Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Furðulegt fyrirbæri þetta mannfólk.

Mannfólkið er furðulegt eða feimið, ekki hreinskilið,
eða segir ég hef bara ekki heyrt það, get ekki sagt neitt um þetta,
því ég hef ekki vit á því, aldrei kynnt mér málið.
Þetta eru afar algeng svör hjá fólki.
Eiginlega bara frá  fólki sem vill vera stikkfrí, ekki koma nálægt neinu
það heldur að það sé að skemma fyrir sjálfum sér.

Það er akkúrat það sem það er að gera,
með því að segja ekki það sem því finnst og standa með sjálfum sér.
Með tímanum verður þetta fólk ósátt við sjálfan sig, skapstirt,
hundleiðinlegt og vinalaust.
Þess vegna segi ég við þetta fólk komið fram
segið það sem býr í ykkar brjósti verið persónur sem
öllum líkar við.
því það líkar engum við  undirlægjur.
                              Góðar stundir.


Óskiljanlegt.

Þetta er að mínu mati alveg óskiljanlegt.
Af hverju var ekki maðurinn settur í farbann þar til rannsókn lyki.
Þetta er afar sorglegt fyrir þá sem áttu þennan litla dreng
og af hverju eiga þau að þurfa að þola svona fréttir og
endalausar endurtekningar.
Auðvitað verður farbannið framlengt, en fólkið hrekkur í kút
við svona fréttaflutning, allavega geri ég það.
                         Góðar stundir.


mbl.is Vilja fá farbann framlengt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

þetta er bráðsmitandi fjandi.

Þetta er ekki gott ástand, það sem ber að varast.
Ekki að sofa saman, ekki að kyssast, sótthreinsa ber W.C.
og sprittbera hendur eftir þvott, vera með grímu,Ninja
en svo er það ekki nóg því þessi fjandi er loftsmitandi,
getur því borist í matinn sem við erum að láta ofan í okkur.
Þannig að ef einhver veikist á heimili,þá er annað hvort
að henda honum á sjúkrahús, eða fara sjálfur út.Shocking
                    Góðar stundir.


mbl.is Nóróveiran leggur Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er verið að teygja lopann, eða standa orð.

Þeir gætu verið að teygja lopann, komið síðan með eitthvað útspil,
Við verðum bara að loka, og engin veit í rauninni eitt eða neitt.
Ef að lokun HB Granda á Akranesi var út af því að Faxaflóahafnir
stóðu ekki við það sem átti að gera,
af hverju sagði stjórn HB Granda þá ekki frá því?
Þá hefði verið hægt að beita þá þrístingi.
Nú skulu allir sem hlut eiga að máli, standa sig,
og byrja að framkvæma.
Það sjá það allir heilvita menn að það er ekki hægt að loka
fiskvinnslu á Akranesi, frekar heldur enn á öllum öðrum stöðum á landinu.
Það þýðir ekki að mínu mati að reyna að telja okkur trú um
að þeir hafi þurft að loka út af þessari kódaskerðingu,
ekki hjá HB Granda.
Smærri fyrirtæki, þurfa að loka tímabundið vegna skerðingar,
og er það afar bagalegt, en það er ekki vinnsla með engan fisk.
Þessar mótvægisaðgerðir okkar ágætis ríkisstjórnar, er ekki að virka.
Nú segi ég en og aftur, út úr glerhúsunum með ykkur,
þar sem þið hafið setið og þóst ekkert vita, hummað fram af ykkur að
leysa málin, þar til nú að allt er að fara í hundana hjá fólki
og fyrirtækjum. Ef þið vitið það ekki,
þá hefur þetta áhrif á alla þætti samfélagsins.
En engu er hægt að trúa fyrr heldur en allt er komið á fullt.
                                  Góðar stundir.


mbl.is Höfnina skal efla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Óli sat hjá móður sinni, og litli bróðir hans var að skæla í vöggunni.
,, Sendi guð okkur litla bróður?" Spurði Óli mömmu sína.
,, Já Óli minn ", svaraði móðir hans.
,, Honum hefur leiðst að heyra í honum gólið", sagði Óli.


Hjón voru að kýta.
,, Þú vildir ná í mig, þú getur ekki sagt að ég væri neitt
   að elta þig", sagði konan.

,, Það kann að vera", svaraði bóndi hennar.
   Gildran eltir ekki mús, en hún veiðir hana".


Beinakerlingavísa til fiskimanns.

                             Ég veit þú kannt að meta mig,
                             maðurinn þorskafróði.
                             Ég er stór og stæðilig;
                             stimplaðu mig nú, góði!
                                             Ingólfur Gíslason læknir.

                                                          Góða nótt.Sleeping
 


Til hamingju strákar þið eruð bara flottir.

Það var eins gott að við misstum ekki þetta hús.
Máttum ekki við því. þurfum á öllu gömlu að halda í bænum okkar,
Það er það sem selur.
Ég skora á alla sem fara út á land í sumar að koma til
Húsavíkur, finnst að hvalasafnið brann ekki þá getið þið
skoðað það ásamt mörgu öðru.

                        Góðar stundir.
 


mbl.is Rafmagnsbruni í Hvalasafninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnaverndarnefnd lokaði hana inni á Unglingaheimili ríkisins.

Stúlkan sem um ræðir hafa allir heyrt um,
en  ég er að lesa viðtal við hana fyrst núna.
Hún var misnotuð á heimili sínu af manni sem bjó þar,
hún segir móður sinni frá og fær strax aðstoð í Hveragerði
þar sem þau bjuggu og í gegnum Stígamót og sálfræði hjálp.
þau fluttu síðan til Mosfellsbæjar.
Stúlkan þurfti að leita til læknis vegna þrálátra þvagfærasýkingar,
læknirinn tilkynnir barnaverndarnefnd að honum gruni að stúlkan
sé ennþá beitt kynferðislegu ofbeldi.
Hún neitar því alfarið trekk í trekk. Ekki trúað.
Komið fyrir á Unglingaheimili ríkisins við Efstasund.
Þar eru henni eldri börn hún var bara 12 ára.
hún mátti hitta foreldra sína einu sinni í viku, klukkustund í einu,
ef að annað foreldrið kom þá bara 30 mínútur.
Hún hafði ekkert gert af sér, hafði bara verið misnotuð.

Leitaði sér hjálpar en var refsað af yfirvöldum.
Hlaut illa meðferð á Unglingaheimili ríkisins.
Sú eina sem hefur unnið mál gegn barnaverndarnefnd
Fólk sem bar ábyrgð á meðferðinni vinnur enn að málefnum barna
.

Ekki veit ég hverjir voru þarna að verki, trúlega blanda af faglærðu fólki
og ófaglærðu. Veit fólk ekki að aldrei ber að koma svona fram við börn.
Maður vistar ekki börn á upptökuheimilum, þeim á að koma fyrir á
venjulegu heimili, þar sem er kærleikur og skilningur og að börnum sé trúað.
Við vorum að tala um það hér um daginn að þau væru örugglega til mörg
Breiðavíkurheimili nútímans. þetta hefur verið eitt af því.
Það eru 15 ár síðan þetta gerðist.
Við skulum vona að þessi mál hafi eitthvað breyst,
hef grun um að það vanti eitthvað þar uppá.
En þetta er eins og með svo margt annað, við þurfum að hreyfa við,
og láta vita að við séum að fylgjast með.
Það vantar að talað sé við börnin okkar á jafningja grundvelli.
Við erum eftirlitið með okkar eigin og annarra.

                               Góðar stundir.
 


Hverju á maður svo að trúa?

Margrét Sverrisdóttir sagði Ólaf ekki hafa rætt málið við sig,
hún hefði frétt það eins og hinir.
Ásta Þorleifsdóttir segir Ólaf F, Magnússon hafa sagt frá því
að samtöl ættu sér stað við sjálfstæðisflokkinn.
Svona var þetta líka þegar Björn Ingi fór í meirihlutasamstarf við
vinstri flokkana, að engin vissi neitt.
Nú er ég ekki að tala um nein málefni heldur sannleika.
Geta pólitíkusar aldrei sagt okkur bara satt?

                           Góðar stundir.

mbl.is Ólafur sagði F-lista frá samtölum við sjálfstæðismenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott og blessað, svo langt sem það nær.

Þegar maður er á þessum gatnamótum sem um ræðir,
þá er bílaumferðin í allar áttir svo langt sem augað nemur.
Flestir þessara bíla eru á annatíma að potast við að komast út
í úthverfin til síns heima.
Þá spyr sá sem ekki veit og sér það ekki fyrir sér,
hvernig Rauðarárstígur og Bústaðarvegur eiga að taka við þeirri umferð
sem skellur á við þessar breytingar.
Það þarf þá heldur betur að breyta og stækka þessar götur.
Er búið að skipuleggja heildarmynd af þessum svæðum með vaxandi
umferð, langt fram í tímann, eða er verið að kortleggja litla kassa til að
bjarga einum gatnamótum?

Rauðarárstígur er nú að mínu mati varla hæf til stækkunar öllu meira,
þó hún geti kannski verið ein af aðal götunum í kringum
gamla kjarna bæjarins.
Fólk verður að fara að gera sér grein fyrir því að ef það ætlar niður í bæ
þá er það hægferð, og á maður að njóta þess.
Eru íbúar Bústaðahverfis ekkert á móti þessum aðgerðum?
Eru þeir ekki með neinar kröfur á umferðarmenningu í sínu
barnmarga hverfi, og Fossvogurinn yndislegi með öll sín börn.
Nú ætla ég að vona að flokkur sem ég hef ætíð talið minn
fari nú ekki að byggja göngubrýr yfir bústaðaveginn eins
og gert var við hringbrautina.
Það bara passar ekki.
                                       Góðar stundir.


mbl.is Vill fá stokk frá Kringlumýrarbraut að Rauðarárstíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Kvenfélag í kauptúni á Norðurlandi átti fyrir nokkrum árum 50 ára afmæli.
þar voru margar ræður haldnar.
Einn ræðumanna minntist látinna félagskvenna.
Hann lauk ræðu sinni á þessa leið:
,, Að lokum ætla ég biðja menn að standa upp og hrópa
  ferfalt húrra fyrir hinum látnu konum.---Þær
  lifi húrra!"

             Lífsleiði

                           Lífið manns er leiðindi
                           lunti, böl og andstreymi,
                           allra mesti óþarfi,
                           sem ekki svarar kostnaði.

                                          Þorleifur Kolbeinsson.

                                                        Góða nótt.Sleeping
 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.