Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Fyrir svefninn.

Sporðdreki:
Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir
allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig.
Að eiga of mikið er bara fúlt - drasl að bera, koma fyrir og viðhalda.

Mér líkar vel þessi stjörnuspá, hún á vel við mig, hvað það snertir
að eiga ekki of mikið.
Í  mörg á hef ég verið í því að hreinsa út, gamlar minningar og
særindi í sálartetrinu það hefur tekist afar vel.
Er búin að henda og eða aðallega gefa allt gamalt dót sem ekkert
er við að gera, nema til að viðhalda því gamla.
þið vitið hvað þetta gamla getur verið gamalt og frekar ógeðfellt
í minningunni svo best að losa sig við draslið.

Vitið þið að þegar þið takið til í skápunum og hendið úr þeim því
sem þið hafið ekki notað í eitt til tvö ár eða jafnvel lengur,
eruð þið að hreinsa sálina.

Síðast liðið haust var ég að taka utan af púðum sem ég á og hendi
ekki, þvoði verin sem er handavinna eftir mig og mömmu, en
nota bene er ég ætlaði að setja koddana í verin þá gaus upp
einhver vond lykt, kannaðist við hana og henti koddunum út í tunnu
létti stórum.

Ég er nú bara að tala um þetta til að segja ykkur hvað þetta er
yndisleg tilfinning.
Þið sem hafið ekkert að hreinsa út haldið auðvitað í ykkar gamla
samansafn af dóti.

Stelpur takið eftir þetta er tileinkað okkur.

Sjáið! hvar líður falleg vera framhjá,
í fylgd með vorinu hún brosir,
og varir hennar varpa þýðum söng til fuglanna,
á meðan vindurinn mjúklega leikur við hár hennar,
ljóst, brúnt, rautt, svart,
fegurðin er í andartakinu og andartakið í fegurðinni.

Augun geisla af dulúð og visku,
undir fölbleikum kjólnum dansa brjóst hennar af lífi,
bogalínur líkama hennar ljóma af mýkt og hlýju.

Hljóðlega nettum skrefum fagrir fótleggir tígurlega líða um,
líkt og hörputónar engils á ljósrauðu skýi.

Hún er ástin, hún er dóttirin, hún er móðirin,
hún er lífið, -- HÚN ER KONAN.

                     Arnoddur Magnús Valdimarsson.

Góða nótt.HeartSleepingHeart


Fáum við þá hraðbraut þvers og kruss?

Grænt ljós á hraðbraut

Ísland fengi hraðferð í gegnum umsóknarferlið að aðild að Evrópusambandinu ef það legði inn umsókn, sem yrði vel tekið í Brussel. Aðildarviðræður sem standa venjulega í mörg ár myndu ganga svo hratt fyrir sig að Ísland gæti orðið 29. aðildarríki sambandsins á mettíma. Mögulega strax á árinu 2011. Þetta er fullyrt í breskum fjölmiðlum í gær. Þeir vitna m.a. í ónafngreinda háttsetta embættismenn hjá ESB.

,,Ef það legði inn umsókn sem yrði vel tekið í Brussel" Ja hérna,
henni verður alveg örugglega vel tekið. Eitthvað er það sem
þeir sækjast eftir hjá okkur, það segir sig nú sjálft ef við
fáum inngöngu strax á árinu 2011.
Jæja mensan er ekki eitthvað sérkennilega skrýtið við þetta?

"Nota nú bara orðin hans Geirs er hann talaði um sérkennilega
skrýtið  hatur á einum manni frá samfylkingarfólki.
Fannst þetta sérkennilega skrýtinn orð.
Enda er náttúrlega viðleitni Geirs til að vernda Davið orðin
sérkennilega skrýtin."

Vefútgáfa Guardian hefur eftir Olli Rehn, sem fer með stækkunarmál hjá framkvæmdastjórn ESB, að ef Ísland legði fljótlega inn umsókn og samningaviðræður gengju hratt fyrir sig gætu Ísland og Króatía gengið í sambandið á sama tíma. Gert hefur verið ráð fyrir að Króatía, sem hefur átt í aðildarviðræðum í fimm ár, fái inngöngu 2011.

Fleiri fjölmiðlar fjalla um mögulega aðild Íslands í gær. Vefútgáfur BBC og fleiri miðla staðhæfa að Ísland geti orðið aðildarríki sambandsins á árinu 2011.

Sjáið Króatía er búið að berjast fyrir inngöngu í fimm ár, en við
eigum að fá að ganga inn með þeim ef við viljum það.
Það sjá allir að þarna er nú einhver maðkur í mysunni.

Krisztina Nagy, talsmaður stækkunarskrifstofu ESB, vill ekki tjá sig um þá staðhæfingu fjölmiðla að Ísland gæti fengið aðild 2011 en segir í svari til Morgunblaðsins í gær að Ísland hafi þegar tekið upp stóran hluta af regluverki sambandsins í gegnum EES. Ef Íslendingar ákvæðu að sækja um myndu samningaviðræðurnar „þróast hratt". „Framkvæmdastjórnin er hugarfarslega tilbúin að taka á móti umsókn um aðild að ESB frá Íslandi," segir hún.

Times segir að möguleg aðild Íslands sé nú rædd á æðstu stigum ESB. Ekki sé við því að búast að væntanleg ríkisstjórn á Íslandi leggi fram umsókn en búist sé við að þingkosningar verði í maí og Evrópumálin verði eitt stærsta kosningamálið.

Já það verður kosið í vor um þetta mál og rétt ætla ég að
vona að við ákveðum ekki að selja okkur alfarið.
Göngum aldrei í ESB þá erum við búin að vera.


Haft er eftir Rehn í frétt Guardian að „strategísk" og efnahagsleg staða Íslands geri landið eftirsóknarvert í augum ESB. Spurð nánar út í þessi ummæli segir Krisztina Nagy að lega landsins, sérstaklega nálægð þess við norðurskautið, sé mjög þýðingarmikil, því mikilvægi þess muni væntanlega aukast í framtíðinni

Það er akkúrat málið landið mun eflast og verða verðmætara
heldur en það er í dag.
Það sjá þeir í ESB þó við bjánarnir sem eru ennþá í torfkofunum
ætlum bara endalaust að segja já og amen, gerið bara eins og þið
viljið og það sem hentar ykkar buddu í dag.

Eigið góðan dag í dag
Milla
Heart

 


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Jæja Einar hér færðu mynd að húsinu sem þú ólst upp í fyrstu árin
þín. Gísli skrapp í dag með myndavélina.

100_7756.jpg

Þetta er Formannshúsið tekið af bakhlið.

100_7758.jpg

Og þessi er tekin að framanverðu, þetta hús er yndislega
fallegt að utan og er mér tjáð að innan líka.

100_7757.jpg
Þessi er tekin nær vona að eigandinn móðgist ekki við okkur, en
hann stendur í dyrunum.

100_7748.jpg
Svo kemur ein af fallegustu kirkjum landsins og þó víða
væri leitað.

Ætla að setja hér inn ljóð eftir Arnodd Magnús Valdimarsson.

                      Tvær myndir á vegg.

     Hann stendur og starir á mynd af ungum dreng
     Úr augum drengsins má lesa sorg,
     falda á bak við vonir og glæsta drauma.
     Augu er horfa til stjarnanna,
     augu sem endurspegla sál,
     sál er flýgur hraðar og bjartar en sólin.
     Andlit augna hans gneistar af hugrekki, orku og sakleysi.
     Lífið er hann og hann er lífið.

     Þar er einnig önnur mynd,
     mynd af manni hörkunnar og grimmdarinnar.
     Augun eru köld, dimm og tortryggin,
     þau andvarpa ótta í hjörtu þeirra er í þau líta.
     Hann ljómar af dulúð, krafti og deyjandi draumum.
     hann er dauðinn og dauðinn er hann.

     Maðurinn starir á þessar tvær myndir og hugsar:
     ,, Svo ólíkar og samt svo líkar.
     Ég er þeir báðir og samt er ég hvorugur.
     Þeir voru ég og ég var þeir, en nú er ég annar.
     Ég er þriðja myndin, ég er ný kynslóð af mér.
     Hann glottir hæðin á svip, gengur út á svalirnar,
     lætur myrkrið umvefja sig, - og horfir til stjarnanna.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


Kunnum við ekki að berjast lengur?

Verð bara að segja: Á ekki til orð yfir allt sem er að gerast,
það er verið að fara illa með gamla fólkið, loka deildum fyrir
geðfatlaða og einnig dagseildum þar sem fólk gat komið og
föndrað, spjallað og gert bara það sem það vildi og hvað á
svo þetta fólk að gera?
Ekki það að oft hefur maður spurt að þessu og það aftur um
tuga ára.

Ætla þessir menn svo virkilega að selja okkur endanlega með
því að ganga í ESB?
Það á víst að kjósa um það í vor, en ég  fer fram á að jákvæðar
og neikvæðar hliðar á þeirri inngöngu verði kynntar fyrir fólki
og það ekki með neinum skrautfjöðrum á.

Ég sé fyrir mér það sem þessir menn ætla sér: ,,Það er búið að
setja þjóðina á hausinn, allt er hrunið, orðspor okkar er afar
slæmt, svo það verður að ganga í ESB.

Til hvers, kunnum við ekki að berjast, taka á málum eins og maður
mundi gera ef um  heimili eða fyrirtæki væri að ræða sem maður
ætti. Nei við kunnum þetta ekki því við viljum ekki fara út fyrir
þægindarammann.
Fjandinn hafi aumingjaskapinn.

                 *********************************

Annars er ég bara góð, Milla, Dóra og tvíburarnir fóru á eyrina
aðallega til að fara með Neró á Dýraspítalann hann var svæfður
og eyrað tekið í gegn síðan rakaður og það þurfti svo sannarlega
var orðin virkilega loðinn.
Nú auðvitað versla þær í leiðinni ef ég þekki þær rétt þessa elskur
mínar.
Tvíburarnir verða skildar eftir í bókabúðinni á meðan hinar fara að
versla í matinn.

Ljósálfurinn minn er hér með vinkonu sinni og eru þær að æfa fyrir
leikrit í skólanum.
Afi er að ná í litla ljósið á leikskólann og þá verður nú kátt í höllinni.
Svo þið sjáið að ég er bara í góðum málum þrátt fyrir nöldrið í mér
hér að ofan.

Ljós í daginn ykkar
Milla
Heart


Fyrir svefninn.

Jæja góða kvöldið eruð þið ekki hress eftir daginn,? ég er það einnig
þrátt fyrir það að ég er búin að fá hundleið á þessu þófi í mönnum
sko þeim sem eiga að vinna að nýrri stjórn.
Hvað er þetta eiginlega halda menn að þetta megi bíða endalaust.?

Það hýrnaði heldur yfir minni er Gísli minn kom með bændablaðið,
Það er nú skemmtilegasta blað sem ég les.

Í kvöld fáið þið nokkrar vísur, mælt af munni fram úr Bændablaðinu.

Lyfjafræðingurinn og ljóðaþýðandinn, Helgi Hálfdánarson lést 20 janúar
sl. Þar kvaddi sterkur málsvari Íslenskrar tungu og góðra gilda.
Helgi var lengi apótekari á Húsavík. Eitt sinn sem oftar kom Steingrímur
Baldvinsson  bóndi í Nesi þangað inn að sækja lyf. Þá stóð svo á að hann
hafði eigi handbært fé en mundi senda honum það við fyrstu hentugleika.
Helgi sagði að það yrði að vera með "vöxtum"
Steingrímur skildi alveg hvað hann meinti með vöxtum og sendi honum
greiðsluna með þessum vöxtum:

Lyfið reyndist-- ljótt er að frétta--
læknismætti öllu sneitt.
Það öðlast kannski ekki rétta
eðlið fyrr en það er greitt.

Af ástandi
Að lokum ein vísa sem kviknaði
af ástandinu í landinu:


Ástand og vandamál illa ég skil
og úræði síður þó fletti ég
                                      blöðum.
Hvort munu orð á Íslandi til
um allt sem er hugsað á
                            Bessastöðum.

 Hjálmars Jónssonar hefur umsjón með pistli þessum
í bændablaðinu.
Færi ég honum þakkir fyrir góðan pistil.


100_7742.jpg
Efri hæð og ris í þessu húsi á hún Dóra dóttir mín.
Þetta er 106 ára gamalt hús með mikla sál.

100_7743.jpg

Þetta er Gamli Baukur þar er rekið veitingahús afar vinsælt,
fallegt hús ekki satt?

100_7749.jpg
Þarna eru seldir miðar í Hvalaskoðun og ýmislegt annað og
veittar þær upplýsingar sem fólk þarf. Kinnafjöllin í baksýn.

100_7736_783385.jpg

Lengst til hægri á þessari mynd sést í minni Flateyjardals.
Og eru þetta fyrir þá sem ekki vita Kinnafjöll þau eru svo fögur
aldrei eins hvorki í litum eða útliti, ég elska þessi fjöll.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart

 

 


Hafa sinn eigin vilja.

Þetta eru auðvitað hestar með sinn eigin vilja, þeir
ætla sér greinilega að komast á þing blessaðir.
Hestar eru nefnilega hinir bestu stjórnendur, eins
og sögur herma af hestum sem hafa ratað heim með
húsbændur sína undir allskonar áhrifum.

Ráshestar, þeir mundu trúlega tilheyra
Samfylkingunni þó þar séu nú engir útrásarmenn
svo vitað sé, en hvað veit ég.
Kannski mundu útrásarhestarnir læknast er þeir
komast á þing, gera það ekki allir hver á sinn hátt.

Vinstri Grænum geta útrásarhestarnir nú eigi tilheyrt
þar eru eingöngu heimahaga-hestar, sem passa upp
á að vera alltaf á sínum stað og breyta aldrei til, fara
ekki einu sinni til fjalla til að eta fjallagrös þó betri séu.
Þar kemur til afturhalds- áráttan.
Vera bara í heimahaganum.

En blessaðir hestarnir vita ekki að það kostar peninga
að afla peninga.
Ekki orð meira um blessaða hestana.

Eigið góðan dag
Milla.


mbl.is Hestar á lausagangi í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Það var árið 1909, sem sagt fyrir 100 árum sem þetta
gerðist.
Það var skipt um Ráðherra Íslands, Hannes Hafstein baðst
lausnar og samþykkti konungur það, í kjölfarið héldu þeir
utan forsetarnir Björn Jónsson, Kristján Jónsson og
Hannes Þorsteinsson til að ræða stjórnmálaástandið.

1/4 barst skeyti um það, að Björn Jónsson hefði hinn 30/3
verið skipaður ráðherra Íslands.

Auðvitað var undanfari að þessu, en fólk getur flett þessu
upp á netinu eða lesið um það í Öldinni okkar 1901-1930.

Þar með er nú eigi allt upp talið.

,,Landsbankafarganið"


Bankastjóra og gæslustjórum vikið fyrirvaralaust úr embætti.
22/6. Ráðherra hefur nú sagt Tryggva Gunnarssyni upp
bankastjórastöðunni við Landsbankann frá næstkomandi nýári.

Blöðin Lögrétta og Reykjavíkin deila harðlega á ráðherra fyrir
ákvörðun þessa.

23/11  Þau stórtíðindi gerðust stundu eftir hádegi í gær, að
Tryggvi Gunnarsson bankastjóri Landsbankans og
gæslustjórar hans, Eiríkur Briem og Kristján Jónsson, fengu
bréflega tilkynningu frá stjórnarráðinu um það, að þeim sé
samstundis vikið úr stöðum sínum við bankann ,,Sökum
margvíslegrar, megnrar og óafsakanlegrar óreglu í starfssemi
 þeirra í stjórn bankans og frámunalega lélegs eftirlits með
honum."  Lítilli stundu eftir að þetta bréf barst viðtakendum í
hendur, gengu þeir Klemens Jónsson Landritari og
Jón Hermannsson skrifstofustjóri inn í bankann og létu loka
honum í umboði ráðherra.
Öll afgreiðsla stöðvaðist í miðjum kafi. Skömmu síðar kom hin nýja
bankastjórn sem ráðherra hafði þá einnig skipað, til að taka við
forráðum bankans.
Voru það Björn kaupmaður Kristjánsson sem skipaður hafði verið
bankastjóri og gæslustjórarnir Karl Einarsson og Magnús
Sigurðsson.

Þetta tók ekki langan tíma, enda nefndi Lögrétta  þetta í fyrirsögn
Nýjasta hneyksli ráðherra.

Landsbókasafnið  við Hverfisgötu var einnig vígt þetta ár, en það er
nú önnur starfssemi fyrir höfð.

Sagan endurtekur sig þó eigi sé alveg í sömu mynd, en þó nokkuð
lík og þarna er auðsjáanlega verið að hyggja að sínum vinum

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


Steindauðar fréttir.

Á nú bara ekki til eitt einasta orð yfir þennan tíma sem
gengur yfir nú. Fréttatímarnir eru svo leiðinlegir, ekkert
glaðvært sagt, aldrei slegið á létta strengi.
hvað með það þó það sé verið að mynda nýja stjórn
þá er engin að fara í gröfina.
Auðvitað eru landsmálin háalvarleg, en þau batna ekki
sama hvað við vælum og skælum.Crying

Nú sagt er að viðræður gangi vel í myndun nýrra stjórnar
á milli Samfylkingar og Vinstri Grænna með stuðningi
Framsóknar.
Eitt er það málefni samt sem eigi er samstaða um og er
það hvort frysta eigi eignir auðmanna ef til þess þykja
ærnar ástæður.
Þeir geta svo sem fryst atvinnuhúsnæði ( held að það sé ólöglegt)
en sjáið konurnar eiga yfirleitt séreign og eru það aðrar eignir
og peningarnir á einhverjum eyjum úti í ballarhafi, svo langt í
burtu að við náum þeim ekkiLoL
Spyr ég stórum; er þetta það nauðsynlegasta og þarf að þrasa um
það?

Nú það stendur ekki á skítkasti á milli Sjálfstæðisflokksins og
Samfylkingar um stjórnarslitin, það er auðséð og heyrt að það
eru að koma kosningar og ætla ég að biðja fólk að muna sko
muna að þessir flokkar voru við stjórn er allt hrundi, engin
getur neitað því, og það þýðir ekkert að segja: ,, Já en ef"

VG segja að ekki eigi að kjósa um inngöngu í ESB í kosningum
í vor.

Frjálslyndir eru nú ekkert vissir um að þeir styðji þessa stjórn.

Fjandinn hafi það gott fólk, það eru mörg brýn verkefni sem þarf
að leysa og hvernig væri að snúa sér að þeim, en ekki að þrasa
um eitthvað sem skiptir minna máli.
Þið eigið nú bara að stjórna í 2-3 mánuði.

Eigið góðan dag í dag.
Milla
Heart


Fyrir svefninn.

Í dag hef ég verið að grúska á milli þess sem við fórum
yfir allt pússuðum,  þvoðum og gerðum fínt hjá okkur,
við gerum það nefnilega stundum.
Afar skondið er að sjá mig þurrkandi af og reynandi að vera í réttum
stellingum fyrir bakræfilinn minn, en þetta gengur bara ef ég hvíli mig
á milli eins og þjálfarinn sagði, reyndar ekki minn stíll verð að taka því.

Í kvöld fáið þið nokkrar gamlar myndir.

image0003_782130.jpg
þetta fallega hús sem nú er horfið er gamla Landsbankahúsið á
Eskifirði, upp við húsið eru þær amma og trúlega Soffía systir
hennar og ég tel mömmu standa þarna fremst þessi dökkhærða.

image0004_782139.jpg
Þarna er afi með hattinn amma í stólnum og mamma þarna fremst
og Viggó Emil við hliðina á henni, hann fórst með Heklunni RE88
6/6 1941. Í vagninum er trúlega frændi minn Gunnar Wedhólm.

image0005_782155.jpg
Þessi mynd er alveg yndisleg, þarna er fólk að fara í smá ferð og
allir eru í sínu fínasta pússi eins og tíðkaðist á þessum tíma.

image0002lady.jpg
Þessi mynd er gullmoli. Hún sýnir tvær konur sem alla tíð
unnu að því góða í lífinu. þetta eru þær Lady Baden Powel
og Hrefna Tínes skátahöfðingjar báðar tvær, og var ég svo
lánsöm að fyrir framan þessar konur sór ég skátaheitið mitt
og ég var svo stressuð að ég gat varla farið með heitið.
þessi mynd er nú eldri en það  hún er frá mömmu og pabba
þessi mynd. Þau voru alltaf skátar.

Góða nótt kæru vinirHeartSleepingHeart

 


Er Ingibjörg búin á fá umboðið?

Viljið þið upplýsa mig þið sem vitrari eruð, sko er eigi að skilja
hringavitleysuna í þessu. Þetta segir Ingibjörg.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist
ekki telja útilokað að það takist að mynda nýja ríkisstjórn á morgun.
Sagðist hún hafa gert forseta Íslands grein fyrir því að hún vilji stuðla
að því að mynduð verði stjórn Samfylkingar með stuðningi VG og
Framsóknarflokks og Frjálslyndi flokkurinn komi þar einnig að.



Hefði talið að Geir H. hefði enn þá umboðið.
Svo er annað sem ég ekki skil, var ekki þjóðin að fara fram á
algjöra breytingu? Hver er þá breytingin,? er þetta fólk ekki allt
búið að sitja á þingi, og hvað halda menn að þeir beri ekki einnig
ábyrgð, jú það gera þeir svo sannarlega.

Ef satt reynist að Ingibjörg eða einhver fyrir hennar hönd hafi
verið búin að leggja línurnar fyrir það sem gerðist í gær, ja þá er
sá flokkur ekki mikils virði í mínum huga, hefur reyndar aldrei verið það.

Var ekki verið að fara fram á þjóðstjórn og hvar er hún þá?

Núna er ruglið heldur áfram. þá verður hún ekki til.

Ég sem fyrrverandi sjálfstæðiskona síðan ég man eftir mér,
vann fyrir flokkinn frá 12 ára aldri. að mig minnir, hef séð
ýmislegt í gegnum árin.
Ekki bara í þeirra röðum heldur annarra einnig og ég sé líka að
stjórnarandstaðan hefur eigi viðhaft tilkynningarskyldu sem henni
bar að hafa, með allri þeirri tækni sem yfir er að ráða í dag.
Þeir bera einnig sök. Fólki hefur ætíð fundist fínt að vera þotulið
og hvern á maður þá að kjósa, getur einhver heimfært það.
Best að vera bara heima.

Eigið góðan dag í dag
Milla.


mbl.is Ný ríkisstjórn í kortunum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband