá er þetta ekki gott,
en svona brask hefur alltaf viðgengist síðan ég man eftir.
Það hefur þó harðnað með árunum.
Langamma mín bjó við Þórsgötu í gömlu húsi á horni
Þórsgötu og Njarðargötu. Síðan, fyrir allmörgum árum var allt í einu
komin steinkumbaldi þar sem að húsið hennar langömmu hafði staðið,
ég man að ég fann fyrir sorg yfir þessum breytingum.
Margir hafa eflaust frá svipuðu að segja og á þessum tíma hélt fólk að það hefði
ekkert með þetta að gera.
Auðvitað þarf að rífa hús sem eru ónýt af veggjatítlum,
en þarf ekki að gera það strax?
Breiðast þær ekki í nærliggjandi hús?
Hvað ætli sé fyrirhugað að komi á þennan reit?
Held að við vitum það alveg.
Góðar stundir.
Lykt af braski í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tárvot augu og Ameríka.
9.1.2008 | 11:28
Haldið þið virkilega að tárin hafi virkað?
Jú auðvitað þetta er jú í Ameríku, en þetta er ekki búið.
það á eftir að maka aur út og suður,
og þau standa bæði á óhreinu gólfinu, bara spurning hver rennur
fyrst á rassinn í drulluna.
Góðar stundir.
Gáfu tárin Clinton byr? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Vona að ráðherra friði þessi hús.
9.1.2008 | 09:09
Það er kominn tími á friðun þessara húsa.
Gera þau upp svo vel fari og sé til sóma fyrir okkur Íslendinga.
Það er algjörlega óhugsandi að þarna rísi glerhöll sem mun stinga í augu
allra sem framhjá fara.
Útlendingar myndu spyrja, hverjum datt nú í hug að staðsetja
þessa glerbyggingu hér, passar ekki inn í umhverfið.
Það vantar peninga í allt mögulegt sem er afar nauðsynlegt,
og ætla ég ekki að fara að telja það upp hér,
en eitt ætla ég að leifa mér að segja:
,,það eru ætíð til peningar í það sem þeir ætla sér".
Haldin eru námskeið til að kenna þegnunum að spara peninga,
eru ekki líka til námskeið til að kenna forgangsröðun?
Það ætti að senda ráðamenn þjóðarinnar á eitt slíkt.
Ég tel að öllum þyki vænt um þessi hús sem og önnur gömul hús.
Þarna gerir gróðamaskínan kröfur og ráðamenn segja já og amen.
Góðar stundir.
Ráðherra friði Laugavegshús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Börjar í Sverige.
9.1.2008 | 07:32
Eru til samtök sem heta "bara bröst"? Ja hérna,
hélt að við værum meira en bara bröst, en kannski er þetta
einungis byrjunin, næst verður það eitthvað meira.
Ef Svíarnir byrja ekki á því, þá enginn.
Ég meina bara, hverjum langar að horfa á allavega brjóst í sundi?
Jú að sjálfsögðu perrum.
En hvað með unga stráka?
Er ég kannski gamaldags? Tel mig ekki vera það.
Góðar stundir.
Ber brjóst leyfð í Sundsvall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fyrir svefninn.
8.1.2008 | 20:27
Mývetningar eru að makleikum montnir af Reykjahlíðarættinni.
Þeir halda einnig mjög upp á sveitasöng sinn:
,,Fjalladrottning, móðir mín."
Út af þessu hefur Starri í Garði við Mývatn ort í skopi:
Yndislega ættin mín,
æðin stærst frá séra Jóni!
Drýgir hór og drekkur vín
dýra, kæra ættin mín.
Hún er miklu meiri en þín,
mest af öllum hér á Fróni.
Yndislega ættin mín,
æðin stærst frá séra Jóni!
Ástarsorg.
Svona gengur lífs leiðin
laus við alla blíðu.
Argur náði ólukkinn
af mér henni Fríðu.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað er eiginlega að gerast?
8.1.2008 | 15:41
Grunur um íkveikju, ekki ætla ég að tjá mig um það,
en afar einkennilegt er þetta alltsaman.
Einn maður er látinn.
Á þetta að verða eitthvað meira.
Grunur um íkveikju í Jórufelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)