Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Hengja þá upp á Lækjartorgi.
15.1.2008 | 15:33
Hengja þá upp á lækjartorgi þegar þeir nást,
þá geta allir séð hvaða menn þetta eru sem að gera svona lagað.
Glæpir hér á landi eru orðnir þannig að grípa verður til rótækra
aðgerða.
Glæpir gagnvart börnum eru verstir og hvað á að gera í því?
Setja þá inn í nokkra mánuði, klappa svo á bakið á þeim
og segja: " þú lofar svo að gera þetta ekki aftur"
Guð hjálpi þessu dómskerfi og lögum landsins.
Það er engin heil brú í þessu orðið.
Farið nú að vakna til lífsins og herða lögin, annars fer
eitthvað miður slæmt að gerast.
Reynt að nema barn á brott af skólalóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það vantar ekki Hótel.
15.1.2008 | 09:45
Og alls ekki á þessa lóð, það mætti koma fyrir neðan Hverfisgötu
eða á þann stað sem það mundi sóma sér vel.
Hótel á lóðina 4-6 er fásinna, það mundi ekki selja neitt,
nema fyrir þann sem á það. (Kannski)
Umhverfið yrði óskipulagt og þrautleiðinlegt.
Það þarf að skipuleggja þetta svæði í heild sinni og byggja upp
gamlan og aðlaðandi bæjarkjarna með góðum kaffihúsum og
gamaldags krambúðum, allir vilja það líka við heimamenn.
Það var stór hópur af ferðamönnum sem ég hafði tal af í fyrra,
spurði þau: ,, nær þau ætluðu suður til Reykjavíkur".
Þau ætluðu nú í upphafi daginn eftir, en voru hætt við,
það var eiginlega ekkert áhugavert við Reykjavík.
þau höfðu aðeins skoðað sig um áður en þau komu norður.
það var svo margt hér sem hægt var að skoða.
Til hvess förum við til útlanda?
Jú til að skoða gömul hús fara í krambúðir, markaði, labba um þröngar götur
til að skoða allt mögulegt og kaupa. við elskum þetta.
Við verðum að fara að hugsa af víðsýni og gera okkur grein fyrir
því að við verðum að hætta að hugsa í steinsteypu, stáli og gleri.
Ef við gerum það ekki þá erum við að byggja upp dauðvona borg.
Góðar stundir.
Vantar ekki hótel við Laugaveg" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Segi það enn og aftur, hvað er að gerast?
15.1.2008 | 09:19
Það var það víst ekki, þetta er staðreynd,
segið svo að þessi vetur sé ekki öfugsnúinn.
Hvað verður það næst, sumar og sól á norðausturlandi.
Nei bara smá draumórar.
Mikið fannfergi í Vestmannaeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Setjið bara alla í farbann, þá eru þið lausir við þá.
15.1.2008 | 09:13
Sleppið þeim bara út, og setjið þá í farbann, þá eruð þið lausir við þá.
Farbann á Íslandi hefur hingað til ekki stoppað menn í því að fara úr
landi, sama hvaða landi þeir eru frá.
Það er vitað mál að menn sem ráðast á lögreglu og eða hvern sem er,
eru hjálpar þurfi, en svona árásir eru óskiljanlegar, óþolandi og verða að stoppa.
Hvernig? Jú með vel hertum lögum og engan sandkassaleik í þeim
málum lengur.
Hættið svo að spara í löggæslu, það er beint tap í því.
Hagræða og hagræða og engin getur unnið eftir því.
Þetta rugl gengur ekki lengur.
Góðar stundir.
Skipulögð atlaga að lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ekki tekið út með sældinni.
15.1.2008 | 08:51
Að vera frægur, nei, það er engin sæla á stundum,
fyrst kemur frétt um að hún drekki eina sterka á hverjum föstudegi,
svo lamdi hún ljósmyndara, maður á nú kannski ekki að gera það,
en var hún ekki búin að fara fram á frið.
Tilnefnd til Brit, ekki hissa, hún er flott söngkona og semur vel.
Hún gæti þetta ekki ef hún drykki heila bokku einu sinni í viku,
allavega væri ég restina af vikunni að jafna mig eftir svoleiðis
rugl.
Smá skap er nú í lagi, og ekki er það nú mikið miðað við annað
frægt fólk.
Ein tilnefningin enn til verðlauna, flott hjá þér stelpa.
Þú hefur ætíð verið frábær.
Góðar stundir.
Björk tilnefnd til Brit-verðlauna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir svefninn.
14.1.2008 | 20:44
Ástin kvikar---
Í augum blikar ástarþrá;
Ætli ég hvikull skelli?
Ástin kvikar kvendum hjá
sem kollótt prik á svelli.
Bændum í Eyjafirði var eitt sinn bannað að flytja heim hrútspunga
af dilkum sínum, því að gera átti tilraun með að selja eistun úr landi.
Tap varð á þessari tilraun, og var þá kveðið:
Mörg er bóndans mæða þung,
en mest er allra sorga:
Fyrst er hann sviptur sínum pung,
---Svo er hann látinn borga.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hundurinn mesta dekurrófan.
14.1.2008 | 18:25
Ef þið eigið hund þá vitið þið hvað ég er að meina.
Þeir eru mestu dekurrófur heimilisins, að sjálfsögðu ásamt
barnabörnunum. Við erum að passa hund fyrir tvíburana mína
sem eru farnar í framhaldsskóla hér fram í Lauga,
þar verða þær næstu fjögur árin, því mamma þeirra fékk vinnu þar.
Mæðgur fengu afbragðs íbúð, en ekki er hægt að hafa Neró litla þar
svo við erum með prinsinn.
Prinsinn er hreinræktaður pudel að millistærð, það er sem sagt ekki tvisturinn
eins og sumir kalla þennan litla.
Hvorki á Húsavík eða á Akureyri er snyrtistofa fyrir dekurrófurnar
svo að við gamla settið þurfum að sinna því líka.
Við vorum endavið að klippa, raka og snyrta það tók tvo tíma,
á morgun munum við baða hann, og það er sérstakt sjampó
og næring og nudd fær hann líka og hárþurrkun
alveg eins og, er við förum á hárgreiðslustofu.
Það þarf að baða einu sinni í viku, þrífa úr augum á hverjum degi,
kemba og bursta feldinn einu sinni á dag.
Ekki nóg með það Neró er með ofnæmi, hann má bara fá sérstakan
innfluttan hundamat, í honum er Önd, Kjúklingur, Kartöflur og svo má hann fá
soðnar gulrætur.
Þetta er ekki eins og þegar ég átti mína hunda þeir borðuðu bara allt.
Enn Neró er æðislegur hundur og mundi ég ekki vilja missa hann.
Þetta er nú einu sinni litla barnið okkar,
og svo koma þær mæðgur alltaf þegar þær eiga frí.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mér líður asnalega .
14.1.2008 | 15:07
Já mér líður asnalega, á því ekki að venjast.
Á því heldur ekki að venjast að allt sem ég taldi að
sagt hefði og lofað var fyrir kosningar væri bull, tómt orðabull.
Mér finnst einhvernvegin að allt sé komið yfir í annan heim,
kannast ekki við neitt sem sagt er og þar af síður gert,
sem er ekki neitt, en það sem það er, mættu allir skammast sín fyrir.
Sko ekki við þegnarnir, heldu þeir sem telja sig ofar okkur.
Það er sama hvar þú berð niður, ekkert er eins og það á að vera.
Hvað er orðið af, heiðarleika, sannleika, orð skulu standa og
vitund þessara manna um ástand fólks í þessu landi???
Getur einhver svarað því? Nei, Nei, Nei.
Þeir geta það en okkur kemur það víst ekki við.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ótrúlegt en satt.
14.1.2008 | 11:40
síðastliðna mánuði, og spurt, hvað er eiginlega að gerast?
Hörkuvetur á suðvesturlandi trekk í trekk.
Þessu á maður ekki að venjast, hafa verið búandi á suðurnesjum
í 27. ár. man ekki eftir öðru eins.
Nú bý ég á Húsavík og ekki hefur verið hægt að kvarta undan
veðrinu það sem af er vetri. 7,9,13. búm,búm,búm.
Skyldu þeir ekki vera orðnir þreyttir hetjurnar okkar í björgunarsveitum landsins.
Sendi þeim orkukveðjur frá Húsavík. Farið öll vel með ykkur.
Góðar stundir.
Skólahaldi frestað til hádegis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 15.1.2008 kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ja hérna meinlausari.
14.1.2008 | 08:51
Drykkja orðin meinlausari.
Hægan! hvar, hvernig, ja hérna sjá ekki menn ástandið?
helgi eftir helgi er frétta flutningurinn hjá blöðum og öðrum miðlum
um drykkju og óspektir fólks í bænum.
Foreldrar fá börnin sín heim undir morgun, alveg á skallanum.
Og jafnvel eru þau sjálf ekki í ástandi til að liðsinna barninu
vegna sjálfs-ástands.
Ef það er ekki víndrykkja þá er það dóp.
Þetta tvennt er aldrei meinlaust.
Góðar stundir.
Drykkjusiðir Íslendinga orðnir meinlausari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)