Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Fyrir svefninn.
27.7.2008 | 21:32
Sá mesti leti og átdagur í langan tíma, Ingimar kom um
hádegisbil, þá voru allar snúllurnar mættar til ömmu, eins
og ég var búin að tjá ykkur sváfu tvíburarnir hér með vinkonur
sínar tvíburana frá Þverá í Öxarfirði, síðan komu þær ljósálfurinn
og litla ljósið allir fengu sér það sem þeim langaði í, það var
brauð, kökur, is, kex og bara nefniði það.
þegar allir fóru út og suður skreið ég inn í rúmið mitt og lagði mig,
vaknaði klukkan fimm, en við vorum öll boðin í mat til Dóru minnar,
sem fékk aðstöðu til að elda hjá Millu systir og Ingimar.
Það var að sjálfsögðu grill, bakaðar, salat, grjón og sósur.
Rúsínan í pylsuendanum var svo eftirrétturinn; hann Ingimar minn
útbjó hann, en það voru pönnukökur með steiktum eplum í kanilsykri,
is og rjóma mokkakaffi með.
Sko ef einhver heldur því fram að maður geti ekki etið á sig gat af
svona mat, þá skrökvar sá hinn sami, en ég held að engin geri það.
Svo kemur hér smá frá henni Ósk.
Á þeim tíma sem mest var hneykslast
á launahækkunum embættismanna,
eftirlauna og starfslokasamningum.
Mér sýnist þetta sanngjörn krafa
þó sumum finnist raun.
Mér finnst allir mega hafa
mannsæmandi laun.
Þó að ég beri buddu tóma
og básúni mína hörðu raun.
Þá hefur enginn sýnt þann sóma
að semja við mig um eftirlaun
Húsbændur mína vorkunn vantar
vísast til líka djöfuls fantar,
yfirmaðurinn ekkert sér.
Ég er í vinnu hjá sjálfri mér.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mega flott hátíð, allir mæra sig að vild.
27.7.2008 | 14:36
Satt er það að mærudagar á Húsavík hafa farið afar vel fram.
Hér er blíðskaparveður og svo margt um að vera að fólk kemst
ekki einu sinni yfir allt sem í boði er.
Hátíðin hófst í raun með undirbúningi íbúa á skreytingum og
skapaðist mikil samstaða og gleði í þeim málum, og hefur það
staðið síðan.
Aldrei er það svo að sumir gárungar þurfi ekki að sleppa sér í
gleðinni og súpa of mikið, slást og ergjast, en tel að það hafi verið
með allra minnsta móti miðað við fjölda fólksins sem hér var.
Þökkum góða helgi.
![]() |
Svamlað í Húsavíkurhöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ljótt að sjá.
27.7.2008 | 09:04
Ekki er ég hissa á því að fyrrverandi íbúar Dísarlands
forðist götuna, öllum þykir sárt að horfa á eftir þeim
heimilum sem þau búið hafa,
ég tala nú ekki um þegar bara er kveikt í þeim.
Ég skil, svo sem vel að slökkviliðsmenn þurfi að æva sig,
en meira að segja ég fæ í mig hroll við að horfa á þessar
myndir hvað þá íbúarnir.
Því í fjandanum var leift að byggja þarna í upphafi?,
voru menn ekkert að huga að hvar snjóflóð hefðu
fallið í gegnum tíðina, nei nei það höfðu engin fallið
í x mörg ár og þá væru þau örugglega hætt við að falla
oftar á þessum stað.
Það sama á við um margar aðrar byggingar sem leifðar voru
þarna fyrir vestan, allir vita um þær.
Eigið hugljúfan dag
![]() |
Dísarlandið brennur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fyrir svefninn.
26.7.2008 | 23:27
Dagurinn í dag er búin að vera frábær, afi sótti þær kl þrjú í dag,
vinkonur þeirra aðrir tvíburar komu heiman frá sér til að vera með
þeim á skemmtuninni í kvöld, litla ljósið kom aðeins í heimsókn
og við púsluðum smá í tölvunni.
Allir ætluðu síðan í bæinn, hringir síminn og er það vinur minn sem
ég hafði ekki séð í 20 ár eða svo hann sagðist vera staddur fyrir
utan hjá mér, ég út á stétt kemur þá ekki Dóra mín labbandi
með þau hjón, það var bara yndislegt að sjá þau og skiptast á
upplýsingum um börn og buru.
Rétt er þau voru að fara út úr dyrunum hringdi síminn aftur alltaf
svaraði engillinn, í þetta sinn var það bloggvinkona mín hún
Anna Guðný og kom hún stuttu seinna að húsinu með sitt fólk.
Það var bara yndislegt að kynnast þeim öllum, en við kvensur
höfðum hist áður síðan fóru þau að leifa krökkunum að klára
að horfa á skemmtunina niðri á bryggju.
Núna erum við gamli ein í kotinu, sko þar til tvennir tvíburar
ryðjast inn með með sínum hlátrasköllum þær ætla að gista
saman hjá mér, en Dóra verður hjá Millu systir.
Smá undir svefninn frá henni Ósk.
Í D.V. var sagt frá því að vændi væri
stundað hér á landi og hefðu sumar
konur góð laun í þessu starfi.
Auðlind mína illa ræki
aulabárðum lík.
Ég sit á mínu sómatæki
seint verð af því rík.
Rætt var um lokun súlustaða á
Akureyri og hvað væri til ráða.
Kreppir að hjá klámbúllum,
karlar góðu vanir.
Sameinaðir sækið um
súluívilnanir.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það hlaut að koma að því.
26.7.2008 | 12:07
Neyðin kennir naktri konu að spinna, segir máltækið,
en neiðin kennir líka svöngum börnum að stela.
Þau gera það bæði fyrir sjálfan sig og sína og einnig út af
þrælsóttanum sem þau bera fyrir þeim sem yfir þeim ráða.
Allar götur hafa börn verið notuð til glæpa af þessu tagi
og ekki fer það batnandi.
Nú eru þau send út og suður til að ná og sendast með eiturlyf.
Hvað hefur þetta allt í för með sér? Jú þau eru handtekin og
dæmd í fangelsi, maður skildi þá ætla að reisa þyrfti barnafangelsi,
en, nei þess gerist ekki þörf þetta eru jú bara börn,
öllum er alveg sama hvort sem er.
Maður héllt nú kannski að mannkynið mundi þroskast og að fullorðnir
mundu eigi bara huga að sínum hag, en nei þetta fer bara versnandi.
![]() |
Þrjú börn dæmd í þriggja ára fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Leiðrétting.Það er svona að vera, já hvað?
26.7.2008 | 08:29
Biðst forláts, en gleymdi að taka fram höfundinn af
Óhræsisnefndinni í gærkveldi en að sjálfsögðu er hún
eftir hana Ósk Þorkelsdóttur, hagyrðing af guðs náð.
**********************
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Geimverur eða hvað!
26.7.2008 | 08:04
Edgar Mitcell, fyrrum geimfari og tunglgöngumaður
hjá Nasa heldur því fram að til séu geimverur og þær
hafi meira að segja heimsótt jörðina.
Hann telur þær líta nokkurn veginn svona út eins og
myndin sýnir.
Ekki ætla ég að úttala mig um útlit þeirra, en trúi og hef ætíð
trúað á verur sem búa á öðrum hnetti en við og þykir mér
afar athyglisvert að lesa umsögn frá þessum virta manni.
Hann kemur fram með þessa vissu sína 77 ára gamall, skildi
hann ekki hafa þorað því fyrr, nei trúlega ekki.
Fróðlegt væri að vita um vitneskju og trú annarra þjóða á
fólkinu sem kallaðar eru geimverur.
Það hefur nefnilega vakið undrun mína er ég augum lít
dúkkur sem tvær af barnabörnunum mínum eru að safna,
þessar dúkkur eru undurfagrar, með stór augu
og tæknilega stórkostlega útfærðar.
þessar dúkur eru söfnunargripir, keyptar á netinu, ekki til hér,
því eldri sem þær eru því meira kosta þær og þær eru ekki leikföng
nema fyrir, ja við skulum segja að þær séu svona fullorðins.
Hefur oft hvarflað að mér hvort hönnuðurinn trúi á geimverur
eða kannski er hann geimvera, Hver veit?
![]() |
Það eru til geimverur" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyrir svefninn.
25.7.2008 | 21:58
Óhræsisnefndin.
Skemmtinefnd er fyrirbæri sem
segir öðrum hvað þeir eiga að gera
Oft er yfirnefndin
efnislega snauð.
Endaslepp er efndin
andagiftin dauð.
Blessað bjargarleysið
ber hún með sér núna.
Menn um mest allt pleisið
missa af þeim trúna.
Víst er hún á veiðum
vofir yfir jörð.
Eftir ýmsum leiðum
ásækir ´ún hjörð.
heimtar klám af krafti
klúra vísna nýtur.
Beitir klóm og kjafti
klórar fast og bítur.
Það að verjast vargi
virðist engin leið.
Undan ofurfargi
engin maður skreið.
Sagt var sverum rómi
semdu vísur margar.
Undan yfirdómi
engin leið til bjargar.
Elting ill var hafin
yfir gekk hún strax.
Tæknin vart er tafin
tölvur, sími og fax.
Eins og eldflaug þjóti
yfir liðið fríða.
Best að brosa á móti
beyja sig og hlýða.
Mæddir vísnavinir
voru hér um sinn.
landsins ljúfu synir
litu hérna inn.
Nefndin hreykin hlakkar. H
Hyggðu vinur góður
hverjum þú svo þakkar
þetta vísna fóður.
Þeir eru sjaldan sjálfir
sínu monti flíka
Auðmýkt andans þjálfir
aðrir finnast líka.
Er reisa háls og hnakka
hærra en augu á festir.
Minnst er þeim að þakka
er þykjast vera bestir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eftirmidags-raus.
25.7.2008 | 15:26
er einn af ljósálfunum mínum, fórum í Kaskó að versla.
Þær ætluðu svo að fara í búðir saman frænkur, en þar sem þokan
var komin með smá kul inn að landi, þá ók ég Viktoríu Ósk heim
til að klæða sig betur, svo niður í bæ til Dóru.
Bærinn okkar er yndislegur og hann er svo fullur af fólki sem er
komið til að vera á Mæru-dögum bæði brottfluttir húsvíkingar og
aðrir sem hafa kynnst þessu á undanförnum árum.
En það er samt í fyrsta skipti, sem bænum er skipt upp í liti og
hvert og eitt svæði að skreyta eftir litnum sem það fær.
Milla mín býður í mat í kvöld svo maður getur bara slappað af
eins og venjulega er þær taka stjórnina þessar elskur.
Eitt en er ég settist við tölvuna þá var bara komið nýtt stjórnborð,
Ný uppsetning og breyting á litum, maður þarf víst að venjast öllu.
Knús á alla og farið varlega þið sem eruð að fara eitthvað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyrir Ellu Dís.
25.7.2008 | 08:25
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)