Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Til hamingju Konur og menn þessa lands.
19.6.2008 | 09:46
karlmönnum til hamingju til hamingju því þeir sem hafa
barist með okkur konunum eiga þennan dag líka að mínu mati.
Mikið hefur áunnist, en afar margt er eftir að vinna að.
Það þarf og verður að fá konur til að skilja að þær geta allt
og eiga rétt til þess að vinna að því sem hugur þeirra stefnir til,
ekki að láta stoppa sig í hvorki einu eða neinu.
Ég var nú að segja hér um daginn, að það þyrfti er fólk tekur saman,
að gera skriflegt samkomulag um jafna verkaskiptingu á öllum störfum
sem á og utan heimilis skapast, því oftast vill allt bitna á konunni.
Tek fram að það eru undantekningar hjá fólki.
Gangi okkur vel í baráttunni.
![]() |
Jafnréttisbaráttunni langt í frá lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Skrímsli í formi foreldra, getur það gerst?
19.6.2008 | 06:47
Ekki tel ég þetta vera vanrækslu, þetta er morð að
mínu áliti, þau eru búin að ala upp 4 önnur börn svo þau
vita hvernig á að gera það.
Þetta er það hörmulegasta sem ég hef heyrt, svelta litlu
börnin sín til bana, maður spyr sig hvernig er ástatt fyrir
hinum börnunum, sálarlega og næringarlega séð?
Gott er ef börnin eru komin í góðar hendur, sem þau ættu
að vera, þar sem þau eru hjá ömmu sinni.
En veit maður nokkurn tíman hvað er gott eður ei.
![]() |
Sveltu börn sín til bana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrir svefninn.
18.6.2008 | 20:13
Leikfélag Reykjavíkur ætlaði eitt sinn fyrir mörgum árum
árum að hafa leiksýningu, og var húsið fullskipað.
Einn af aðal-leikendunum var Sigurður Magnússon frá
Flankastöðum, en hann kom svo drukkinn, að leikstjórinn
gekk fram á sviðið og tilkynnti, að aflýsa yrði sýningunni
vegna forfalla eins leikarans.
Þá gekk Sigurður fram á leiksviðið og sagði:
,, Ég er ekki forfallaður. Ég er bara fullur."
Roskin vinnukona á bæ einum ól barn, og var faðir þess
18 ára gamall piltur á sama heimili.
Nokkuð mun það hafa þótt tíðindum sæta og verið um það
talað á sínum tíma, en aldraður maður , faðir húsfreyju,
taldi þetta ekki eðlilegt og sagði:
,,hann er þægur, drengurinn, og gerir allt, sem honum er sagt."
-----------------------------------
Hér kemur eftir hana Ósk.
Hvernig prestar geta aukið aðsókn
að kirkjunni.
Ef bæði þeir okkur að yrkja
annan hvern sunnudag virkja
slöknunar mátt,
strípað og blátt,
þá yrði þéttsetin kirkja.
Hvers vegna biskupinn var á móti
" súludansi".
Það er bara öfundargjálfur,
almennings hylli vill dorga.
Ef fær'ann á súluna sjálfur
seint mundi nokkur borga.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Það er ekki ein báran stök.
18.6.2008 | 15:54
Hér áður og fyrr voru eiginlega allar prímadonnur
með hold, bara misjafnlega mikið.
maður var ekki að hugsa um það heldur hlustaði bara á sönginn,
Ekki voru þeir svo grannir Tenórarnir heldur.
En auðvitað er þetta erfitt fyrir söngvarana að hafa alla þessa yfirvigt.
En að reka þessa flottu söngkonu, hvað var hún svona rosaleg?
Ég hefði nú verið of stór upp á mig og ekki þegið starfið aftur,
nú geta þær bara starfað einar og látið bjóða í sig.
![]() |
Of feit óperusöngkona snýr aftur eftir megrun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Morgundags-umræður.
18.6.2008 | 12:02
Við gamla settið vorum að fá okkur morgunkaffi í morgun,
að vanda um klukkan tíu, þá upphefjast yfirleitt samræður,
stundum erum við sammála, en stundum ekki, og þá fara
þær, sko samræðurnar oft á tíðum út á hála braut.
Þið vitið er annar hvor aðilinn ætlar sér að beygja hinn
undir sínar skoðanir, eða þannig.
Nú í morgun fer minn að tala um mál í sambandi við trillukarla
og sportveiðimenn, og mín var ekki aldeilis sammála honum,
upphófst að vanda hin skemmtilegasta ræða frá minni hendi.
Útskýrði ég vel mína skoðun, og sagði síðan:
,, Hvað fær þig til að hlusta á KJAFTASÖGUBRYGGJUKARLA,
sem ekkert gera nema hittast til að setja út á allt og alla,
gera ekkert í málunum sem að þeirra mati eru ósanngjörn,
hvort sem málið snertir þá eður ey."
Lít upp er minn þá ekki skellihlæjandi, ég upp eins og fjöður,
ertu að hlæja að mér? Hann : ,, það er nú ekki hægt annað
held þú hafir búið til nýyrði í flóruna.
Fjandinn ætíð hleyp ég á mig.
En hafið þið heyrt það áður, KJAFTASÖGUBRYGGJUKARLAR.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Erum við að fá skellinn? Ekki ólíklegt.
18.6.2008 | 09:30
Flóðin í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna halda áfram,
þetta er bara óhugnaður sem er að gerast í heiminum
í heild sinni.
Það eru flóð, jarðskjálftar, og allskonar atburðir sem eru
að setja fólk út á gaddinn, það missir allt sitt.
Þjóðirnar lofa að bæta öllum upp sitt tap.
Sumstaðar er fólk svo fátækt að það átti ekki neitt nema
einhver kofaskrifli, föt og smá eldhúsdót, en það átti
hvort annað og þótti vænt um heimili sitt.
Skildi þetta fólk fá eitthvað?
Buch lofar að bæta þegnum sínum, sem eru að missa
allt sitt í flóðunum, upp tapið.
Við vitum að það verður ekki gert og það er aldrei hægt.
Hann á ekki að koma fram veifa hendi og segja:
,, Ég lofa" Þegar hann ætlar ekki að standa við það.
Ekki er ennþá búið að bæta fólki og byggja upp New Orleans.
Hvenær mun hann sjá um það? Aldrei.
Fólkið mun sjálft sjá um að gera það sem það getur.
Ég spyr er Alþjóðasamfélagið að fá skellinn, allavega er það
löngu byrjað að grassera undir okkur.
Góðar stundir.
![]() |
Enn flæðir í Miðvesturríkjunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyrir svefninn.
17.6.2008 | 22:28
Vorum að drollast fram að hádegi, fór ekki í bað
og tiltekt á sjálfri mér fyrr en um hádegið, var rétt komin í
svona heimabol, þá hringdi dyrabjallan, nú ég gat ekki farið til
dyra svo engillinn fór, nú ég þekkti strax röddina sem sagði blessaður,
Þetta var hún Óda, en Hún heitir nú fullu nafni Ósk Þorkelsdóttir.
það var hellt á könnuna, síðan var sest niður og spjallað, og eins
og þið þekkið þá er maður byrjar þá getur maður aldrei hætt.
Svoleiðis er það er við Óda hittumst.
Þegar hún fór höfðum við okkur til og fórum fram í Lauga,
Dóra mín hafði hringt og boðið okkur í mat.
Að vana var afar góður matur, steiktar og vel kryddaðar lambakjötsneiðar,
vel steiktir kartöflubátar, grjón og heimalöguð bernes sósa,
þetta var æðislegur matur.
Síðan var horft á Frakkland /Ítalía, og unnu Ítalir eins og allir vita.
En núna fáið þið smá eftir hana Ósk.
Einu sinni þurfti ég nauðsynlega að ná
í mann en gekk það mjög illa, var
marg búin að hringja, biðja fyrir skilaboð
en ekkert gekk þó liðnir væru
einhverjir klukkutímar. Mér fór að
leiðast þófið og sendi þetta á faxinu
og það virkaði.
Mér finnst það andskotans helvíti hart
ef hunsar þú útgerðarfrúnna.
Nú kem ég og hengi þinn heilaga part
ef hringir þú seinna en núna.
Þarfasti þjónn nútímans, bílnum, er
oft bölvað og þá sjá menn í rósrauðum
bjarma okkar fyrrum þarfasta þjón
sem auðvitað hafði líka sína galla.
Bíllinn er okkar blessun og vörn
þó beri hann lesti.
í honum er léttara að búa til börn
en á baki á hesti.
Góða nótt.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Kæru vinir um allt land, til hamingju með daginn.
17.6.2008 | 12:28
Stóri dagur Íslensku þjóðarinnar er runninn upp, 17 júní.
Þjóðhátíðardagur okkar, stolt og frelsistilfinning vaknar
til lífsins á þessum degi.
Ungviðin okkar eru afar glöð, hoppa, skoppa og taka þátt
í öllu því sem boðið er upp á í tilefni dagsins, og við tökum
þátt í þessari gleði með þeim. (Á yfirborðinu)
En undir niðri vakna hins vegar daprar hugsanir hjá fullorðna fólkinu,
þegar það getur ekki veitt börnunum sínum allt það sem í boði er,
það er að segja, fyrir utan það sem bæjarfélögin bjóða upp á frítt.
Það eru ekki til peningar, og ef börnunum eru gefnir peningar,
þá er ekki til fyrir mat það sem eftir er vikunnar.
þetta er staðreyndin hjá stórum hluta þjóðarinnar.
Það versta við þetta er að þeir sem enga peninga eiga,
geta eigi látið í sér heyra vegna þess að það á engar tölvur.
En áhugavert væri ef einhver sem er svona statt fyrir,
mundi láta heyra í sér ef hann/hún gæti.
Ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur er ég heyri
æðstu menn þjóðarinnar koma fram og tala um góðar
vonir um betri tíma, og gott væri nú að spara eldsneyti
og vera á sparneytnum bílum.
Hægan kæru menn og konur á hinu háa Alþingi,
Af hvaða peningum eigum við að spara?
Þeir sem eru til, duga ekki fyrir nauðsynjum.
Guð gefur okkur samt góðan dag
ef við hugsum jákvætt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Hver ætlar að halda á honum undir skýrn?
17.6.2008 | 09:45
Skírnarveisla ársins, Ófeigur verður hann nefndur,
en hver tekur að sér að halda á litla bangsa undir skírn?
Svo verða kaffiveitingar á eftir tíðkast það ekki, eða fær
maður kannski Ítalskt hlaðborð, það er toppurinn í dag.
Ófeigur hinn nýskýrði fær að fara aftur í æðarvarpið sem
hann er búin að eigna sér, fær góðan frið með að éta upp
alla unga og egg sem hann nær í.
Hver skyldi borga bóndanum tapið af dúntekju og öðru
því sem bangsi er búin að atorka á hans landi?
Væri gaman að vita það
Svo var mér nú að detta í hug, Sko Ísbjörninn er fisk og kjötæta,
en virðist éta gróður er hann kemst í hann.
Sem sagt alæta.
Ekki er nú mikill gróður þar sem hann er afkróaður, í bili.
Hvað gerir hann er hann virkilega svangur gerist?
Jú þá fer litla krílið á veiðar, og ekkert mun halda honum þá.
Hvernig bregðast menn við því?
Verður gaman að sjá það.
Eigið góðan dag.
![]() |
Vill nefna björninn Ófeig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fyrir svefninn.
16.6.2008 | 22:31
Kæru landsmenn!
Fyrir svefninn að þessu sinni er
styrktarbeiðni til handa Andra Smárasyni!
Andri er 18 ára drengur sonur Smára Kárasonar og
Stefaníu Gylfadóttur í Breiðuvík á Tjörnesi.
Andri hefur í rúmt ár átt í hattrammri baráttu við
krabbamein.
Í dag standa málin þannig að Andri þarf að fara í
mergskiptingu til Svíþjóðar, og svo vel vill til að Sóley
systir hans er hinn rétti merggjafi.
Gert er ráð fyrir því að þau fari út í lok júní.
Ljóst er að þau þurfa að minnsta kosti þrjú að fara úr
fjölskyldunni út, vegna þessa. Búast má við að Andri og
móðir hans þurfi síðan að dvelja úti í 3 mánuði, allt eftir
hvernig meðferðin mun ganga.
Töluverður kostnaður er óhjákvæmilegur, sem fjölskyldan
er illa í stakk búin að mæta.
vegna þess hafa frænkur Andra, þær Sesselja Árnadóttir og
kolbrún Guðmundsdóttir opnað bankareikning til styrktar Andra
og fjölskyldu hans.
Reiknisnúmerið er 1153-15-201049
Kennitala " 190267-5049.
Gaman að segja frá því að kvenfélagið Aldan á Tjörn stóð
fyrir styrktarkaffi í Sólvangi á sunnudaginn var sem sagt í gær,
og gekk það framar öllum vonum, öll innkoma gekk til Andra.
Söfnunarbaukar voru einnig á borðum.
Svona er þetta úti á landi þar sem allir þekkja alla,
þá er staðið þétt saman, en betur má ef duga skal.
Þess vegna kæru vinir og landsmenn allir, biðla ég til ykkar
styrkið þennan unga dreng, við höfum tekið okkur saman bloggarar
og það hefur verið komið af stað söfnunum fyrir fólk sem á um sárt að binda.
Svo núna er mikil þörf, gefum þessum unga manni, allt hjálpar.
Ég bið góðan guð að blessa Andra og fjölskyldu hans
og mun ég hafa hann í bænum mínum allar götur.
Vegna þess að gleðin vinnur á öllum meinum,
læt ég þessar fylgja eftir hana Ósk þorkellsdóttur.
Samskipti tveggja vinnufélaga í
frystihúsinu færð í vísu. Jói hafði
uppgötvað að hann var með opna
buxnaklauf.
Kom þarna Jói í kaffinu sínu.
"hvað hefði skeð ef að utan hjá
dinglað ég hefði djásninu mínu?"
Dolfallinn horfði Kristján á.
Furðulegt er hvað ræfillinn ruglar.
Renndi hann til hans augunum.
"veis'u ekki drengur að dauðir fuglar
detta aldrei úr hreiðrunum?"
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)