Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Er valdabarátta í gangi?
12.1.2008 | 09:42
Er hvergi friður í þessu þjóðfélagi?
Er valdabaráttan öllu yfirsterkari?
Er peninga græðgin að fara með fólk?
Ég er öryrki og ég veit eiginlega ekki hvað þetta bandalag gerir
fyrir okkur, þá er ég ekki að segja þetta neikvætt,
hef bara aldrei kynnt mér það.
Einu sinni hringdi ég í þetta bandalag og bað um svör við
nokkrum spurningum, ekki vantaði röksemina,
Frúin sem ég talaði við ætlaði að skoða þetta fyrir mig og hringja
tilbaka samdægurs, það eru tvö ár síðan, hef eigi heyrt í henni aftur.
Konan var sögð lögfræðingur.
Ákvað ég að láta hana bara eiga sig. Dæmi ekki félagið eftir
framkomu einnar konu.
Þar sem ég veit ekki mikið um þetta mál og eða félagið í heild sinni,
mun ég ekki úttala mig um það,
en eitt veit ég að þjónusta, aðbúnaður og aðstoð þarf að vera í toppstandi.
Annað er ekki sæmandi fyrir Öryrkjabandalagið.
Góðar stundir.
Sigursteinn segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Var nú eins gott að láta mann vita.
12.1.2008 | 09:07
Hvað kemur okkur það við, er ekki alveg að ná því.
Er það að því að hún er fræg? Líklegast.
Hefur meiri áhuga á konum en körlum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi flotta stelpa.
12.1.2008 | 08:57
Það var ætíð unun að horfa á þessa stelpu.
Bæði var hún frábær íþróttakona og flott í alla staði.
Hvernig stendur svo á því að hún fer svona með sig,
það mun ég aldrei skilja.
Vona ég að hún átti sig og lifi betra lífi er hún losnar
úr fangelsinu.
Góðar stundir.
Marion Jones dæmd í sex mánaða fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fyrir svefninn,
11.1.2008 | 22:56
Sölvi Helgason orti þessar vísur um sjálfan sig:
Heitir Sölvi herra sá
Helgason sem ritin tjá,
Guðmundsen, þess geta má.
gáfaðastur jörðu á.
Sölva fann ég frábæran,
forspáan og lögvitran,
speking þann og menntamann,
margfróðan um hnött allan.
Þegar Sölvi var fangi á Kóngsbakka hjá Narfa hreppstjóra,
kvað hann þetta við hann:
Upp úr hlandi signdi sig
signor í standi, taktu eftir:
Skálda andi í mér er,
en ekki grand af viti í þér.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ósvífni.
11.1.2008 | 09:14
Maður hefur nú heyrt þetta áður og ég trúi þessu alveg.
Eru ekki komin nógu mörg steinháhýsi í miðbænum, hefði nú haldið það.
Öll strandlengjan frá Seðlabankahúsinu og inn í Laugarnes er byggð
upp í þessum stíl, geta þeir þá ekki haldið áfram að byggja þar?
Það er hneisa ef haldið verður áfram í þessum dúr.
Hættið að rífa niður gamla arfinn okkar sem eru þessi gömlu hús.
byggið þar sem er hægt að byggja og gerið upp gömlu húsin.
Skapið borg sem allir geta dáðst af, það er besti gróðinn.
Góðar stundir.
Flytja óreglufólk inn til að gera nágrönnum lífið leitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nú dámar mér ekki.
11.1.2008 | 08:49
Nú sér fyrir endann á hjónabandinu, ja hérna,
er hann eitthvað betri en hún?
Ætlaði hann ekki að kaupa sér þjónustu þarna,
eða var hann kannski bara að fá sér kaffisopa?
Hitti konuna í vændishúsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Loksins sanngirni.
11.1.2008 | 06:37
Til hamingju strákar og allir sjómenn með þennan
úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.
Veit ég að það er mikil gleði í gangi með þennan úrskurð,
og nú verða ráðamenn að setjast niður með réttum mönnum ,
mönnum sem hafa vit á þessum málum og setja lög um nýja fiskveiðistefnu.
Ég efast ekki um, að erfitt það reynist mönnum, sem sjaldan eða aldrei
hafa þurft að eta ofan í sig gjörðir sínar eða framsettar skoðanir,
að koma fram og viðurkenna mistök sín.
Og það eru margir sem þurfa þess, ekki bara núverandi ríkisstjórn.
Gaman verður að heyra hvernig þeir ætla að snúa sig út úr þessari
ósanngirni sem þeir hafa viðhaft í mörg ár.
Enn til gamans þá læt ég það fjúka með, ég tel það vera einkennismerki
margra að snúa sig út úr vitleysunni sem þeir gera á kostnað annarra.
Góðar stundir.
Íslensk stjórnvöld breyti fiskveiðistjórnunarkerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er ekki maðurinn grunaður um manndráp?
11.1.2008 | 06:10
Ekið var á ungann dreng, ökumaður ekur áfram eins og hann hafi ekkert fundið
fyrir því að hafa ekið á eitthvað, óvart var þetta eitthvað,
lítill drengur og hann dó.
Það er ennþá sorg í hjartanu okkar hvað þá fjölskyldu drengsins,
og svo fær maðurinn bara að ganga laus, og á að vera stilltur og fara hvergi.
Ekki er ég að segja að neinn aki viljandi á lítið barn,
en sá gjörningur að fara af slysstað er bæði óskiljanlegur
og ófyrirgefanlegur.
Setjið þennan mann í varðhald.
Góðar stundir,
Farbannsúrskurður staðfestur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyrir svefninn.
10.1.2008 | 21:05
Egill Jónasson á Húsavík heyrði rætt um það,
hve stúlkur væru undarlega leiknar í því að skilja hermennina.
Þá kvað Egill:
Merking orðanna mörgum dylst,
miskvikna heiftarbál.
Eitt er það þó, sem alltaf skilst:
Alheimstungunnar rósamál.
Um CHR. Popp á Sauðárkróki.
Hver bar hatt á kolli
hæstan norðanlands?
Það er skrýtinn skolli
sköpulagið hans:
Klofið enginn segist sjá,
en handleggirnir hér um bil
hnjákollunum ná.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þau fá hjálpina sem talað er um.
10.1.2008 | 13:43
Að gefnu tilefni.
Heyrt hef ég og lesið um að ef þú talar nógu mikið um
T.d. dópneyslu og drykkju hjá þínum og eða öðrum
þá hjálpa þau sér frekar sjálf.
Það á ekki að hlífa þeim, tala um allt sem þau gera.
þegar þau gera sér grein fyrir því að engin tekur á móti
þeim engin hlustar á ruglið eða trúir þeim sama hvað þau segja.
Þau eru orðin ein.
Enn innst inni vita þau að ef að þau taka sig á þá er
kærleikurinn til staðar hjá fólkinu þeirra.
Ég sendi þeim kærleika sem eiga við þetta að stríða.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)