Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Fyrir svefninn.

Las í morgunn grein sem gladdi mitt litla hjarta, hún var
um krakka sem voru í unglingadeildinni Stormi á Kjalarnesi
og er það deild innan björgunarsveitarinnar Kjalar að
sjálfsögðu á Kjalarnesi.
Þau segjast læra margt og mikið við að starfa í deildinni.

Þessu trúi ég vel, strákurinn minn var mjög ungur er hann
byrjaði í björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði.
Hann var þar er á þurfti að halda hinn tímann sem hann átti
afgangs var hann í boltanum, þetta var líf og yndi margra stráka
í Sandgerði á þeim tíma sem hann var að alast upp.
Það er nú stundum sagt að við sem þarna unnum hafi alið þessa
stráka og stelpur upp, en ég vann í Íþróttahúsinu og sundlauginni
sem var tengd því.
Þarna voru krakkarnir sem áhuga höfðu á íþróttum bókstaflega
allan daginn.
Yndislegur tími, mun ég aldrei gleyma honum, Doddi var nú líka
besti yfirmaður sem ég hef haft.

            *************************************

                      Sumar Enn

Nornir hafa snúið mér ljúfan þráð.
En hvort ég ann þér í reynd veit enginn
nema dauði sem heldur því leyndu
og leyfir af góðvild
að við látum blekkjast enn um sinn.


Núna er ég sýni þér þessar á blaði
hlærðu við og segir: Þetta geturðu birt,
það trúa því allir nema við.

Ó, nornamáttur haltu fram á haust
hverflyndum börnum tveim á þessum stað,
og lát þau höldnum augum hverfa saman
hinzta sinn - frá tæmdum stundarglösum -


Það er undrun í röddinni
þegar þú segir: við erum sami skuggi.
já, ansans skuggi sem niður í beggja blóði,
af því má sjá að það er sumar enn.

                      Stefán Hörður Grímsson.

Góða nótt kæru vinirHeartSleepingHeart


Já það var sko gaman hjá þeim.

 Það var bara gaman hjá þeim og reyndar í fyrsta
skipti í langan tíma sem ég sé svona glettni hjá
vini mínum Grétari Mar, en það getur nú verið
önnur ástæða fyrir því
.

Grétar Mar Jónsson.

Grétar Mar Jónsson.

//

Vill leita að olíu og gasi á Skjálfandaflóa

Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins varpaði þeirri fyrirspurn til Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra á Alþingi í morgun, hvort hugað hafi verið að því að leita að olíu og gasi á Skjálfandaflóa eða í Flatey á Skjálfanda.

Össur svaraði því til að á sínum tíma, árið 1987, hafi íslenskt stjórnvöld ákveðið að einbeita kröftum sínum að rannsóknum á Drekasvæðinu, enda þótt það sé lengra úti í hafi og að á þeim tíma hafi ekki verið til tækni til þess að vinna olíu af hafsbotni á slíku hafsvæði. Hann telji að það hafi verið framsýn ákvörðun.

Hins vegar séu til vísbendingar um að gas geti verið að finna undir Skjálfanda.

Svo virtist sem miklir kærleikar væru á milli þingmannsins og ráðherrans á þingi í dag. Sagðist ráðherrann ekki vita hvor þeirra ætti að skipta um flokk til að geta verið nær hinum, en lagði til að þeir eyddu ellinni saman í að leita olíu á Skjálfandaflóa. Grétar Mar sagðist hins vegar bera þá von í brjósti að Össur yrði fyrsti olíumálaráðherra Íslands

Já ef þeir yrðu samflokka þá yrði það að vera í nýum krataflokki
mundi mér ekkert lítast illa á það.


Bara að láta ykkur vita ef af verður þá að leita ekki nærri landi
sko ég meina ekki nærri Húsavík já og heldur ekki nærri Flatey.
Ekki má skemma allt það fagra útsýni sem við höfum hér.
Annars verð ég nú trúlega komin í gleðina á elliheimilinu eða
bara sex fetin.
Tounge

 


mbl.is Vill leita að olíu og gasi á Skjálfanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Missum fólk úr landi.

Stórt samfélag Íslendinga er í Gimli.

Stórt samfélag Íslendinga er í Gimli. Árni Sæberg

Íslendingar á leið til Kanada


Íslenskur bakari, Birgir Róbertsson, gæti orðið meðal þeirra fyrstu sem flytjast vestur um haf til Gimli í Manitoba í Kanada, vegna kreppunnar sem skall á landanum í haust. Hann vonast eftir „nýrri byrjun" í bænum, sem laðaði til sín fjölda Íslendinga í svipuðum sporum fyrir meira en öld

 

Já við eigum mikið af ættingjum í Gimli og Kanada öllu.
Það er auðvitað sárt að missa fólk úr landi, en hvað á
það að gera er enga atvinnu er að hafa?
Mér finnst líka bara allt í lagi að allir þeir sem hafa löngun
til breytinga skelli sér í það.

Aftur á móti er verra með þá sem ekki vilja flytja úr landi,
en neyðast til þess vegna þess að þeir hafa ekki vinnu.

Vona ég bara að allir þeir sem skella sér út í ævintýrin
hafi það gott og að þeim vegni vel.



mbl.is Íslendingar á leið til Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Martröð dagsins.

 Hvernig í ósköpunum stendur á þessu? Er unga fólkinu lánað
bara viðstöðulaust? Já það er það sem ég held, skemmtileg
byrjun hjá unga fólkinu okkar eða hitt þó heldur.

//

Rúmlega 660 ungmenni á vanskilaskrá

Alls voru 664 einstaklingar á aldrinum 18 til 22 ára á vanskilaskrá nú í febrúarbyrjun, samkvæmt úttekt Creditinfo á Íslandi. Árangurslaust fjárnám hafði verið gert hjá 343 úr hópnum.

Vanskil hafa aukist um 27,4 prósent frá því í janúarbyrjun í fyrra. Fjölgun skráninga varð 36,7 í kjölfar bankahrunsins.

Ungir karlar á vanskilaskrá eru 65,8 prósent þeirra sem eru á skránni en ungar konur 34,2 prósent

Vantar ekki hér að unglingunum sé vel gert grein fyrir því
hvað það kostar að taka lán, hverjir vextirnir séu og hvað
þau þurfa að vinna lengi til að borga til baka.
Að þau fái þetta á blað heim með sér og hugsi sig um áður
en þau gana að því að taka bara lán fyrir einhverri vitleysu.

Trúlega verður þetta gert núna er bankarnir eru komnir í þrota
þrot, en áður en það gerðist voru þeim boðnir gull og grænir
skógar og allt var svo auðvelt.
Þetta veit því barnabörnin mín þurftu að kaupa sér nýjar tölvur
þær hrundu, þær gátu fengið 350.000 hver, en þær notuðu nú
bara gömlu skjáina og takkaborðið, en keyptu sér góðar tölvur.


Eigið góðan dag í dag.


mbl.is Rúmlega 660 ungmenni á vanskilaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hægt að gleyma, en fyrirgefa.

Mæðgurnar Guðný Kristjánsdóttir og Kristín Rán Júlíusdóttir.

ÉG MUN ALLTAF MUNA

„Ég felldi tár af því að þetta minnti mig á hversu illa mér leið á þessu tímabili," segir hin 16 ára gamla Kristín Rán Júlíusdóttir. Þannig lýsir hún líðan sinni þegar hún bjó sig undir málþing þar sem hún lýsti reynslu sinni af rafrænu einelti. Málþingið var haldið á vegum SAFT í tilefni af alþjóðlega netöryggisdeginum 10. febrúar. Móðir Kristínar, Guðný Kristjánsdóttir, lýsti einnig reynslu sinni af sama tilefni.

Auðvitað mun hún ætíð muna þessi unga stúlka, það
gleymir engin því sem gert er á hluta mans.
Svona einelti er eins og köld rennandi blaut tuska í
andlitið.

Upphaf málsins er að þegar Kristín Rán var í 7. bekk hélt hún úti bloggsíðu og inn á þá síðu voru rituð ummæli, sem ekki verða höfð eftir hér, að beiðni mæðgnanna. Kristín Rán fæddist með fötlun sem lýsir sér þannig að hún er með skerta hreyfigetu í vinstri helmingi líkamans. Hún hefur ætíð átt erfitt með að sætta sig við fötlun sína og hefur reynt að haga lífi sínu þannig að hún hamli henni á engan hátt. „Þetta var það persónulegt að fötlunin var nefnd," segir Kristín Rán um eðli þess eineltis sem hún varð fyrir á netinu. „Ég á ennþá erfitt með að sætta mig við að ég sé fötluð en ég er að læra að lifa með þessu," segir hún.

Ummælin sem færð voru inn á bloggsíðu Kristínar voru afar særandi og þó að Kristín Rán hafi nú lokið námi í 10. bekk og hafið nám í fjölbraut sárnar henni enn að tala um þetta. „Þetta var það góð vinkona mín að þegar ég komst að því hver gerði þetta átti ég ekki orð," segir hún.


Auðvitað varst þú undrandi, tuskan sem ég talaði um áðan
virkar eins og; ,, Sjokk, undrun á, hef ég gert eitthvað,
hvers á ég að gjalda, reiði og síðan sorgin sem þú þarft að
glíma við, hvernig gat hún gert mér þetta mín góða vinkona
og af hverju?

Kristín Rán og foreldrar hennar hafa fyrirgefið stúlkunni skrif hennar og Kristín og stúlkan hafa verið samstiga í skóla alla tíð, eru núna báðar í fjölbraut. „Við erum ekki beint vinkonur í dag en ég hef mætt í afmælin hennar og hún í afmælin mín," segir Kristín. „Ég mun samt aldrei gleyma þessu, ég mun alltaf muna eftir því sem hún gerði. Ég er bara þannig manneskja að ég finn það í hjarta mínu að fyrirgefa," segir Kristín og bætir svo við að vinkonan hafi greinilega séð eftir þessu þegar upp komst og henni liðið illa.

Að henni leið illa í einlægni, bendir til að hún sá eftir og var
ekki að hugsa þessa hugsun til enda og að þú gast fyrirgefið
henni gerði gæfumuninn fyrir ykkur báðar og þó sér í lagi fyrir þig.
Það er nefnilega þannig að ef maður er með heift þá fær maður
heift á móti.

Kristín Rán segir að reynslan hafi styrkt hana og gert hana betri. „Ég myndi aldrei leggjast svo lágt að gera nokkuð í líkingu við þetta," segir hún. „Ég er mjög ánægð að vera ekki svona manneskja."

Þú mátt vera ánægð með að vera svona manneskja eins
og þú segir og elsku stelpa fötlun þín á ekki að hafa nein
áhrif nema þau sem þú leifir þeim að vera, en þar held ég
að þú sért á réttri braut með og vonandi verður þú sú
sem hjálpar bæði þolendum og gerendum í framtíðinni.

Guðný, móðir Kristínar Ránar, segir að þeim foreldrunum hafi fundist skrifin á blogginu svo ljót að þau hafi ákveðið að gera eitthvað í málinu. „Hún átti á brattann að sækja frá því hún hóf nám í grunnskóla," lýsir Guðný. „Þetta rafræna einelti setti í okkar huga eiginlega punktinn yfir i-ið." Foreldrarnir ákváðu að fá að fara inn á heimili þeirra sem hugsanlega höfðu ritað orðin til að finna ip-töluna en það tókst ekki. Guðný tekur sérstaklega fram að foreldrar bekkjarsystkina Kristínar hafi tekið þeim afar vel. Fyrst ekki tókst að finna gerandann á þennan hátt var ákveðið að leita til lögreglunnar með málið og sú tilkynning var gefin út. Það varð til þess að gerandinn gaf sig fram.

Guðný hnykkir á að þetta mál hafi farið vel og þau telji sér hafa tekist að koma í veg fyrir frekara einelti í gegnum netið með því að bregðast svona við. „Þetta bar árangur og það er það sem situr eftir. Viðbrögð okkar og dóttur okkar."

Kristín Rán átti sitt besta ár í 10. bekk grunnskóla og núna blómstrar hún í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. „Við viljum segja frá þessu núna til að koma því á framfæri hvernig við brugðumst við þessu

Þetta voru frábær viðbrögð og hárrétt, ég held að alltof fáir
taki rétt á svona málum í dag, en þetta fer batnandi.

Eigðu farsælt líf unga stúlka.

Ljós til allra inn í yndislegan dag
Milla

mbl.is „Ég mun alltaf muna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Hér er búið að snjóa yndislegum jólasnjó í allan dag.
fyrst í morgun var 11 stiga frost og hrikalega kalt, ég fór
ekki út, en við vorum að koma heim frá Millu minni og besta
tengdasyni sem til er og hann sagði að það hefði verið kalt
að fara á sjóinn í morgunn. Honum trúi ég ætíð.
Við fengum pastarétt að borða fullan af grænmeti og smátt
skornum pulsum síðan er ostasósu hellt yfir allt saman.

Nú það var rafmagnslaust af og til í allan dag fram í Laugum
þau rétt gátu steikt hammara og franskar síðan fór það aftur
og vonandi er það endanlega komið á.

              *****************************

     Núna fáið þið viðbót við Fátæka munkinn frá Skörum.

             þó var ég ei fullseldur myrkranna makt,
             því mikið gott oss í brjóst er lagt.
             Ég var eins og bátarnir á vandsigldri leið,
             sem velktist í stormi og sjávarneyð,
             og aldan lokksins að landi ber,
             er lemstrað hafa klettar og sker,
             en sérhver brest og baga
             má bæta samt og laga.

             Þá settu þeir mig í svartnættisskrá ,
             og síðan þeir hröktu mig til og frá,
             sem vargar, er bráð vilja bíta
             og bryðja og naga og slíta
             þá dafnaði hatur og dauðasynd,
             minn drykkur og matur varð heiftug blind.
             Mér var sem ég þyldi dauða  og dóm,
             sem djöfullinn nísti mig heljarklóm,
             mér var sem ég væri í Gehenna,
             ég vildi myrða og brenna.
             En dynur í fossi og skrjáf í skóg
             og skín, sem ársól á fjöllin sló,
             og haust regn, sem harmþungt flæddi,
             í hjarta mér kærleikann gladdi.

             Við daggir og læki og lóukvak
             og léttstíga hinda fótatak,
             við blómin og íkornans gleði á grein
             mig gróandans von í hjartað skein.
             Í sjálfum  mér sæmd mín glæddist
             Um sannindi ný ég fræddist.

             Það er ekki satt sem ég ætlaði fyr,
             að úthýst sé neinum við himins dyr,
             því athvarf hlýtur þar hver og einn,
             þar hafnar er engum né sauður neinn.
             Sá góði er ekki svo hreinn sem hann
             í hroka sínum ætla kann
             Sá illi er því góða ávallt nær
             en ætlar hann sjálfur, er kvölin slær.
             né lasta og fella dóma.

                                  Þetta er eftir Gustaf Fröding.

Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


Hvernig losnar maður við ???????????

Stal hérna einni mynd og vona að ég verði ekki
skömmuð mjög mikið, en hún er frábær.
image0011vottar.jpg

Ekki að ég hafi svo sem neitt á móti þeim í sjálfu sér, svo er líka til
fólk sem maður bara hreinlega ekki losnar við, það þurfa ekkert að
vera Vottar, en hvað eru eiginlega vottar?

Einu sinni fyrir 30 árum eða svo var bankað hjá mér, ég var ekki með
svona flottan dyrahamar. Fyrir utan stóð kona með litla stúlku sér
við hlið. Hún spurði hvort hún mætti koma inn að tala við mig, ég
sagðist ver upptekin og brosti þá vildi hún selja mér bók nei ég vildi
ekki kaupa bók, þá vildi hún gefa mér einhver rit, ég sagði nei.
Spurði svo hvort ég mætti gefa stúlkunni smá pening?
Hún varð öskureið og sagði þær ekki vera að betla.
Nei það vissi ég vel, en hélt að það væri í lagi að gefa henni nokkra
aura þá frussaðist út úr konunni:,, þú verður þá að gefa peningana
í safnbaukinn er við komum tilbaka.
Dæmi nú bara hver fyrir sig og segið mér hvort dyrahamarinn sé
ekki flottur?

Hefðu átt að koma strax.

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun, að skoðað verði að ráða alþjóðlega ráðgjafa sem aðstoði ríkið í samningum við skilanefndir gömlu bankanna. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði að erlendir kröfuhafar bankanna væru með mjög sterka aðila til að semja fyrir sig og ríkið þurfi að koma sterkt inn í þá mynd.

Hvað er þetta vissu þeir þetta ekki strax, jú og það
átti að ráða menn í þetta pronto, en Íslenska stoltið
vill stundum verða dýrkeypt.
verðum að læra að við getum ekki allt.

 

Á Ríkisstjórnarfundinum hefðu verið samþykkt þrjú mál sem tengjast áætlun um endurreisn fjármálakerfisins. Á fundinum var samþykkt starfsáætlun sérstakrar nefndar, sem í sitja fulltrúar nokkurra ráðuneyta ásamt Svíanum Mats Josepsson en sú nefnd starfar á grundvelli samkomulags sem gert var við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Er nefndinni m.a. ætlað að koma með tillögur um hvernig byggja eigi upp eftirlit með fjármálastarfsemi sem stenst alþjóðlegar kröfur.


Gott mál og tími til kominn, vonandi vinna þeir hratt og
vel því mannaskipan breytist jú í kosningum í vor.

Eða er þetta ekki pólitískt skipað eins og allt annað?

Þá var samþykkt, að stofna eignaumsýslufélag í eigu ríkisins, sem yfirtaki eignir í bönkum, fyrirtæki þar sem starfsemi sé í raun komin í þrot. Jóhanna sagði, að um væri að ræða stærstu fyrirtækin, um 15-20 félög, sem verði  hugsanlega tekin inn í eignaumsýslufélagið í áföngum. Þetta komi ekki í veg fyrir að bankarnir verði með sín eigin eignaumsýslufélög, þá fyrir minni og meðalstór fyrirtæki. Með þessu móti væri hægt að minnka efnahagsreikning bankanna og gera þeim fyrr kleift að endurreisa meðalstór fyrirtæki og setja atvinnulífið í gang.

Vel þekktar aðferðir

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði að aðgerðir á borð við þessar, að taka stór mikilvæg illa stödd fyrirtæki, inn í eignaumsýslufélög, væru vel þekktar. Því væri ekki verið að finna upp hjólið heldur beita aðferðum, sem reynst hafi vel annarstaðar. 

Tvö frumvörp verða lögð fram á Alþingi á næstunni, annað um eignaumsýslufélög og hitt um fjármálafyrirtæki sem felur í sér að eignir félaga geta verið lengur í gjaldþrotameðferð til að koma í veg fyrir að ekki þurfi að selja þau of fljótt.

Fram kom hjá Jóhönnu að á föstudag muni væntanlega verða afgreidd frumvörp um breytingu á gjaldþrotalögum um lengri fresti og um greiðslujöfnun myntkörfulána.

Mjög gott mál og þá þarf að hjálpa öllum jafnt.
Enga pólitík þar eða vinargreiða.

Frumvarp um skyldusparnað afgreitt

Ríkisstjórnin samþykkti einnig á fundi sínum í dag frumvarp um skyldusparnað sem gerir ráð fyrir að fólk geti tekið út viðbótarlífeyrissparnað samkvæmt ákveðnum reglum á næstu árum.

Er það þá eitthvað annað en séreignasparnaðurinn sem
átti að vera til að hjálpa fólki út úr skuldum?
bara spyr.

Hvar er svo eitthvað sem kemur strax til að fólk eigi fyrir mat
í dag og næstu daga.

 


mbl.is Alþjóðlegir ráðgjafar aðstoði ríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Martröð dagsins.

Eiginlega síðan í gær, en læt hana koma núna er nefnilega
eins og barnabörnin segja svolítið hægfara, dettur í hug
strætó er ég var að alast upp, þeir voru svo hægfara að
ég frekar skokkaði allt sem ég þurfti að fara, en að taka
strætó. Síðan kom hraðferð og tók ég hana stundum, en
drottinn minn dýri maður varð nú bara sjóveikur í þeim
vögnum.

Las í gær grein um heilbrigðismál og framvinduna í þeim
málum.
Heilbrigðisráðherra tók upp í sig stórum er hann tók við þeim
langþráða stól, þið vitið sem heitir ráðherrastóll.
Dró strax til baka komugjöld á sjúkrahús og lýsti í stórum
orðum bæði hinu og þessu sem hann ætlaði að gera öðruvísi
en fyrirrennari hans.

Það var nú að mínu mati óþarfi að vera með einhverjar
yfirlýsingar um fyrirrennara sinn, hann átti bara eins og
hann sagði sjálfur að ígrunda málin og leysa þau svo.
það fer of mikill tími í yfirlýsingar um hitt og þetta.
gott var samt að hann skyldi draga til baka komugjöld á
sjúkrahúsin, því annars hefði bara fjöldi mans dáið hefðu
ekki haft efni á að fara á sjúkrahús
.

Datt svo ekki af mér andlitið í gær er ég las Þetta:
,, Eigum ekki annarra kosta völ en að draga seglin saman,
fyrirhugaðar er 6,7 miljarða króna niðurskurður á árinu
telur hann nauðsynlegt að finna leiðir til sparnaðar svo sem
í lyfjakostnaði, skipulagsbreytingum og að reynt verði eftir
megni að hlífa starfsfólki sem hafi lágar tekjur á kostnað hinna."

Hann talar ekkert um alla þá sem nú þegar er búið að segja upp.
hverjum á svo að hlífa á kostnað hinna, sest þá kannski einhver
nefnd niður og skoðar, bíddu nú við hvað hefur þetta fólk í laun?
þau hafa nóg rekum hana. Nei ég bara spyr.


Hann er búin að leggja fram pólitísk markmið sem eiga að tryggja
heilbrigðisþjónustuna og aðgengi að henni.
þegar kemur að launakostnaði verði það gert með kjarajöfnun
að leiðarljósi.
Svo verður horft til aðstæðna hverju sinni."

Vill einhver útskýra fyrir mér, hvernig má það vera að heilbrygði
þurfi að vera pólitískt?
Það á að vera bara samvinna.
Þarna er um líf fólks að ræða.


Svo klingir hann út með að segja: ,, Það er sárt til þess að hugsa
að heilbrigðismál hafi ætíð verið látin sitja á hakanum og nú þurfi
að skera niður."

Vitið þið að það er svo týpistk fyrir pólitíkusa að kenna ætíð
fyrirrennurum sínum um hvernig komið er.
Þeir skilja ekki að þeir eru komnir í stjórn til að leysa málin
ekki til að vera með stórar yfirlýsingar og renna svo á rassgatið
með þær.
Ég hvet alla þá sem hafa fengið uppsagnabréf í þessum geira
að taka sig saman svo fólk vita hvað er í gangi.
Þessir stjórn er í sama feluleiknum og hinir voru.

Eigið góðan dag.


Fyrir svefninn.

þegar við Gísli vorum að drekka teið í dag og með fengum
okkur nýbakað brauð með sméri og osti, vitið það er eigi
til neitt betra. Fórum að rifja upp æskuna okkar er mjöl
af öllu tagi var keypt inn í 25 kg sekkjum ásamt sykri,
og bara öllu því sem hægt var að geyma, voru búrin fyllt
af á haustin.
Nú auðvitað fór það eftir efnum fólks hvað það gat keypt
mikið inn, en fyrir sláturtíðina var nauðsynlegt að afla vel
í búrið.
Nú er sá tími kominn að brýnt er að spara og þá er gott
fyrir okkur að segja unga fólkinu frá þessum tíma okkar.

Það er nefnilega æði margt sem hægt er að spara bara
með því að hugsa aðeins, smá dæmi: ,,Ég notaði afar
mikið af eldhúsrúllum, ég reif af bréf við öll tækifæri
þurrkaði potta og pönnur með bréfi og ég nenni ekki einu
sinni að telja það allt upp, en þær dugðu aldrei það voru
keyptar endalausar rúllur."

Núna dugar pakkningin, ja það er ein eftir núna síðan um
jól, dugleg stelpa ég er. Bara að hugsa aðeins.
                 ********************

Var að hugsa um að setja inn fjögur fyrstu erindin,
úr kvæði Gústafs Frödings

              Fátækur munkur frá Skörum.

        Nú hnignar fjöri, nú förlast verk
        hjá fátækum, ólærðum strokuklerk,
        munki á flóttaförum
        fordæmdum niðri í Skörum.

        Í kör hefir ellin mig kreppt og fellt,
        og kirkjan þeim vonda mig ofurselt
        sem drápsmann og trúvilltan syndasauð,
        og sekan og dræpann sem kóngurinn bauð.

        Þeir hafa elt mig sem úlfinn í skóg,
        æ síðan kankúnann Lassa ég sló.
        En hettuna eina þeir hrepptu,
        sem höfði mínu eftir krepptu.

        Ég syndgaði í klaustrinu, satt það er,
        og sopa of margan fékk ég mér
        í óleyfi úr ábótans tunnu
        og átti vingott við nunnu.
        Ég hafði krafta í kögglum þá,
        í kránum við slarkara flaugst ég á,
        til lausalýðs mig dró ég
        og Lassa kanúka sló ég.
        Og af því spratt þjáning og angur af,
        ég át í framandi landi draf,
        sem svínin sjálf mundu hata,
        sem segir í Vulgata.

Það eru átta kaflar eftir af þessu kvæði og mun
ég birta ykkur það næstu kvöld.
En það er nú ekki eins gaman að rita þetta eins og að flytja.
því þá getur maður notað díalektinn sem í dölunum er notaður.
En það er nú allt önnur Ella.

Magnús Ásgeirsson þýddi þetta kvæði.

                        Góða nótt kæru vinir
.
HeartSleepingHeart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.