Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Fyrir svefninn.
20.4.2008 | 21:02
Við gamla settið erum komin heim eftir afar skemmtilegan,
og átmikinn dag, ætla aðeins að láta líða úr mér við tölvuna
áður en ég fer í rúmið.
Ætla að segja frá heimili því sem flestir ferðamenn gistu
er til Ísafjarðar komu á nefndum árum og mun hafa verið
í litríkara lagi, eftir samtímalýsingum að dæma.
þetta var hús Jóns Wedhólms veitingamanns, fyrsta
veitinga og gistihúsið á Ísafirði.
Wedhólm var 51 árs er hér var komið sögu, fæddur í Ávík
í Trékyllisvík á ströndum norður árið 1809.
Hann kallaði sig ýmist Jón eða Jóhann og þóttist hreint ekki
viss um, hvort væri sitt rétta nafn, en Jóhann var hann kallaður
1860 er manntalið var tekið um haustið.
Síðari ár ævi sinnar gekk hann þó undir Jónsnafninu.
Skýrði hann þetta þannig að hann hefði verið tvíburi, og annar
hefði verið skýrður Jón en hinn Jóhann, annar dó í vöggu og
hefðu foreldrarnir ekki verið vissir um hvor hefði dáið,
en nafna ruglingurinn var frekar talin sprottin af gamansemi Jóns.
það var nú fleira en skírnarnafnið sem var skrýtið í heiti
þessa sérkennilega manns.
Ungur af árum hleypti hann heimdraganum og hélt til Danmerkur.
þar vann hann um nokkurt skeið við skipasmíðastöð ved Holmen
var svo nafnið Wedholm dregið.
Þar giftist hann fyrri konu sinni Karen Kristínu.
Þau fluttust til ÍSLANDS og settust að á Ísafirði það mun hafa verið
á árunum 1850=1855. þá mun Wedhólm hafa stofnað til veitingareksturs
og er ekki að efa, að gistihúsið hefur bætt úr brýnni þörf á samkomustað
og gistingu fyrir aðkomufólk sem var margt á Ísafirði er kauptíð stóð sem hæst
og mestar annir voru við fiskþurrkun.
Virtist Wedhólm hafa komist vel af. C. W. Shepherd lýsir komu sinni
til bæjarins með þessum orðum.
Er þeir fundu gistihúsið, var yfir dyrum skip í sjávarháska, yfir því gnæfði klettur
og á honum stóð viti, undir skipinu stóð Wedhólm.
þeir fengu mat og hressingu áður en gengið var til nátta, morguninn eftir var þegar margt um manninn hjá Wedhólm, fóru þeir um kvöldið út að ganga er heim komu var búið að breyta
húsinu í dansstað húsið var allt í uppnámi og voru kona og dóttir hans að skemmta nokkrum mönnum. skömmu síðar skildu þau Wedhólm og kona hans snéri hún til Danmerkur aftur tók með sér sín börn. Wedhólm var einnig hafsögumaður á Ísafirði, en óvandaður mjög, talið vegna drykkju.
Svo kvartað var undan honum stórum.
Haldi svo ekki að karlinn hafi ekki gifst Guðrúnu Ágústínu Sigurðardóttur og vitið þið hvað
þau eru langlangafi og amma mín, geðslegt að hafa átt svona skrýtinn langlangafa,
en þeir voru víst margir svona á árum áður, og eru enn.
Góða nótt
Tekið úr vestfirskum ættum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Sunnudagsmorgun.
20.4.2008 | 08:53
Vaknaði kl.6. í morgun eins og venjulega, fékk mér
morgunmat og naut þess að horfa á hinn fagra Skjálfanda
og fjallana handan flóans,
ægifagur fjallgarður sem heimamenn kalla Kinnafjöll einu nafni,
en þau heita að sjálfsögðu ekki öll kinnafjöll, heldur,
Yst við sjóndeildarhringinn sjáum við Hágöng, síðan Hágöng syðri.
Aftan við Hágangana eru Viknafjöll, síðan Skessufjall og
Skálarvíkurhnjúkur, fyrir neðan þessi tvö síðarnefndu eru
Náttfararvíkur, og nefnast þær Rauðavik, Skálavík,Naustavík
og Hellisvík. Mikið lengra af þessum fagra fjallgarði
sé ég ekki frá eldhúsglugganum mínum.
En á korti eru Kinnafjöllin merkt og byrja er maður beygir
inn í köldukinnina frá Ljósavatnsskarði, og harla ólíklegt
er að þau heiti því nafni alla leið út að Víkurhöfða,
en ef einhver veit betur þá endilega látið mig vita.
Jæja nú fór ég aðeins út fyrir efnið sem var til umræðu,
sunnudagsmorguninn, það er sem sagt yndislegt vorveður
með sól í heiði, ég sit hér við áhugamál mitt meðan Gísli er að taka
bílinn í gegn, búin að tjöruþvo, er að sápuþvo, síðan verður spúlað,
þurrkað og bónað.
Um hádegið fara allir fram í Lauga systur ætla að elda saman
Hátíðarmat til heiðurs því að Hróbjartur minn, hennar Írisar,
er hjá mömmu sinni þessa helgi og varð hann 15 ára 14/4.
Allir ætla í sund að Laugum á meðan systur malla ofan í okkur
lambalæri að þeirra sið.
Svo ef einhver var að leggja til að ég mundi slappa af í dag,
þá nei ég ætla að hafa rosalega gaman.
Læt ykkur fylgjast með í kvöld.
Eigið góðan dag.
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ógæfubraut fyrir alla í borgarstjórn.
20.4.2008 | 07:57
Er hann þá að meina að borgarstjórn geti núna,
í þessu máli sest niður og komið sér saman um
farsælt útgengi, svo allir megi vel við una.
Tel Björn Bjarnason ver bjartsýnan mann, að telja
það möguleika, eftir allt sem er búið að ganga á.
Björn segir 100. daga þagnarskoðun borgarstjórnar
undir stjórn Dags ekki hafa leitt til neinna niðurstöðu.
Hann telur ekki þögn af hinu góða er verið er að kanna
hvað best er í stöðunni.
það er svolítið skondið, með tilliti til þess að ríkisstjórnin
undir stjórnar Geirs H. er nú í þögninni að kanna aðgerðir
til handa þegnum þessa lands, vegna hrikalegra stöðu
efnahagsmála í heimsbyggðinni.
Ekkert af þessu er stjórnleysi og óráðsíu að kenna.
Með fullri virðingu fyrir öllu þessu mæta fólki í borgarstjórn
tel ég að aldrei verði hægt að vera sammála um nokkurt mál,
eins og samskiptin eru í dag.
Haldið áfram á ógæfubraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fyrir svefninn.
19.4.2008 | 22:05
Heili, hjarta og kynfæri munu vera talin einhver
helstu líffæri mannins.
Einu sinni var hjúkrunarkona að ganga undir lokapróf
í hjúkrun. Læknir sá, er prófaði, spyr nú stúlkuna,
hver séu helstu líffæri mannsins.
,, Heili og hjarta," svarar hún. ,, Og fleira?" segir læknirinn.
Stúlkan hikar, en segir síðan:
Æ. ég ætti nú að muna þetta! Svo oft er nú búið að troða það í mig."
,, Já alveg rétt," sagði þá læknirinn og kímdi.
Ljótunn á Hæli í Flókadal kvað um dætur sínar:
Tindabikkjur tvær á rokkinn spinna,
önnur hör, en önnur band,
úr þeim freyðir mikið hland.
Önnur systranna svaraði:
Fyrst þú getur engu eirt,
utan það að skamma,
betur væri kefli keyrt
í kjaftinn á þér mamma!
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagsannir á Húsavík.
19.4.2008 | 15:17
Já og það hjá fleirum en mér.
Vaknaði 6.30 með ljósinu sem svaf hjá okkur,
fórum fram og borðuðum morgunmat,skoðuðum blöðin
helltum niður djús, sem auðvitað gerðist bara svona óvart
eins og allir skilja, ljósið fór í sturtu, síðan komu Viktoría Ósk og Hafdís
vinkona hennar, fóru eftir smá út aftur að hjóla.
Tvíburarnir vöknuðu , borðuðu, sturtuðust, blésu hárið og svoleiðis dúllerí.
Gísli kom heim um 12 leitið, búin að vera á skíðum síðan kl. 9 um morguninn,
Í dag var gengið á skíðum, semsagt frá Kröflu 55. km. leið
niður eftir, en það var nú of langt fyrir minn mann.
Fórum í búðina, heim, Ingimar var að fara á sleða með bræðrum sínum.
Milla og Íris í áttræðisafmæli til föðursystur sinnar, matur hjá Írisi í kvöld,
Ég fór með ljósið til Ódu ömmu þar var Hjalti karl frændi hennar,
Íris fór með þau heim að gefa þeim að borða, þau voru sko nýbúin,
Hún ætlaði að hafa þau þangað til þær færu í afmælið systur
þá kemur ljósið aftur til ömmu, og verður þar til við förum í matinn.
Ef einhver heldur að við gamla fólkið höfum ekkert að gera,
þá er það mesti misskilningur, og ég skil ekki fólk sem segir að
því leiðist, það er bara ekki hægt.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Frábært hjá Átaki.
19.4.2008 | 14:35
Átak, félag fólks með þroskahömlun,
eru að gera góða hluti bæði fyrir sig og sér í lagi fyrir
okkur sem erum kannski ómeðvituð um fyrirkomulag
í hinu daglega lífi þeirra.
þau mynduðu mannlegan hring og völdu alþingishúsið
fyrir hringinn, sem er tákn lýðræðis og sameiningar.
Við sem búum úti á landi erum betur meðvituð um það
sem er að gerast í málum fólks með þroskahömlun.
Það tel ég vera af hinu besta.
Gangi okkur öllum vel að koma skilningi og kærleika inn í
hið sameiginlega líf vort.
ÁTAK myndaði mannlegan hring | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dagurinn í gær.
19.4.2008 | 10:17
Já þeir eru svolítið skrýtnir sumir dagar.
vaknaði 4.30 í gærmorgun við að Neró litli vældi, hann
lá fram í stofusófa, Gísli fór fram hélt að hann þyrfti út,
en nei, ekki það trúlega hefur hann dottið út úr rúminu.
Ég reyndi að sofna aftur en ekki gekk það.
Fór bara á fætur og þeir steinsofnuðu aftur Gísli og Neró,
eins og þið vitið þá eru lordarnir á heimilinu með sér réttindi.
Fór í þjálfun kl. 8 fór í bakaríið á heimleið,
byrgja mig upp af brauðum fyrir helgina,
Hróbjartur minn var að koma að sunnan, til mömmu sinnar,
mömmuhelgi.
Lagði mig meðan Gísli fór á skíði.
Er ég vaknaði voru man ekki hvað mörgum símtölum
ósvarað á símanum, Ljósið hafði stolist niður á leikskóla,
"bannað", versla fyrir Dóru, fram í Lauga með vörurnar,
sækja þær í leiðinni á meðan fór Bára Dísin mín að sækja ljósið
sem var nú ekki ánægð með að fá ekki að valsa um bæinn að vild.
Mamma hennar var að fara að vinna, 16.00= 18.00
Þær komu frá laugum og fóru með ljósið á bæjarrúnt.
Við borðuðum grillaða báta með allskonar góðgæti.
Íris kom með Hróbjart og Báru Dís, hann var að sjálfsögðu svangur,
og fékk að borða hjá ömmu.
Það var mikið fjör í bænum, þrjú ungmenni, sem ætíð hafa verið góðir vinir
hittast eftir langan tíma, bara fjör. ljósið gisti hjá ömmu og afa,
pabbi á sjó og mamman að fara í vinnu í morgun,
svo það var best að hún gisti bara, það er svo ljúft að hafa hana á milli.
Ungmennin fóru út að labba, við að sofa.
En það sem gladdi okkur mest í gær, var símtal frá Viktoríu barnabarni
Gísla sem við höfum ekki mikið heyrt í undanfarin ár,
en er hún var lítil þá var hún daglegur gestur hjá okkur.
það gladdi okkur afar mikið að hún skildi hringja og ætlar hún að gera það aftur.
Guð veri með þessari fallegu stúlku, sem getur allt sem hún ætlar sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Er einhver hissa á því!?
19.4.2008 | 08:11
Ég held að það sé engin hissa á því að þessi maður
sé hataðasti maður Svíþjóðar.
Ef hann hefði myrt mitt barn, hefði ég hatað hann svo mikið
að ég hefði örugglega gert allt til að komast að honum,
og ganga frá þessu sjálf, held að það séu fyrstu viðbrögð
fólks,en margt kemur inn í til að stoppa mann í því.
Hatur er afar slæmt, er það ekki hatur sem er búið að verða
þess valdandi, í stríðum frá alda öðli að þúsundir barna eru myrt
með köldu blóði, vegna haturs á nágrannanum og af ýmsum öðrum
ástæðum sem allir vita af, og ætla ég ekki að fara að rifja það upp hér.
Það sem ég vildi sagt hafa að erum við ekki að reyna að útríma hatri,
Ég veit að það er erfitt, en við verðum að gera það samt.
Andres Eklund er stórhættulegur geðbilaður morðingi og er honum
örugglega sama um allt, efast um að hann skilji hvað hatur er.
Hataðasti maður í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyrir svefninn.
18.4.2008 | 22:09
Gísli Engilbertsson verslunarstjóri var allvel hagmæltur
maður, en mun lítið hafa fengist við ljóðagjörð fyrri en
á elliárum sínum. Gísli fékkst mikið við útveg.
Einhverju sinni var veiðarfærum stolið úr kró hans.
þá festi hann þessari vísu á króargaflinn:
Skilir þú ei vamma vin
veiðarfæri mínu,
niður muntu í náhvals gin,
nær þá kölski sínu.
Brá svo við að veiðarfærin voru aftur komin á sinn stað
daginn eftir. Þessi vísa er einnig eftir hann:
Góa er horfið gæðasnauð,
gefið hefur lítið brauð,
lokað hafsins leyndum auð
og læsti högum fyrir sauð.
þær höfðu báðar verið hagmæltar, Þorgerður gísladóttir í
Görðum og Ásdís Jónsdóttir í Stakkagerði,
kona Árna Diðrikssonar, og voru þær góðar vinkonur.
Einhverju sinni kom Þorgerður að Stakkagerði og
sagði í gamni við Ásdísi:
Hérna er Árna Þjófavirki,
hér býr inni gamall Tyrki,
sem unir sér við auð og seim.
Ásdís bætti við:
Margur auðinn elskar kragann
er því ver, það hendir margan,
brátt er snauður brott úr heim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Daður er nauðsynlegt að mínu mati.
18.4.2008 | 15:41
Daður er svo margvíslegt, ég segi það vera forréttindi
að eldast, þá getur maður leift sér ýmislegt, og það er
engin sem tekur því á óeðlilegan hátt.
Mér datt þetta nú í hug eftir að hafa lesið próf um daður
á síðunni hjá honum Tigercooper.
Hann er nú bara flottastur hann Tiger.
Reyndar passaði ekki prófið við mig því ég er orðin of gömul
fyrir það.
þegar ég þarf að hafa samskipti við herramenn sem eru
í þjónustustörfum, hvort sem er hjá bílaumboðinu,
versluninni, bensínstöðinni eða bara hvar sem er,
dæmi ég þá eftir kátlegri framkomu þeirra,
og eftir því sem þeir eru bjartari í viðmóti, án þess að
vera dónalegir, met ég þá meira.
það er daðrað á þann háttinn sem ég er að lýsa,
og allir hafa gaman að því.
Og hvað er svo sem gaman að, þegar engin húmor er í
hinu daglega lífi.
Þetta á að eiga við um alla konur og karla.
Hafið gaman að lífinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)