Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Orðin of umsvifamikil, hún Soffía.

þegar hefur verið mynduð nýr meirihluti bæjarstórnar
Bolungarvíkur, eftir meirihlutaslit Önnu Guðrúnar við
K. listann. Nú eru það l. listi og sjálfstæðið sem ráða ríkjum.

það skiptir ekki að mínu mati, hverjir eru við stjórn, ef að
um gott og heiðarlegt fólk er að ræða, sem ég taldi vera.

það sem mér finnst nú vera hastarlegast í þessu máli, er,
að ástæðan fyrir slitunum segir Anna Guðrún vera þá að
Soffía sómakona, Vagnsdóttir fráfarandi formaður
bæjarráðs og oddviti K.listans sé orðin of umsvifamikil
í atvinnustarfsemi bæjarins og að það geti leitt til
hagsmunaárekstrar.
Það geti leitt til, Hægan, mátti  þá ekki láta reyna á það.?

þetta þykja mér vera slæm rök, og að mínu mati lykta af
máltækinu: ,,Konur eru konum verstar."

Þarna er ekki verið að hugsa um hag og sparnað fyrir bæjarbúa
heldur um eigin hag, eins og svo oft vill verða er fólk kemst til valda.

Grímur Atlason býst ekki við að vera inn í þessari nýu mynd.
Þó nú ekki væri Grímur.
                                             Góðar stundir.


mbl.is Nýr meirihluti í Bolungarvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hundarnir bregðast ekki.

Ófremdarástand er í landi þar sem þarf að bera út börn.
Fátæktin hlýtur að vera Það mikil að mæður sjá ekki fram á
að geta framfleytt börnum sínum, varla sjálfum sér,
hlýtur að vera þannig.
En alveg sama hver getur skilið barnið sitt eftir í leðjuhaug
til að deyja.?
Það er náttúrlega engin samfélagshjálp til í þessu landi
allavega ekki í sveitum þess.
Það eru svo margir sem vilja taka að sér börn og ala þau upp
sem sín, veita þeim ást og umhyggju.
Eða er þetta kannski þannig að mæður verða fyrir svo miklu mótlæti
að þær gefast upp og fremja svona glæp.
mbl.is Flökkuhundar björguðu lífi barns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

                          Úr Öldinni okkar 1931.

þrettán Norðmenn ætluðu í víkingaferð til Íslands á 
vopnuðu skipi.


10/2. Í norskum blöðum er birt sú furðulega og fáránlega saga,
að nokkrir ungir menn hafi ætlað að gera út leiðangur til Íslands
á vopnuðu skipi að sið fornra víkinga og fara ránshendi um héruð.
Foringinn kvað vera 28 ára og á heima í Osló. Sagt er, að hann
hafi keypt gamla skútu og ráðið til sín 12. menn á skipið,
er allir voru karlmenn að burðum.
Skýrði fyrirliðinn skipsáhöfninni frá þeirri fyrirætlun sinni, að sigla
skútugarminum út í mynni Oslóarfjarðar, ,, Hertaka" þar vel búið
fiskiskip og halda því í víkingaför til Íslands.

En áður en þeir félagar lögðu af stað frá Osló, skipaði ,,foringinn"
þeim að sækja kassa einn, þungan og fyrirferðarmikinn, er
nýkominn var frá Þýskalandi og var úti í skipi þar í höfninni.
En er hinir herskáu norðmenn voru að bisa við að ná í kassa
þennan, þótti atferli þeirra eitthvað grunsamlegt.
Kom þá upp úr kafinu að í kassanum voru byssur og skotfæri.
rannsókn þessa furðulega máls er hafin.
Foringinn hvað hafa horfið, án þess að lögreglan næði til hans,
en hún muni vera á hnotskóg á eftir honum.

Ja hérna flest dettur mönnum í hug að framkvæma, þeir hafa
eflaust haldið að Íslendingar mundu ekki ráða við 13. menn.

Úr Íslenskri fyndni. XXIV. Árgangur.

Björn Líndal málflutningsmaður varð fyrir því að fótbrotna.
Þá kvað Konráð Erlendsson á Hafralæk:

                            Ræningjanna brutu bein
                            byrstir stríðsmenn forðum.
                            Líndal steytti legg við stein:
                            lögmál standa í skorðum.

Björn svaraði:

                            Þér er vorkunn aðeins ein,
                            er það gömul saga:
                            Grimmir hundar brotin bein
                            bryðja, tyggja og naga.

                                                Góða nóttSleeping


Þeir gefast ekki upp.

þetta er bara flott hjá strákunum, ekki gefast upp.
Ef þeir gera það þá dettur botninn úr tunnunni.
Ég skora á fleiri hópa að mótmæla því óréttlæti sem
að þeim lýtur.
mbl.is Bílstjórar fóru með friði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meirihlutasamstarfi lokið í Bolungarvík.

Maður er nú stundum afar sérgreindur, en er það
ekki borðleggjandi að, er svona ágreiningur kemur upp,
og ekki látin koma upp á yfirborðið, þá sé það ásetningur
þeirra sem að honum róa að samstarfinu sé best komið í endalok.?

Ekki þekki ég þetta svo gjörla, en hefði haldið að samstarf, samvinna
að öllum málum væru fyrir bestu, eða eru menn ekki vinir þarna fyrir vestan
eða þannig?, er aldrei hægt að tala út um málin af hreinskilni og
leysa þau í bróðerni, og þetta á ekki bara við um Bolungarvík.
                Sendi ykkur góðar kveðjur.
mbl.is Meirihlutasamstarfi slitið í Bolungarvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þetta Harlem aðstæður.?

Ekki vissi ég að þetta væri svona slæmt,
Þetta er nú bara hreinlega til skammar, það er engin
að segja að húsnæði þurfi að vera nýbyggð, en þau
þurfa að vera örugg og heilsusamleg börnum sem
starfsfólki.
Hvernig dettur þeim í hug þessum sem öllu ráða að
bjóða upp á eitthvað sem er ekki til, en það er eftir öllu öðru
þegar verið er að bræða fólk.
talað er um áætlun sem á að eiga sér stað á næstu árum,
en á meðan mega börnin vera í húsnæði sem engum er bjóðandi.
Ekki mundi ég láta bjóða mínum börnum upp á slíkt.
Bætið úr þessu strax.


mbl.is Mjög bágborin aðstaða barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert meira um það.

Maður fellur 3 metra niður á steingólf, úr stiga,
missti fótfestuna, en er ekki meira um það að segja?,
slasaðist ekki maðurinn,
eða tekur það því ekki að greina frá því.
Hefði verið skemmtilegra.

Uss maður er orðin svo vanur því að það sé brotist
inn í bíla.
Er það eitthvað fréttnæmt.?

Endalaust virðast menn aka undir áhrifum áfengis,
eða annarra efna, fólk lærir ekki fyrr heldur en það
verða sett lög um fangelsisvistun fyrir svona
afbrotamenn.


mbl.is Maður féll 3 metra niður á steingólf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Það er svo merkilegt með þennan langalangafa sem
ég átti, fagur var hann á að líta og peninga virtist hann eiga
giftist langlangömmu Guðrúnu Ágústínu Sigurðardóttur og
fékk eftirnafnið Wedhólm. hún átti heima bara örstutt frá honum
svo ætíð gat hann fylgst með henni, Hún var talin fönguleg,
enda 27 árum yngri en hann hún var fædd 16/8 1838, en hann
1/7 1811. þess vegna segi ég það eftir hverju voru þau að sækjast?,
hann í lambakjötið, en hún í gott viðurværi.
Guðrún Ágústína var dóttir Abígael Þórðardóttur ljósmóður.
Hún var í manntalinu sem tekið var 1860 talin fráskilin og var
eini íbúinn á Ísafirði sem taldist til þeirra hjúskaparstéttar.
Faðir Guðrúnar Ágústínu var sr. Sigurður Tómasson,
sem var prestur í Grímsey á árunum 1849=1867
en hafði verið aðstoðarprestur föður síns Sr Tómasar Sigurðssonar,
í Holti í Önundarfirði, og þar fæddist langlangamma mín.

Þau gömlu eignuðust einn son langafa sem nefndur var
Viggó Emil Wedhólm hann giftist langömmu
Friðrikku Maríu Haraldsdóttur  Börn þeirra voru,
 Amma mín Guðrún Ágústina
                  Magnús Guðjón
                  Sigurður
                  Sigríður
                  Andrea Soffía.
Amma mín og afi Guðrún Ágústína og Þorgils J. Ingvarsson
eignuðust þrjú börn, Viggó Emil, Halldóru og Ingvar.

Halldóra er móðir mín  Viggó Emil fórst með Heklunni RE-88
1941. er ég fæðist 1942. er ég skýrð í höfuðið á ömmunum mínum,
báðar hétu þær Guðrúnar og Emilía í höfuðið á Viggó Emil frænda mínum.

Svo kem ég að þessu með ættarnafnið Wedhólm, eins og svo mörg önnur.
Þetta er sú mesta fyrra sem ég veit um, tekur sér nafnið Wedhólm
að því að hann vann ved Holmen í kóngsins Köpenhavn. Og svo á
þetta að vera eitthvað fínnt.
Fyrirgefið kæru ættingjar, bara ekki minn smekkur.
                              Góða nótt.Whistling


Gætum kannski; eða kunnum við allt?

Sumum finnst gaman að láta elta sig út í náttúruna,
     Og svo! og svo! og svo gýs kverin.

Það er nátúrlega ekkert meira æsandi en að fylgjast
með bylgjunum sem myndast áður en gosið kemur,
Hafið þið ekki verið við Geysi er hann er alveg að koma?
Það hef ég, ótrúlega tilkomumikið.


mbl.is Ástarleikurinn barst út á bílastæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

það er svo gaman að leika saman.

Vorið hefur ætíð haft þessi áhrif á fólk, skella sér
í sund á gleðistund, jafnast ekkert á við það.
En stundum er fólk að gera þetta í skemmdarhug
og sóðaskap, en oftast bara til að hafa gaman.

þegar ég fór í skólaferðalag er skyldunámi lauk,
það var upp úr öðrum bekk, sem er 10 b. í dag.
þá stálust strákarnir í sund, en við stelpurnar vorum svo
mikkir aular að við þorðum ekki.
En ætlaði bara að koma því áleiðis að allar götur hefur
þetta tíðkast, og allar sundlaugarnar sem eru út um allt land,
þessar gömlu góðu sem ekkert eftirlit er með,
ætíð er farið í þær, engum til skaða.

En auðvitað veit ég að þetta gengur ekki í sundlaugum
nú til dags, hreinlætið þarf að vera svo mikið.


mbl.is Skelltu sér í nætursund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband