Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Á nú ekki til orð.
11.2.2008 | 15:24
Á hvaða Plánetu búum við?
Já alveg rétt, á Íslandi, þar axlar engin ábyrgð,
allavega skil ég það þannig, hvernig í ósköpunum eigum við
að treysta manni sem er búin að gera það sem þessi maður gerði.
Það er bara ekki hægt.
![]() |
Vilhjálmur: Hef axlað ábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Hugleiðingar um spillingu.
11.2.2008 | 08:51
Ég get nú ekki annað en velt því fyrir mér, hvað gerist
eiginlega hjá mönnum eins og Vilhjálmi.
Hann er búinn að vera í áraraðir, svona eins og maður
mundi nefna, litlaus heiðarlegur pólitíkus, ekki borið mikið á honum,
virkar á mann eins og fótboltamaður sem aldrei skorar
mark, og maður var aldrei að vænta þess heldur.
Loksins uppsker hann laun fyrir áralanga vinnu,
Borgarstjórnarstöðina.
Hvað gerðist þá? Jú spillingin byrjar, eða var hún alltaf á þeim bæ?
Ef ekki þá annaðhvort ofmetnast hann,
og spreðar greiðum hist og her,
eða hann er svo leiðitamur að hann lætur stjórnast
af málgóðum mönnum.
Hvort tveggja er afar slæmt fyrir mann í hans stöðu.
Hann hefði átt að vita,
hvað mætti og hvað ekki og hann væri ekki einvaldur.
Hvort hefur hann þá ofmetnast eða orðið leiðitamur?
Héldu þessir menn að aldrei kæmist upp um yfirganginn í þeim,
Þegar ég tala um þessa menn, þá er það vegna þess,
að eftir á, að segja manni hreint út hverjir þeir eru.
Góðar stundir.
![]() |
Pólitísk staða Vilhjálms rædd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hjálparbeiðni. Gunnar Ingi Ingimundarson er látinn.
11.2.2008 | 08:10
Gunnar Ingi Ingimundarson dó í gærmorgun.
Ég sendi Lindu, börnunum og öllu þeirra fólki
kærleiksríkar samúðarkveðjur.
Milla og fjölskylda.
Minni á söfnunarreikninginn.
R.no. 1109-05-412412. kt. 030268-5129.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyrir svefninn.
10.2.2008 | 20:28
Sótt kom upp á heimili Kolbeins,
og dó Helga kona hans úr henni,
og sjálfur var hann við rúmið. Daginn eftir
að konan hans dó, kom nágranni hans, Halldór í Næfurholti,
til hans og segir, er hann sér hann: ,,Ósköp held ég þú sért
lasinn, Kolbeinn minn". Þá svaraði Kolbeinn:
,, Ójá, en verri er hún helga mín hún dó í gær".
Jón Espólín sýslumaður kvað um Pétur Skúlason,
alræmdan kvennaflagara, er hann reið hjá bæ hans:
Hér er bær þess mikla manns,
sem mikið getur,
harðsnúinn og heitir Pétur
hrútur bæði sumar og vetur.
Gömul vísa.
Allt bar til í einu þar,
uxu bæjar sýkin:
konan fæddi, kýrin bar
kötturinn gaut og tíkin.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fjöldskylduhelgi.
10.2.2008 | 20:11
Já fjölskylduhelgi, Íris mín kom með Báru Dísina
sem er níu ára fljúgandi í gærmorgun,
Ingimar fór að ná í hana inn á Akureyri og engillinn fór
að ná í snúllurnar þrjár inn að Laugum.
Síðan komu allir til mín í Brunch, það var æðislegt, vantaði
bara einkasoninn sem býr í Njarðvík og þau eru með
fimm mánaða gamlan yndislegan Sölva Stein,
en þau koma bara seinna.
Síðan fóru systur eitthvað að búðast, síðan lagði ein sig,
hinar að skoða hús og íbúðir.
kvöldmaturinn var hér hjá mér.
var ég með fyllta Kjúklinga, meðlæti var villisveppa-portvínssósu,
kartöflur-báta, y með salvíu og chili pepper-olíu og
bakaðar í ofni og mais baunir, þetta var æði.
Dóra og snúllurnar gistu hjá mér að vanda, Íris og Bára Dís
hjá Milla jr. Um hádegið komu allir til okkar og var fjör í bæ í allan dag
Dóra bauð síðan í pitsu heima hjá sér í kvöld.
Ég var orðin þreytt svo við vorum bara heima.
Mæðgur fara heim á morgun, en þetta er búin að vera yndisleg helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hugsunarlausir kjánar.
10.2.2008 | 11:20
Já ég segi hugsunarlausir kjánar, en í raun er
fólk sem hagar sér svona asnar.
það heldur að "það" geti allt,
það hugsar hvorki um sitt líf eða annarra,
því aðrir leggja sig í hættu við að bjarga þessum ösnum.
Svona fólk hefur enga afsökun. það er alltaf hægt að
bíða þar til veðri slotar, nema um líf sé að tefla,
en Takið eftir, þá biður maður um aðstoð.
Punktur basta.
![]() |
Lögðu á lokaða Holtavörðuheiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hjálparbeiðni!!!
10.2.2008 | 09:45
Safnað fyrir Gunnar Inga og fjölskyldu.
Stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir hönd
Lindu Gústafsdóttur og Gunnars Inga Ingimundarsonar
úr Reykjanesbæ, en Gunnar Ingi liggur nú á líknardeild Landspítalans
eftir tveggja ára baráttu við krabbamein.
Þau eiga fjögur börn og á eitt þeirra að fermast í vor.
Þau hafa að sögn aðstandenda ekki getað unnið,
og er því staðan skiljanlega erfið hjá þeim.
Vilja því vinir og velunnarar biðja alla um að styrkja þau með bænum og
fjárframlagi. Margt smátt gerið eitt stórt.
R. no.1109-05-412412 kt. 030268-5129.
Hjálparbeiðni þessi birtist í Víkurfréttum. slóð www.vf.is
Mér er það sérstaklega hugleikið að biðja og styrkja þetta unga fólk,
ég horfði á Lindu vaxa úr grasi þar sem við bjuggum á sama stað,
og þekki ég allt hennar fólk.
Guð veri með þér og þínum elsku Linda mín.
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þurftu þeir umhugsunarfrest?
10.2.2008 | 08:28
þjófnað hefði verið kært strax, en eftir hverju var
verið að bíða?
Maðurinn er ráðin Sveitastjóri, á yfir sér dóm sem
þeir sjálfsagt ekki vitað um, blessaðir Grímseyingarnir
réðu bara manninn, líklegast hefur hann haft góða ásjónu.
Heldur áfram að draga sér fé, þegar upp komst þá hefði
að mínu mati átt að kæra hann strax.
Punktur basta.
![]() |
Ákveðið að kæra fyrrum sveitarstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hefur alltaf tíðkast.
10.2.2008 | 08:13
næðu sér í eða látið skaffa sér unga menn.
Hversu unga ætla ég ekki að út tala mig um, þetta er
jafn ógeðfellt og þegar karlmenn ná sér í eða kaupa
sér ungar stúlkur til kynmaka við sig.
kaup á ungum mönnum hafa viðgengis frá alda öðli,
við heyrum bara meira um þetta í hinum feimnislausa
heimi okkar í dag.
Konurnar eru að kaupa sér, lipurð, athygli og kynorku
þessara ungu manna, og þeir láta freistast vegna þess að
þeir fá peninga fyrir, sem sagt þeir eru að selja sig til að
eiga lífsviðurværi. Sorglegt, en ekkert er hægt að við hafast
Góðar stundir.
![]() |
Ríkar konur - sætir strákar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir svefninn.
9.2.2008 | 21:49
Gísli hét gamall góður borgari í Reykjavík.
Hann stamaði og var því kallaður Gísli stami.
Hann var mesti hæglætismaður, en lenti þó
einu sinni í kasti við Þorvald lögregluþjón,
sem var hvortveggja í senn grimmlyndur
og skyldurækinn.
Ætlaði Þorvaldur að snúa Gísla niður á munnvikinu,
en Gísli var ekki seinn á sér og beit Þorvald í fingurinn.
Gísli var kærður fyrir að bíta Þorvald og mætti fyrir rétti
hjá Halldóri Daníelssyni bæjarfógeta.
Fógeti spurði, hvort hann hefði nokkrar málsbætur.
Gísli svaraði: ,,Ég er vanur að bí-bíta í það, sem upp í
mig er rétt, og auk þess átti hann enga
ki-ki kirkjusókn í kja-kja kjaftinn á mér".
Réttarhaldinu og málinu var þar með lokið.
Heilræði.
Treystu ei sprundnum, maður minn,
mettu ei stundar gæði.
Hrökkva sundur samskeytin
svika- bundin- þræði.
Bjarni Gíslason.
Fróun.
Eðlisfróun fékk Kristrún,
fann hún Jón á engi.
Dinglað rófu hafði hún,
held ég, nógu lengi.
Baldvin Jónsson Skáldi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)