Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Fyrir svefninn.
25.4.2008 | 19:47
Kæru bloggvinir. Annríki mikið hefur háð mér í dag,
þið vitið kannski hvernig það er suma daga, engin leikskóli
var í dag, svo litla ljósið var hjá okkur,
fórum síðan um hádegisbilið að versla og kom Íris mín með okkur,
vorum komnar heim um tvö, þá fór Gísli að sækja snúllurnar okkar fram í Lauga,
á meðan fengum við okkur snarl. Nú ljósið fór ekki heim fyrr en kl. 18.00
þá borðuðum við.
Núna erum við að fara í afmæli til tengdasonar míns.
Svo þið fáið bara smá vísur í kvöld.
lít yfir til ykkar í fyrramálið.
Mánudagsmorgun á Laugavatni.
Byrjar viku slapp og starf,
stirðleg gerist lundin mín.
Í minn kropp ég eflaust þarf
alkóhól og nikótín.
Jónas á Völlum kom fullur inn á Bauk á Akureyri.
Þar var fyrir ungur maður, sem var að gera ráð fyrir
að bæta ráð sitt og hætta að drekka.
Þá kvað Jónas:
Treystu djarft á drottin þinn,
drjúg er náðar-ausan.
Sittu og drekktu drengur minn,
djöfulinn ráðalausan.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Einn sjóðurinn til viðbótar.
25.4.2008 | 11:15
Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
taka vel í hugmyndir Björgólfs Guðmundssonar, um að það
verði settur á stofn svokallaður Þjóðarsjóður.
Trúi því bara vel að þau taki vel í enn einn sjóðinn sem
kannski væri hægt að fá fé úr, í þau mál sem þau teldu
brýnust hverju sinni.
Eins og Ingibjörg segir: ,, Gæti skipt sköpum í áföllum í
efnahagsmálum.
Um að gera að mjólka fólk og fyrirtæki meira en gert er,
eins og það sé ekki nóg komið.
Geir taldi hugmyndina vel til þess fallna að huga að henni,
en þurfti aðeins að koma með skot í þá veru að það
bankarnir ættu að huga að því að stofna varasjóð til að
tryggja sig og sína.
Einnig sagði hann að lífeyrissjóðirnir gegndu að mörgu leiti
sama hlutverki og norski olíusjóðurinn.
Ég hélt að fólkið ætti lífeyrissjóðina,
en það hlýtur að vera misskilningur í mér, því er maður heyrir
að það hafi verið neikvæð eða jákvæð fjárfesting hjá þeim,
Hvað þýðir það? eru þeir þá bara að valsa með okkar peninga?
Já ég er öskureið.
Vilja skoða hugmynd um þjóðarsjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Strákar svona hegðun er bönnuð.
25.4.2008 | 06:53
Þessi mótmæli fóru í upphafi vel af stað, og studdi ég
aðgerðir strákanna, og ekki er ég að segja að
uppþotið við bensínstöðina við suðurlandsveg hafi
verið þeirra gjörningur, en þeir áttu að koma sér í burtu
hið bráðasta er fólk sem ekki var á þeirra vegum hóf
óspektirnar.
Allt fór úr böndunum þarna uppfrá, og eiga allir þátt
í því og ekki síður lögreglan.
Þetta atvik í gær, er lögreglumaður var sleginn í andlitið
var forkastanlegt.
Ekki vilja trukkarar kannast neitt við þennan mann, segja
hann ekki á sínum snærum, ekki veit ég neitt um það,
en ef hann er það, af hverju í fjandanum kannast þeir þá
ekki við manninn, og fordæma samt hans gjörðir.
Ég tel að menn eigi að standa saman.
Ofbeldi er aldrei fyrirgefanlegt og er til skammar fyrir alla.
Ég er einnig sammála því að ríkisstjórnin á alla sök á
seinaganginum á afgreiðslu þessara mála.
En það er alveg sama hvað hver gerir eða ekki gerir
hótanir og fólk beðið um að svipta sig lífi,
ég veit ekki hvað og hvað, er ekki líðandi, hver sem á í hlut.
Við erum ekki villimenn. Gætum að heiðri okkar, þó við séum að
ná fram okkar réttindum.
Sturla: Ekki á okkar ábyrgð" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fyrir svefninn.
24.4.2008 | 20:32
Eins og ég sagði í morgun fórum við að Laugum í dag.
byrjuðum á því að háma í okkur, frábæra kynningu um skólann,
sem var að sjálfsögðu matreidd af kostgæfni ofan í okkar
sem kannski ekki gerðum okkur alveg grein fyrir því
í hverju þessi vinna væri fólgin, og þó.
Ætíð kemur það manni á óvart hvað þau eru gædd miklum
krafti, visku, víðsýni og þori unga fólkið okkar,
þau eru bara yndisleg.
Ég hef víst sagt það áður að þessi skóli sé þróunarverkefni
og er hann byggður upp á opnu kerfi,
unga fólkið getur t.d. tekið sitt stúdentspróf á 2=5 árum
og námsáætlun er persónubundin, sem er frábært.
Vona að sú sem samdi þetta ljóð fyrirgefi mér, en ég má
til að birta ykkur það, það er bara flott.
Við erum eitt
Við erum eitt, við erum fleiri
Við erum öllum stöðum frá
Frá norðri og suðri, austri og vestri
Stolt við komum heiman frá.
Við heyrum fréttir frá þessum
stöðum.
Um framkvæmdir hér og þar
Stífla fyrir austan, olía fyrir vestan
hvað gerist svo?
Stíflan brestur, fólkið drukknar.
Olían brennur, vistkerfið deyr.
Fólkið fer suður, Reykjavík springur.
Mmmm... Of mikið fólk.
Við heyrum fréttir frá þessum
stöðum.
Glæpum fjölgar, fangelsin fyllast.
Fólk fyllist örvæntingu
um leið leggst kreppa yfir
hvað gerist svo?
Það er ei hægt að gera meira
Sem gæti rústað lífinu hér.
Er til heimsenda kemur
bið ég að heilsa í
í næsta líf.
Höf.Anna Signý Magnúsdóttir.
Takk fyrir mig framhaldsskóli Lauga.
Gleðilegt sumar kæru vinir og hjartans þökk fyrir skemmtileg
samskipti á vetrinum.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Englar fyrir Vildarengla.
24.4.2008 | 15:41
Hvað er hægt að kalla fólk sem vinnur að heill barna
annað en, Engla fyrir Vildarengla.
Mér finnst það yndislegt að fólk sem hefur tíma til að
vinna með þeim börnum sem inn á sjúkrahús þurfa
að fara, því það er svo margt sem þarf að gera og vinna með.
Og er það nauðsynlegt að styðja við bakið á börnum og foreldrum
í þeim efnum, og það hefur hún Peggy Helgason svo sannarlega gert.
Hugsið ykkur börnin sem eru búin að kljást við sinn sjúkdóm lengi,
og líða illa daga, vikum, mánuðum og árum saman, og fá svo allt í einu
tækifæri til að fara í draumaferðina.
Það er engin sem skilur þá tilfinningu sem yfir barnið kemur,
en eitt vitum við að það er algjör hamingja.
Góða ferð elsku börn.
32 Vildarbörn á leið í draumaferðina með fjölskyldu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Verðum í framhaldsskólanum að Laugum í Reykjadal í dag.
24.4.2008 | 09:50
Nú er Laugahátíð og við þangað að sjálfsögðu
Það er boðið upp á að skoða starfsemi skólans,
afrakstur nemanda í vetur, skrafað saman og hlustað eftir
hvað er um að vera.
Þetta er alveg frábær, frjáls og skemmtilegur skóli,
og ekki er það síðra að hafa þau forréttindi að fá að ganga
í þennan gamla skóla, hann á aldur sinn að rekja 83 ár
aftur í tíman, og á þessum stað gegnir ýmsa grasa.
Valgerður Skólameistari er búin að vinna frábært starf
ásamt öllum starfsmönnum skólans.
Segi ykkur meira er heim kemur.
Gleðilegt sumar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Var eins og að horfa á lélega bíómynd.
24.4.2008 | 07:04
Eru þessar fréttir bara hafðar eftir lögreglunni.?
Mér segir svo hugur að það sé eitthvað málum blandað
hvernig átökin byrjuðu, og hvað eru þá Íslenskir trukkarar
stórhættulegir menn, ekki þekki ég neinn slíkan.
Framferði unga fólksins í eggjakasti og öðrum aðgerðum
voru málsstaðnum ekki til góðs, og þar af síður þeim sjálfum.
Það er ætíð sorglegt er fólk reynir að gera sig að einhverju,
sem engin skilur hvað er.
Er þetta múgsefjun eða hvað.?
Ekki er ég að setja út á strákana í lögreglunni, þeir eru bara
flottir og gera það sem þeim er sagt, og eru þjálfaðir til, En
hver þjálfar þessa menn, einhver herforingi.?
Þegar við vorum að horfa á fréttirnar í gærkveldi og þeir
byrtust með sprautubrúsana, og öskruðu í hvert skipti
sem þeir úðuðu, til hvers er það? Ekki mundi ég vilja vera
í þeirra sporum.
Eins og gjörningurinn birtist minni sjón, frekar hlálegt,
er það þetta sem við viljum,
og svo er annað að ef fólk hefði ætlað sér að ná yfirráðum,
( þannig er talað í stríði, að ná yfirráðum), þá hefði fólk getað
það með léttum leik.
Friðarsinni er ég og mun alltaf verða, og þess vegna vona ég að
ráðamenn láti af hrokafullu tali sínu við þá sem eru með kröfur
um réttlæti í sinn garð, hætti að tala um hryðjuverka og ofbeldismenn.
það er engin æðri en hinn, við erum öll í þjónustustörfum,
bæði hið háa Alþingi og aðrir landsmenn.
Þið vitið um óréttlætið, komið út úr glerhúsinu ykkar, opnið augun,
og leysið vandann.
Góðar stundir.
21 handtekinn í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fyrir svefninn.
23.4.2008 | 21:51
Eitt af því sem er mér afar minnisstætt frá barnsæsku,
er þegar flugvélin Geysir týndist með sex manna áhöfn.
vélin var með frakt frá Lúxemborg til Bandaríkjanna.
Einnig voru í vélinni 18. hundar.
leit stendur yfir úr lofti og af sjó.
Sagan er nefnilega sú að ég fæddist í sama húsi og
Dagfinnur Stefánsson átti heim í, en er þetta gerðist voru
foreldrar mínir búin að byggja og flutt í Laugarneshverfið.
mér þótti undurvænt um það fólk sem ég byrjaði mína ævi með
og þessar fréttir voru hræðilegar, beðið var í fimm sólahringa þar til að
19/9 barst sú gleðifregn að flugvélin væri fundin, en þá hafði heyrst
veikt neyðarkall að varðskipinu Ægi, vestfirðingur fann vélina, var
hún á jöklinum þar sem Bárðarbunga heitir, og er þeir sveimuðu yfir
sáu þeir alla áhöfnina á ferli við flakið.
mikill fögnuður um allt land, hjálparleiðangur leggur af stað,
nú allir þekkja þessa sögu, svo oft er búið að tala um hana.
þegar þetta gerist var ég 8 ára, en þegar ég var 10-11 ára fékk ég lítinn hvolp
Schaefer, yndislegan, og pabbi sagði mér að hann væri undan
Vatnajökulshundinum sem bjargaðist úr Geysislysinu,
hvort sem það var nú satt eða ekki þá var þetta besti hundur sem ég hef eignast.
Takk öll sem gáfu mér góðar minningar í veganesti úr barnæsku.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mótmæli, árás gerð á Alþingishúsið.
23.4.2008 | 15:54
Árás gerð á Alþingishúsið. lögreglan dreifir mannfjölda
með kylfum og táragasi.
31/3. 1949 þingsályktunartillaga frá ríkisstjórn Íslands að
Norður Atlandshafsbandalaginu var til lokaafgreiðslu á fundi
Sameinaðs Alþingis í gær.
Var tillagan samþykkt, eftir mjög harðar umræður.
Múgur manns hafði safnast saman við Alþingishúsið meðan á
umræðunni stóð, og urðu þar miklar óeirðir, grjóti kastað,
rúður brotnar, og að lokum kom til bardaga milli lögreglu og borgara.
gerði lögreglan að síðustu árás á mannfjöldann og dreifði honum
með kylfum og táragasi.
Kom þá til mikilla ryskinga og særðust nokkrir lögreglumenn og
allmargir borgarar.
það var dreift fregnmiðum um bæinn til að kinna fólki, að fulltrúaráð
verkalýðsfélagana og verkamannafélagið Dagsbrún, skoruðu á
almenning að sækja útifund við Miðbæjarskólann í Lækjargötu kl. 13.
til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í Atlandshagsbandalagið.
Nokkru síðar var öðrum fregnmiða dreift í tilefni af fyrrnefndu
fundarboði, og var fregnmiði þessi undirritaður af
formönnum stjórnmálaflokkana, og var hvatning til fólks að koma á
Austurvöll að sýna samhug sinn í því að Alþingi fengi vinnufrið.M
Nú fólk drífur að, það verður útifundur, hróp og eggjakast,
steinar fljúga í þingsal. Útrás lögreglu og varalið kvatt út.
Allmargir særðust, uppþot um kvöldið,nokkrir handteknir.
FRÁSAGNIR BLAÐANNA.
Miklar frásagnir voru í dagblöðum um atburðinn.
Morgunblaðið segir í fimm dálka fyrirsögn á forsíðu:
,,Ofbeldishópar kommúnista í framkvæmd. trylltur skríll
ræðst á Alþingi. Grjótkast kommúnista veldur limlestingum.
Spellvirkjum dreift með táragasi."
Fyrirsagnir Alþýðublaðsins:
,, Óður kommúnista skríll réðist með grjótkasti á Alþingishúsið.
Tíminn segir:
Kommúnistar efndu til mikilla óspekta framan við Alþingishúsið í gær.
Hins vegar er fyrirsögn þjóðviljans á þessa leið:
landráðin framin í skjóli ofbeldis og villimannlegra árása á friðsama
alþýðu. 8=10 þúsund manns mótmæla fyrir framan Alþingishúsið
og krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu.
Svör ríkisstjórnarinnar voru gasárásir og kylfuárásir
lögreglu og vitstola hvítliðaskríls.
Mundi eftir því að ég hafði lesið um slík mótmæli,
auðvitað var ekki verið að mótmæla því sama, en endirinn er sá sami,
handtökur, táragas, eggjakast, steinakast og fleira.
Svo ég mátti til með að setja þetta hér inn.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ofbeldi á ekki að eiga sér stað.
23.4.2008 | 11:46
ef að þetta hafa verið borgarar sem grýttu grjótinu
þá er það ekki góður stuðningur við málstaðinn.
Enn svo er annað mál að fólki getur nú sárnað, er einn
af ráðamönnum þjóðarinnar kalla strákana okkar
hryðjuverkamenn, ja hérna þeir vita ekki hvað það er.
Vonandi leysist þetta mál fljótt og að komið verði með
góðar lausnir á málum okkar allra,
því þetta kemur niður á okkur öllum.
Lögregla beitir táragasi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)