Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Fyrir svefninn.

Datt þessi í hug er ég las hjá vinu minni áðan um
framkomu við fólk í þjónustustörfum.

Var mætt í mína vinnu að vanda kl 5 hafði allt til og
opnaði síðan með fyrsta manni upp. Ég vann nefnilega
á barnum í flugstöðinni.
Maður á miðjum aldri  kemur í fylgd með syni sýnum svona
rétt um tvítugt, hann bað um kók fyrir strákinn eins og hann
sagði og tvöfaldan vodka í seven fyrir sig, ekki málið var nú
ekki lengi að afgreiða þetta.
Síðan var ég eitthvað að dúlla mér þurrka af og svoleiðis
hann kallar og segir: ,, það sama" og ég kem með það, en það
var nú víst ekki rétt hjá mér því hann sagðist hafa verið með
appelsín fyrir strákinn, fyrirgefðu segi ég og tek glasið og læt
hann hafa annað með appelsíni í.
Stuttu síðar segir hann: ,,Þú ert alveg eins og konan mín! ég
svara ekki,  aftur, þú ert alveg eins og konan mín!"
fyrirgefðu ert þú að tala við mig? Já þú ert skapill eins og konan
mín, úrill og skapill. Aumingja strákurinn varð hálf kindarlegur.
Ég brosti til hans og bað hann að hætta svona talsmáta,
hann héllt áfram.
Þetta pirraði aðra kúnna sem komnir voru á barinn.
svo ég tjáði honum að ég gæti látið taka hann vegna dónaskapar
hann ónáðaði aðra farþega með þessu.
Þá sagði hann og skellti glasinu í borðið, það tekur því ekki að
taka mig ég er að fara úr landi, síðan fór hann og strákurinn
á eftir.

Þetta var samt svolítið hlægilegt því ég var og er þekkt fyrir kátínu.

Ein góð.

Gamlar vinkonur sem búið höfðu í sitt hvorum landshluta og
ekki hist í 15 ár, hittust óvænt á Laugarveginum.
"Guð, ég ætlaði ekki að þekkja þig," segir önnur. " Þú hefur elst
svo mikið." "Ég hefði nú ekki þekkt þig nema bara af kápunni,"
svaraði sú sem fyrri varð til að heilsa.

Góða nótt kæru vinirHeartSleepingHeart


Mikið er ég feginn.

Ég fékk nett sjokk er las ég að Uppáhald-pistlahöfundurinn
minn, Þráinn Bertelsson ætlaði í framboð fyrir Framsókn,
þetta var ekki að gera sig í mínum huga.
Varð nú að sætta mig við það, en nú hrópa ég húrra! húrra! húrra!

Þráinn Bertelsson. //

Segir sig úr Framsóknarflokknum

Þráinn Bertelsson hefur ákveðið segja sig úr Framsóknarflokkunum og hefur þar af leiðandi dregið framboð sitt til baka, fyrir komandi þingkosningar. Hann segist ekki aðhyllast pólitík reykfylltra bakherbergja.

Þetta kemur fram á bloggsíðu Þráins:  

„Þau tíðindi hafa borist mér til eyrna að aldrei hafi komið til greina í alvöru að stjórn Kjördæmissambands Reykjavíkur í samvinnu við formann Framsóknarflokksins sýndi flokksfélögum það traust að mæla með prófkjöri meðal allra flokksmanna í Reykjavík til að setja saman framboðslista í komandi kosningum. 

Ég aðhyllist ekki pólitík reykfylltra bakherbergja og dreg hér með framboð mitt til baka. 

Úrsögn úr flokknum fylgir," segir á vef Þráins.

Mér finnist að hann ætti að huga að öðrum kostum
því mikið væri nú gaman að fá þennan flotta og vel máli
farna mann inn á þing.



mbl.is Segir sig úr Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostlegar fréttir, ekki satt?

Jú þetta er málið, það var ekki hægt að láta þessa byggingu
eyðileggjast, vitað mál, of dýrt sko að láta það grotna niður.
Einnig búið að bíða of lengi eftir þessu tónlistarhúsi.
Svo tala ég nú ekki um ljótleikann á heila batteríinu, ef um
frestun hefði verið að ræða þá hefði ég nú bara talið að besta
lausnin hefði verið að moka öllu í sjóinn.


Vinna við Tónlistarhúsið hefur legið niðri frá áramótum.

Vinna við Tónlistarhúsið hefur legið niðri frá áramótum. mbl.is/Árni Sæberg

// Innlent | mbl.is | 19.2.2009 | 12:51

Tónlistarhúsið fær grænt ljós

Borgarráð samþykkti samhljóða í morgun að halda byggingu Tónlistarhússins áfram. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segist vonast til þess að Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfn verði klárað árið 2011. Framkvæmdinni muni því seinka um eitt ár.

Það er nú allt í lagi þó einhver seinnkun verði, allavega verður
vinna á svæðinu.
Sjáið svo hvað þetta verður flott þegar allt er búið.


Tölvuteikninga af Tónlistarhúsinu

Tölvuteikninga af Tónlistarhúsinu mbl.is

Gert er ráð fyrir fjármögnun frá Nýja Landsbankanum en kostnaður við þann hluta hússins sem eftir er er áætlaður 13-14 milljarðar króna. Um helmingur af því gæti fallið til á þessu ári. Fjármögnunarþættinum er hins vegar ekki lokið og óljóst hver framkvæmdahraðinn verður.

Félagið Austurhöfn er að meirihluta í eigu ríkisins, eða 54%. Reykjavíkurborg á 46% hlut. Að sögn Stefáns verður samið við Íslenska aðalverktaka á grundvelli fyrri samninga.

Samkomulagið verður kynnt nánar á blaðamannafundi menntamálaráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, síðar í dag

Bara flott mál, ef fjármögnun tekst, því það kostar peninga
að eyða peningum og það kostar peninga að eyðileggja þá.


 


mbl.is Tónlistarhúsið fær grænt ljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf að halda blaðamannafund?

Flott skal þar vera bara að halda blaðamannafund til að
tilkynna um málið. Fannst hann nú frekar vandræðalegur
.

Steingrímur á fundi með fréttamönnum í dag.

Ákvörðun um hvalveiðar stendur

Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra tilkynnti í sjávarútvegsráðuneytinu í dag að ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar, forvera síns, standi óbreytt fyrir yfirstandandi ár.

Ég er nú eigi hlynnt Hvalveiðum, en geri mér fyllilega grein
fyrir nauðsyn þess að halda jafnvægi í stofnum hafsins.
Æi kannski er ég bara á móti veiðunum að því að þetta
eru svo flottar skepnur, það vita allir sem séð hafa þær
stökkva og leika sér.

Skal tekið fram að ég er alin upp við að fá hvalkjöt að borða
og þótti það bara gott

Á hinn bóginn tók hann af öll tvímæli um að hvalveiðimenn geti ekki gengið að því sem vísu að ákvörðun fyrrverandi ráðherra standi hvað varðar veiðar næstu fjögur ár

Það vaknar hjá mér spurning: ,,Ef Steingrímur er fastur í
ákvarðanatöku fyrirrennara síns núna, af hverju þá ekki
einnig næstu fjögur árin, hvað mun breytast?"

Þóttist sjá að þetta væri ekki auðveld framsaga hjá
Steingrími.


mbl.is Ákvörðun um hvalveiðar stendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Það er ekkert betra en að eiga góðan dag og það er
ég búin að eiga í dag.
vaknaði reyndar með mikla verki, en vitið þeir hverfa
er fyrsta ljósið kemur til mín. Í morgun klukkan níu
hringdi síminn, það var Milla mín að bjóða okkur í kvöldmat.
Nú ég heyrði litla rödd segja: ,,Ég vill fá að tala við ömmu
hæ, hæ elskan ert þú að fara á leikskólann? já og amma
viltu biðja afa að sækja mig því ég ætla að vera hjá ykkur
í dag." Er eitthvað til yndislegra, afi sótti hana klukkan tvö.

Vinkonur mínar sem koma til mín á miðvikudögum voru
hressar að vanda og það var mikið hlegið, svo hátt heyrðist í
okkur að Gísli minn lokaði herberginu sem hann var í að horfa
á þingfréttir, hann má helst ekki vera án þeirra.

Nú hann afi sótti síðan ljósálfinn í fimleika, en ók okkur litla ljósinu
til Millu fyrst,
Við fengum æðislegan kjúklingarétt að borða, ekki nóg með það
þá fengum við með okkur heim hrogn, lifur, rauðmaga, steinbít
karfa og þorsk.
Það er veisla fyrir mig að fá svona fisk, ekki borða ég ýsu.
Bara yndislegt takk fyrir okkur elsku Ingimar og Milla.

                   **************************

Ég hef sett þetta ljóð inn áður,
geri það aftur og aftur ef mér lýður þannig.
Þetta er svo gefandi ljóð.

Að sigra

Stundum kemur örvæntingin
til mín eins og refsinorn
og öskrar í eyru mín
þú getur ekki gengið
þú getur ekki notað
hendur þínar.þegar sorgin sker í hjarta mitt
heyri ég hlýja rödd hvísla:
Hugur þinn skynjar heiminn
í sárustu sorg og dýpstu gleði.

Og ég finn kærleikann umvefja mig
í nálægð vina minna
eins og stjörnur jóla
sem lýsa sáttfúsum augum okkar.
og lífsgleði mín kemur á ný
og sigrar.

Ásdís Jenna Ástráðsdóttir.


Góða nótt kæru vinirHeartSleepingHeart


Andleg hreinsun.

Hef verið að skoða munstrið í lífi mínu þegar ég losa
um eitthvað sem hefur gleymst að taka út úr sálartetrinu,
vinna með það og senda það í burtu.

Stundum í gegnum árin hafa það verið draumar sem valda
eða hugsun sem skýtur niður í kollinn á manni eða eitthvað
sem aðrir skrifa eða tala um og það er akkúrat það sem hefur
gerst núna undanfarið, skrif annarra sem koma hreinsun af stað
sem alveg nauðsynlegt var að taka út.
Þið vitið að maður er allt sitt líf að fyrirgefa öðrum og sjálfum sér
eitthvað, því það droppar ætíð eitthvað nýtt upp.

Sumir vilja nú ekki viðurkenna það, en það geri ég vegna þess að
þú getur ekki lifað áfram nema að fyrirgefa og það mest sjálfum þér
því allt sem gerist í mínu lífi er mér að kenna því ég leifði því að
henda mig.

Á blogginu eru margar sögur, óheiðarleiki, lygi og sori svo fátt eitt
sé nefnt og þakka ég öllu þessu fólki fyrir því skrif þeirra og komment
annarra hafa hrært þvílíkt upp í mínum heila að ég fann eftir mikla leit
á harða diskinum að það var ýmislegt sem var eftir að hreinsa út.
Auðvitað geri ég það hér heima með sjálfri mér, en svo er gott að
blogga um það eins og í gærkveldi þó það hafi verið mjög fínlegt
miðað við hvernig það var í raun.
Ég díla við það hér heima, ég er svo heppin að eiga góðan mann
sem ég hef afnot af og hann af mér.
Hann og börnin mín hjálpa mér í þessu máli sem og öðrum.

Það er gott að líka  þessu við harða diskinn í tölvunni er hann er
orðinn fullur þá stoppar hann, allt hringsnýst og maður verður
að fara að hreinsa út það sem má missa sig.

Nú er ég ekki að tala um eitthvað fólk sem hefur mokað yfir mig
einhverju í gegnum árin, það fer ekki inn á harða diskinn, það
er ekki þess virði og maður hugsar ekki um það.
Ég er að tala um hjónaband mitt hið seinna.
Ég er að tala um þann missir sem maður hefur orðið fyrir og ekki
sett endahnútinn á sorgina og opnað fyrir gleðina við að eiga
þann sem maður missti bara við hliðina á sér.
Ég er að tala um yfirráð þau sem maður er alin upp við, þá er ég ekki
að kvarta undan foreldrum, en þetta var bara svona.

Það er verið að tala um að allir geri góðverk þessa daganna.
hvernig væri að fólk mundi gera góðverk á sjálfum sér,
skoða inn í sitt sálartetur og moka út því sem er ekki nauðsynlegt
að rogast með, ég gæti nefnt, hefnigirni, eigingirni, afbrýðissemi,
mont, hroka, lygi, meðvirkni og að kenna öðrum um allt sem aflaga
fer í þeirra lífi, því það er nefnilega allt þeim að kenna sjálfum.

Vona að þið öll bæði vinir og þeir sem droppa hér inn
fáið yndislegan dag.
Milla.
Heart


Fyrir svefninn, brot úr lífinu.

Fyrir margt löngu er börnin voru lítil, var verið að fara í
sumarfrí, ákveðið var að leggja af stað um hádegið er
bóndinn kæmi úr vinnu.
Frúin átti að vera tilbúin með allt gera bílinn kláran og
setja allt í hann sem átti að fara með.
Hann ætlaði síðan að leggja sig í bænum síðan mundum
við aka norður um kvöldið og nóttina því börnin voru
svo lítið bílveik.

Um morguninn sagði bóndinn þú gleymir ekki kassanum
inni í skáp á baðinu, nei nei sagði frúin.

Nú við lögðum af stað um leið og bóndinn var búin að skipta
um föt og ekki var skapið gott, trúlega kominn á þurra.

Er við vorum að renna heim til foreldra frúarinnar, þar sem
hann ætlaði að leggja sig, datt upp úr  frúnni að hún hefði
trúlega gleymt kassanum á baðinu.

Það var ekki gott, frúin fékk högg í síðuna frá bóndanum.
sleppti okkur út úr bílnum heima hjá foreldrum frúarinnar
og rauk svo af stað heim aftur til að ná í kassann, hann
var tvo tíma í þeirri ferð.

Það mátti ekki vera án landans sem bóndinn var búin að
leggja svo mikið á sig við tilbúning á.
Það var ekki hægt að vera án áfengis í sumarfríi með konu
og börnum.
Bóndinn var eiginlega ekki að fara með fjölskyldunni í frí,
heldur með sjálfum sér og sýnu skyldfólki sem ætíð var
farið til.

Það má ekki misskilja það að frúnni þótti vænt um fólkið
bóndans þó hún þyrði ekki fyrr en seint um síðir að enda
sambandið við bóndann.

Góða nótt kæru vinirHeartSleepingHeart


Hörkukona fyrir utan þing.


 Ekki það að ég treysti ekki þessari mætu konu til
góðra verka, þangað til hún labbar inn fyrir veggi þingsins,
Þá byrjar forystan að stjórna henni eins og öðrum sem þar
sitja. Eða ætla kannski þeir sem eru búnir að slíta teppum
í þingi undanfarin ár að hætta, held ekki þó að flestir fari
fram á það.

Mikið skelfing væri það nú yndislegt ef maður mundi heyra
ferskar og vel máli farnar raddir, hér innan þessara veggja
ég segi nú svona vegna þess að minn maður er veikur ef
hann getur ekki hlustað á þingfréttir.

Hvað er þetta er ég ekki farin að tala bara fyrir mig, egóið
alveg að fara með mig.

Ég vill breytingar, vill fá fólk í stjórn sem kann þetta, þá
meina ég frá A-Ö og það þýðir að ráða þarf menn með
sérþekkingu á málunum sama sem  Þjóðstjórn.


mbl.is Svandís stefnir á 1. sætið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt upp á borðið.

Eins gott að Efling fór og ræddi við Ráðherra
annars hefðum við ekki komist að þessu
nema kannski eftir öðrum leiðum
.

Þorvaldur Örn Kristmundsson

// Innlent | mbl.is | 17.2.2009 | 11:10

Hvöttu ráðherra við að hætta við uppsögn starfsmanna

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, hitti í morgun forystumenn Eflingar - stéttarfélags, til að ræða aðstæður ófaglærðra á heilbrigðisstofnunum.

Það voru þau Sigurður Bessason, formaður Eflingar, Kristín Jóhannesdóttir, Marilin B. Obiang og Harpa Ólafsdóttir sem heimsóttu ráðherra. Auk þess að ræða aðstæður ófaglærðra á heilbrigðisstofnunum afhentu fulltrúar Eflingar heilbrigðisráðherra erindi og hvöttu hann til að Landspítalinn hætti við uppsögn 35 starfsmanna í ræstingu á Landspítalanum í Fossvogi. Segir í ályktun Eflingar að uppsagnirnar stangist á við stefnumörkun ríkisstjórnarinnar.

Það gat svo sem verið að það ætti að ganga að þeim
sem lægstu launin hafa, og annað, allt of fátt fólk er
við þessi störf, takið það til skoðunnar.

Ég og mitt fólk komum einu sinni inn á Boggann, er við
komum inn í liftuna og vorum á leiðinni upp sagði eitt
barnabarnið mitt: ,, Hér er virkilega illa þrifið."
Ég leit í kringum mig og satt var það, Bogginn var skítugur.
Við komum þarna nokkra daga í röð og sömu klessurnar og
blaðadraslið var þar til staðar.
Þetta var ekki um helgi.


Heilbrigðisráðherra hefur undanfarna daga átt viðræður við ýmsa starfs- og faghópa heilbrigðisstofnana. Þannig hitti hann á dögunum fulltrúa Læknafélags Íslands og félags heilsugæslulækna, en ráðherra hyggst á næstunni halda fundi með hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og fulltrúum frá SFR, starfsmannafélagi ríkisstofnana.

Fjandinn hafi það eina sem getur lækkað rekstrarkosnað
sjúkrahúsanna er að endurskipuleggja allt frá grunni,
ekki bara taka toppinn og aðeins niður að miðju og svo er
neðsta hæðin og kjallarinn eftir.

Einu sinni var ég stödd í setustofu á Lansanum þá kom ung
stúlka og moppaði yfir gólfið síðan stuttu seinna kom önnur
að þurka af hreinsa blómin og lauf og annað rusl fór á gólfið.
Illa skipulagt af yfirmanni.


mbl.is Hvöttu ráðherra við að hætta við uppsögn starfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morgunröfl.

Flott þætti mér að vita hverjir hafi keypt lúxusbíla gamla
Kaupþings, mikill afsláttur var gefin af þessum bílum sem
voru 50 bílar metnir á 400 miljónir, en seldir á 100 miljónir.
Nú ekki ber þeim saman um afsláttinn, söluaðilanum og
þeim sem stóðu fyrir sölunni.
Sem sagt hverjir keyptu bílana, fyrir hvað og fengu þeir
lán fyrir þeim í nýja Kaupþingi?

Veit að ég fæ aldrei svör við þessu, enda kemur mér
þetta svo sem ekkert við.

                 ************************

Engin spurning það á að afnema eftirlaunaruglið, komin
tími á að menn geri sér grein fyrir að ekki er hægt að leika
sér með peninga skattgreiðenda, það er nefnilega á launum
hjá okkur  þetta mæta fólk.

                ************************

Já blessaður, bara alltaf að misskilja, hann Geir H. H.
gaman finnst mér samt að heyra að þessi maður kann
að byrsta sig og fer ansi oft í pontu.
Með árunum, í stjórn, tel ég hann hafa misst málkraftinn,
eða kannski fundist hann vera yfir það hafin að útskýra
málin fyrir bæði þingheimi og okkur hinum.

               *************************


Það er þetta með fylgi flokkana, ekkert að marka.
Ég veit alveg hvernig næsta stjórn verður eða er ansi
hrædd um að það verði gamla stjórnin tilbaka sem var
búin að vera, ja of lengi.
Sjálfstæðið þarf langt og gott frí og Framsókn má missa
sig mín vegna.

             ***************************

Annars er ég bara góð, held að það sé ágætisveður úti,
en það sést eigi svo gjörla í myrkrinu samt eru einhverjar
kviður. Gísli minn var að koma úr sjæningu, það er nefnilega
í hans verkahring að opna gluggana og setja Neró út þá
kemur í ljós allt um veðrið.
Þarf að baka brauð í dag en veit ekki hvað ég geri.
Eigið góðan dag
Milla.
Heart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband