Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Hætta að veiða loðnu.

Hef heyrt því fleygt að það væri mögulegt ráð
að hætta að veiða loðnu.
Nú urrar örugglega í einhverjum.
Er eitthvað bitastætt upp úr þessum veiðum?
Ekki moka þeir henni upp, geta þeir ekki farið bara á kolmuna.
Vita menn af hverju Þorskveiði er ekki meiri en hún er?
Það er örugglega ekki bara út af ofveiði, einhverjar aðrar ástæður
hljóta að vera fyrir minnkandi veiði.
Vita ráðamenn þessara þjóðar yfirleitt nokkuð um þessi mál?

                                   Góðar stundir.


mbl.is Lítið finnst af loðnu norðaustur af landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Þorvaldur á Eyri kom einu sinni inn í sölubúð
í Reykjavík og sagði:
,,Hvað er selt hér og keypt?"
  Búðarmaðurinn svaraði spjátrungslega:
,,Það eru nú mest þorskhausar".
,,Já, og ganga víst vel út", segir þá Þorvaldur.
,,Ekki nema einn eftir".

                              Kvenhollur.

                       Kann ég vel við konurnar,
                       kringum þær ég sveima.
                       Best er að koma á bæi þar,
                       sem bóndinn er ekki heima.

                                   Góða nótt.Sleeping
 


Viðbót.

Jæja þá er leikurinn búinn.
Hélt að ég yrði ekki eldri, fór fram í eldhús,
saxaði sveppi, lauk í pastaréttinn í kvöld, heyrði lætin
og vissi að þeir hefðu unnið, en rétt svo.
verða nú að íhuga vel fyrir annað kvöld,
þeir geta þetta alveg strákarnir okkar.


Hálfleikur.

Var búin að gleyma landsleiknum í handbolta,
glaðvaknaði er ég heyrði hann byrja, hellti á góðan kaffisopa,
og hafði  döðlur með, nú er hálfleikur og staðan 9-10
tékkunum í vil, ekki alveg í stuði okkar menn í dag.
þeir munu bæta sig á eftir, jæja þeir eru að fara að byrja.

                         


Gera það sem manni hugnast.

Ég sit hérna grútsyfjuð og hundleið, vorum boðin í kaffi inn í Lauga,
en nennti ekki að fara, er bara þreytt, köld, leið og hundfúl yfir hverju,
veit það ekki, hef enga ástæðu nema að kenna þessari fjandans
gigt um allt saman, eru þetta ekki einkennin?
Ásdís mín á Selfossi var að vakna, þreytt eftir bæjarferðina í gær
er nú ekki hissa á því.
Bara best að leggja sigSleeping

                                          Sofnað gæti nú og hér
                                          en best að fara í rúmið,
                                          Kúra  við mín góðu ver
                                          þar til leggst að húmið.


Flott hjá stráknum.

Áfram svona Eiður flott hjá þér,
sýndu þessum útásetningar-gúrúum,hvað í þér býr.
Koma svo strákur segja hvað þú villt og stattu við það.Cool
mbl.is Eiður skoraði fyrsta markið í öruggum sigri Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löngu tímabært að hætta að draga tennur úr miðbænum.

Sumir tala um að húsin séu ljót og niðurnídd,
en það er verið að vernda þau til að gera þau upp,
er það ekki annars?
Það er ekki fallegt að byggja dýrið við hliðina á Fríðu,
en munið þegar dýrið var að deyja þá kyssti Fríða það
að því að hún elskaði dýrir og viti menn þá breytist dýrið í
hinn fegursta prins, og þau lifðu í sátt við allt og alla það sem eftir var.

Ef að við hugsum aðeins um fegurðina, byggjum upp Fríðu í miðbænum
Gerum hana að þeirri fegurð sem henni ber.
Byggjum síðan upp dýrið eins og varnarmúr í kringum Fríðu
Þá erum við komin með yndislega borg
sem allir geta verið stoltir af.

Ég fæddist á Hringbraut  beint á móti Þjóðminjasafninu,
Fólkið mitt vann í miðbænum og þegar ég var stelpa þá var sko
gaman að skoppa um bæinn, það iðaði allt af mannlífi, fyrirtækjum og
verslunum og þótt ég  flyttist síðan í Laugarnesið þá skokkaði ég iðulega niður í bæ
og þótti það ekkert tiltökumál.
Ég elskaði borgina mína.
Endurvekjum hana eins og mögulegt er.

                                        Góðar stundir.
 


mbl.is Að draga tönn úr fallegu brosi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Sveinn á Mælifellsá talar í ævisögu sinni um kossafellibylji.
Út frá því kveður dr. Skúli Guðjónsson:

                                Hált er á svelli siðgæðis;
                                Sífellt skella viljum
                                í ofsahvellum kvensemis
                                og kossafellibyljum.

Sr. Jónas Guðmundsson á Staðarhrauni orti þessa vísu:

                                Ef þú heyrir kjafta klið,
                                Klám og spott til muna,
                                kannski einhver kannist við
                                krossholtsfabrikuna.

                                                             Góða nótt.Sleeping


Ellefu þúsund manna varðlið stöðvi ofbeldi gegn börnum.

Sigríður og Svava Björnsdætur.
Hrinda af stað námskeiðinu  verndarar barna á næstu mánuðum,
á vegum samtakana Blátt Áfram.
Bæjarfélög eru að taka vel í þessi námskeið sem kenna fólki
að skynja ef eitthvað er að.
Strax er farið að bregðast við, Ísafjörður og Hveragerði
eru þau bæjarfélög sem þegar hafa tilkynnt þátttöku,
öll hin munu örugglega fylgja eftir.
Það stendur í lögum um barnavernd, ( ef mig misminnir ekki)
að borgari sem verður var við ofbeldi eða slæma umhugsun
á börnum, beri að láta vita.
Enn fólk er svo hrætt við að láta vita.
Maður er hræddur við það sem maður þekkir ekki, eða þekkir.
Þær systur segja að fólk sé að átta sig á því að það þurfi að takast á við hlutina
í stað þess að neita að þeir hafi gerst, þar er ég alveg sammála.
Þessi námskeið eru alveg bráðnauðsynleg.
Vona ég að  allir kennarar, leikskólakennarar, félagsfræðingar
og foreldrar geti séð sig fært að sækja námskeið af þessu tagi.
Það hlýtur að takast, því við verðum að vakna upp og
viðurkenna að, það gerist  hjá okkur öllum.
Þær eru frábærar þessar systur og þeim á eftir að farnast vel
í öllu sem þær taka sér fyrir hendur.
                                   Alheimsorkan mun styrkja þær.
                                               Góðar stundir.

 


Flott spurning.

Þetta hlýtur að hafa verið góður fundur,
eins og  þegar Tína Turner fékk bónorð utan af velli
þegar hún fór síðasta tour sinn um heiminn fyrir nokkrum árum,
en það er náttúrlega ekki hægt að líkja þessu saman.
Þetta var nú samt sættInLove


mbl.is „Viltu giftast mér Hillary?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband